Morgunblaðið - 08.10.2021, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2021
✝
Finnbogi Jóns-
son, verkfræð-
ingur og fyrrver-
andi framkvæmda-
stjóri, fæddist á
Akureyri 18. janúar
1950. Hann lést 9.
september 2021 í
Vancouver í Kan-
ada.
Finnbogi er
fæddur og uppalinn
á Akureyri. For-
eldrar hans voru Esther Finn-
bogadóttir, f. 24.1. 1917, d. 23.6.
1986, verka- og matráðskona, og
Jón Sveinbjörn Kristjánsson, f.
13.9. 1912, d. 26.3. 2001, fv.
stýrimaður og skipstjóri. Finn-
bogi lauk stúdentsprófi frá MA
1970, fyrrihlutaprófi í eðlisverk-
fræði frá HÍ 1973, lokaprófi frá
Tækniháskólanum í Lundi í Sví-
þjóð 1978 og lokaprófi í rekstr-
arhagfræði frá háskólanum í
Lundi sama ár.
Finnbogi kenndi við Gagn-
fræða- og Iðnskóla Vest-
mannaeyja 1970-71. Eftir að
hann lauk háskólanámi varð
hann deildarstjóri í iðnaðarráðu-
neytinu 1979-82 og fram-
kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags
Eyjafjarðar hf. 1982-86. Hann
var framkvæmdastjóri Síld-
arvinnslunnar hf. frá 1986-99,
forstjóri Íslenskra sjávarafurða
2004, geðhjúkrunarfræðingi og
félagsmálastjóra. Börn Finn-
boga og Sveinborgar eru Esther,
f. 30.11. 1969, sérfræðingur í
fjármálaráðuneytinu, og er mað-
ur hennar Ólafur Georgsson, f.
5.7. 1967, flugstjóri. Börn
Estherar eru Finnbogi Guð-
mundsson, f. 18.4. 1996, Vigdís
Elísabet Bjarnadóttir, f. 11.1.
2006, og Georg Ólafsson, f. 10.2.
2012, dóttir Ólafs er Guðrún
Soffía f. 25.2. 1989; Sigríður
Ragna, f. 20.7. 1976, fyrrverandi
flugfreyja og starfsmaður á fast-
eignasölunni Miklaborg, og er
maður hennar Roberto González
Martínez, f. 8.8. 1977, slökkvi-
liðsmaður. Synir þeirra eru Elm-
ar, f. 28.3. 2009, og Erik Máni, f.
16.2. 2012.
Sambýliskona Finnboga frá
2006 er Berglind Ásgeirsdóttir,
f. 15.1. 1955, sendiherra. Börn
hennar eru Ásgeir Gíslason, f.
6.7. 1981, viðskiptafræðingur,
Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, f.
13.6. 1988, lögmaður og Sæunn
Gísladóttir, f. 4.6. 1993, þróun-
arhagfræðingur.
Alsystir Finnboga er Dóro-
thea J. Bergs f. 20.2. 1947,
hjúkrunarfræðingur, hálfsystir
sammæðra er Hrafnhildur
Ólafsdóttir, f. 20.5. 1939, fv.
deildarstjóri, og hálfbróðir Finn-
boga, samfeðra, er Anton Helgi
Jónsson, f. 15.1. 1955, skáld.
Útför verður frá Hallgríms-
kirkju í dag, 8. október 2021,
klukkan 15.
hf. 1999, síðar að-
stoðarforstjóri SÍF
hf. og starfandi
stjórnarformaður
Samherja hf. 2000-
05. Hann var fram-
kvæmdastjóri Ný-
sköpunarsjóðs at-
vinnulífsins frá
2006-10 og fram-
kvæmdastjóri
Framtakssjóðs Ís-
lands frá 2010-12.
