Morgunblaðið - 27.08.2021, Síða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2021
Fyrr í vikunni slitnaði upp úr
kjaraviðræðum Félags ís-
lenskra flugumferðarstjóra og SA
fyrir hönd Isavia. Flugumferða-
stjórar hafa boðað vinnustöðvun
næstkomandi
þriðjudag en fram
að þeim tíma má
vænta þess að reynt
verði að koma mál-
inu farsællega í
höfn þó að ekki
blási byrlega sem
stendur.
- - -
Ekki þarf að minna á að veröldin
hefur barist við skæða veiru í
meira en hálft annað ár og flug- og
ferðaþjónusta í heiminum hefur
tekið á sig hvað mest högg þess
vegna. Þetta á ekki síst við um Ís-
land sem á liðnum árum hefur
treyst æ meira á gjaldeyristekjur
vegna ferðamanna.
- - -
Þess vegna er óhætt að taka und-
ir orð fjármálaráðherra í við-
tali við Stöð 2 sem sagði: „Það er
auðvitað það síðasta sem við þurf-
um núna, að sjá mikla röskun á
flugstarfseminni.“
- - -
Og það er líka hægt að taka und-
ir það sem hann sagði um
verkföll hér á landi almennt þegar
hann benti á að það væri „alvarlegt
hversu oft við endum í beitingu
verkfallsréttar á Íslandi miðað við
það sem tíðkast víða annars staðar.
En það er annað og stærra mál og
hefur með vinnumarkaðsmódelið
að gera og hlutverk ríkissáttasemj-
ara.“
- - -
Verkalýðsfélög hafa fengið
sterka stöðu hér á landi miðað
við í öðrum löndum. Þessa stöðu
mega þau ekki misnota. Það að láta
sér detta í hug á þessum tímum að
stöðva flug er nokkuð sem gengur
alls ekki upp. Engir ábyrgir aðilar
geta leyft sér það.
Bjarni
Benediktsson
Óeðlilega tíð
verkföll hér á landi
STAKSTEINAR
Töfrar eldamennskunnar
byrja með Eirvík
Eldhúsið er ekki bara
herbergi, heldur upplifun
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Með nýju fólki koma breyttir siðir,“
segir Ólöf Finnsdóttir, skrifstofu-
stjóri Hæstaréttar. Athygli hefur
vakið að staða aðstoðarmanns dóm-
ara hefur verið auglýst laus til um-
sóknar en ráðið hefur verið í þær
stöður án auglýsinga síðustu ár. Ólöf
tók nýverið við starfi skrifstofu-
stjóra og Benedikt Bogason var fyrir
stuttu kjörinn forseti Hæstaréttar.
Ólöf kveðst ekki þekkja hvernig ná-
kvæmlega var staðið að ráðningum
fyrir hennar tíð en þessi háttur verði
hafður á hér eftir. „Ég er talskona
þess að við vinnum fyrir opnum
tjöldum,“ segir hún.
Í svari Áslaugar Örnu Sigur-
björnsdóttur dómsmálaráðherra við
fyrirspurn þingmannsins Andrésar
Inga Jónssonar kom fram að síðustu
15 ár hafa 23 lögfræðingar verið
ráðnir aðstoðarmenn dómara við
Hæstarétt án auglýsingar. Þó kveða
lög á um að það skuli gert. Í svarinu
kom fram að ráðuneytið hefði árétt-
að þessa skyldu við dómstólasýsluna.
Ólöf segir við Morgunblaðið að nú
sé auglýst ein staða aðstoðarmanns.
Þeir hafi verið fjórir en muni hér eft-
ir fækka í þrjá í ljósi þess að umsvif
réttarins hafi minnkað.
Auglýsa nú störf aðstoðarmanna
- Breytt vinnubrögð í Hæstarétti
- Aðstoðarmönnum fækkað um einn
Morgunblaðið/Eggert
Hæstiréttur Þrír aðstoðarmenn
verða til taks fyrir dómarana sjö.
Stefnumótunarfundur formanna og
flokksráðs Sjálfstæðisflokksins fer
fram á morgun, laugardaginn 28.
ágúst, á nokkrum stöðum um land-
ið. Í Reykjavík fer fundurinn fram
á Hótel Nordica en fundurinn fer
auk þess fram á sex öðrum stöðum
á landinu, á Ísafirði, á Blönduósi, á
Akureyri, á Egilsstöðum, á Höfn
og í Vestmannaeyjum.
Yfirskrift fundarins er: Ísland,
land tækifæranna. Heilbrigðismál,
orkubylting og lífeyris- og örorku-
mál verða rædd í þremur hug-
veitum að morgni. Eftir matarhlé
flytur Bjarni Benediktsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins, setn-
ingarræðu fundarins og í framhaldi
af því mun fundurinn ræða stjórn-
málaályktun og áherslur flokksins í
næstu kosningum til Alþingis.
Framhald landsþings Viðreisnar
verður haldið á morgun og verður
það rafrænt vegna sóttvarna-
ráðstafana. Dagskráin hefst með
skýrslu framkvæmdastjóra flokks-
ins en síðan verður meðal annars
unnið að málefnavinnu. Eftir há-
degi verður farið í samþykktir og
kosningu um ályktanir málefna-
nefnda og stjórnmálaályktun
flokksins.
Klukkan 16 ávarpar Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, formaður
Viðreisnar, landsþingið og hefst þá
opið streymi á vefsíðu flokksins. Að
því loknu mun Sigmar Guðmunds-
son, frambjóðandi flokksins, ræða
við aðra frambjóðendur hans.
Sjálfstæðismenn og
Viðreisn með fundi
- Tveir flokkar und-
irbúa kosningabar-
áttuna um helgina
Morgunblaðið/Eggert
Fundur Bjarni Benediktsson ávarp-
ar flokksmenn á landsfundi 2018.
2021 ALÞINGISKOSNINGAR