Morgunblaðið - 27.08.2021, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2021
✝
Ásmundur
Jakobsson
fæddist í Reykjavík
5. júlí 1946. Hann
lést á Landspít-
alanum 17. ágúst
2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Sigríð-
ur Ásmundsdóttir,
f. 6.8. 1919 á Gils-
bakka í Hvítársíðu,
d. 24.12. 2005, og
Jakob Gíslason orkumálastjóri,
f. 10.3. 1902 á Húsavík, d. 9.3.
1987.
Bræður Ásmundar eru Gísli
Jakobsson, f. 17.12. 1934, d.
29.3. 2003, maki Johanne
Agnes Jakobsson, f. 17.10.
1935, d. 27.12. 2017, og Jakob
Jakobsson, f. 26.12. 1937, maki
Moira Helen Jakobsson, f. 11.5.
1944. Móðir bræðranna var
Hedvig Emanuella Hansen
Á námsárunum vann hann
við ýmiss konar mælingar hjá
Raforkumálaskrifstofunni, síð-
ar Orkustofnun. Eftir að hann
kom heim að loknu námi vann
hann aðallega við forritun,
fyrst hjá Orkustofnun en síðar
að ýmsum verkefnum með eig-
in fyrirtæki. Lengst vann hann
við forritun fyrir Rafmagns-
veitur ríkisins.
Ásmundur hafði vítt áhuga-
svið og tók virkan þátt í fjöl-
breytilegu félagsstarfi. Hann
sat m.a. um árabil í stjórn Egg-
ertssjóðs Háskóla Íslands og í
stjórn Laugardalsættar, en
hann hafði mikinn áhuga á ætt-
fræði. Hann var stofnfélagi í
Wagnerfélaginu og sat í stjórn
þess frá 1999, lengst af sem rit-
ari. Ásmundur hafði mikinn
áhuga á óperum og ferðaðist
víða um heim til að sækja óp-
eruhús.
Útför Ásmundar fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 27. ágúst
2021, og hefst athöfnin kl. 13.
Streymt verður frá athöfninni á
https://youtu.be/fY_s4VcmMcM
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Gíslason, f. 26.6.
1908 í Kaupmanna-
höfn, d. 25.11.
1939.
Systur Ásmund-
ar eru Aðalbjörg
Jakobsdóttir, f.
18.5. 1949, maki
Hallgrímur B.
Geirsson, f. 13.7.
1949, og Steinunn
S. Jakobsdóttir, f.
6.5. 1953, maki
Sverrir Hilmarsson, f. 20.8.
1955.
Ásmundur ólst upp í Reykja-
vík og var í sveit á sumrin á
Rauðsgili í Hálsasveit. Hann
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1966 og
BS-gráðu í eðlisfræði frá í St.
Andrews-háskólanum í Skot-
landi 1970. Hann stundaði síðan
framhaldsnám við Cambridge-
háskóla.
Ási mágur var fjölfróður
áhugamaður um lífið og tilveruna
og öll þess tilbrigði. Hann var há-
menntaður, víðförull, vel lesinn,
ættfróður og mikill óperuunnandi.
Ási var vel að sér um flest og lét
fátt framhjá sér fara. Þá skipti
ekki máli hvort álitaefnið varðaði
landafræði, vísindi, stjórnmál,
Wagner, tæknilegasta sjónvarps-
tækið, bílinn, tölvuna eða bara
eitthvað annað.
Ási hafði bílpróf en átti aldrei
bíl og fór allra sinna ferða fót-
gangandi eða í strætó. Hann hafði
hins vegar yfirburðaþekkingu á
bílum og var mikill áhugamaður
um gæðavagna af bestu gerð. Á
ferðum sínum erlendis átti hann
til að koma við hjá bílaframleið-
endum til að kynna sér nýjustu
strauma og var auðvitað vel lesinn
um það eins og annað.
Ási var mildur maður, yfirveg-
aður og hógvær og flíkaði ekki til-
finningum sínum, vitsmunum eða
þekkingu. Hann var léttur og kát-
ur í góðra vina hópi og stundum
góðlátlega stríðinn. Hann var góð-
um frásagnarhæfileikum gæddur
og það var bæði fróðlegt og gam-
an þegar hann lét gamminn geisa.
