Morgunblaðið - 08.10.2021, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2021
og ég sendi Berglindi, Esther,
Rögnu, barnabörnunum og öðrum
ástvinum innilegar samúðar-
kveðjur.
Gunnþór B. Ingvason,
forstjóri
Síldarvinnslunnar hf.
Skjótt skipast veður. Það var
reiðarslag að frétta nýlega af
Finnboga Jónssyni dauðvona
vestur við Kyrrahaf. Aðeins tæpt
ár var liðið frá því við síðast vorum
í sambandi vegna sameiginlegra
áhugamála, sem fylgt höfðu okkur
í röska fjóra áratugi, og rétt um
tvö ár frá því hann gekk á Elbrus,
hæsta fjall Evrópu. Ég frétti fyrst
af Finnboga við námslok hans í
Lundi í Svíþjóð 1978 og að hann
þá hygðist helga landsbyggðinni
krafta sína. Svo fór þó að ég stöðv-
aði hann af í iðnaðarráðuneytinu
þar sem hann vann ómetanlegt
starf um þriggja ára skeið, m.a.
við að greina hagræn áhrif orku-
sölu til erlendrar stóriðju. Þaðan
lá leið hans á heimaslóðir í Eyja-
firði og 1986 austur í Neskaupstað
þar sem hann var framkvæmda-
stjóri Síldarvinnslunnar hf. í hálf-
an annan áratug. Fjölskyldur
okkar áttu með sér náið samband
öll þessi ár, dæturnar Esther og
Ragna í uppvexti og móðir þeirra
Sveinborg geðhjúkrunarfræðing-
ur sem starfaði í áratug sem fé-
lagsmálastjóri í Neskaupstað.
Andlát hennar á miðjum aldri var
öllum áfall, sem samheldin fjöl-
skylda stóð þó af sér.
Náin kynni Finnboga af ís-
lensku atvinnulífi og yfirburða-
þekking skiluðu sér til margra
gegnum þau fjölmörgu trúnaðar-
störf sem hann tók að sér. Gagn-
aðist honum þar einkar ljúf lynd-
iseinkunn, afburða tölvísi og að
vera fljótur að greina aðalatriði
hvers máls. Kynni hans og Berg-
lindar Ásgeirsdóttur sendiherra í
hálfan annan áratug reyndust
einkar farsæl. Þau auðguðu ekki
aðeins líf beggja, heldur breikk-
uðu enn sjóndeildarhring Finn-
boga sem birtist m.a. í greiningu
hans á alþjóðlegum sjávarútvegi
og nýtingu á íslenskri tækniþekk-
ingu til útflutnings.
En þótt atvinnulíf og rekstur
yrði aðalviðfangsefni Finnboga
hafði hann áhuga á öllu í umhverfi
sínu, náttúru og mannlífi. Því kom
nafn hans upp í hugann þegar
áhugahópur Perluvina ehf. hóf
undirbúning að náttúrusýningu í
Perlunni árið 2015 og vantaði for-
ystukraft. Í heimsókn haustið
2015 til Parísar á fund Finnboga
og Berglindar féllst Finnbogi á að
taka að sér stjórnarformennsku
fyrir hópnum sem skilaði brátt
þeim árangri sem þar blasir við,
með stuðningi frá Reykjavíkur-
borg og samvinnu við aðra fjár-
festa. Þetta verkefni rækti hann
sem önnur af einstakri trú-
mennsku og lagni.
Við Kristín finnum sárt til með
Berglind, dætrum Finnboga og
öðrum niðjum sem sjá á eftir hon-
um úr því öndvegi sem hann hefur
skipað í huga okkar. Verka hans
verður lengi minnst.
Kristín og
Hjörleifur Guttormsson.
Góðvinur okkar hjóna, Finn-
bogi Jónsson, er fallinn frá, allt of
snemma. Ég átti erfitt með að
trúa því að þetta væri rétt því
hann og sambýliskona hans,
Berglind Ásgeirsdóttir, klifu upp
um hóla og hæðir jafnt sem fjöll
og firnindi og voru aldrei sáttari
en eftir góða fjallgöngu og ljóm-
uðu af heilbrigði. Þannig litu þau
a.m.k. út þegar þau komu til
kvöldverðar hjá okkur beint ofan
af Súlum ekki alls fyrir löngu.
