Morgunblaðið - 08.10.2021, Page 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2021
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Rútuslys varð á þjóðvegi 1 í grennd
við Dyrhólaey á ellefta tímanum í
gær. Átta voru um borð í rútunni
og einhverjir þeirra slösuðust en
þó er ekki talið að neinn hafi slas-
ast alvarlega að sögn Odds Árna-
sonar, yfirlögregluþjóns á Suður-
landi.
Tilkynning um slysið barst Neyð-
arlínunni klukkan 10.32 og var þá
hópslysaáætlun virkjuð og við-
bragðsaðilar sendir á vettvang.
Samkvæmt fréttaritara á vett-
vangi var ekki útlit fyrir að rútan
hefði lent á hvolfi, en hún stóð á
hjólunum spölkorn vestur af af-
leggjaranum að bænum Skeiðflöt.
Allri vinnu á veginum var lokið um
hádegisbil en vegurinn hélst lok-
aður vegna veðurs fram eftir degi.
Rútan var þó ekki fjarlægð strax.
Rútuslys á þjóðveginum við Dyrhólaey
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Á slysstað Átta voru um borð í rútunni.
BAKSVIÐ
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Viðræður formanna stjórnarflokk-
anna, þeirra Bjarna Benediktssonar,
Katrínar Jakobsdóttur og Sigurðar
Inga Jóhannssonar, héldu áfram í
Ráðherrabústaðnum í gær líkt og
fyrr í vikunni, en sem áður halda
leiðtogarnir málum mjög þétt að sér
og þaðan hefur lítið frést.
Þingmenn stjórnarflokkanna, sem
Morgunblaðið ræddi við, segja að
málið sé alfarið í höndum formann-
anna, enn sem komið er, þótt búist sé
við því að þeir kalli fleiri að borðinu í
komandi viku, þegar og ef rammi
endurnýjaðs ríkisstjórnarsamstarfs
liggi fyrir. Gert hafði verið ráð fyrir
því að boðað yrði til þingflokksfunda
fyrr í vikunni, en af því kann að verða
í dag eða jafnvel um helgina.
„Erfiðu málin“ tefja fyrir
Þingmennirnir lögðu allir áherslu
á að flokkarnir hefðu nægan tíma og
vildu gefa sér þann tíma sem þyrfti
til þess að leysa úr ágreiningsefnum.
Nefnt var að flokksformennirnir
vildu einmitt leysa „erfiðu málin“ frá
fyrra kjörtímabili áður en tekið væri
til að semja nýjan stjórnarsáttmála,
sem viðbúið er að taki talsverðan
tíma og fleiri komi að. Þar vilja menn
búa tryggilega um alla hnúta, svo
sem fæst úrlausnarefni geti valdið
usla síðar.
Þessi erfiðu mál hafa hins vegar
reynst tafsamari en vonir stóðu til.
Þar mun hálendisþjóðgarður og
orkunýting vera helstu ásteytingar-
steinar, en segja má að þar ræði um
sitt hvora hlið á sama peningi.
Ýmis fleiri mál voru nefnd til sög-
unnar, en almennt virðast þing-
mennirnir bjartsýnir á að formenn-
irnir leysi þau. Hins vegar séu
viðræður formannanna orðnar
nokkru lengri en til stóð og líklegt að
þeir taki sér hlé um helgina og heyri
í sínu fólki. Eða sú virtist a.m.k. von
þingmanna, sem sumir eru greini-
lega forvitnir um hvernig gangi.
Formennirnir hafa þó rætt fleira
en gömul rifrildi, svo sem breytingar
á Stjórnarráði, áherslur og útgjöld á
kjörtímabilinu, efnahagshorfur og
skattamál. Um hið síðastnefnda er
töluverður munur á afstöðu flokk-
anna. Katrín er sögð mjög áfram um
þrepaskiptan fjármagnstekjuskatt
og Sigurður Ingi leggur til að fyr-
irtækjaskattur leggist misþungt á
fyrirtæki eftir umsvifum, líkt og
flokkar þeirra boðuðu í kosningabar-
áttunni. Bjarni mun hins vegar taka
því fálega til samræmis við fyrirheit
flokks hans um lægri skatta.
Sjálfstæðismenn einhuga
Brynjar Níelsson, sem nú er vara-
þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hef-
ur sagt í vikunni, að hann telji
ágreining milli síns flokks og Vinstri
grænna of mikinn til þess að þeir
geti náð saman í ríkisstjórn á ný.
Telur hann vænlegra að tala við Við-
reisn í þeirra stað.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins,
sem blaðið ræddi við í gær, taka ekki
í sama streng. Þeir segja ekkert nýtt
við að flokkana greini á um eitt og
annað, en það hafi ekki orðið sam-
starfinu til trafala fram til þessa.
Formaður flokksins hafi fengið um-
boð þingflokksins til þess að ganga
til þessara viðræðna og hann hafi
fullt traust til þess að leiða þær far-
sællega til lykta.