Þá sat hann auk þess í stjórnum
fjölmargra fyrirtækja, samtaka
og stofnana. Finnbogi var bú-
settur í París og Moskvu árin
2012-20. Síðari árin sinnti Finn-
bogi einkum nýsköpun og stjórn-
arsetu. Meðal annars beitti hann
sér fyrir samstarfi um útflutning
á íslenskri tækniþekkingu í sjáv-
arútvegi. Hann var formaður
Perluvina sem staðið hafa að
uppbyggingu náttúrusýninga í
Perlunni og sat hann um árabil í
háskólaráði á Akureyri. Finn-
bogi hlaut ýmsar viðurkenn-
ingar fyrir störf sín og var með-
al annars útnefndur maður
ársins í íslensku viðskiptalífi ár-
ið 1997 og sæmdur heiðursmerki
Verkfræðingafélags Íslands
1999.
Finnbogi kvæntist hinn 27.2.
1971 Sveinborgu Helgu Sveins-
dóttur, f. 13.6. 1948, d. 13.3.
Það er ótrúlegt til þess að
hugsa að við eigum ekki eftir að
spjalla aftur eða njóta samveru-
stunda með fjölskyldunni. Þegar
ég sest niður og hugsa um allt sem
þú hefur gefið mér í gegnum tíð-
ina er erfitt að byrja, listinn er svo
langur. Með fyrstu minningum
mínum eru brot frá Hringbraut-
inni þar sem við bjuggum um tíma
þar til við fluttum til Svíþjóðar. Þú
sinntir náminu þínu með prýði en
alltaf gafstu þér tíma fyrir skottið
þitt sem fékk meira að segja að
„lesa pló“ með ykkur skólafélög-
unum. Við áttum margar góðar
stundir við taflborðið eða í legó á
þessum árum. Íslendingahópur-
inn hélt vel saman og þið mamma
voruð boðin og búin að aðstoða
þegar nýir bættust við. Heimilið
var alltaf opið vinum ykkar og
öðrum gestum og enda þótt lítið
væri um aur í buddunni á þeim
tíma tókst mömmu vel til með að
gera veislu úr því sem til var.
Þetta voru óneitanlega lífleg og
mótandi ár; ég fór á mína fyrstu
alvörutónleika með Þursaflokkn-
um og þar hafði ég mín fyrstu
kynni af pólitík. Stúdentarnir
fylgdust að sjálfsögðu vel með
kosningum heima á Íslandi og það
var spennandi að sitja við útvarpið
og fylgjast með tölum. Enda þótt
við höfum ekki alltaf verið sam-
mála var fátt skemmtilegra en að
skiptast á skoðunum og spá í spil-
in með þér. Ég saknaði þess veru-
lega í nýafstöðnum kosningum,
geta ekki hringt í þig og hvað þá
að vera með þér á kosninganótt.
Eftir að við fluttum heim til Ís-
lands tóku við krefjandi verkefni,
bæði í ráðuneytinu, á Akureyri og
á Neskaupstað. Þótt samveru-
stundir yrðu með öðrum hætti gat
ég alltaf leitað eftir stuðningi til
þín við nám eða störf. Það voru þó
kannski árin i Hafnarfirði sem
lögðu grunninn að okkar vinskap
eins og hann var. Þú treystir mér
líka alltaf, sem sýndi sig best þeg-
ar ég var fengin til að skoða húsið
sem við síðar keyptum saman, en
þið mamma óséð. Það var aðdáun-
arvert hversu vel þú hugsaðir um
mömmu í hennar veikindum og
síðan hvernig þú vannst þig út úr
sorginni með útivist og líkams-
rækt. Með því sýndir þú þann
mikla innri styrk sem þú bjóst yf-
ir, þrautseigju og kraft. Kennar-
inn í þér fékk útrás á ný þegar þú
tókst að þér leiðsögn fyrir okkur
veiðivinkonur í Árdísum og ófáir
maríulaxarnir sem komu á þinni
vakt. Þú tókst vinum mínum alltaf
opnum örmum og sýndir, eins og í
veiðinni, alltaf einlægan áhuga á
því sem við vorum að sýsla. Það
var gott að sjá þig finna ástina á
ný og fylgjast með spennandi
stefnumótum ykkar Berglindar
hingað og þangað um heiminn.