Ási var einhleypur og barnlaus
en félagslyndur fjölskyldumaður.
Hann skipaði stóran og mikilvæg-
an sess í fjölskyldunni. Hann var
eftirsóttur gestur á heimilum fjöl-
skyldna systra sinna, bræðra bú-
settra erlendis og annarra skyld-
menna og naut sérstakrar hylli
yngstu kynslóðarinnar.
Að leiðarlokum kveð ég Ása
með söknuði og eftirsjá og þakka
honum ómetanlega vináttu á sam-
eiginlegri vegferð í meira en
fimmtíu ár.
Hallgrímur B. Geirsson.
Á sjöunda áratug síðustu aldar
urðu íslenskir stúdentar sem vildu
nema raungreinar að fara til náms
í útlöndum. Margir fóru til Norð-
urlanda, en um tíma fóru líka
margir til Bretlands. Ásmundur
Jakobsson var einn þeirra. Að
loknu stúdentsprófi 1966 hóf hann
nám í eðlisfræði við háskólann í
St. Andrews í Skotlandi og bættist
í lítinn hóp Íslendinga sem stund-
uðu nám við skólann, bæði í St.
Andrews og Dundee. Meðal þessa
hóps mynduðust tengsl og vinátta
sem haldist hefur æ síðan. Nú er
hann fyrstur til að kveðja.
St. Andrews-háskóli er þriðji
elsti háskólinn í Bretlandi, stofn-
aður árið 1413. Bærinn St. And-
rews er háskólabær og hefur sér-
stæðan karakter sem einkennist
af gömlum byggingum úr gráum
steini og fornum rústum dóm-
kirkju og kastala. Flestir nemend-
ur búa á stúdentagörðum. Há-
skólabyggingar eru flestar inni í
gamla bænum, svo stutt er að fara
milli stúdentagarða og kennslu-
stofa. Allt stuðlaði þetta að þægi-
legri nánd, miklum samskiptum
og miklu félagslífi stúdentanna.
Þetta umhverfi virtist falla Ás-
mundi vel.
Ásmundur var góður félagi,
hógvær en glaður og hressti upp á
hóp okkar Íslendinganna. Hann
bjó yfir einstæðum hæfileika að
nema og muna ótrúlegustu smáat-
riði varðandi allt það sem hann
tók sér fyrir hendur. Þessi hæfi-
leiki endurspeglaðist í skopskyni
hans. Hann kryddaði gjarnan um-
ræður okkar með óvæntum og
hnyttnum athugasemdum eða
skemmti okkur með ítarlegum
frásögnum af alls kyns uppákom-
um. Kímdi gjarnan um leið. Hæfi-
leikar Ásmundar nýttust einnig
vel á ferðalögum þegar bregðast
þurfti við ófyrirséðum uppákom-
um. Þá var aðgangur að upplýs-
ingum ekki eins greiður og nú.
Jafnan mátti treysta því að Ás-
mundur hafði kynnt sér málin til
hlítar.
Að loknu námi í St. Andrews
kom Ásmundur aftur til Íslands
og starfaði við margvísleg forrit-
unarverkefni. Mikill skriður var
þá að færast í tölvunotkun og
framþróunin ör. Hér nýttust hæfi-
leikar Ásmundar afar vel við að ná
skjótt góðu valdi á hvers kyns
tæknilegum atriðum varðandi
bæði vélbúnað og hugbúnað.
Hann hélt síðan aftur til Bret-
lands í rannsóknarnám í eðlis-
fræði við Cambridge-háskóla.
Þegar hann sneri aftur til Íslands
hélt hann áfram að sinna forrit-
unarstörfum á ýmsum sviðum.
Eftir heimkomuna frá St. And-
rews var Ásmundur ásamt Þor-
steini Sæmundssyni stjörnufræð-
ingi hvatamaður þess að
fyrrverandi nemendur við há-
skólana í St. Andrews og Dundee
mynduðu með sér formlegan fé-
lagsskap, sem hefur allar götur
síðan haft það hlutverk að koma
saman á „Burns Supper“ að
skoskum sið á afmælisdegi þjóð-
skáldsins Roberts Burns, 25. jan-
úar. Þar hefur alltaf verið vett-
vangur til að viðhalda tengslunum
og rifja upp hina gömlu góðu daga
í St. Andrews.
