Morgunblaðið - 27.08.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 27.08.2021, Síða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2021 VIÐTAL Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Fyrirtækið er ekki orðið tveggja ára gamalt en okkur hefur þegar tekist að breyta ferðahegðun þúsunda íbúa á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Við ætlum okkur stærri hluti og stefnum á að breyta ferðahegðun fólks um all- an heim,“ segir Sæunn Ósk Unn- steinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík. Hinar grænu rafskútur Hopps fara ekki fram hjá neinum sem ferðast um á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. Sæunn tók við starfi framkvæmda- stjóra í mars síðastliðnum og skömmu síðar tók Hopp á móti 1.100 nýjum rafskútum og stækkaði þjón- ustusvæðið frá Reykjavík til Hafn- arfjarðar. „Þetta var stórt stökk en það var tekið að vel ígrunduðu máli. Við vor- um með 300 skútur í flotanum en höfðum greint í hugbúnaðinum gríð- arlega vöntun. Stækkunin á sér stað út frá eftirspurn notenda,“ segir hún. Þjónusta Hopps er afar umhverfis- væn enda er hún alfarið keyrð á raf- magni. Hugbúnaðurinn að baki Hopp er alfarið unninn á Íslandi af hugbún- aðarfyrirtækinu Aranja, en eigendur þess eiga einnig Hopp Hopp, og sama gildir um hönnun á appinu sem tengir notendur við skúturnar. „Notendur okkar geta því sagt: „Íslenskt já, takk,“ því hinar rafskútuleigurnar eru allar með erlendan hugbúnað,“ segir Sæunn. 144 þúsund skráðir notendur Óhætt er að segja að vöxtur fyrir- tækisins hafi verið hraður. Haustið 2019 byrjaði það með 60 rafskútur miðsvæðis í Reykjavík en vinsæld- irnar voru slíkar að fljótlega var 300 rafskútum bætt við. Eins og áður segir bættust svo 1.100 við í vor en við það tækifæri voru eldri skút- urnar, sem að sögn Sæunnar áttu þó nóg inni, seldar til sérleyfishafa Hopp víða um land. Hopp er nú með starf- semi á Akranesi, Akureyri, Egils- stöðum, Selfossi, Hveragerði og í Reykjanesbæ. „Sveitarfélögin sem prufukeyrðu Hopp í sumar eru búin sýna það og sanna að eftirspurnin er víðar en á höfuðborgarsvæðinu. Lítil fjölskyldu- fyrirtæki sérleyfanna munu stækka hratt því þau ásamt fleiri nýjum sér- leyfum eru að gera áætlanir um stærri fjárfesingar fyrir næsta ár,“ segir framkvæmdastjórinn en í dag starfa um 30 manns hjá Hopp á höf- uðborgarsvæðinu og fyrirtækið er með vakt allan sólarhringinn. Sæunn segir að rafskútan hafi heldur betur sannað gildi sitt sem samgöngumáti. Fólk vilji hafa val um fjölbreytta og umhverfisvæna ferða- máta, það sé framtíðin. Rafskútan nýtist sérstaklega vel í borgum eins og Reykjavík þar sem ekki er full- komið lestarkerfi. „Við erum komin með 144 þúsund notendur á skömm- um tíma sem fara fleiri þúsund ferðir á dag. Þessi nýsköpun gerir fólki auð- veldara að notast við aðra ferðamáta en bíla. Það ættu allir að fagna því að við séum að taka bíla af götunni, líka þeir sem eru á bílaskeiði í lífi sínu, enda er meira pláss á götunni fyrir þá á móti. Umferðin verður léttari og fólk kemst fljótt að því að með því að nota Hopp breytist upplifun þess af borginni og höfuðborgarsvæðinu. Það tekur styttri tíma að komast á milli staða. Til dæmis er ég innan við 20 mínútur að komast úr Kópavogi í miðju menningarinnar í Reykjavík. Deilihagkerfið er komið til að vera, það þurfa ekki allir að eiga allt.