Morgunblaðið - 08.10.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 08.10.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2021 Kolbrún Baldursdóttir fulltrúi Flokks fólksins rakti helstu vanefndir meirihluta borgar- stjórnar 5. október og fór í gegnum meirihlutasáttmála hans: - - - Íbúðaskortur og biðlistar er kjarninn í van- efndum þessa meiri- hluta sem er þvert á það sem stendur í meirihlutasáttmál- anum þar sem segir að byggja eigi sem aldrei fyrr. - - - Samt hafa aldrei verið færri íbúðir á markaði í Reykjavík frá 2017. Ástæðan er skortur á lóðaframboði. Lóðaskorturinn kemur í veg fyrir hagkvæma hús- næðisuppbyggingu á þéttingar- reitum. Margir sérfræðingar hafa stigið fram og bent á þetta, t.d. Samtök iðnaðarins sem og seðla- bankastjóri sem nefndi að brjóta þyrfti land í Reykjavík undir byggð. Nú eru eingöngu um 3.400 íbúðir í byggingu en byggja þarf árlega 3.000-3.500 nýjar íbúðir ef vel ætti að vera. - - - Aðrar vanefndir: Langur biðlisti er eftir fé- lagslegri leiguíbúð og sértæku hús- næði fyrir fatlaða. Fátækt er vandamál í Reykjavík. Lágtekjufólk á ekki mikið eftir milli handanna þegar búið er að borga leiguna. Hópurinn sem leitar til hjálparstofnana hefur stækkað. Á þremur árum hefur biðlisti eftir fagfólki í skólaþjónustu þrefaldast og nú bíða 1.448 börn á listanum. - - - Á sama tíma sýna kannanir að andleg líðan barna fer versn- andi.“ Listi fulltrúans er lengri og æði dapurlegur, svo sem vonlegt er. Kolbrún Baldursdóttir Get ekki svikið meira en ég lofaði STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Hafnfirðingum býðst nú nýr ferða- máti, deilibíll frá Zipcar, sem stend- ur á merktu stæði á horni Fjarðar- götu og Linnetsstígs í miðbænum. Þjónustan virkar þannig að íbúar bóka bílinn, sækja hann og skila aft- ur í sama stæði. Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að deilibíll- inn sé frábær viðbót við þá fjöl- breyttu samgöngumöguleika sem standa íbúum Hafnarfjarðar til boða. Þetta sé hluti af tilraunaverk- efni um deilibíla til sex mánaða og að þeim tíma loknum velti framhald verkefnisins á áhuga og fjölda not- enda. Þannig geti íbúar og starfsfólk fyrirtækja í Hafnarfirði haft bein áhrif á vöxt deilibíla í Hafnarfirði. Nýr ferðamáti er „frábær viðbót“ - Fyrsti deilibíllinn í Hafnarfirði Prufukeyrsla Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Hafnarfjarðar. Grímseyingar eru staðráðnir í að reisa nýja kirkju í Miðgörðum í stað þeirrar sem brann til grunna á dög- unum, að sögn Alfreðs Garðars- sonar, formanns sóknarnefndar. Hann segir að Grímseyingar finni fyrir miklum samhug frá fólki um allt land og margir hafi látið peninga rakna til nýrrar kirkjubyggingar. Að sögn Alfreðs hafa safnast um tíu milljónir króna, en gamla kirkjan og innanstokksmunir voru tryggð fyrir rúmar 30 milljónir króna. Margir hafi haft samband til að votta Grímseyingum samúð og láta í ljós von um að ný kirkja verði byggð fyrir Miðgarðasókn í þessu nyrsta byggðarlagi á Íslandi. Alfreð segir Grímseyinga þakkláta fyrir stuðn- inginn, sem þeir hafi fundið fyrir. Hann segir að ekkert verði að- hafst í haust. Næsta vor liggi fyrir að moka grunninum í burtu en hann sé krosssprunginn eftir hitann í eldsvoðanum. Á þessum tímapunkti sé ekki farið að ræða hvernig kirkja verði byggð, annað en að hún verði á svipuðum stað og gamla kirkjan. Um upptök brunans vísar Alfreð á rann- sókn lögreglu og segir að sjónir manna hafi beinst að því að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni. Margir munir glötuðust Hafist var handa við að reisa Mið- garðakirkju árið 1867 og var bygg- ingu hennar lokið ári síðar. Hún var stækkuð 1932. Árið 1956 var hún gerð rækilega upp og endurvígð og hefur sætt margvíslegu viðhaldi síð- an. Í brunanum glötuðust margir munir og má m.a. nefna altaristöflu eftir Arngrím Gíslason alþýðulista- mann frá 1879. Fyrirmynd hans var kvöldmáltíðarmynd Leonardos da Vincis. aij@mbl.is Staðráðnir í að byggja nýja kirkju - Kirkjan tryggð fyrir um 30 milljónir - 10 milljónir safnast Morgunblaðið/Sigurður Bogi Miðgarðakirkja Grímseyingar hafa fundið fyrir miklum samhug.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.