Aðstandendum Ásmundar
sendum við samúðarkveðjur.
Hörður Filippusson, Ingvar
Birgir Friðleifsson, Rögn-
valdur Ólafsson og Sven Þór-
arinn Sigurðsson.
Ásmundur Jakobsson, vinur
okkar og samstarfsfélagi til fjölda
ára, er fallinn frá. Lát hans bar
brátt að. Við hjá RARIK sem
stóðum Ásmundi næst, á upplýs-
ingatæknideild RARIK, höfum
mátt sjá á bak þremur góðum fé-
lögum á nákvæmlega einu ári.
Sigfús og Áskell farnir og nú
fylgir Ásmundur á eftir. Hversu
ótrúlegt er það? Ásmundur var
snillingur, því getur enginn á móti
mælt sem kynntist honum. Hann
var líka sérlundaður eins og snill-
ingar eru. Það má segja að sam-
starf við Ásmund hafi hafist rétt
eftir 1980 við innleiðingu nýs
orkureikningakerfis hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur. Kerfið
var umfangsmikið og gjörbylti
verklagi og skilvirkni við orku-
reikningagerð og þjónustu við við-
skiptavini. Við innleiðingu kerfis-
ins komu skipulagshæfileikar og
fagleg vinnubrögð að góðum not-
um. Allt sem Ásmundur lagði af
mörkum í uppsetningu og forritun
lausna virkaði fullkomlega. Um-
hald hans var eftirtektarvert og
algjörlega til sóma. Höfum við,
sem eftir sitjum, margt lært af
honum. Ekkert verk var svo lít-
ilfjörlegt að hann legði ekki full-
kominn metnað í að skila því vel
frá sér. Ásmundur hafði þann ein-
staka hæfileika að muna allt. Ef
eitthvað þurfti að rifja upp þá var
hann með svörin á reiðum hönd-
um. Hann mundi smáatriði langt
aftur í tímann þannig að mönnum
brá við. Ferðalög elskaði Ás-
mundur og var duglegur að
ferðast. Þaulskipulagðar ferðir
með markmið. Ráðstefnur, tón-
leikar (Wagner), fræðilegar ferðir
og fleira voru hans líf og yndi.
Hafði frá mörgu að segja. Landa-
fræði og saga Íslands var hans
heimavöllur og fór hann margar
ferðir um hálendið með frænda
sínum. Tækni vafðist ekki fyrir
Ásmundi og var með eindæmum
gaman að ræða við hann. Hann
kynnti sér allar helstu nýjungar í
farsímum, sjónvörpum, hljóm-
tækjum og ekki má gleyma bíla-
áhuga hans. Oft kom hann til okk-
ar með upplýsingar um nýjustu
gerðir bíla og hvatti okkur til að
kaupa. Sjálfur átti Ásmundur
aldrei bifreið en fór allra sinna
ferða með strætisvögnum, leigu-
bílum eða gangandi. Einn ósið
hafði Ásmundur. Hann tók sig oft
til og spurði mann í þaula um eitt-
hvert viðfangsefni sem hann sjálf-
ur hafði yfirburðaþekkingu á.
Hann spurði spurninga og þegar
fátt var um svör þá svaraði hann
sjálfur og var um leið upplýsandi.
Grátt gaman, en yndislegur var
hann í alla staði.
Ásmundur stóð með öðrum að
innleiðingu orkureikningakerfis
hjá RARIK um miðjan níunda
áratug síðustu aldar og upp frá því
var hann meira og minna í starfi
fyrir RARIK við ráðgjöf og rekst-
ur orkureikningakerfa. Um alda-
mótin var aftur skipt um orku-
reikningakerfi og nutu menn
leiðsagnar, skipulagshæfileika og
útsjónarsemi Ásmundar þar sem
endranær.
Góður vinur og samstarfsfélagi
er fallinn frá. Við vottum fjöl-
skyldu hans samúð okkar. Bless-
uð sé minningin um Ásmund Jak-
obsson.