Enginn fær sköpum rennt og allir
eiga sinn tíma. Enginn hefur „kú-
vent“ mínu lífi og minnar fjöl-
skyldu jafn algjörlega og Finn-
bogi þegar hann fékk okkur til að
fylgja sér austur til Neskaupstað-
ar þar sem hann var að taka við
Finnbogi Jónsson
stöðu framkvæmdastjóra hjá Síld-
arvinnslunni hf. hinn 15. júlí 1986.
Það var ekki eins og við hefðum
samþykkt það í fyrstu atlögu
Finnboga að koma okkur austur
því það tók nokkrar vikur og á
endanum eftir heimsókn til Nes-
kaupstaðar með þeim hjónum
Finnboga og Sveinborgu sam-
þykktum við boðið en þó skilyrt
ráðning til þriggja ára.
Síldarvinnslan stóð illa á þess-
um tíma, hafði raunar aldrei náð
að rétta sig af að fullu eftir snjó-
flóðin hörmulegu í desember 1974
auk þess sem loðnuveiðibann varð
fyrirtækinu erfitt og þorskafli var
í lágmarki.
Finnbogi barðist eins og ljón
við að koma fyrirtækinu fyrir vind
og sýndi ótrúlega stjórnkænsku,
lagni, dugnað og útsjónarsemi í
störfum sínum og oft logaði ljós
fram eftir nóttu á skrifstofu hans í
Steininum.
Öll él birtir upp um síðir og
mikil varð breytingin þegar hægt
var að nefna afsláttarkjör við
fyrirtæki sem mikið var skipt við
en áður var gjarnan svarað:
„Fyrst er að spyrja hvort við selj-
um ykkur nokkuð og þá aðeins
gegn póstkröfu.“ Farið var að
huga að endurbyggingu skipanna,
meira að segja samið um nýsmíði,
endurnýjun fiskmjölsverksmiðj-
unnar var ekki breyting heldur
bylting og ekki síst þegar fyrsta
alvöruuppsjávarvinnslan á Íslandi
var byggð 1997 sem margfaldaði
frystigetu og er í raun fyrirmynd
þeirra glæsilegu vinnslustöðva
sem nú eru starfræktar á Íslandi.
Finnbogi blómstraði í Nes-
kaupstað og þegar svo var komið
fóru stórfyrirtæki fyrir sunnan að
ásælast hann og þangað fór hann
1999 eftir glæsilegan feril hjá
Síldarvinnslunni. Ég ætla ekki að
fylgja þeim ferli eftir, það gera
aðrir betur.
Mikill og góður vinskapur var
með okkur hjónum, Finnboga og
eiginkonu hans Sveinborgu
Sveinsdóttur sem lést árið 2006
langt um aldur fram eftir erfið
veikindi. Með þeim fórum við í
nokkrar vinnuferðir og ráðstefnur
og gjarnan áttum við nokkra
dásamlega daga eftir að erindum
var lokið.
Sami vinskapur hélst eftir að
Finnbogi kynnti okkur sambýlis-
konu sína Berglindi Ásgeirsdóttur
og glöddumst við hversu vel þau
náðu saman bæði eftir sáran ást-
vinamissi.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Finnboga allt það traust sem hann
sýndi mér. Árin þrjú sem ég réð
mig urðu þrjátíu og það segir mik-
ið um allt það góða fólk sem starf-
ar hjá Síldarvinnslunni og býr í
Neskaupstað.
Elsku Esther, Ragna, Berglind
og fjölskyldur. Guð og góðar vætt-
ir veri með ykkur og létti ykkur
söknuðinn eftir góðan dreng.
Freysteinn Bjarnason og
Ingibjörg Árnadóttir.
Kær vinur, Finnbogi Jónsson,
er fallinn frá, sem er óbærileg til-
hugsun. Finnbogi var fullur af
orku og lífsgleði og hann að hefja
nýjan kafla í lífinu í Vancouver
með Berglindi.
Við Finnbogi hittumst fyrir
meira en hálfri öld, hann í verk-
fræðinámi og ég að byrja í tækni-
námi. Leiðir okkar lágu saman á
mælingadeild Orkustofnunar þar
sem við ferðuðumst um fjöll og
firnindi um allt land við mælingar
og komum á mjög fáfarna staði
sem jafnvel enginn hafði komið á
áður. Við urðum góðir vinir þetta
fyrsta sumar af þremur, vinátta
sem aldrei hefur borið skugga á.