Það var dásamlegt að heimsækja
ykkur í París og Moskvu og nú síð-
ast á Akureyri. Þær urðu ekki
margar heimsóknirnar til ykkar
þar, því miður, en við náðum þó
góðum stundum í skíðafríi með
fjölskyldunni, þegar við feðginin
fórum saman á gönguskíðin.
Ómetanleg er sameiginleg afmæl-
isveisla okkar fyrir tæpum tveim-
ur árum, sem bar kannski meiri
merki um vinskap okkar. Elsku
pabbi, með þér er ekki eingöngu
farin frábær fyrirmynd og stuðn-
ingsmaður, heldur líka besti vinur
og ráðgjafi. Þú hefðir ekki getað
gert betur í föðurhlutverkinu, þín
verður ævinlega sárt saknað.
Esther.
Elsku pabbi. Það er erfitt að
hugsa til þess að þú sért farinn.
Fyrir 17 árum kvaddi mamma
okkur aðeins 55 ára gömul og nú
hverfur þú skyndilega aðeins 71
árs. Það er mér enn óskiljanlegt,
að þú svona ungur og orkumikill,
fullur af lífskrafti, hverfir á braut
með þessum hætti.
Það koma óteljandi minningar
upp í hugann. Brosið þitt, hlátur-
inn, krafturinn, hversu dásamleg-
ur pabbi þú varst, lékst við okkur
og dekraðir. Bílaferðalag fjöl-
skyldunnar í Frakklandi þegar við
sváfum í bílnum af því öll hótelin
voru upptekin. Fíflagangurinn í
þér. Til dæmis þegar við fjölskyld-
an keyrðum yfir sprengisand á
rauðu ljósi og þú sagðir „eigum við
að athuga hvað við komumst
langt“. Þú varst stærðfræðisnill-
ingur og vaktir áhuga minn á
henni löngu áður en ég byrjaði í
skóla. Hugardæmin sem þú lést
mig reikna voru svo skemmtileg.
Ég er þér endalaust þakklát
fyrir að vera yndislegasti faðir og
afi sem maður getur hugsað sér og
fyrir að vera mér stoð og styrkur
eftir að mamma dó. Þú varst án
efa kletturinn minn. Það var ynd-
islegt að geta leitað til þín ef mér
leið illa og yndislegt hvernig þú
leitaðir til okkar ef þér leið illa. Þú
varst alltaf til staðar fyrir mig með
strákana og komst oft langar leiðir
til að passa. Það verður skrýtið að
hafa ekki afa lengur í lífi okkar.
Það var svo gaman að heim-
sækja ykkur í París og Moskvu og
svo gaman hvað þú komst oft að
heimsækja okkur til Spánar. Ég
naut samveru þinnar óendanlega
mikið og saman deildum við áhug-
anum fyrir fótboltanum hjá strák-
unum. Alltaf varst þú mættur á
alla leiki eða fylgdist ákafur með
úr fjarlægð. Hljópst eftir endi-
langri línunni fullur af kappi. Lést
þig auðvitað ekki vanta á N1-mót-
ið (og fleiri mót) og eitt af því síð-
asta sem þú veltir fyrir þér var
hver yrði andstæðingur Elmars og
félaga í úrslitum á íslandsmótinu.
Þú hefðir orðið svo stoltur af þeim.
Þú átt líka mikinn þátt í að Máni
byrjaði svona ungur að æfa. Dróst
hann út á völlinn aðeins 2 og ½ árs
á Spáni og fékkst þjálfarana til að
bæta honum í hópinn þó að hann
væri ári yngri en allir hinir. Með
handapati og nokkrum orðum,
bendandi á Mána, fékkstu þitt
fram. Ég held reyndar að enginn
hafi séð eftir því, enda vakti Máni
mikla lukku.