Fyrir hönd samstarfsfélaga hjá
RARIK,
Rúnar Óskarsson,
Ólafur Gíslason.
Alla tíð frá því tölvur og forrit
fóru að koma í stað handafls í við-
skiptakerfum og reikningagerð
hjá RARIK var Ásmundur það
sem kallað var lykilstarfsmaður.
Ekki sem leiðtogi eða stjórnandi,
heldur sem sá öruggi og úrræða-
góði klettur sem allir gátu treyst á
og allir gátu unnið með. Hann var
skapandi og frjór starfsmaður og
svo sannarlega það sem nú til
dags er kallað lausnamiðaður.
2000-vandinn svokallaði í við-
skiptakerfinu var á sínum tíma
eins og rísandi vandamálafjall við
sjóndeildarhring – en einn daginn
var Ásmundur einfaldlega búinn
að leysa málið og fjallið var horfið.
Ásmundur var óvenjulegur
maður. Gamall dúx úr MR með
hnífskarpa greind og óbrigðult
minni. Honum nægði ekki að
sökkva sér til hálfs niður í það sem
hann hafði áhuga á, hann varð að
fara alla leið, komast til botns. Og
ekki bara komast til botns heldur
muna hvernig hann komst til
botns og hvað var á botninum.
Minnið var með slíkum fádæmum
að venjulegu fólki var það óskilj-
anlegt.
Húmorinn var oft lúmskur og
hárfínn enda fór hann stundum
fram hjá þeim sem ekki voru með
móttökutækin stillt á þá bylgju-
lengd. Hann hafði sérstakt yndi af
að beita sinni fáguðu kímni þegar
honum fannst ekki innistæða fyrir
orðræðu viðkomandi. Að trana sér
fram var eitur í hans beinum og
þeir sem það gerðu án verðleika
skoruðu ekki hátt.
Náið samstarf í yfir þrjátíu ár
kallar fram margar minningar á
skilnaðarstund, bæði í starfi og
persónulega. Ógleymanleg er
samvera sem við Sigríður, kona
mín, áttum með honum nokkra
daga í London upp úr síðustu
aldamótum. Ásmundur þekkti
borgina eins og puttana á sér, ekki
bara eins og hún var þá heldur
söguna eins og hann hefði verið
samtíða borginni frá upphafi.
Mannlífið er óendanlega fjöl-
breytt og flókið og engum er gefið
að hafa jafnar gáfur á öllum þeim
sviðum. Við, vinir Ásmundar, viss-
um mætavel hvar styrkleikar
hans og veikleikar lágu, en einmitt
vegna þess að enginn er fullkom-
inn þótti okkur vænt um hann.
Hann bar hlýjan og góðviljaðan
persónuleika og batt sína bagga
öðrum hnútum en flestir, sínum
eigin hnútum.
Blessuð sé minning Ásmundar.
Guðmundur Guðmundsson.
Ásmundur Jakobsson var einn
af stofnfélögum Richard Wagner-
félagsins, sem taldi eitt hundrað
manns við stofnun þess, árið 1995,
en hefur nú stækkað um meir en
helming. Ásmundur var frá upp-
hafi mjög virkur í starfi félagsins
og sat í stjórn þess frá árinu 2004
til dánardags, lengst af sem ritari.
Ásmundur var mikill fagurkeri,
naut tónlistar og annarra list-
greina og var mikill smekkmaður í
hvívetna. Hann var einnig annál-
aður fyrir námsgáfur sínar. Hann
hafði stundað nám bæði í háskól-
anum í Cambridge og St. And-
rews, en einkum sá hinn síðari
hafði orð á sér fyrir glæsilegan
klæðaburð nemenda. Hér heima
gengu Ásmundur og félagar lengi
vel í skóla hjá Sævari Karli, sem
sá þeim fyrir vönduðum fatnaði og
ávallt voru þeir í áberandi glæsi-
legum skófatnaði og með bestu
úrin. Sævar Karl og Erlu leiddu
þeir í staðinn inn í heim Wagners
og í félagið og var minnisstæð ferð
þeirra félaga, Ásmundar, Hall-
dórs og Davíðs, til Bayreuth,
ásamt Sævari og Erlu, þegar ég
gat útvegað þeim miða á Nifl-
ungahringinn, og enga venjulega
miða, heldur á fremsta bekk fyrir
miðju. Héldu sumir hátíðargesta
að þarna væru þjóðhöfðingjar á
ferð. Tónlistaráhugi Ásmundar
leiddi hann víða um heim og er
hann sennilega sá Íslendingur,
sem séð hafði flesta Niflunga-
hringa, hver um sig auðvitað fjór-
ar óperur, samanlagt 16 klukku-
tímar. Ég giska á að hann hafi séð
á annan tug Hringa. Ásamt því að
vera félagi í íslenska Wagner-
félaginu var Ásmundur félagi í
sams konar félagi í New York.