Þeir gefa lítið fyrir hugmyndir um
að allt eins mætti ræða samstarf við
Viðreisn eða Flokk fólksins. „Það
heyrast alls kyns sögur og hugmynd-
ir,“ sagði einn þeirra. „Við erum í
þessu af fullum heilindum og meðan
Bjarni situr við samningaborðið er-
um við ekkert að tala við aðra.“
Stjórnarmyndun mjakast áfram
- Formennirnir hittast enn einir á fundum - Viðræður alfarið í þeirra höndum og þingmenn þöglir
- Hálendisþjóðgarður og orkunýting tafsöm - Fleira rætt en ásteytingarsteinar frá fyrra kjörtímabili
Morgunblaðið/Eggert
Stjórnarmyndun Flokksformennirnir Sigurður Ingi Jóhannsson og Katrín
Jakobsdóttir verjast frétta utan við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Oddeyrin fór í sína fyrstu veiðiferð
undir merkjum Samherja í vikunni.
Með nýstárlegum aðferðum á tog-
veiðum er aflanum dælt úr pokanum
í tanka um borð með dælu eða fisk-
sugu. Ýmist verður hægt að koma
með fiskinn lifandi í land, blóðgaðan í
kælitanka eða ísaðan í körum eins og
tíðkast á togurunum. Hjörtur Vals-
son, skipstjóri á Oddeyrinni, segir að
með búnaði skipsins opnist nýir og
spennandi möguleikar til framtíðar,
en við togveiðar hafi menn ekki hing-
að til komið með lifandi fisk í land.
Magnveiðar voru ekki verkefni í
fyrsta túrnum heldur var fyrst og
fremst verið að læra á búnaðinn og
prófa margs konar nýja hluti. Hjört-
ur segir að trollinu hafi aðeins verið
dýft tvívegis í sjó og var afraksturinn
2-3 tonn af þorski sem fékkst út af
Skjálfanda.
Læra og þróa vinnubrögðin
Í stað þess að taka pokann um
borð var hann tekinn á síðuna og
fiskinum dælt um borð þar sem hann
var blóðgaður í kælitanka. Við lönd-
un í gærmorgun var fiskinum dælt
beint úr skipinu í frystihús þar sem
hann fékk lokavigtun áður en hann
fór í aðgerð. Eftir lagfæringar á
„nokkrum agnúum“ sem komu í ljós
er ráðgert að halda á ný til veiða í
kvöld. Hjörtur segir að menn haldi
áfram að læra og þróa vinnubrögðin,
en heilt yfir hafi gengið vel í fyrsta
túrnum.
Hjörtur og hans menn á Oddeyr-
inni eru frumherjar hérlendis hvað
varðar þróun þessara aðferða því
fiski mun ekki hafa verið dælt lifandi
í land á togveiðum. Norðmenn hafa
gert tilraunir með dælingu á lifandi
bolfiski, en þá fyrst og fremst á drag-
nótaveiðum, að sögn Hjartar. Dæling
á uppsjávarafla er hins vegar al-
þekkt, en þær aðferðir eru ekki alveg
sambærilegar.
Oddeyrin var smíðuð 2004 og
keypt af írskri útgerð, sem notaði
það til uppsjávarveiða. Eftir að skip-
ið hafði verið lengt um 10,5 metra, í
55 metra, og breytt fyrir bolfisk-
veiðar hjá Carstensensens-
skipasmíðastöðinni í Danmörku kom
skipið til Akureyrar í júlí. Þá tók við
uppsetning búnaðar á vinnsludekki í
Slippnum á Akureyri og unnið var að
fleiri endurbótum.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Löndun Afla dælt í gegnum sterklega slöngu beint í frystihúsið. Mögulegt verður að koma með fiskinn lifandi í land.
Undirbúa að landa lifandi
fiski úr Oddeyrinni EA
- Nýir og spennandi möguleikar - Frumherjar hérlendis
Rafmagnslaust var í gamla Vest-
urbænum og miðbænum í tæpan
klukkutíma á sjöunda tímanum í
gærkvöld. Ástæðuna mátti rekja til
bilaðs háspennustrengs í mið-
bænum. Sjá mátti kertaljós loga í
hinum ýmsu gluggum en ekkert
þeirra logaði eins skært og um-
ræðuvettvangur Vesturbæinga á
Facebook. Rétt fyrir klukkan 18
var kastað fram þeirri spurningu
hvort rafmagnslaust væri hjá fleir-
um í hverfinu, og svöruðu henni
yfir hundrað manns áður en raf-
magnið komst aftur á. Sumir virt-
ust svekkja sig á rafmagnsleysinu,
enda styttist í kvöldmat og margir
sem stóla á rafmagnseldavélar og
ofna rétt fyrir kvöldmatarleytið.
Þá sáu nokkrir ljósið í myrkrinu
og litu á björtu hliðarnar: „Ímyndið
ykkur hvað við erum heppin að
vera með rafmagn, ef þetta væri
alltaf svona þyrftum við að horfa á
sjónvarpið við kertaljós,“ sagði
einn.
Vesturbæingar spauguðu í rafmagnsleysi