Þótt samneyti fjölskyldna ykk-
ar Berglindar hafi verið lítið var
ótrúlega gaman þegar þú bauðst
okkur öllum til Danmerkur í tilefni
af 60 ára afmælinu þínu. Einnig
var yndislegt hvað við áttum
dásamlega stund um áramótin í
Helgamagrastræti. Þær hefðu ef-
laust orðið fleiri.
Við vorum svo ánægð að vera
loksins í sama landi og þú svo
ánægður að vera kominn norður.
Tímdir varla að fara út því þér leið
svo vel þar. Máni spurði mig eitt
kvöldið: „Mamma, ef afi hefði ekki
farið til Kanada hefði hann þá ekki
dáið?“ Þessari spurningu verður
aldrei svarað. En alla vega er ynd-
islegt hvað þið nutuð lífsins síð-
ustu vikurnar.
Knúsaðu mömmu frá mér og
eins og segir í lagi KK „When I
think of angels“; „I see you again
when its my time to go“.
Megi minning þín vera ljós í lífi
okkar.
Ég elska þig að eilífu elsku
pabbi.
Koss og knús,
Ragna.
Finnbogi var svo einstakur að
mörgu leyti. Stórtækur, glettinn
og glæsilegur. Það sem stendur
upp úr er þó einlægur áhugi hans á
fólki og óskert athygli þegar hann
lagði við hlustir. Hann var á öðru
tempói en við mæðgur og á meðan
við fórum í gegnum fimm um-
ræðuefni við matarborðið á
Huldubraut var hann enn að
greina það fyrsta. Þegar upp var
staðið var hann svo að sjálfsögðu
sá eini sem hafði fullan skilning á
því sem hafði verið rætt og fann
lausnir. Hann setti sig nefnilega
inn í öll mál sem honum var sagt
frá og spurði spurninga þar til
hann skildi viðfangsefnið út í gegn.
Það var gott að leita til hans, for-
dómaleysið algert og athyglin
100%.
Við systkinin hlógum oft að því
hvernig mömmu og Finnboga lá
lífið á. „Slakið þið aðeins á, það er
hægt að gera þetta á morgun,“
sögðum við en allt kom fyrir ekki
og alltaf fann Finnbogi upp á ein-
hverju nýju að gera. Heimsreisa á
einum mánuði, hæstu fjöll klifin og
lengstu vegir hjólaðir. Hugtakið
„vesen“ ekki í orðabókinni og því
flóknari sem framkvæmdin var,
þeim mun spenntari varð Finn-
bogi. Augun ljómuðu þegar hann
sagði frá ævintýrunum og ekki var
verra ef honum tókst betur til en
yngri mönnum.
Það er eitthvað svo skrýtið að
skrifa um Finnboga í þátíð, enda
fáir jafn lifandi og hann. Sem bet-
ur fer lá honum lífið á því ekki
urðu dagarnir jafn margir og við
hefðum viljað. Honum tókst fyrir
vikið að áorka meira en flestum,
en sporin sem hann skilur eftir sig
eru þeim mun stærri og söknuður-
inn meiri. Elsku mamma, Esther
og Ragna, ég votta ykkur innilega
samúð mína.
Sigrún Ingibjörg Gísladóttir.
Ég var tólf ára gömul þegar
Finnbogi kom inn í líf mitt eftir að
leiðir þeirra mömmu lágu saman.
