Morgunblaðið - 27.08.2021, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Hin hrylli-
legu tíð-
indi sem
bárust frá alþjóða-
flugvellinum í Ka-
búl í gær, þar sem
hryðjuverkamenn náðu að fella
tugi manna, þeirra á meðal tólf
bandaríska hermenn, í tveimur
sprengjuárásum, koma því mið-
ur ekki á óvart. Bresk stjórn-
völd höfðu varað við því fyrr um
daginn, að jafnvel mætti eiga
von á árásum innan örfárra
klukkutíma, og Kanadamenn
og nokkur Evrópuríki höfðu
ákveðið að hætta brottflutningi
sínum frá Kabúl jafnvel áður en
ódæðið var framið.
Ríki íslams hefur lýst yfir
ábyrgð á ódæðinu og er talið
líklegt að þau hryðjuverka-
samtök hafi framið verknaðinn.
Er það ekki síst vegna þess að
árásin virðist hafa beinst að
þeim stað á alþjóðaflugvell-
inum í Kabúl, þar sem líklegast
var að hægt yrði að hæfa bæði
óbreytta borgara, vígamenn ta-
líbana og hermenn Bandaríkj-
anna og Bretlands á einu bretti.
Ríki íslams-Khorasan, eins
og sá hluti þessara hryðju-
verkasamtaka heitir sem lík-
lega framdi ódæðið, hefur stað-
ið að ýmsum hryðjuverkum á
síðustu árum. Þau hafa jafnan
miðað að því að fella sem flesta
óbreytta borgara, og þá helst
aðra múslima, sem falla ekki
undir þeirra þröngu skilgrein-
ingu á því hvað teljist til ísl-
amstrúar. Hópurinn réðst til að
mynda á fæðingardeild sjúkra-
húss í Kabúl á síð-
asta ári og myrti
þar barnshafandi
konur, sem töldust
til sjía.
Þó að báðir hóp-
ar falli undir skilgreininguna á
íslamistum hafa talíbanar og
Khorasan-hópurinn eldað grátt
silfur saman á síðustu miss-
erum, og Ríki íslams sakaði ta-
líbana beinlínis um svik við
málstaðinn með friðarsamn-
ingum sínum við Bandaríkja-
stjórn, jafnvel þótt þeir fengju
með þeim nánast allar sínar
óskir uppfylltar.
Fjandskapur þessara hópa
er ávísun á enn frekari hörm-
ungar, þar sem fastlega má
gera ráð fyrir því að talíbanar
muni nú, á sama tíma og þeir
ljúka við valdatöku sína í Afg-
anistan, þurfa að kljást við
frekari árásir úr ranni Ríkis ísl-
ams og mögulega frá fleiri hóp-
um. Almenningur í Afganistan
er ekki öfundsverður af því
hlutskipti, að þurfa að sjá hver
öfgahópanna muni hafa betur í
þeim átökum.
Á sama tíma sýna tíðindin í
gær enn og aftur hversu mis-
ráðin brottför Bandaríkjanna
og þar með annarra vest-
urvelda frá Afganistan er, og
einkum hversu óhönduglega
hefur verið að henni staðið.
Vanhugsað óðagot Bidens þrátt
fyrir ítrekaðar aðvaranir verð-
ur æ ljósara og álitshnekkirinn
verður ekki minni við það, ef
við tekur löng óöld í Afganist-
an.
Líklegt er að ástand-
ið í Afganistan eigi
enn eftir að versna}
Eldur borinn
að púðurtunnu
Í tilkynningu
frá Reykja-
víkurborg er
haft eftir borg-
arstjóra að afkoma
borgarinnar á
fyrri helmingi árs-
ins sé „heldur betri en áætl-
anir gerðu ráð fyrir, sem ber
sterkri stjórnun í rekstri
borgarinnar glöggt vitni“.
Gott ef satt væri, en það er
ekki „sterk stjórnun í rekstri“
sem skýrir að afkoman á
þessu tímabili var aðeins um-
fram áætlanir og betri en í
fyrra. Skýringin liggur þvert
á móti í þáttum sem borgin
hefur lítið um að segja, fyrst
og fremst gengismun og gang-
virðisbreytingum, eins og lesa
má í árshlutauppgjöri borg-
arinnar.
Borgarstjóri reiðir sig á að
enginn lesi það uppgjör og
það er líklega ekki fjarri lagi,
en þeir sem slysast til að lesa
sjá meðal annars að skatt-
tekjur hækka um
meira en fjóra
milljarða króna á
milli ára á fyrri
helmingi ársins og
að launakostnaður
hækkar um rúma
sex milljarða króna. Þá má sjá
að annar rekstrarkostnaður
hefur hækkað um hátt í þrjá
milljarða, þannig að styrk
stjórn rekstrar er fjarri því að
sjást í þessu milliuppgjöri.
Þeir borgarbúar sem hætta
sér út í að skoða efnahags-
reikninginn verða ekki fyrir
minni vonbrigðum. Þar sést að
þrátt fyrir auknar skatttekjur
hækka skuldir og skuldbind-
ingar borgarsjóðs um hátt í
fimmtán milljarða króna á
fyrstu sex mánuðum ársins.