Formaður félagsins þar, Nathalie
Wagner (óskyld Richard), var
mjög stolt af þessum hávaxna ljós-
hærða víkingi frá Íslandi í sínum
félagahópi. Í ferð félagsins okkar
til New York 2012 var okkur Ás-
mundi boðið í heldri manna klúbb
Metropolitan Museum ásamt
Nathalie og David Cline, for-
manni Wagnerfélagsins í Minnea-
polis, sem átti heldri manna aðild-
ina, og er það eftirminnilegur
hádegisverður. Eftir lát Ásmund-
ar hafði Nathalie samband við mig
með samúðarkveðjum og rifjaði
upp að Ásmundur hefði verið fé-
lagi í N.Y. frá árinu 1999, en það
ár höfðu þau kynnst í þyrluflugi
yfir Grand Canyon, sem boðið var
upp á fyrir gesti Niflungahrings-
ins í Arizona. Svona getur líf Wag-
neráhugamanna verið spennandi
og ævintýralegt.
Fyrir hönd Wagnerfélagsins er
ég, sem formaður þess frá upp-
hafi, full þakklætis fyrir störf Ás-
mundar í þágu félagsins og mun
varðveita margar góðar minning-
ar um samveru með honum hér
heima og víða um heim.
Fjölskyldu hans votta ég einnig
dýpstu samúð.
Selma Guðmundsdóttir
píanóleikari, formaður
Richard Wagnerfélagsins
á Íslandi.
Í minningu Ásmundar Jakobs-
sonar, samstarfsmanns lærimeist-
ara, vinar og snillings snillinganna
eins og ég kallaði hann alltaf í
huga mínum.
Ekkert reikningsdæmi var of
erfitt fyrir Ásmund að leysa og
naut ég góðs af því sem og konan
mín þegar hún var í námi í Há-
skólanum í Reykjavík.
Ég vil þakka fyrir að hafa feng-
ið að kynnast Ásmundi, vinna með
honum og njóta tilsagnar hans og
nærveru.
Ég sendi aðstandendum Ás-
mundar mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning snillings
snillinganna.
Sigurður Jónsson.
Ásmundur
Jakobsson
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug
vegna andláts og útfarar föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
KRISTMUNDAR ELÍS JÓNSSONAR.
Dætur hins látna og fjölskyldur þeirra
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MAGDALENA S. INGIMUNDARDÓTTIR,
lést fimmtudaginn 12. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Jóhanna Hermannsdóttir Jean-Pascal Pouyet
Auður Hermannsdóttir Þórir Kristinsson
Birgir Hermannsson Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
Anna Hermannsdóttir Ingólfur Klausen
og fjölskyldur
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUÐMUNDUR ÞORSTEINN
BJARNASON
húsa- og skipasmiður,
áður til heimilis að Stafholti 5,
Akureyri,
lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn 11. ágúst
á dvalarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 30. ágúst
klukkan 13.00. Innilegar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins
Lögmannshlíðar, Árgerði, fyrir einstaka umönnun og hlýtt
viðmót.
Bjarney Guðmundsdóttir Óli Reynir Ingimarsson
Kjartan G. Guðmundsson Guðfinna Ásgrímsdóttir
Gunnar H. Guðmundsson Kristbjörg Gunnarsdóttir
Haukur Guðmundsson
afa- og langafabörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar