Morgunblaðið - 08.10.2021, Page 12

Morgunblaðið - 08.10.2021, Page 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2021 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Einstök minning Barna- og fjölskyldu- myndatökur ENGINN ÐBÆTTUR SYKUR ENGIN ROTVARNAREFNI 85% TÓMATPÚRRA VI 8. október 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 128.78 Sterlingspund 174.83 Kanadadalur 101.93 Dönsk króna 19.974 Norsk króna 14.972 Sænsk króna 14.62 Svissn. franki 138.63 Japanskt jen 1.1561 SDR 181.59 Evra 148.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 184.4401 « Arion banki hefur fengið heimild frá fjár- málaeftirliti Seðlabanka Ís- lands til þess að framkvæma end- urkaup á eigin bréfum á Íslandi og í heimildar- skírteinum út- gefnum í Svíþjóð fyrir allt að 10 milljarða króna eða allt að tæplega 54,5 milljónir hluta í bankanum. Jafngildir það því að eigin hlutir bankans verða allt að 10% af út- gefnu hlutafé. Bankinn á í dag 111,5 milljónir bréfa og heimildarskírteini sem eru 6,72% af útgefnum hlutum. Samhliða þessari heimild hefur bank- inn fengið heimild til þess að lækka hlutafé um allt að 10% af útgefnum hlutum til jöfnunar á eigin hlutum. Í tilkynningu frá Arion banka kem- ur fram að ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar verði tekin af stjórn Arion banka á næstunni. Hlutabréf í Arion banka hækkuðu um tæp 3,7% í umfangsmiklum við- skiptum í Kauphöll Íslands í gær. Skiptu þar bréf fyrir tæpa 1,4 millj- arða króna um hendur. Bréf í bankanum hafa hækkað um 6,7% síðastliðna viku og frá áramót- um hefur hlutabréfaverðið hækkað um rúm 94%. Fær heimild til að kaupa fyrir 10 milljarða króna Benedikt Gíslason STUTT hófst á ný í apríl síðastliðnum og hafa sérfræðingar Landsbankans túlkað það sem svo, í nýlegri Hagsjá, „að hækkanir íbúðaverðs séu mögulega orðnar meiri en kaupendahópurinn ræður við, og því ekki sjálfbærar til lengri tíma“. Í janúar voru um 68% nýrra íbúða- lána hjá innlánsstofnunum, að frá- dregnum uppgreiðslum, með breyti- lega vexti. Hlutfallið náði hámarki í febrúar og var þá 84%. Það hefur síðan lækkað og var 29% í ágúst. Samtímis hefur hlutfall íbúðalána með fasta vexti hækkað úr 32% í jan- úar í 71% í ágúst. Spurður hvort viðbrögðin við þess- um vaxtahækkunum séu hugsanlega að miklu leyti komin fram, í ljósi þess að eftirspurn eftir föstum vöxtum íbúðalána hjá innlánsstofnunum hefur aukist mikið í ár á kostnað breytilegra vaxta, segir Ólafur erfitt að fullyrða það. Það sé þó líklegt enda hafi Seðla- bankinn verið skýr um að vextir myndu hækka á ný, ef ekki tækist að ná niður verðbólgu. Áhrifin muni birt- ast í því að sókn í fasta vexti aukist lík- lega áfram. Fylgnin er ekki 100% „Bankarnir hafa hækkað óverð- tryggða breytilega vexti eftir að Seðla- bankinn hóf vaxtahækkunarferli sitt en fylgnin er ekki 100%. Líklegt er að vextir á íbúðalánum muni hækka meira í kjölfarið en það er einnig háð verðbólguhorfum.“ Spurður hvaða áhrif tímalengd verðtryggðra og óverðtryggðra íbúða- lána muni hafa á eftirspurnina bendir Ólafur Sindri á að bankarnir láni verð- tryggt til mislangs tíma. Því geti greiðslubyrði óverðtryggðra lána verið álíka mikil og verðtryggðra lána, ef þau fyrrnefndu eru til lengri tíma. „Samkvæmt reiknivélum bankanna býður Arion banki 40 ára verðtryggð lán en hinir ekki, heldur einungis 30 ára verðtryggð lán. Hins vegar er hægt að fá 40 ára óverðtryggð lán hjá þeim öllum. Þetta gerir að verkum að lítill munur er á greiðslubyrði á 40 ára óverðtryggðu láni og 30 ára verð- tryggðu, þ.e. hjá þeim bönkum sem bjóða aðeins 30 ára verðtryggð lán,“ segir Ólafur Sindri. Telur hann ólíklegt að raunverðið lækki á næstunni. Raunverð mun ekki lækka Magnús Árni Skúlason, hagfræð- ingur hjá Reykjavík Economics, telur skort á íbúðum munu halda uppi raun- verði á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfall launa og íbúðaverðs bendi til bólu- myndunar sem sé þó ekki jafn alvarleg og í bankabólunni 2004-8. Meiri