Hann lagði mikið upp úr því að
kynnast mér strax frá byrjun og
þurfti því að umbera píanótónleika
byrjanda, kórferðir og að láta
rekja fyrir sig allan söguþráð
fyrstu seríu Aðþrengdra eigin-
kvenna í eftirminnilegri bílferð frá
Austurlandi til Reykjavíkur. Þeg-
ar á leið fór hann að deila með mér
sínum áhugamálum og fékk ég
meðal annars fyrsta flokks
kennslu í hvernig ætti að stunda
fjallgöngur á Íslandi, hvernig væri
best að ganga upp brekkur á
gönguskíðum og hvernig ætti að
matreiða ljúffengt salsa ofan á
þorskhnakka, svo eitthvað sé
nefnt.
Finnbogi var kennari af guðs
náð, hans kennsluferill var stuttur,
en ljóst er að hann bjó að þeirri
reynslu alla ævi. Ég get fullyrt að
ég væri ekki hagfræðingur í dag ef
hann hefði ekki gefið sér endalaus-
an tíma til að sitja yfir formúlum
með mér, fyrst til að komast í
gegnum stærðfræðina í fram-
haldsskóla og síðar til að ljúka
hagfræðiprófi í háskóla. Þrátt fyr-
ir litla þolinmæði mín megin kom
hann mér í gegnum námsefnið og
var ég stolt að geta haft hann mér
við hlið þegar ég útskrifaðist í
Skotlandi.
Finnbogi var Akureyringur og
mjög stoltur af heimabæ sínum.
Þau mamma festu kaup á einu fal-
legasta húsinu í gamla bænum á
síðasta ári og nutum við Egill þess
að fá að gista þar margoft á síðast-
liðnu ári. Ég er afar þakklát fyrir
að hafa fengið að vera með Finn-
boga þar milli jóla og nýárs á
gönguskíðum og aftur í steikjandi
hita í júní. Finnbogi smitaði mig af
aðdáun sinni af Norðurlandinu og
stuttu eftir húsakaup þeirra
mömmu keyptum við Egill hús á
Siglufirði. Það er sárt að hugsa til
þess að við munum ekki njóta
samvista saman fyrir norðan eins
og alltaf stóð til hvort í sínum fal-
lega bænum.
Finnbogi var nautnaseggur og
kunni að lifa lífinu til fulls, ég held
að við gætum mörg tileinkað okk-
ur viðhorf hans að kýla á hlutina
og láta drauma okkar rætast.
Þannig lifði hann fram að síðasta
degi og vikurnar þeirra mömmu í
Kanada var hann uppfullur af
gleði.
Ég minnist Finnboga með hlý-
hug og þakklæti fyrir þennan
mann sem kynntist mér á svo við-
kvæmum tíma á æviskeiðinu og
hvatti mig alltaf til að elta drauma
mína. Ég vildi óska að hann hefði
náð að hitta dóttur mína en hún
mun heyra margar sögur af uppá-
tækjum hans.
Sæunn Gísladóttir.
Elsku Finnbogi. Þú breyttir lífi
okkar allra til hins betra. Fyrir
mér varst þú mikill leiðtogi með
hjartað á réttum stað.
Við komum inn í líf Berglindar
og fjölskyldu með stuttu millibili
og það var skemmtilegt að deila
með þér hlutverkinu „nýjasta við-
bótin“ við þessa dásamlegu fjöl-
skyldu. Ég upplifði ekkert nema
ást, kærleik og velvild frá okkar
fyrstu kynnum og svo skemmdi
nú ekki fyrir að við vorum bæði
verkfræðingar með áhuga á
stjórnun og í þér hafði ég góða
fyrirmynd. Þú umvafðir fjölskyld-
una ást og hlýju, leiðtoginn með
stóra hjartað.
Mér þótti alltaf aðdáunarvert
að maður með þína þekkingu,
metnað og reynslu væri einnig
tilbúinn að aðlaga sig og styðja
svo þétt við bakið á maka sínum í
hennar krefjandi verkefnum út
um allan heim. Þú varst jafnrétt-
issinni af guðsnáð með sterka
réttlætiskennd og veittir mér
þannig innblástur í leik og starfi.