Borgarstjóri með slíka nið-
urstöðu í rekstrar- og efna-
hagsreikningi getur ekki leyft
sér að tala um styrka stjórn í
borginni. Þar ríkir því miður
alger óreiða.
Óreiða ríkir hvert
sem litið er í fjár-
málum Reykja-
víkurborgar}
Hærri skattar og skuldir
Á
liðnum árum hafa orðið gíf-
urlegar framfarir í umhverf-
isvænum lausnum, betri nýtingu
á auðlindum og sóun hefur
minnkað. Á sama tíma hefur
hugarfar og almenn þekking fólks á umhverf-
ismálum gjörbreyst, þá sérstaklega á meðal
yngri kynslóða. Þetta kemur einnig fram í
breyttri hegðun neytenda. Fólk vill til að
mynda vita hvaðan maturinn á diskinum kem-
ur, hvernig hann er framleiddur og við hvern-
ig aðstæður. Við leggjum áherslu á að minnka
sóun, leitum leiða til að endurvinna og þannig
mætti áfram telja. Þetta er góð þróun og hið
frjálsa markaðshagkerfi hefur tekið virkan
þátt í því að finna upp á og bjóða lausnir sem
eru til þess fallnar að bæta umhverfið og vel-
líðan neytenda.
Það er nauðsynlegt að ræða loftslagsmál á
vettvangi stjórnmálanna. Stjórnmálamenn hafa og munu
áfram taka þátt í samstarfi annarra þjóða þegar kemur
að málaflokknum. Það er þó alltaf hætt við því að stjórn-
málamenn telji sig eina hafa lausnina við vandanum. Yf-
irleitt kemur það fram í því þegar vinstrisinnaðir stjórn-
málamenn kynna boð og bönn, íþyngjandi aðgerðir,
hærri skatta og aukin ríkisafskipti. Við sjáum það aftur
og ítrekað frá þeim stjórnmálamönnum sem reyna að
skreyta sig hvað mest með fjöðrum umhverfisverndar –
en kæra sig lítið um raunverulegar lausnir í einu stærsta
viðfangsefni samtímans.
Loftslagsváin er alþjóðlegt vandamál og allar þjóðir
heims þurfa að leggja sitt af mörkum. Það
eitt að friðlýsa tiltekin svæði á Íslandi gerir
lítið fyrir heildarmyndina. Við eigum að vera
óhrædd við að fara í grænar framkvæmdir
sem hvort í senn eru til þess fallnar að bæta
lífsgæði okkar sem hér búum og vinna gegn
hlýnun jarðar. Hitaveituvæðingin á síðustu
öld er gott dæmi um slíka framför.
Með auknum alþjóðaviðskiptum, auknu
hugviti og sífelldum framförum hefur okkur
tekist að búa þannig um hnútana að aldrei
hefur verið betra að vera uppi í mannkyns-
sögunni en nú. Næsta framfaraskref okkar
felst í grænni orkubyltingu. Við höfum yfir að
búa þeim náttúruauðlindum sem til þarf og
eigum að vera óhrædd við að nýta þær í sátt
við náttúruna. Sú orka sem til verður fer ekki
öll í orkusækinn iðnað heldur mun hún þvert
á móti leiða af sér ný störf hjá hinum ýmsu
tækni- og þjónustufyrirtækjum – bæði þeim sem til stað-
ar eru og þeim sem eftir á að stofna.
Sú kynslóð sem nú er að komast á fullorðinsár hefur
ekki áhuga á því að skaða náttúruna. Hún hefur aftur á
móti áhuga á auknum lífsgæðum og einfaldara lífi. Þess
vegna þurfum við að styðja við umhverfisvæna þróun
með hagrænum hvötum og einföldu regluverki. Það er í
samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Hugvitið er til
staðar og tækifærin líka. Við þurfum bara að grípa þau.
aslaugs@althingi.is
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Alvörulausnir í loftslagsmálum
Höfundur er dómsmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
MENNTUN
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
V
ankantar eru á inntöku-
fyrirkomulagi í bæði lækna-
og tannlæknadeild Háskóla
Íslands. Nám við deildirnar
tvær er dýrt og komast færri að en
vilja. Það getur haft bæði neikvæð
áhrif á fjárhag og andlega heilsu nem-
enda. Þá ríkir mikið kynjaójafnvægi
innan þessarar æðstu menntastofn-
unar landsins þar sem 70% nemenda
sem brautskrást frá skólanum eru
konur en 65% prófessora sem starfa
við skólann eru karlar, samkvæmt töl-
um frá 2019.
Þetta er meðal þess sem Helga
Hannesdóttir geðlæknir kemur inn á í
grein sinni „Verndum geðheilsu há-
skólanema“ í Læknablaðinu.
„Þetta er brýnt málefni sem hef-
ur á sér margar hliðar. Það veldur
manni ýmsum áhyggjum og fær mann
til að velta vöngum yfir því hvernig
háskólanám á Íslandi er að þróast,“
segir Helga við Morgunblaðið.
