Morgunblaðið - 08.10.2021, Page 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2021
Baðvörur frá
Sturtusett
6.540,-
Sturtuhaus
2.820,-
Sturtubarki
2.160,-
urtuslá
970,-
Eigum ávallt úrval
af sturtuhengjum
og öðrum
baðfylgihlutum
ugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Erum með þúsundir vörunúmera
inn á vefverslun okkar brynja.is
Opið virka
daga frá
9-18
lau frá
10-16
St
2.
Öryggismottur
bað/sturta
frá 2.100,-
Baðvog
5.190,-
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Ég er sammála þessum orðum
Tómasar og hef lengi talað á þessum
nótum,“ segir Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og
nýsköpunarráðherra, um ummæli
Tómasar Más Sigurðssonar, for-
stjóra HS Orku, í ViðskiptaMogg-
anum í fyrradag, um að virkja þyrfti
meira af endurnýjanlegum orkugjöf-
um hér vegna orkuskipta í sam-
göngum, þ.e. rafvæðingar bílaflotans
og framleiðslu eldsneytis. Einnig til
þess að Ísland legði sitt af mörkum
til loftslagsmarkmiðanna.
Þórdís Kolbrún segir að saman
þurfi að fara hljóð og mynd þegar við
segjumst vilja orkuskipti í sam-
göngum. Einnig viljum við sjá orku-
skipti í sjávarútvegi í skrefum og
eins almennt í iðnaði.
„Til að ná þessum markmiðum
þarf að vera til raforka, því hún er
nýtt í þetta allt saman,“ segir Þórdís.
Annars vegar séu það markmið í
orkuskiptum hér innanlands, hins
vegar hvort við viljum framleiða eft-
irsótta vöru til útflutnings. „Við
hættum þá að eyða gjaldeyristekjum
upp á 100 milljarða á ári í innflutning
á olíu og framleiðum sjálf eldsneyti
sem verður grænt og sjálfbært. Jafn-
vel förum við að framleiða rafelds-
neyti til útflutnings og fáum gjald-
eyristekjur fyrir það. Þetta þykir
mér mjög spennandi framtíð. Þannig
verður til nýr atvinnuvegur. Þetta
byggir á nýsköpun og miklu hugviti.
Mig langar að sjá Ísland verða vett-
vang þar sem ný tækni fær að þróast
og ná fótfestu. Hér er spennandi um-
hverfi nýsköpunar, rannsókna og
þróunar,“ segir Þórdís.
Varðandi útflutning á rafeldsneyti
segir hún að nú hafi skapast mögu-
leikar á að framleiða slíkt eldsneyti í
vökvaformi á umhverfisvænan hátt.
Okkar hlutverk sé að tryggja að
ákjósanlegt umhverfi sé til staðar.
Nú þegar fer hér fram metanólfram-
leiðsla og áform eru um aukningu á
því sviði. Þórdís segir að í gangi sé
ákveðin stefnumótun í vetnismálum
með hagaðilum. Tækifæri séu til að
ná markmiðum innanlands og eins til
að fara í útflutning.
Þórdís er bæði iðnaðarráðherra og
ferðamálaráðherra. Er vandi að sam-
ræma hagsmuni ferðaþjónustu og
orkunýtingar?
„Það hefur lengi verið vandasamt
og verður áfram. En það að við fram-
leiðum hér nánast eingöngu end-
urnýjanlega orku er aðdráttarafl fyr-
ir ferðamenn. Virkjanir og umhverfi
þeirra eru líka vinsælir áfangastaðir.
Við ætlum að verða leiðandi í sjálf-
bærri ferðaþjónustu. Hluti af því eru
algjör orkuskipti,“ segir Þórdís og
telur að hægt sé að leigja rafknúna
bílaleigubíla en bæði þungaflutn-
ingar, rútur og önnur vélknúin tæki í
ferðaþjónustu noti enn olíu. Það
verði jákvætt fyrir ferðamenn þegar
þeir geta komið og ferðast um landið
án þess að skilja eftir sig kolefn-
isfótspor.
Hún segir að hagsmunir loftslags-
mála og orkumála fari hönd í hönd.
Nýtingu náttúruauðlinda fylgi eitt-
hvert rask en ekki verði farið í algjör
orkuskipti með öðrum hætti.
Ónotaðir virkjanakostir
„Við höfum talað mjög á sömu nót-
um undanfarin misseri,“ segir Hörð-
ur Arnarson, forstjóri Landsvirkj-
unar. Hann minnir á að Samorka hafi
gert vandaða greiningu á orkuþörf
vegna orkuskiptanna. Öll orkufyr-
irtækin komu að þeirri vinnu.
„Ef við ætlum að standa við skuld-
bindingar Parísarsamkomulagsins
þá er orkuþörf vegna orkuskipta í
samgöngum ígildi 300 megavatta. Ef
við ætlum að fara í allsherj-
arorkuskipti í landinu þá er ígildi
þess um 600 megavött,“ segir Hörð-
ur.
Hann segir mikilvægt að hafa í
huga að þessi umskipti verði á
löngum tíma. Stjórnvöld stefni að
kolefnishlutleysi árið 2040 og að
notkun jarðefnaeldsneytis verði al-
farið hætt fyrir árið 2050.
„Núverandi orkukerfi er að miklu
leyti fullnýtt og orkan bundin í lang-
tíma samningum við alþjóðleg fyrir-
tæki sem eru með starfsemi hér. Þau
hafa engin áform um að draga úr
starfsemi sinni,“ segir Hörður. Hann
bendir á að þó nokkrir ónotaðir virkj-
anakostir séu í nýtingarflokki
Rammaáætlunar og hægt sé að ráð-
ast í þau verkefni. Fleira megi skoða
eins og t.d. vindorku sem geti orðið
þriðja stoð orkuöflunar með vatnsafli
og jarðhita.