Þú sagðir ekki endilega margt
en þegar ég þurfti á stuðningi að
halda þá sagðir þú allt sem segja
þurfti með faðmlagi, hlýju augna-
ráði og örfáum orðum. Þú varst
alltaf tilbúinn að hlusta og ég fann
að þér þótti vænt um mig og vildir
að mér vegnaði vel, slíkur stuðn-
ingur er ómetanlegur. Þú varst
yndislega góður við börnin okkar,
hlustaðir og hvattir þau, hjartans
þakkir fyrir það elsku Finnbogi.
Þú varst frábær í hlutverki
tengdaföður og afa og við hefðum
viljað hafa þig hjá okkur svo
miklu, miklu lengur.
Hildigunnur Jónsdóttir.
Fallinn er frá tengdafaðir
minn, Finnbogi Jónsson, og bar
andlát hans brátt að. Hann virtist
vel á sig kominn enda gekk hann á
Elbrus, hæsta fjall Evrópu, fyrir
tveimur árum. Við héldum sann-
arlega ekki að komið væri að leið-
arlokum.
Ég kynntist Finnboga þegar
við Esther fórum að vera saman
árið 2009. Það fór strax vel á með
okkur og samband okkar var allt-
af mjög gott. Finnbogi var eldhugi
og ég held að það hafi verið sama
hvað hann tók sér fyrir hendur þá
hafi verkefnið alltaf skipt mestu
máli, en ekki það sem hann sjálfur
bar úr býtum.
Það var fræðandi og skemmti-
legt að ræða við Finnboga um
landsins gagn og nauðsynjar. Við
vorum ekki alltaf sammála, en
þessar stundir eru mér ógleyman-
legar og þeim hefði ég ekki viljað
missa af. Ég minnist einnig góðra
samverustunda okkar við veiðar,
eldamennsku og margt fleira.
Ég kveð tengdaföður minn með
miklum söknuði.
Ólafur Georgsson.
Elsku afi, ég sakna þín svaka-
lega mikið og lífið er svaka erfitt
núna en ég verð að halda áfram að
lifa lífinu og verð að hugsa um
minningarnar. Ég græt þrisvar í
viku. Afi, það eru svo margar
minningar um þig að það er erfitt
að velja eina en ég man eftir einni
sem var í Rússlandi þegar við fór-
um á Hataratónleikana og það var
rosa stuð og gaman. Það var líka
geggjað hús hjá ykkur, svaka bíll
og matarlyftan var geggjuð. Það
var líka gaman að koma til Parísar
þótt ég hafi verið yngri. Líka gam-
an á Akureyri í skíðaferðinni. Það
var mjög gaman að horfa á lands-
leiki með þér. Það var líka stuð í
Gufudal að veiða, ég saknaði þín
svo mikið í veiðinni í sumar og mig
langaði svo að þú kæmir með okk-
ur næsta sumar. Þú varst svo
skemmtilegur afi og skilningsrík-
ur. Þinn,
Georg.
Elskulegur bróðir minn er
skyndilega horfinn á braut og það
er stutt í tárin síðan það gerðist.
Það er sárt að fá ekki að sjá þig
aftur og knúsa í þessu lífi. Ég
þakka samt fyrir að hafa fengið að
kveðja þig áður en þú fórst til
Kanada fyrir tveimur mánuðum
og njóta kvöldverðar með þér og
fjölskyldunni þinni.