Sveina fyrrverandi eiginkona
Finnboga var einstök manneskja,
greind og skemmtileg, á þessum
tíma voru þau með Esther á fyrsta
ári og bjuggu á Hringbrautinni.
Seinna fæddist þeim yngri dótt-
irin Ragna.
Leiðir okkar lágu aftur saman
þegar Finnbogi var við nám í
Lundi og ég í Kaupmannahöfn.
Hittumst við nokkrum sinnum
bæði í Lundi og Kaupmannahöfn.
Við Finnbogi vorum líkir að
mörgu leyti og áttum gott með að
ræða heimsins gagn og nauðsynj-
ar og áttum fjölmargar stundir
saman á ferðalögum bæði tveir og
með Berglindi og Gróu.
Þar má nefna gönguferðir á
ótal fjöll, um Gerpissvæðið, Fjörð-
ur, Hvannadalshnjúk og Fimm-
vörðuháls, og ógleymanlega sigl-
ingu á seglskútu um gríska
Eyjahafið fyrir þremur árum með
góðum vinum.
Fyrir nokkrum árum hjóluðum
við Finnbogi Jakobsstíginn og
vorum búnir að afgreiða miða- og
hjólakaup á nokkrum dögum. Eft-
ir að hafa hjólað tvo daga í París
hófst hjólaferðin frá St. Jean Pied
de Port í Frakklandi, ferðalag
sem aldrei gleymist og syndaaf-
lausn í lok ferðarinnar í dómkirkj-
unni Santiago de Compostela. Þar
hittum við Rögnu og áttum góðar
stundir.
Ógleymanleg ferð þegar vinur
minn Þorsteinn Pálsson og ég
heimsóttum Finnboga til Moskvu.
Það var ein ævintýraferðin enn
sem við áttum saman félagarnir.
Finnboga hitti ég síðast á
Helgamagrastræti í sumar, við
Berglind og Gróa áttum gæða-
stund saman og Finnbogi aldrei
hressari og glaður að sýna okkur
nýja heimilið og hamingjusamur
að vera fluttur til Akureyrar með
Berglindi sinni.
Finnbogi var merkur maður,
greindur, úrræðagóður og lét
verkin tala, ævistarfið gríðarlegt
og verður þess minnst um ókomin
ár. Það er með miklum söknuði að
ég kveð vin minn Finnboga Jóns-
son og næsta ferð sem við vorum
að skipuleggja verður að bíða og
ef ég fer hana einn veit ég að hann
verður með mér í anda.
Elsku Berglind, Esther og
Ragna, barnabörn og fjölskylda,
innilegar samúðarkveðjur til ykk-
ar. Blessuð sé minning um góðan
mann.
Þórhallur Ólafsson.
Vinur minn, Finnbogi Jónsson,
hefur lokið sinni jarðvist langt um
aldur fram. Dáinn, horfinn,
harmafregn. Horfinn er af svið-
inu, í einni svipan og óvænt, ein-
stakur og ógleymanlegur maður,
glæsimenni á velli, sannur höfð-
ingi, og öflugur athafna- og for-
ystumaður. Finnbogi seldi aldrei
sál sína fyrir öryggi eða þægindi í
lífinu. Hann var ætíð sannur og
rökfastur og fylgdi eftir sinni eig-
in sannfæringu, þótt það gæti
stundum kostað átök og jafnvel
tímabundnar óvinsældir. Finn-
bogi bjó yfir mikilli skapfestu,
þannig að ekki var auðvelt að snúa
hann niður eða fá hann til að taka
vinkilbeygju í máli þar sem hann
hafði komist að niðurstöðu, var
búinn að taka afstöðu og ákveða
stefnu. Þannig var hann ætíð fast-
ur fyrir og samkvæmur sjálfum
sér.
Finnbogi var mikill frum-
kvöðull og brautryðjandi í at-
vinnulífinu, og beitti þá jafnan fyr-
ir sig leiftrandi gáfum, innsæi,
ásamt hag- og verkfræðilegri
greiningu. Menn sem búa yfir per-
sónueinkennum og styrk Finn-
boga Jónssonar eru ekki mjög al-
gengir. Þess vegna er hið sviplega
fráfall hans áfall og skaði fyrir
okkar þjóðfélag, svo ekki sé
minnst á hans fjölskyldu og nán-
ustu aðstandendur. Missir þeirra
er mikill og sár. Á seinni árum,
þegar hann var ekki lengur bund-
inn í föstu starfi, beitti hann sér
sem forystumaður og frumkvöðull
og lét gott af sér leiða í ýmsum
framfaramálum, svo sem á vett-
vangi Perluvina. Nú er skarð fyrir
skildi í þessum verkefnum.