“ Stefna á aukin umsvif Sæunn segir að umsvif Hopps verði aukin á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni og þessa dagana sé unn- ið að stefnumótunarvinnu fyrir næsta ár. „Við eigum rosalega mikið inni enda erum við ekki búin að ná utan um allt höfuðborgarsvæðið. Við heyrum líka frá notendum sem eru ósáttir við að svæði okkar nái ekki heim til þeirra. Einn sendi okkur nýlega skilaboð og lýsti því yfir að honum fyndist á sér brotið með því að fá ekki þjónustuna heim að dyr- um.“ Bjöguð umræða um skútuslys Ekki hafa allir verið jákvæðir í garð rafskúta. Gagnrýnt hefur verið að skútur frá rafskútuleigum séu skildar eftir á gangstéttum og hindri för fólks auk þess sem slysahætta skapist af notkun þeirra. Þá hefur til dæmis verið bent á að í Ósló hafi ver- ið settur kvóti á fjölda rafskúta í leigu og útleiga bönnuð á nóttunni. Sæunn segir að fyrirtækið sé ekki hafið yfir gagnrýni en henni finnist umræðan um slys nokkuð bjöguð. „Við viljum ekki draga úr alvar- leika slysa en það er stundum svolítið skrítið að allur fókus á umfjöllun sé settur á 0,1% af notkuninni sem end- ar í slysum. Það verða margir árekstrar bíla á degi hverjum og ekki eru birtar fréttir af því. Við hvetjum fólk alltaf til að aka af öryggi, nota hjálm og aka ekki undir áhrifum. Auk þess erum við að þróa hugbúnaðinn þannig að hann verði enn þá örugg- ari.“ Þá segir hún að Hopp eigi í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg og því muni það aldrei gerast hér að fækka þurfi rafskútum eins og nýverið gerð- ist í Ósló. „Við skilum mánaðarlega skýrslum um notkun til borgarinnar og þar er vel haldið utan um okkur rafskútuleigurnar með skýrum reglum. Þessi starfsemi passar vel í innviðafjárfestingar sveitarfélaga samkvæmt samgönguáætlun þar sem á næstu 15 árum á að fjárfesta millj- arða króna í meðal annars okkar inn- viðum, göngustígum og hjólastígum.“ Hvað varðar það hvernig viðskiptavinir skila af sér skútunum segir Sæunn að þótt alltaf megi gera betur þurfi að huga að því að skút- urnar séu komnar til að vera. „Við þurfum pláss í borgarlandinu. Við viljum auðvitað að skútunum okkar sé vel lagt og þær blokki ekki gang- stíga eða hjólastíga. Framtíðarmark- miðið er að það verði stæði fyrir raf- skútur fyrir utan öll fyrirtæki og fjölbýlishús rétt eins og bílastæði.“ Stórfelld útrás hafin Vöxtur Hopps hefur verið hraður eins og áður er getið. Til marks um það höfðu notendur fyrirtækisins í mars hoppað um eina milljón kíló- metra á rafskútum þess. Nú í ágúst- lok er þessi tala komin upp í 2,7 millj- ónir kílómetra. Og Hopp stefnir á landvinninga á næstunni. Þegar hafa sérleyfishafar Hopps opnað rafskútuleigur á Spáni og í Færeyjum og unnið er að því að opna Hopp í Bandaríkjunum, Mið- Austurlöndum, Frakklandi, Rúmen- íu, Noregi, Svíþjóð, Gvatemala og víðar. Það er Eyþór Máni Stein- arsson, 22 ára fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Hopps Reykjavík, sem leiðir útrásina undir merkjum Hopp Mobility. „Þetta er gríðarlega spenn- andi. Það hefur verið skrifað undir samninga í nokkrum borgum í þess- um löndum og þá hefst ferlið, að sækja um leyfi og fleira, og mismun- andi er eftir hverri borg hvenær hægt verður að opna. Eftir eitt ár veit ég það verður mjög mikið búið að gerast varðandi sérleyfishlutann, enda tók það Eyþór Mána ekki lang- an tíma að greiða leiðina og byggja Hopp upp frá grunni ásamt Aranja,“ segir Sæunn. Ótrúlegur vöxtur á tveimur árum - Rafskútuleigan Hopp nýtur sívaxandi vinsælda - 144 þúsund notendur hafa hoppað 2,7 milljónir kílómetra á tveimur árum - Umhverfisvæn þjónusta sem notast við rafmagn og íslenskan hugbúnað Morgunblaðið/Eggert Á vaktinni Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopps, telur að fyrirtækið geti vaxið enn frekar. 