Hörður segir loftslagsvandann
stærsta umhverfisvanda heimsins.
Alls staðar þurfi að byggja upp um-
hverfisvæna orkuvinnslu sem komi í
stað jarðefnaeldsneytis. Við upp-
byggingu endurnýjanlegar orkunýt-
ingar togist á náttúruverndarsjón-
armið og umhverfissjónarmið. Sú
umræða er alls ekki einskorðuð við
Ísland.
Aukin raforka lykill
að orkuskiptum
- Mögulegt er að framleiða rafeldsneyti til útflutnings
Morgunblaðið/Ómar
Virkjun Þörf er á meiri raforku.
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
Hörður
Arnarson
Ekki er hægt með óyggjandi hætti
að útiloka tengsl milli óreglulegra og
langvarandi blæðinga við bólusetn-
ingar gegn Covid-19. Tengsl milli
bólusetninga og fósturláta eru þó
talin ólíkleg hér á landi. Þetta kemur
fram í niðurstöðum rannsóknar
óháðrar nefndar sem kynnt var í
gær.
Í byrjun ágúst tilkynntu Lyfja-
stofnun og embætti landlæknis að
kölluð yrði til nefnd aðila til að rann-
saka tilfelli á röskun tíðahrings í
kjölfar bólusetningar gegn Covid-19.
Markmiðið var að leita skýringa og
veita konum stuðning og viðeigandi
ráð en um 800 tilkynningar hafa bor-
ist Lyfjastofnun sem varða röskun á
tíðahring í kjölfar bólusetningar.
Í niðurstöðum nefndarinnar kem-
ur fram að „í nokkrum tilvikum er
varðar blæðingar í kringum tíða-
hvörf og hluta tilvika óreglulegra/
langvarandi blæðinga sé ekki með
óyggjandi hætti hægt að útiloka
tengsl við bólusetningu. Af þeim
voru tvær tilkynningar tengdar
blæðingum í kringum tíðahvörf og
fimm vörðuðu óreglulegar og/eða
langvarandi blæðingar.“
Ekki hefur þó enn tekist að sanna
tengslin í ljósi þess hve milliblæð-
ingar og blæðingaóregla er algengt
vandamál hjá konum á frjósemis-
skeiði. Vekur þá nefndin athygli á
því að lítið sé um rannsóknir þar sem
bólusetningar hafa verið ítarlega
skoðaðar með blæðingaóreglu
kvenna sem meginviðfangsefni.
Þá hafa nýlegar niðurstöður rann-
sóknar vísað til þess að tengsl gætu
verið milli álags í heimsfaraldrinum
og blæðingaóreglu kvenna.
hmr@mbl.is
Óregla mögulega
vegna bólusetningar
- Rannsókn á
röskun tíðahrings
íslenskra kvenna
Morgunblaðið/Eggert
Bólusetning Tilfelli um röskun á
tíðahring voru til rannsóknar.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hef-
ur synjað ósk Festar hf., eiganda
bensínstöðvar N1 við Ægisíðu, um
leyfi til að rífa skyggni stöðvarinnar.
Segir í umsókn Festar að skyggnið
sé orðið lélegt. Það er mikið að vöxt-
um því niðurrifið yrði alls 254 fer-
metrar. Olíufélagið Esso reisti stöð-
ina á sínum tíma.
Í umsögn verkefnisstjóra skipu-
lagsfulltrúa segir að ekki liggi fyrir
skýrar uppbyggingaráætlanir á lóð-
inni og því sé ekki hægt að verða við
óskum um niðurrif á núverandi hús-
næði, að hluta eða öllu leyti.
Skipulagsfulltrúi muni endur-
skoða afstöðuna þegar skýrar áætl-
anir liggja fyrir um uppbyggingu til
samræmis við nýlegt samkomulag
Reykjavíkurborgar og þriggja
rekstraraðila bensínstöðva um nýtt
hlutverk bensínstöðvalóða í þeirra
eigu.
Tilkynnt var í júní sl. að Festi hf.
annars vegar og Reykjavíkurborg
hins vegar hefðu gert með sér sam-
komulag um frekari uppbyggingu og
breytta nýtingu á lóðinni Ægisíðu
102.
Á lóðinni stendur 513,5 fermetra
bensínstöð með fjórum dælum auk
824 m2 þvottaaðstöðu og afgreiðslu.
Komi íbúðir og verslun
Lóðin er skilgreind sem viðskipta-
og þjónustulóð og er alls 5.993 m2 að
flatarmáli samkvæmt skrá Þjóð-
skrár Íslands. Lóðarhafi, Festi hf.,
hafi gert tillögu um að nýtingu lóð-
arinnar verði breytt. Núverandi
mannvirki verði rifin og á henni
verði reist 2-4 hæða hús, hugsanlega
með matvöruverslun á hluta jarð-
hæðar eða án, en íbúðum í öðrum
hlutum hússins.
Lóðarhafa verði heimilt að flytja
tvær dælur á lóð Festar fasteigna
hf., Fiskislóð 15-21 (við Krónuna) og
hefja notkun þeirra þegar rekstri
bensínstöðvar á Ægisíðu 102 verði
hætt.
Morgunblaðið/Þórður
Ægisíðan Skyggnið er sannarlega mikið að vöxtum þar sem það gnæfir yfir
bensínstöðina hjá N1 og dekkjaverkstæðið þar við hliðina.
Skyggnið fær
ekki að fjúka
- Vildu rífa skyggnið yfir bensínstöð-
inni við Ægisíðu - Skyggnið lélegt