innstæða sé fyrir háu raun- verði nú en umrædd þensluár, bæði út frá kaupmætti launa og vöxtum. Seðlabankinn hafi beitt þjóðhags- varúðartækjum í þrígang til að stemma stigu við þessum hækkunum og svo í fjórða sinn með vaxtahækkun. „Meðan framboð er minna en eftir- spurn getur Seðlabankinn haft lítil áhrif á verðið,“ segir Magnús Árni. Staðan sé ekki óvænt enda hafi verið fyrirsjáanlegt að margir fyrstu kaup- endur myndu koma á markaðinn undanfarin misseri. Vaxtalækkanir og aðrar aðgerðir til stuðnings fasteignakaupum, þar með talið hlutdeildarlán, hafi stækkað kaupendahópinn. Þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir um skort á íbúðum hafi of lítið verið byggt. Þá hafi aðflutningur erlendra ríkisborgara aukið eftirspurn sem og fjárfesting í íbúðum til að verjast verðbólgu. „Einhverjir fyrstu kaupendur gætu freistast til að fresta kaupum þar til framboð íbúða verður skaplegra. Vaxtahækkanir ásamt hækkun launa valda því að byggingarkostnaður eykst. Það gæti dregið úr hvata verk- taka til að byggja,“ segir Magnús. Spá áfram háu raunverði - Yfirhagfræðingur HMS telur hærri vexti munu minnka spurn eftir íbúðum - Hagfræðingur segir vaxtahækkanir bíta minna en ella vegna lítils framboðs Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu Breyting á vegnu meðaltali fermetraverðs 700 600 500 400 300 200 100 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 Heimild: Hagstofan, Seðlabankinn Vísitala íbúðaverðs (jan. 1994=100) Nafnverð Raunverð 770,0 257,7 155,0 118,5 Ágúst 2021 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræð- ingur Húsnæðis- og mannvirkja- stofnunar, telur vaxtahækkun Seðla- bankans í fyrradag munu slá enn frekar á eftirspurn eftir íbúðum. „Við erum þegar byrjuð að sjá sam- drátt á fasteignamarkaði síðan í sum- ar, þ.e. í veltu og fjölda kaupsamninga. Það er vegna samspils margra þátta. Þar kemur til hátt verð, hækkun vaxta, lækkun á hámarksveðhlutfalli og lítið framboð. Áhrif af reglum um hámarks- greiðslubyrði eiga eftir að koma fram í tölunum. Útlánatölur fyrir júlí og ágúst, sem eru nýjustu tölurnar, sýna sókn í fasta óverðtryggða vexti en það er engin sérstök aukning í verðtryggð- um vöxtum enn sem komið er. Það get- ur verið vegna þess að verðbólga hefur ekki hjaðnað og verðbólguvæntingar aukist,“ segir Ólafur Sindri. Seðlabankinn hefur nú í þremur lot- um hækkað stýrivexti um 0,25 pró- sentur, alls um 0,75 prósentur, frá maí. Þeir eru nú 1,5 prósent og enn sögu- lega lágir á Íslandi. Hefur aldrei verið jafn hátt Á grafinu hér til hliðar má sjá hvern- ig raunverð íbúða á höfuðborgar- svæðinu hefur hækkað, í kjölfar vaxta- lækkana Seðlabankans, en stýrivextir voru 4,5% í maí 2019 og lækkuðu í 0,75% í kjölfar kórónuveiru- faraldursins. Hefur raunverð íbúða aldrei verið jafn hátt. Fyrra metið var sett í október 2007 (217,5 stig). Það var svo slegið í maí 2017 (219,6 stig) og er nú 257,7 stig, hærra en nokkru sinni síðan þessar mælingar hófust. Umframeftirspurn eftir íbúðum, þegar ferðaútrásin stóð sem hæst, átti þátt í að raunverðið hækkaði umfram kaupmátt launa árið 2017. Sú þróun « Í septembermánuði tóku 15.223 far- þegar sér far með lággjaldaflugfélaginu Play. Sætanýting var 52,1% að sögn fyrirtækisins en var 46% í ágústmán- uði. Er það sagt endurspegla aðlögun félagsins á framboði í flugáætlun í sept- ember og aukna eftirspurn. Aukinn ferðavilji sé í kortunum, ekki síst vegna færri kórónuveirusmita innanlands og tilslakana á sóttvarnareglum. Bendir bókanastaða félagsins í október til þess að þessi þróun haldi áfram inn á haust- ið og horfurnar fyrir komandi mánuði sagðar góðar. Í október er gert ráð fyrir að sætanýtingin verði betri en í sept- embermánuði en það fæli í sér bætta nýtingu fjórða mánuðinn í röð. Nýverið tilkynnti Play að það hygðist hefja flug til Amsterdam frá og með 3. desember næstkomandi. Sætanýting Play rúmlega 50% í septembermánuði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.