Morgunblaðið - 27.08.2021, Page 25

Morgunblaðið - 27.08.2021, Page 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2021 Evrópu og erum eiginlega mest að stíla inn á golfferðir. Síðan eigum við sumarhús í Þrastarskógi þar sem við njótum þess að vera með fjölskyldunni.“ Fjölskylda Eiginkona Guðlaugs er Guðbjörg Pétursdóttir skrifstofustjóri, f. 4.8. 1965. Foreldrar hennar eru hjónin Pétur Guðbjörn Sæmundsson skip- stjóri, f. 14.12. 1939, d. 20.1. 2015, og Edith María Ólafsdóttir hús- móðir, f. 9.5. 1942. Börn Guðlaugs og Guðbjargar eru: 1) Guðlaugur Ingi fasteignasali, f. 11.3. 1984, kvæntur Írisi Ósk Valþórsdóttur, f. 16.6. 1980, og eiga þau soninn Guð- laug Nóa, f. 18.8. 2014. Áður átti Guðlaugur dótturina Emilíu Ösp, f. 6.6. 2006, með Ingibjörgu Berg- mann Magnúsdóttur. 2) Brynjar fasteignasali, f. 1.6. 1989, í sambúð með Viktoríu Hrund Kjart- ansdóttur, f. 16.4. 1991, og eiga þau dótturina Gloríu, f. 4.5. 2019. 3) Davíð rafvirki, f. 6.2. 1993. 4) Sús- anna Edith viðskiptafræðingur, f. 14.10. 1994, í sambúð með Arnóri Svanssyni, f. 16.3. 1994, og eiga þau soninn Maron, f. 28.4. 2021. Systk- ini Guðlaugs eru Gunnar Gísli, f. 10.1. 1958; Anna María, f. 3.1. 1959, og Stefán Kristinn, f. 18.6. 1960. Systir Guðlaugs sammæðra er Sumarrós Hildur Ragnarsdóttir, f. 22.9. 1956. Foreldrar Guðlaugs eru Guð- laugur Svanberg Eyjólfsson, um- boðsmaður Brunabótafélags Íslands og VÍS í Keflavík, f. 23.10. 1933, d. 1.9. 2013, og Halla Gísladóttir hús- freyja, f. 27.10. 1938. Þau bjuggu í Keflavík. Guðlaugur Helgi Guðlaugsson Þórunn M. Jónsdóttir húsfreyja á Vermundarstöðum, Ólafsfjarðarsókn, Eyj., síðast bús. á Ólafsfirði Sigurður Gunnlaugur Jóhannesson bóndi á Vermundarstöðum, Ólafsfjarðarsókn, Eyj. Sumarrós Sigurðardóttir húsfreyja á Ólafsfirði og síðar Akureyri Gísli Þorlákur Marinó Kristinsson bifreiðastjóri og atvinnurekandi á Ólafsfirði Halla Gísladóttir húsfreyja í Keflavík Helga Sigurlaug Grímsdóttir húsfreyja á Syðsta-Mói í Flókadal, Skag. Kristinn Axel Jónsson bóndi á Syðsta-Mói í Flókadal og á Stóru-Þverá í Fljótum, Skag., síðast bús. á Ólafsfirði María Sigurborg Sveinsdóttir húsfreyja á Lækjarmótum, Hafnarfjarðarkaupstað, Gull. Stefán Grímsson fluttist til Hafnarfjarðar frá Hrólfsskála á Seltjarnarnesi Guðlaug Stefánsdóttir húsfreyja í Keflavík Eyjólfur Þorsteinn Guðjónsson sjómaður í Keflavík Guðbjörg Svanlaug Árnadóttir húsfreyja í Keflavík Guðjón Þórarinn Eyjólfsson verkamaður og sjómaður í Keflavík Úr frændgarði Guðlaugs Helga Guðlaugssonar Guðlaugur Svanberg Eyjólfsson umboðsmaður Brunabótafél. Ísl. og VÍS í Njarðvík, bús. í Keflavík „ÞETTA KOM NÚ SVOLÍTIÐ AFTAN AÐ MÉR. ÉG HÉLT AÐ VIÐ HEFÐUM SAMMÆLST UM AÐ VERA ÓSAMMÁLA.“ „ÉG FER Í HÁLFS MÁNAÐAR FRÍ Á MORGUN, SVO HÉR ERU 14 BLÖÐ.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... fyrirhafnarinnar virði. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann RÉTTIÐ UPP HÖND… HVER VILL AÐ ÉG BÚI TIL TÚNFISKSOFN- RÉTTINN MINN? HVER VILL AÐ ÉG PANTI PÍTSU? ÉGÆTLAÐI AÐ SETJAST Í HELGAN STEIN EN KONUNGURINN FRÉTTI ÞAÐ OG GERÐI MÉR TILBOÐ! ÆTLAR ÞÚ AÐ YFIRGEFA MIG OG HALDA TIL STARFA HJÁ KONUNGINUM? NEI, HANN VILL BORGA MÉR FYRIR AÐ VERA HÉR ÁFRAM! BILAÐ, EKKI SATT?! ALGER KLIKKUN! Gunnar J. Straumland skrifar á Boðnarmjöð: „Af því tilefni að alþjóðlegur dagur þingeyskrar hóg- værðar er akkúrat í dag, 25. ágúst, rifja ég hér upp nokkur, einföld, þing- eysk sannindi“: Fjallið skóp og fjörð og lyng, fögur þjó og herðablað, en þegar hann bjó til Þingeying þótti verkið fullkomnað. Stórkostlegar stuðlabögur, stílhreinar, ég yrki að vild. Þjóðin um mig þylur sögur. Þessi vísa er algjör snilld! Ólafur Stefánsson segir, að það sé eins og hver önnur fíkn að vera sífellt inni á Boðnarmiði, annaðhvort að lesa að setja inn eitthvert bull. Þennan beiska boðnarmjöð bergi þrátt af stút. Hvar er næsta stoppistöð svo stokkið geti út? Jóhann Björn Ævarsson svaraði: Ánetjast þú anginn minn, átt ei kvæmt til baka. Hérna siglir einhver inn, endurunnin staka. Og Eyjólfur Ó. Eyjólfsson bætti við: Okkur flesta fýsnir hrjá er fram hið slæma laða svo vandinn er að velja þá sem veldur minnstum skaða. Dagbjartur Dagbjartsson skrifar: „Menningarnótt í Reykjavík hefur nú fallið niður. Hef reyndar stund- um velt fyrir mér orðinu menning og þar með hvað er ekki menning og hvernig á að skilgreina þetta: Ég hef svona sett fram kenning sem að gæti málið skýrt. Það er alltaf meiri menning ef miðar eru seldir dýrt. Hallmundur Kristinsson svaraði: Mjög er þetta mikilsvert. Menning þannig skýrum: Að skynja það sem skár er gert og skilur menn frá dýrum. Og Jón Atli Játvarðarson bætti við: Rýkur upp úr ruslafötu rennur ælan niður götu, um menninguna meiri friður ef miðaverðið greitt er niður. Indriði á Fjalli orti: Þér munu enn þá taka tak, tryllta víkingsbára, drangar þeir, er brutu á bak bylgjur þúsund ára. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Þingeysk sannindi og menningarnótt í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.