Hvíl í friði kæri vinur. Blessuð
sé minning Finnboga Jónssonar.
Hermann Sveinbjörnsson.
- Fleiri minningargreinar
um Finnboga Jónsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝
Robert Jacob
Kluvers fædd-
ist 4. júlí 1961 í
Hengelo, Hollandi.
Hann lést á heim-
ili sínu Hófgerði
17 á Kársnesinu í
Kópavogi 24. sept-
ember 2021. Ro-
bert er sonur
hjónanna Willem
Anton Kluvers, f.
16. september
1933, d. 20. desember 2001 og
Rosa von Lima Scheiterbauer-
Kluvers, f. 30. ágúst 1931, d.
25. apríl 2020. Systur Roberts
eru Jacqueline Juliana Klu-
vers, f. 18. desember 1962, d.
26. júlí 1984 og Caroline Ma-
rijke Kluvers, f. 10. apríl 1966,
d. 23. apríl 2015.
Robert ólst upp í útjaðri
þorpsins Delden í Austur-
Hollandi. Foreldrar hans og
föðurafi og -amma ráku þar
hótelið og veitingastaðinn Car-
leshaven á landareign sem
rúmaði garðyrkju, ræktun
blóma og ávaxta ásamt skógi
sem leiksvæði barnæskunnar.
Robert flutti árið 1985 til Ís-
lands og bjó og starfaði í
Skagafirði frá 1985 til 1996
garðyrkju og hjólreiða en
hann fór flestra sinna ferða á
hjóli. Robert var sjálflærður í
smíðum og smíðaði sér íbúð-
arhús í Hegranesi í Skagafirði
sem hann nefndi Stekk. Hann
hafði einstakt lag á öllum við-
gerðum hvort sem það voru
bílar, heimilistæki eða hús og
var sérstakur áhugamaður
um bíla, rallýkross og VW-
bjöllur.
Robert kvæntist 25. apríl
2003 Rannveigu J. Jón-
asdóttur, sérfræðingi í hjúkr-
un gjörgæslusjúklinga og
lektor, við hjúkrunar-
fræðideild Háskóla Íslands, f.
25. nóvember 1968. Foreldrar
Rannveigar eru Valgerður
Kristjánsdóttir og Jónas Sig-
urjónsson, frístundabændur í
Einholti í Skagafirði. Robert
og Rannveig hófu búskap í
Blönduhlíð í Reykjavík 1996
og fluttu þaðan á Kársnesið í
Kópavogi 1997. Dætur Ro-
berts og Rannveigar eru
Helga Elín Robertsdóttur Klu-
vers, f. 29. maí 1997, nemi í
félagsráðgjöf við Háskóla Ís-
lands, maki Arnór Ingi Eg-
ilsson, f. 3. júní 1992, og
Katla Rut Robertsdóttur Klu-
vers, f. 1. mars 2001, nemi í
læknisfræði við Háskóla Ís-
lands.
Útför Roberts fer fram í
dag, 8. október 2021, klukkan
14 í safnaðarheimilinu Borg-
um við Kópavogskirkju.
þegar hann flutt-
ist til Reykjavík-
ur. Robert lauk
námi í rennismíði
1997 frá Iðnskól-
anum í Hafn-
arfirði og BS-
gráðu í vél- og
orkutæknifræði
frá Háskólanum í
Reykjavík árið
2006. Robert vann
sem rennismiður í
vélsmiðjunni Framtak í Hafn-
arfirði frá 1996-2001 og hjá
Héðni 2001-2006 og 2009-
2010. Robert var véltækni-
fræðingur hjá verkfræðistof-
unni VSB í Hafnarfirði 2006-
2009, hjá Héðni 2010-2012 og
verkfræðstofunni Eflu frá
2012 þar til hann lét af störf-
um vegna veikinda í árslok
2018. Eftir Robert liggja fjöl-
mörg verk smíða og hönnunar
víðs vegar um Ísland, innrétt-
ingar sem hann smíðaði í
gripahús, hestakerrur, hönnun
lagna fyrir íbúðarhús og fyrir-
tæki og búnaður í álverum.