Þú ert búinn að vera hluti af lífi
mínu frá því þú fæddist enda er
fyrsta minningin mín úr lífinu
tengd fæðingu þinni. Þú fæddist
heima í sama herbergi og ég svaf í
og ég rétt að verða þriggja ára
vakna við einhvern hávaða og þeg-
ar ég lít til mömmu minnar í gegn-
um rimlana á rúminu mínu, sé ég
hana halda á einhverju sem öskr-
ar ógurlega að mér fannst. En
þarna komu strax fram þínir eig-
inleikar, Brói minn eins og ég kall-
aði þig meðan þú varst lítill dreng-
ur. Frá fyrstu tíð kraftmikill og
atorkusamur. Ég réð að vísu ekki
alltaf vel við þig eins og þegar þú
varst ákveðinn í að kanna hvað
brunnurinn á bak við saumastof-
una hennar Boggu frænku væri
djúpur og endaðir á að hverfa ofan
í hann og ég rétt náði í annan fót-
inn þinn og gat dregið þig upp úr.
Þegar þú fékkst ný leikföng
eins og fína jeppann sem hægt var
að draga upp og láta keyra um
gólfið, vildir þú helst taka þau í
sundur og sjá hvað væri innan í.
Fyrstu sex árin þín bjuggum
við í Grænugötunni og það var nú
gaman að að leika sér þar, sér-
staklega á veturna en oft komst
þú heim eftir að hafa verið að
renna þér á magasleða með skurði
á enninu eða hnjánum.
Fyrir framan húsið sem við
bjuggum í var Eiðsvöllurinn og
við vorum oft send í mjólkurbúð-
ina til að kaupa eitthvað. Þú vildir
nú fá að halda á peningnum og í
eitt skipti týndist seðillinn á leið-
inni og þá leituðum við lengi vel og
fundum eftir langa tíð. Þú varst
svo glaður en ekki var verið að
gefast upp.
Við bjuggum á mörgum stöðum
á Akureyri og alltaf varstu fljótur
að eignast vini á nýjum stöðum og
ég öfundaði þig mikið af því.
Ég man hvað þú varst ánægður
þegar Helgi minn fór að venja
komur sínar til okkar í Löngumýri
10 og þið gátuð alltaf spjallað mik-
ið saman og voruð góðir vinir.
Þegar sonur okkar fæddist varst
þú svo góður frændi að passa
hann. Þú varst alltaf svo áhuga-
samur um líðan barnanna minna,
Helga, Vilhjálms og Þórdísar og
þeirra fjölskyldnam, enda ríkti
mjög gott samband milli dætra
þinna, Rögnu og Estherar, og
minna barna og var það ekki síst
fyrir þitt tilstilli. Ég hef haft tæki-
færi til að fylgjast með þeim og
barnabörnum þínum frá því þau
fæddust. Þín verður sárt saknað í
árlegu jólaboði okkar.
Þegar þú, Sveina og Esther
heimsóttu okkur til London, var
gaman að fara um borgina og
skoða skemmtilega og fallega
staði saman.
Ég var alltaf svo stolt af þér
vegna þess að þér gekk svo vel að
læra og komast áfram í lífinu. Ég
man hvað ég varð ánægð þegar þú
ákvaðst að flytja til Akureyrar
þegar ég bjó þar og oft nutum við
skemmtilegra stunda þar.
Síðar þegar þú áttir heimili á
öðrum stöðum vissi ég alltaf að ég
gæti leitað til þín ef eitthvað væri
að, það var svo gott að vita að þú
værir til.
Ég minnist bróður míns sem
rólegum, hressum og ánægðum
með lífið. Ég á eftir að sakna hans
næsta aðfangadag en hann kom
alltaf til mín áður en varð heilagt
og þáði einn jóladrykk hjá mér
sem var rautt portvín sem varð að
vera borið fram í kristalsglasi.
Ég bið að heilsa í Sumarlandið.
Þín
Meira á www.mbl.is/andlat
Dóróthea systir (Didda).
Finnbogi Jónsson er látinn,
langt fyrir aldur fram. Hann kom
stormandi inn í líf systur minnar
fyrir rúmlega 16 árum og hélt
ferðinni áfram í orðsins fyllstu
merkingu fram á síðasta dag.
Með kynnum Finnboga af
Berglindi systur minni tengdist
hann fjölskyldunni og kom með
Finnbogi Jónsson