2021 ALÞINGISKOSNINGAR Baldur S. Blöndal baldurb@mbl.is Sigurður Ingi Jóhannsson formað- ur Framsóknarflokksins segir að hans flokkur sé í raun eini raun- verulegi miðjuflokkurinn. Sig- urður segir Miðflokkinn hafa lítið með miðjuflokksstefnu að gera þrátt fyrir nafnið. Framsókn kynnti nýja málefnaskrá í gær með yfirskriftina „fjárfesting í fólki“. Sigurður segir flokkinn ekki úti- loka samstarf með neinum að svo stöddu: „Við höfum hingað til ekki útilokað nokkurn, en það liggur svo sem í augum uppi að þeir flokkar sem eru fjarlægastir okkur í málefnum séu ólíklegri en það á kannski bara eftir að koma í ljós hverjir það eru.“ Með því að segjast vilja fjárfesta í fólki vill Framsókn tryggja meiri innlenda verðmætasköpun og leggja áherslu á lýðuheilsutengdar forvarnir. Meðal áherslumála er að öll börn frá sex ára aldri fái tóm- stundastyrk að andvirði 60 þúsund krónur. Auk þess segir í stefnu flokksins að heilbrigðiskerfið eigi að vera blanda opinbers reksturs og einkaframtaks. Þá þurfi að taka upp fleiri þrep í tekjuskatti fyr- irtækja til þess að styðja við minni og meðalstór fyrirtæki. Sigurður segir færi til opinberra fjárfestinga geta skapast á næstu misserum þegar fjárfestingar í Landspítala og tækni- og listahá- skólum séu lengra komnar. „Þá gæti farið að skapast meira rými fyrir opinberar fjárfestingar. Þess vegna erum við að leggja áherslu á þjóðarleikvangana.“ Hann segir það vel hugsanlegt að færa leikvangana út úr Laug- ardalnum þótt vinnan miði að Laugardalsreitnum núna en segir sveitarfélagið þurfa að sýna mál- efninu áhuga. Hlutdeildarlán til fleiri Sigurður fagnar því að hlut- deildarlán hafi komist í gegnum þingið og segir tilefni til að út- víkka gildissvið þeirra þannig að hópar á borð við eldri borgara og öryrkja hafi tök á slíkum lánum. Stefna flokksins miðar einnig að því að heildarendurskoðun fari fram á málefnum öryrkja. Með þessu segir Sigurður að flokkurinn sé að vísa annars vegar til forvarnastefnu flokksins en einnig vinnu sem hafi farið fram um innleiðingu færnismats: „Í stað þess að taka fólk út af atvinnu- markaðinum þarf að meta það í hverju tilfelli hver færnin og getan sé til þess að taka þátt í stað þess að vera dæmdur út af fyrir fertugt og eiga aldrei afturkvæmt.“ Sigurður sagði í ávarpi sínu að Framsókn væri eini raunverulegi miðjuflokkurinn í dag. Hann segir Miðflokkinn og stefnur hans ekki passa við nafnið: „Miðað við stefnu flokksins þá hefur hann verið að leggja áherslu á hluti sem hafa lítið með miðju- flokksstefnu að gera. Þess vegna þori ég að halda þessu fram fullum fetum. Sama gildir um Viðreisn og Flokk fólksins og fleiri flokka sem hafa sóst eftir því að vera í miðju- flokkabandalaginu en ættu kannski heima með einhverjum öðrum miðað við þær stefnur sem þeir birta.“ Segir Framsókn eina miðjuflokkinn - Framsókn kynnir stefnumál komandi kosninga - Segir nýja þjóðarleikvanga tímabærar fjárfest- ingar - Fleiri hafi kost á því að sækja um hlutdeildarlán - Færri út af vinnumarkaði fyrir fertugt Morgunblaðið/Unnur Karen Sigurður Ingi Verkefni nýrrar ríkisstjórnar verður að sögn Sigurðar að leiða þjóðina út úr þeim takmörkunum sem hafi verið settar á daglegt líf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.