Umhverfisvernd, sjálfbærni,
nýting og endurvinnsla var
Robert sérstaklega hugleikin
og birtist í daglegri ástundun
Og allt tekur enda. Við Robert
hittumst fyrst sumarið 1986 þeg-
ar ég kom heim forfrömuð frá
ársdvöl í Hollandi og tókum upp
þráðinn 1991. Það tók tíma að
kynnast Robert. Hann vissi
nefnilega svo margt, hafði ým-
islegt reynt og talaði nokkur
tungumál. Hann lauk þýskum
hótelskóla og hafði unnið á hót-
elum í Þýskalandi, Hollandi og
Austurríki, við víngerð í Frakk-
landi, í þýskri stálsmiðju og
þýskri og íslenskri sveit. Hann
kunni að byggja hús og bíla,
sinna æðardúnstekju, safna
fræjum og rækta skóg. Hann
hafði keyrt í einum rykk á VW-
bjöllu frá Hollandi til Austurrík-
is, verið á skíðum og skautum,
gengið á fjöll, verið á seglbretti
og smíðað þau sjálfur, tjaldað,
verið óhræddur og lifað einföldu
lífi og íburðarmeiru. Einfalda líf-
ið hafði alltaf vinninginn.
Heimilið sem Robert ólst upp
á er hótel og veitingastaður sem
Kluvers- fjölskyldan í Hollandi
hafði átt í 250 ár. Þolgæði Ro-
berts í samskiptum og virðing
gagnvart náunganum voru trú-
lega þaðan því umhverfið krafð-
ist tillitssemi, kurteisi og manna-
siða sem voru honum eðlislæg.
Hann veitti litarhætti eða útliti
fólks aldrei athygli heldur hvað
það sagði og hvernig því leið. Ro-
bert var skapgóður, heilsteyptur
og kjarkmikill en fyrst og fremst
mjög greindur og lausnarmiðað-
ur. Hann hafði yfirsýn og benti
alltaf á önnur sjónarhorn, þann-
ig að hugsun um efnið víkkaði.
Yfirsýnin var kannski úr austur-
rísku Ölpunum þar sem mamma
hans fæddist en Robert hafði á
unglingsárum dvalið þar sumar-
langt í seli að gæta kúa og gætt
sér á þverhandarþykku smjöri
og osti. Þegar Robert kom til Ís-
lands 1985 höguðu örlögin því
svo til að hann bjó í skagfirskri
sveit þar sem töluð var íslenska
og ekkert annað. Í sveitinni
hlustaði hann á Gufuna, las Tím-
ann og Öldina okkar og lærði að
athafna sig í stórhríð. Hann
keyrði hringinn á malarvegum,
talaði í sveitasíma, sinnti fé-
lagsstörfum á sjónvarpslausum
fimmtudagskvöldum og samlag-
aðist þannig vel landinu með
góða íslenskukunnáttu og djúp-
an skilning á tungumálinu að
vopni.
Robert elskaði heimilið sitt og
fólkið sem það innihélt og sinnti
því af natni og kærleika. Hann
hafði unun af heimilishaldi og
garðyrkju og lagaði auðvitað allt
sem bilaði, hannaði nýtt og bjó til.
Að vera heimavinnandi húsfaðir
var draumastarfið þó það skref
hafi því miður aldrei verið stigið
til fulls og alltaf unnin full vinna
utan heimilis. Robert sagðist
heppinn en það syrti í álinn í lok
2018 þegar hann greindist með
MND-sjúkdóminn sem er ólækn-
andi. Robert versnaði hratt en
áttaði sig á hvað þyrfti til að
halda sjó og lagði á sig mikla
vinnu við að forðast óþarfar af-
leiðingar sjúkdómsins. Hann var
alltaf heima og þannig gátum við
verið með honum á hverjum degi
og hann með okkur. Hans er
mjög sárt saknað en nú er enginn
til að spyrja hvernig eigi að gera
hlutina eða hvaða leiðir megi
velja. Það er þakkarvert að Ro-
bert fékk ósk sína uppfyllta að
þurfa ekki að lifa einn vetur til
viðbótar og að hafa ekki misst vit-
ið heldur kvatt með viti. Við hitt-
umst síðar og klárum þetta þá.
Rannveig J. Jónasdóttir
(Didda).
