Morgunblaðið - 27.08.2021, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2021
Sænski rithöfundurinn Gunilla
Bergström er látin, 79 ára að aldri.
Samkvæmt upplýsingum frá útgef-
anda hennar lést höfundurinn í
svefni eftir langvarandi veikindi.
Þessu greinir SVT frá. Á löngum og
farsælum ferli sínum skrifaði Berg-
ström 26 bækur um Einar Áskel,
sem býr einn með föður sínum. Sam-
kvæmt frétt SVT leit Bergström
fyrst og fremst á sig sem myndhöf-
und, en hún myndlýsti sjálf allar
bækur sínar, sem urðu alls um fjöru-
tíu talsins. Gunilla Bergström ólst
upp í Gautaborg þar hún menntaði
sig sem blaðamaður. Hún starfaði
hjá dagblöðunum Aftonbladet og
Dagens Nyheter áður en hún sendi
frá sér sína fyrstu bók árið 1971 sem
nefnist Pabbi Míu flytur. Ári seinna
sendi hún frá sér bókina Góða nótt
Einar Áskell, en titilpersónan átti
eftir að öðlast heimsathygli. Sein-
asta bókin um Einar Áskel kom út
árið 2012. Í Svíþjóð hafa bækurnar
um Einar Áskel verið prentaðar í
samtals 5,5 milljónum eintaka og við
bætast síðan fjórar milljónir í öðrum
löndum heims, en bækurnar um
Einar Áskel hafa verið þýddar á
fjölda tungumála.
„Hún var snillingur. Ég hef aldrei
hitt manneskju sem var jafn snögg
og snjöll til svara,“ segir Sofia Hahr,
sem verið hefur útgefandi Berg-
ström frá 2009. Að hennar sögn var
Einar Áskell ekki uppáhaldssögu-
persóna Bergström heldur þótti
henni vænst um bækurnar um Bill
og Bollu. Þær bækur skrifaði Berg-
ström eftir að hún eignaðist seinna
barn sitt, dótturina Boel sem er ein-
hverf. „Fyrsta bókin um Bill og
Bollu fjallar um fjölskyldu sem fær
dóttur heim sem er ekki eins og önn-
ur börn. Þetta voru bækurnar sem
hún var stoltust af,“ segir Hahr.
Gunilla Bergström
látin 79 ára að aldri
Flink Gunilla Bergström var þekkt-
ust fyrir bækurnar um Einar Áskel.
Sýningu Hrafnhildar Arnardóttur í
eyjunni Hrútey við Blönduós, Boð-
flennu, lýkur á sunnudaginn, 29.
ágúst, en hún var opnuð 3. júlí. Er
áætlað að yfir fimm þúsund manns
hafi farið út í eyjuna til að skoða
verk Hrafnhildar og er þetta fyrsta
útilistaverk hennar. Hrafnhildur
stillir upp náttúruperlunni Hrútey
og gervináttúruverkum sínum sem
hliðstæðum sem einnig má skoða
sem andstæður, samstæður eða
gagnstæðar spegilmyndir, eins og
segir í tilkynningu.
Hrafnhildur var fulltrúi Íslands á
Feneyjatvíær-
ingnum fyrir
tveimur árum
þar sem innsetn-
ing hennar,
Chromo Sapiens,
vakti mikla at-
hygli og var af
mörgum talin
meðal þess sem
hæst bar á tvíær-
ingnum. Sýn-
ingin í Hrútey er opin allan sólar-
hringinn og aðgangur að henni er
ókeypis.
Seinustu dagar Boðflennu Hrafnhildar
Hrafnhildur
Arnardóttir
Leikhópurinn Trigger Warning
sýnir verkið BRUM í Heiðmörk
28.-29. ágúst og svo aftur á
sviðslistahátíðinni Plöntutíð 5.-6.
september. BRUM er hljóðganga í
skógi og segir í tilkynningu að
þátttakendur „hlusti sig inn í
skóginn“ og upplifi „tengsl trjánna
hvert við annað og manneskjuna“.
Trén í skóginum eru flytjendur
verksins, segir í tilkynningunni og
að þau leiði áhorfendur í ferðalag
þar sem þau miðli djúpri vitneskju
tilvistar sinnar sem á ævintýra-
legan hátt endurspegli samfélag
manna. Verkið
hefst á borg-
arstjóraplaninu
svonefnda þar
sem einn að-
standenda þess
tekur á móti
gestum. Að-
standendur eru
Andrea Elín
Vilhjálms-
dóttir, Gunnur Martinsdóttir
Schlüter, Harpa Arnardóttir, Kara
Hergils og Ragnheiður Erla
Björnsdóttir.
