Morgunblaðið - 27.08.2021, Síða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2021
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Passamyndir
Tímapantanir
í síma 568 0150
eða á rut@rut.is
Tryggjum
tveggja metra fjarlægð
og gætum ítrustu
ráðstafana
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Reykjavíkurskákmót Kviku og EM
einstaklinga í skák var sett á Hót-
el Natura í gær. Katrín Jakobs-
dóttir forsætisráðherra lék fyrsta
leikinn á fyrsta borði í viðureign
stórmeistarans Gawains Jones,
sem er jafnframt stigahæstur í
mótinu, og Iulians Baltags.
Alls eru skráðir til leiks 185
skákmenn frá 36 löndum. Mótið er
skipað sterkum skákmönnum
hvaðanæva, ekki síst þar sem
Evrópumót einstaklinga er innifal-
ið í Reykjavíkurmótinu.
Gunnar Björnsson, forseti Skák-
sambands Íslands, segir við Morg-
unblaðið að undirbúningur móts-
ins hafi verið taugatrekkjandi og
langur í ljósi faraldursins en móts-
haldarar létu hvergi deigan síga.
„Við teljum okkur hafa unnið
varnarsigur,“ segir Gunnar,
ánægður með útkomuna. Reykja-
víkurmótið í fyrra var á meðal
fyrstu viðburða hér á landi sem
þurfti að aflýsa vegna faraldurs-
ins.
Á lista keppenda eru 70 stór-
meistarar og taka allir sterkustu
skákmenn landsins þátt í mótinu.
Hægt verður að fylgjast með því í
beinni útsendingu á skak.is.
Forsætisráðherra lék fyrsta leikinn í gær á Reykjavíkurskákmótinu á Hótel Natura
Morgunblaðið/Eggert
Skákmenn
frá 35 löndum
etja kappi
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Arnarlax hefur á undanförnum mán-
uðum haldið áfram að þróa og aukið
útflutning á ferskum laxi með skip-
um til Bandaríkjanna. Með ofurkæl-
ingu hefur laxinn þriggja vikna
geymsluþol og þrátt fyrir tiltölulega
langan flutningstíma á fiskurinn 12-
13 daga geymsluþol eftir þegar hann
er kominn á markað.
Arnarlax er með ofurkælingu frá
Skaganum 3X og kælir fiskinn í eina
gráðu undir frostmarki í sláturhúsi
sínu á Bíldudal, fyrir flutning til
Bandaríkjanna. Laxinn er fluttur til
Reykjavíkur og fer með skipum
Eimskips til Portland í Maine. Siglt
er vikulega með viðkomu í Halifax á
Nova Scotia og tekur siglingin sjö
daga. Björn Hembre, forstjóri Arn-
arlax, segir að laxinn hafi 21 dags
geymslutíma með ofurkælingunni og
því séu eftir 12-13 dagar af geymslu-
þolinu þegar laxinn kemur á markað
í Bandaríkjunum. Laxinn er fluttur
heill og því á eftir að vinna hann í
neytendapakkningar.
Minna kolefnisfótspor
Björn segir að Arnarlax hafi á
síðstu þremur mánuðum sent 20% af
framleiðslu sinni með skipum til
Bandaríkjanna, eða um 300 tonn.
Flutningskostnaður er minni en
með flugi og því fæst hærra skila-
verð fyrir vöruna frá Bíldudal. Í
skýrslu um hálfsársuppgjör Arnar-
lax kemur einnig fram að kolefnisfót-
spor framleiðslunnar er minna þegar
flutt er út með skipum en flugvélum.
Fram kemur í skýrslu Arnarlax að
lögð er áhersla á gæði framleiðslunn-
ar. Kynnt hefur verið nýtt vöru-
merki: Arnarlax, sjálfbær íslenskur
lax. Það er liður í viðleitni fyrirtækis-
ins til að skapa því sérstöðu, komast
inn á nýja markaði og auka framlegð.
Arnarlax er stærsti framleiðandi á
laxi hér á landi. Slátrað var liðlega
4.800 tonnum fyrstu sex mánuði árs-
ins sem er minna en á sama tímabili í
fyrra. Aftur á móti hefur lífmassinn
aukist og gera áætlanir fyrirtækisins
ráð fyrir 14 þúsund tonna fram-
leiðslu á árinu í heild.
Arnarlax hefur leyfi fyrir 25 þús-
und tonna lífmassa í kvíum en vinnur
að aukningu. Fyrirtækið keypti tvær
bleikjustöðvar á Suðurlandi í vor og
vinnur að því að breyta þeim í seiða-
stöðvar til að framleiða stór seiði.
Fimmtungur út með skipum
- Arnarlax eykur útflutning á ferskum laxi með skipum til Bandaríkjanna - Þriggja vikna geymsluþol
fæst með ofurkælingu - Minni flutningskostnaður og kolefnisspor en þegar flutt er með fraktflugi
Ljósmynd/Arnarlax
Vestfirðir Arnarlax elur lax í sex sjókvíastöðvum í þremur fjörðum.
Hrefna Gísladóttir, sem dvelur á
hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á
Eyrarbakka, fagnar aldarafmæli í
dag.
Hrefna fæddist 27. ágúst 1921 á
Ingveldarstöðum í Skagafirði, er
elst þriggja systkina en átti eina
fóstursystur. Foreldrar hennar voru
Gísli Benjamínsson og Anna Þuríður
Pálsdóttir. Systkinin ólust upp á
Hofsósi en fóru öll sumur á síld á
Siglufirði með foreldrum sínum.
Hrefna flutti suður 1941 til að
stunda kennarnám við Kennarhá-
skóla Íslands. Eftir námið kenndi
hún í skóla St. Jósefssystra í Hafn-
arfirði og einnig í Ísaksskóla. Sum-
arið 1946 sigldi hún ásamt vinkonu
sinni til Svíþjóðar og lærði handa-
vinnukennslu. Eftir sumarið í Sví-
þjóð flutti Hrefna ein á Selfoss og
kenndi þar við barnaskóla bæjarins.
Á Selfossi eignaðist hún góðar vin-
konur og héldu þær vikulegan
saumaklúbb í 40 ár.
Árið 1951 giftist Hrefna Ögmundi
Hannessyni, bónda í Stóru-Sandvík í
Árnessýslu, en hann lést árið 1984.
Saman eignuðust þau þrjá syni, þá
Gísla, Magnús og Ara Pál og ólu þá
upp í Stóru-Sandvík. Hrefna hélt
uppi búskap í tvö ár eftir andlát Ög-
mundar en þá tók sonur þeirra, Ari
Páll, við búinu. Hrefna á 26 afkom-
endur.
Hrefna hefur alltaf verið ákaflega
bókhneigð og hafði einstaklega gam-
an af ljóðum. Einnig lagði hún stund
á blóma- og grænmetisrækt. Hún
hefur ávallt verið mikill Skagfirð-
ingur í sér og hefur farið árlega
norður að skoða æskuslóðirnar. Í
ferðum sínum þangað heimsótti hún
systkini sín en systir hennar, Svava,
lést í vor, 96 ára að aldri.
Sunnlenskur Skagfirðingur
- Hrefna Gísla-
dóttir á Eyrar-
bakka 100 ára
100 ára Hrefna Gísladóttir.