Morgunblaðið - 08.10.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.10.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2021 Solihull nálgunin byggir á heildrænni aðferðarfræði fyrir foreldra og fagaðila þar sem markmiðið er að auka skilning á tilfinningalegri og andlegri heilsu barna. Námskeiðin nýtast öllum þeim sem koma að uppeldi og umönnun barna. SOLIHULL NÁMSKEIÐ Í BOÐI GEÐVERNDARFÉLAG ÍSLANDS TVEGGJA DAGA GRUNNNÁMSKEIÐ, VAL UM TVÆR DAGSETNINGAR: a) 12. okt. og 2. nóv., kl. 9-16 b) 16. og 30. nóv., kl. 9-16 Hámark 12 þátttakendur í hvort skipti. Leiðbeinendur: Elísabet Sigfúsdóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldu- fræðingur og Gunnlaug Thorlacius félagsráðgjafi AÐ SKILJA ÁFÖLL 1. nóvember, kl. 9-16 Leiðbeinandi: Anna María Jónsdóttir geðlæknir HEILAÞROSKI 29. nóvember, kl. 9-13 Leiðbeinandi: Anna María Jónsdóttir geðlæknir TENGSLAMYNDUN 15. nóvember, kl. 9-16 Leiðbeinandi: Anna María Jónsdóttir geðlæknir Námskeiðsgjald Tveggja daga grunnnámskeið: 59.000 kr. Önnur námskeið: 29.000 kr. Tryggðu þér sæti í tíma! Skráning á www.gedvernd.is eða með netpósti á gedvernd@gedvernd.is Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Íbúar í Neðra-Breiðholti hafa miklar áhyggjur af breytingum á aðalskipu- lagi Reykjavíkur til 2040 sem varða Mjódd og Norður-Mjódd. Þeir hafa mótmælt tillögu sem gerir ráð fyrir byggð þar sem leyfileg byggingar- hæð væri 5-8 hæðir. Íbúar telja þetta of hátt og vilja að byggingar á reitn- um séu lækkaðar í flokkinn fimm hæðir eða lægri. „Við sem búum næst þessu, í rað- húsunum fyrir ofan Mjóddina og í vestanverðum Stekkjum, erum ekki sátt við þetta og finnst þetta ekki í takt við núverandi hverfisskipulag. Þarna allt í kring eru tveggja hæða hús og það er byggt í halla. Svo það eru allir með útsýni og sól í garðinum fram eftir degi,“ segir Gunnhildur Karlsdóttir, íbúi í hverfinu. Húsin í hverfinu eru flest 2-3 hæð- ir en á því er ein undantekning og það er níu hæða blokkin Þangbakki við Mjódd. Þykir forsendubrestur Hafa íbúar áhyggjur af skugga- varpi sem skapist við uppbygg- inguna sem og tapi á útsýni. Gunn- hildur segir íbúa á svæðinu hafa keypt eignir miðað við ákveðnar for- sendur og að þessum breytingum á skipulagi fylgi forsendubrestur. „Við viljum fá þetta lækkað niður í næsta flokk fyrir neðan sem eru fimm hæðir og undir. Að fara að byggja 5-8 hæðir, með möguleika á að byggja tvær aukahæðir á stöku stað, það er náttúrulega algjörlega galið. Þetta er hverfi sem er einstak- lega vel skipulagt og fjölskylduvænt. Okkur finnst þetta engan veginn í takt við byggðina sem er þarna núna.“ Gunnhildur nefnir að í aðalskipu- laginu komi fram að hæð húsa skuli almennt ákvarðast af yfirbragði að- liggjandi byggðar. „Það er alls ekki verið að gera það þarna. Við höfum áhyggjur af þessu og við vildum pressa á borgina með þetta.“ Íbúar stóðu fyrir undirskriftasöfn- un í þeim húsum sem yrðu fyrir mestum áhrifum af byggingu í Mjódd. Viðtökurnar voru góðar og af þeim sem heima voru þegar gengið var í hús skrifuðu íbúar 96% heimila undir. Kolbrún Baldursdóttir hjá Flokki fólksins hefur síðan lagt fram bókanir og fyrirspurnir um málið á fundum skipulags- og samgönguráðs undanfarið. Telja þetta styrkja byggðina Pawel Bartoszek, formaður skipu- lags- og samgönguráðs, segir málið hafa verið rætt í tengslum við stórar breytingar á aðalskipulagi til ársins 2040. Í gildandi aðalskipulagi sé gert ráð fyrir húsum sem eru níu hæðir og hærri en brugðist hafi verið við áhyggjum íbúa af fyrirhuguðum byggingum á svæðinu. Þá var ákveð- ið að færa þær niður í næsta bygg- ingarhæðarflokk, þ.e. 5-8 hæðir. Áfram hafi borist athugasemdir við hæð húsanna frá íbúum á svæð- inu eins og Gunnhildur hefur lýst. Pawel segir að brugðist hafi verið við þeim að einhverju leyti en ekki öllu. „Krafa íbúanna er að fara með þetta niður í fimm hæðir en okkur finnst byggð á þessu svæði geta borið meiri hæð en það. Við höfum nú sett ákvæði um að viðmiðið sé 4-7 hæðir og sérstök ákvæði um að húsin skyldu vera lægst næst núverandi byggð. Þar væru þau nær fjórum hæðum en gætu stallast upp. En það verður allt saman útfært í deiliskipu- lagi,“ segir borgarfulltrúinn. „Það hefur staðið til í mjög langan tíma að þarna yrði íbúabyggð. Borg- arlínan mun koma þarna og þetta er svæði sem er þjónað mjög vel nú þegar af samgöngum. Við teljum að þetta muni styrkja byggðina enn frekar.“ Almennt sé gert ráð fyrir að byggð meðfram borgarlínu verði yfirleitt 5-8 hæðir. Íbúarnir við Mjódd hafa þó bent á að það eigi ekki alls staðar við, t.d. sé byggð við kjarnastöðvar á borð við Lækjartorg og BSÍ í flokknum fimm hæðir eða lægra. „Það er þannig með deiliskipulag- ið að þetta verður allt útfært nánar og þá verður tekið tillit til þeirra at- hugasemda sem þar berast.“ Íbúarnir hafa einnig áhyggjur af því að innviðirnir í Breiðholti ráði ekki við fjölgun íbúa sem fylgir byggingu um 800 íbúða. „Maður spyr sig: Mun skólinn þola þetta, mun heilsugæslan þola þetta? Hvernig ætla þau að breyta skipu- laginu þannig að þetta virki? Við vit- um það ekki enn þá,“ segir Gunn- hildur. Pawel segir það hins vegar ekki eiga að vera áhyggjuefni, fundið verði út úr skólamálum og öðru og uppbyggingin muni bara styrkja innviðina ef eitthvað er. „Náttúrulega algjörlega galið“ - Deilt um hæð fyrirhugaðrar byggðar í Mjódd - Íbúar í Neðra-Breiðholti mótmæla tillögu sem gerir ráð fyrir 5-8 hæða húsum - Tillit tekið til athugasemda með nýjum ákvæðum, segir borgarfulltrúi Skuggavarp af 5-8 hæða byggð Við sumarsólstöður 21. júní frá kl. 15 til 24 <5 hæðir 5-8 hæðir +2 hæðir* Mjódd Bakkar Norður-Mjódd Stekkir *Byggingaraðilar geta sótt um tvær aukahæðir á völdum stöðum Lágreist Byggðin í Neðra-Breiðholti er yfirleitt lág, með nokkrum undan- tekningum. Íbúar hafa mótmælt fyrirhuguðum byggingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.