Elsku pabbi. Takk fyrir allar
kennslustundirnar. Djúpa skiln-
inginn, Pýþagóras og pælingarn-
ar. Svörin við spurningunum (líka
þeim stóru). Æfingaaksturinn á
Daihatsunum, dekkjaskiptin og
tjónaskýrslurnar. Hjólatúrana,
skauta- og skíðaferðirnar.
Hollensku hlaupaskautana og
skíðin úr Góða hirðinum. Heima-
gerða nestið og gamla bláa kakó-
brúsann. Hjónabandssæluna sem
þú bakaðir stundum, heimarækt-
aða grænkálið og gulræturnar.
Útilegurnar og útlandaferðirnar.
Kofann sem þú smíðaðir handa
okkur systrum úti í garði og
rauðu róluna sem þú logsauðst.
Knúsin og bóndabeygjurnar,
brandarana og gleðina. Trúna,
traustið og stuðninginn. Ástina
og öryggið.
Það er auðvelt að vera reiður
og bitur þegar lífið tekur svona
ósanngjarna stefnu. Sérstaklega
þegar lítið er hægt að gera nema
sitja og horfa upp á það gerast,
eins og í tilfelli MND. Þú tókst á
við þetta á einstakan hátt: af
gríðarlegu æðruleysi, styrk og
þrautseigju. Ég neita því ekki,
það væri ósköp gott að hafa þig
áfram hjá okkur en ég mun ein-
beita mér að tímanum sem við
fengum saman – fyrir hann verð
ég ævinlega þakklát og í þeim
minningum muntu að eilífu lifa.
Takk fyrir allt elsku pabbi.
Þínar dætur,
Katla og Helga.
„Verðum við ekki bara að
hringja í Róbert?“ var viðkvæðið
í hvert einasta sinn sem við stóð-
um frammi fyrir vandkvæði í
verklegum efnum. Því ekki að-
eins var mágur minn verkhagur
svo af bar, heldur einstaklega
bóngóður. Manni hreinlega stóð
stundum ekki á sama yfir hvað
hver einasti smáhlutur í sér-
hverri vél, hver nagli og festa í
sérhverri byggingu og hver
planta og gras í sérhverjum garði
var honum gagnkunnug að gerð
og tilgangi. Allt lék í höndunum á
honum. Hann varði eitt sinn
ómældum tíma að í að aðstoða
okkur feðga við að smíða kassabíl
svo hægt væri að taka þátt í ár-
legu kassabílarallíi Skerjafjarðar
með sóma. Allt stússið við slíka
smíði virtist skemmta honum ær-
lega. Að fara á stúfana og útvega
hitt og þetta smálegt, að láta dag-
inn líða við að finna rétta hlutinn
til að allt stemmdi saman þótt
það tæki óratíma og maður sjálf-
ur væri fyrir löngu farinn að
spyrja sig hvort þetta ætlaði eng-
an enda að taka. Eins og oft er
um verkþyrsta menn varð honum
léttast um mál og glens við svona
stúss.
Róbert gerði Ísland að heim-
kynnum sínum, valdi að setjast
hér að. Hann kom í Skagafjörð
ungur og fór að vinna þar, vann
lengi hjá Viðari á Bergstöðum og
eignaðist síðan skika úr landi
Hellulands í Hegranesi þar sem
hann ræktaði grænmeti og seldi.
Seinna tók hann íslenskt stúd-
entspróf, lauk námi í rennismíði
og starfaði við þá iðn, en bætti
síðan við sig verkfræði og vann
við það fag síðustu æviárin. Ég
fór nokkrum sinnum með honum
í vinnuna til að fylgjast með hvað
hann var að bauka, fyrst þegar
hann var að hanna búnað í fiski-
mjölsverksmiðjur hjá Héðni og
síðan þegar hann fór að vinna við
hitakerfi og fleira því tengt hjá
Eflu. Þetta fannst honum gaman
og maður fann að hann var á
réttri hillu.
Róbert var margslungin
blanda af heimsmanni og sveita-
dreng. Alinn upp við hótelrekstur
og restórasjón var hann sendur
til að læra það fag niður í Aust-
urríki, þaðan sem móðir hans var,
og því kunni hann líka ofan á allt
annað að elda fína rétti, para
saman vín og mat og bera sig að
við borðbúnað og útreikninga á
þjórfé. Hollenska var auðvitað
móðurmál hans, en hann var líka
vel mæltur á þýsku, ensku kunni
hann auðvitað og frönsku heyrði
Robert Jacob
Kluvers