Mikilvægi fjölbreytileikans
Erfitt er að svara því hvers
vegna færri karlar ljúka háskólaprófi
hér á landi en konur. Skýringin gæti
þó verið mikið brottfall drengja úr
framhaldsskólum sem á svo senni-
lega rætur að rekja til vanda þeirra í
grunnskólanámi, segir Helga að-
spurð.
„Það er spurning hvort það hafi
ekki samfélagsleg áhrif að nemendur
fái ekki nógu miklu uppörvun í
grunnskóla og verði síðan út undan.
Brottfallið í framhaldsskóla gerist
ekki skyndilega, það á rætur að rekja
til grunnskóla.“
Þá segir hún mikilvægt að auka
fjölbreytileika innan stofnana á borð
við háskólana enda stuðli hann að
jafnrétti og auki á sama tíma gæði
þjónustunnar sem stofnanirnar veita.
„Innan fyrirtækja, í opinberri
stjórnsýslu og á Alþingi er alls staðar
verið að tala um jafnrétti en innan
æðstu mennstofnunar landsins er lít-
ið hugað að jafnrétti kynja,“ segir
Helga. „Hvað kennarahlutfallið varð-
ar þá hefur Háskóli Íslands verið
karllæg stofnun en þegar kemur að
nemendum er HÍ kvenlæg stofnun.“
Forðast ber að sóa mannauði
háskólanema sem reyna að komast
inn í deildir HÍ með „skaðlegum“
samkeppnisprófum sem geta bæði
verið fjárhagslega og andlega íþyngj-
andi fyrir nemendur, að sögn Helgu.
„Til að mynda tekur tann-
læknadeildin aðeins inn átta nema á
ári og því eðlilega mikil samkeppni
um að komast inn í deildina,“ segir
hún. „Það að ná ekki inntökuprófinu
er oftast mikið áfall fyrir nemendur,
sérstaklega þá nemendur sem
þreyta prófin aftur og aftur, ár eftir
ár.“
Ekki er nógu vel hugað að líðan
og geðheilsu þeirra nemenda sem
ekki komast inn í námið eða deildina
sem þeir vilja, að mati Helgu.
„Það þarf að vera einhver þjón-
usta og utanumhald fyrir þessa
nemendur, einhvers konar áfalla-
hjálp sem væri þá í boði innan há-
skólans,“ segir hún. „Háskólanemar
eru dýrmætir einstaklingar í hverju
þjóðfélagi því það er á þeim sem
framtíð þjóðarinnar byggist.“ Þá
þurfi einnig að endurskoða fjár-
mögnun Háskóla Íslands frá grunni.
Fallnemar borga brúsann
„Af útgjöldum ríkissjóðs af
fjárlögum er aðeins gert ráð fyrir
140.490 kr. á hvern nemanda til há-
skólanáms í landinu, sem er ótrú-
lega lág upphæð,“ segir hún. „Einn-
ig er óréttlátt að þeir sem þurfa að
þreyta inntökupróf í læknadeild
þurfi einungis að borga próftöku-
gjald upp á 20.000 krónur en þeir
sem þreyta inntökupróf í tann-
læknadeild þurfi í ofanálag að borga
fullt skólagjald allt árið, óháð því
hvort þeir komist inn í deildina eða
ekki og þeir fá skólagjaldið ekki
endurgreitt ef þeir komast ekki
inn.“
Árið 2020 hafi þeir nemendur
sem ekki náðu inn í tannlækninn
greitt samanlagt sjö milljónir króna
til deildarinnar, að sögn Helgu.
„Mér finnst ekki réttlætanlegt
að þeir sem komast ekki inn í deild-
ina séu látnir fjármagna tannlækna-
nám innan HÍ.“
Hefur áhyggjur af
geðheilsu nemenda
Morgunblaðið/Eggert
Prófalærdómur Færri komast að en vilja í bæði lækna- og tannlæknadeild
HÍ og því þreyta margir nemendur inntökupróf oftar en einu sinni.
„Forðast ber að sóa mannauði þeirra nema sem
reyna að komast inn í deildir Háskóla Íslands með
skaðlegum samkeppnisprófum,“ ritar Helga Hann-
esdóttir geðlæknir í grein sinni „Verndum geðheilsu
háskólanema“ í nýjasta tölublaði Læknablaðsins.
Í greininni gagnrýnir hún inntökufyrirkomulag í
lækna- og tannlæknadeild háskólans þar sem færri
komast að en vilja. Það að þreyta síendurtekin inn-
tökupróf geti haft verulega slæmar andlegar og
fjárhagslegar afleiðingar fyrir nemendur, að sögn
Helgu.
Huga þurfi betur að geðheilsu nemenda sem og að jafna kynjahlutfall
innan stærstu menntastofnunar landsins, að mati hennar.
GEÐHEILSA HÁSKÓLANEMA
Helga
Hannesdóttir
Telur þörf á breytingum