Trén í skóginum flytjendur verksins
Kynningarmynd
fyrir BRUM
Í tilefni af 10+1 árs afmæli Menning-
arhússins Hofs verður vídeóverkið
„Catalysis #2“ frumsýnt í kvöld kl.
21 en það var gert með afmælið í
huga og er eftir Heimi Hlöðversson.
Því verður varpað utanhúss á Hof og
segir í tilkynningu að það eigi að
endurspegla sköpunarkraftinn í
húsinu og um leið vera óður til sköp-
unarinnar. Verkið verður sýnt á
sama tíma annað kvöld og sunnu-
dagskvöld. Í tilefni afmælisins verð-
ur lifandi tónlistarflutningur um
helgina á BARR sem er í Hofi. Andr-
ea Gylfadóttir, Pálmi Gunnarsson,
Kristján Edelstein og Halldór Gunn-
laugur leika kl. 17 í dag, á morgun í
hádeginu koma fram systkinin Örn
og Ösp Eldjárn og kl. 17 Tríó Akur-
eyrar. Dagskráin er samstarfsverk-
efni Menningarfélags Akureyrar og
Akureyrarbæjar.
Afmælisdagskrá á 10+1 árs afmæli Hofs
Systkini Ösp og Örn Eldjárn flytja lög af væntanlegri plötu í bland við íslensk dægurlög.
Sumarhátíð Helga Björns, sem átti
að fara fram í maí í fyrra, verður
nú loksins haldin í Eldborg í Hörpu
í kvöld og annað kvöld kl. 21.30.
Munu Reiðmenn vindanna sjá um
hljóðfæraleik en þeir eru Ingólfur
Sigurðsson, Stefán Magnússon, Ingi
Björn Ingason, Hrafn Thoroddsen
og Matthías Stefánsson.
Loksins hátíð
Í stuði Helgi Björns heldur sumarhátíð.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ný sýning hefur verið opnuð í Skoti
Ljósmyndasafns Reykjavíkur og
nefnist hún Endurfundur. Á henni
má sjá ljósmyndir eftir Önnu Elínu
Svavarsdóttur, sem fæddist árið
1961 og lést árið 2019.
Í tilkynningu er eftirfarandi texti
sem Anna skrifaði árið 2017: „Eitt af
viðfangsefnum mínum í mynd-
sköpun er að nýta mér nærum-
hverfið séð frá mismunandi sjón-
arhornum. Hlutir í umhverfinu taka
sífelldum breytingum, fá mismun-
andi tilgang eftir því hvenær og
hvernig maður horfir á þá.“
Segir í tilkynningunni að eftir
andlát Önnu Elínar hafi vaknað
áhugi fjölskyldunnar á að sýna hluta
verka hennar. Verkin í Skotinu end-
urspegli feril hennar sem listræns
ljósmyndara.
Anna Elín hafði einstaklega næmt
auga fyrir hinu myndræna í um-
hverfinu og myndaði fjölbreytileg
mótíf, segir í tilkynningunni en hún
útskrifaðist sem ljósmyndari árið
1987, lærði hjá Leifi Þorsteinssyni
og að hluta hjá Guðmundi Ingólfs-
syni. Eftir útskrift vann hún á Ljós-
myndasafni Reykjavíkur, frá 1987-
1989 og frá 1994-1998, sem yfir-
maður myndadeildar og hóf síðan
feril sem sjálfstætt starfandi ljós-
myndari. Vann hún meðal annars
sem ljósmyndari á tökustað í kvik-
myndum og árið 2011 stofnaði hún
fyrirtækið Lífssögu og sérhæfði sig í
lífssögugerð í máli og myndum.
Næmt auga fyrir
hinu myndræna
Að störfum Anna Elín Svavarsdóttir.
Opnuð hefur ver-
ið ljósmyndasýn-
ing á verkum
Áskels Þórisson-
ar í Gallerí Göng-
um í Háteigs-
kirkju.
„Um langt ára-
bil hefur Áskell
haft mikinn
áhuga á ljós-
myndun og þá ekki síst nærmyndum
á íslenskri náttúru. Hann notar
Nikon 850 í myndatökur og notar
gjarnan 60 eða 35 mm linsur,“ segir
í tilkynningu. Þar kemur fram að
flestir Íslendingar þekki Bænda-
blaðið, en Áskell stofnaði það og rak
fyrir Bændasamtökin í tæp 12 ár.
Áskell sýnir í
Gallerí Göngum
Áskell Þórisson
Í frétt í blaðinu í gær kom fram að
samsýning Sigurðar Ámundasonar
og Jónatans Grétarssonar, Formlag,
yrði opnuð í Midpunkt-galleríinu í
Hamraborg í Kópavogi en hið rétta
er að sýningin var opnuð í Tan &
Tar, Hamraborg 1. Beðist er velvirð-
ingar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT