Morgunblaðið - 08.10.2021, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2021
Höfum opnað á Selfossi
komdu og skoðaðu úrvalið í glæsilegum sýningarsal okkar
GÆÐI ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ
www.tengi.is
Kópavogur – Smiðjuvegur 76
Akureyri – Baldursnes 6a
Selfoss – Austurvegur 69
414 1000
414 1050
414 1040
40 ÁRA Gunnar Páll Ólafsson er
Reykvíkingur og ólst upp í Laugar-
dalnum, á Kleppsveginum. „Ég er
kominn aftur í gamla Þróttarahverfið
og hef búið í Álfheimunum frá 2012.“
Gunnar er með BS-gráðu í við-
skiptafræði frá HÍ og M.Sc.-gráðu í al-
þjóðaviðskiptum frá Gautaborgarhá-
skóla.
Gunnar er sendiráðsfulltrúi í sænska
sendiráðinu. „Ég sé um að efla við-
skipta- og menningartengslin milli Sví-
þjóðar og Íslands. Áhugamálin fyrir
utan fjölskylduna eru íþróttir, ég tek
reglulega þátt í keppnishlaupum og
spila fótbolta með Old Boys Þróttar.“
FJÖLSKYLDA Eiginkona Gunnars er Kristbjörg Gunnarsdóttir, f. 1981,
heyrnarfræðingur á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Börn þeirra eru
Brynhildur Anna, f. 2006, Haukur Gunnar, f. 2014, og Bragi Valur, f. 2018.
Foreldrar Gunnars eru Ólafur Guðni Bjarnason, f. 1943, fv. kerfisfræðingur
hjá Valitor, og Brynhildur Hauksdóttir, f. 1946, fv. dagmamma. Þau eru bú-
sett á Kleppsveginum.
Gunnar Páll Ólafsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Oft er skammt á milli hláturs og
gráts. Hugleiddu á hvern hátt þú getur
bætt samskiptin innan fjölskyldunnar.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú ert sannkallaður gleðigjafi og
þess vegna sækjast margir eftir félagsskap
þínum. Forðastu ákvarðanir í stórum mál-
um og umfram allt reyndu að ná jarð-
sambandi aftur.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Lífið er eins og dans á rósum og
þér finnst þú svífa um í draumi. Ekki kaupa
óþarfa, þú hefur verið of kaupglaður/glöð
síðustu vikur.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú leggur þitt svo sannarlega af
mörkum núna og hefur ákveðið að tjalda
því sem til er. Láttu vonbrigði fortíðarinnar
ekki hafa áhrif á ákvarðanir þínar núna.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Einhver verður á vegi þínum sem á
eftir að hafa mikil áhrif á líf þitt. Leitaðu
svara við áleitnum spurningum. Þér eru all-
ir vegir færir.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Forðastu deilur við maka þinn. Vertu
til staðar fyrir þá sem skipta þig máli og
hlúðu að eigin heilsu.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Gerðu áætlun og láttu óttann við hið
óþekkta ekki ná tökum á þér. Óvænt ferða-
lag er í uppsiglingu.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Hunsaðu ekki reynslu þeirra
sem hafa gengið veginn á undan þér. Vinir
þínir myndu vaða eld og brennistein fyrir
þig.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú sækir í einveruna þessa
dagana og ert ekki í skapi til að vera í fé-
lagsskap. Eitthvað á eftir að koma þér á
óvart seinni part dags.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Það er allt í sómanum hjá þér
um þessar mundir í vinnunni svo þú getur
leyft þér að slaka svolítið á. Ekki vera of
fljót/ur að afskrifa hlutina.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Eitthvert málefni hefur náð tök-
um á þér og ófáar spurningar leita á hug-
ann. Þegar upp er staðið er fjölskyldan það
besta sem þú átt.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Heimilið er þinn griðastaður þar
sem naprir vindar lífsins ná ekki til þín.
Láttu þér í léttu rúmi liggja þótt allt klárist
ekki í dag sem þú ætlaðir þér að gera.
Í Búðardal tók Friðrik virkan
þátt í starfi Skógræktarfélags
Dalasýslu, sem og í Lionsklúbb-
unum þar og í Ólafsvík, en eftir
búferlaflutninginn í Garðabæ hefur
starf í Frímúrarareglunni gengið
fyrir öðrum félagsstörfum.
Búðardal og á Laugum, sem og í
Ólafsvík. Ég starfaði við bókasafn-
ið í Búðardal, en eitt af skemmti-
legri verkefnum mínum utan
prestsþjónustunnar var að vera
„okkar maður“, fréttaritari Morg-
unblaðsins í Ólafsvík, um tíma.“
F
riðrik Jónsson Hjartar
fæddist 8. október
1951 á Flateyri við
Önundarfjörð og bjó
þar til 11 ára aldurs,
en fluttist þá með fjölskyldu sinni í
Borgarnes, þar sem heimilisfestin
var næstu 11 árin.
„Snemma fór ég að bera út póst-
inn á Flateyri en allmörg sumur
var ég vistaður á Grafargili í Val-
þjólfsdal og lærði þar til margra
verka og naut góðs atlætis og var
m.a. falin ábyrgð á söluskálanum á
Mosvallahálsi. Eitt sumar dvaldi
ég einnig á Bjarnastöðum í Hvít-
ársíðu. Sumarið eftir fermingu af-
greiddi ég jöfnum höndum olíu og
pylsur á Essóstöðinni í Borgarnesi.
Eftir það tóku við mörg sumur
við störf hjá Vegagerð ríkisins,
fyrst sem snúningastrákur og tipp-
ari, en síðar sem vélamaður. Þetta
var góður undirbúningur undir tvö
góð sumur á traktorsgröfu hjá
Borgarverki.“
Skólaganga Friðriks var nokkuð
hefðbundin, en að loknu stúdents-
prófi úr Menntaskólanum í
Reykjavík vorið 1972 og mánaðar
frönskunámskeiði í september hjá
þarlendum tók við einn vetur í
siglingum á kaupskipi. Haustið
1973 lá leiðin í guðfræðideild Há-
skóla Íslands. Lauk Friðrik emb-
ættisprófi þaðan vorið 1979.
Eftir námið var Friðrik við
kennslu í grunnskólanum í Borgar-
nesi, en á þeim tíma losnaði Hjarð-
arholtsprestakall í Dölum og var
hann vígður til starfa þar hinn 6.
júlí 1980. Hann var síðan sókn-
arprestur í Ólafsvíkurprestakalli
1987-1999 og prestur í Garða-
prestakalli 1999-2018.
„Það var gott og gefandi að
starfa í Búðardal, en jók síðan
verulega á reynsluna að þjóna
Ólafsvíkurprestakalli, sem var
gjörólíkt samfélag. Eftir þessa
góðu reynslu lá leiðin til starfa í
Garðaprestakalli þar sem alls ólík
viðhorf réðu.
Framan af voru launakjörin með
þeim hætti að ekki var vikist und-
an að sinna öðrum störfum jafn-
framt prestsþjónustunni. Ég sinnti
stundakennslu í grunnskólunum í
Áhugamál Friðriks hafa verið af
ýmsum toga, ekki síst veiðiskapur.
„Á fullorðinsaldri eignaðist ég
harmoniku en sjórinn hefur jafnan
togað. Ég átti um tíma lítinn segl-
bát með öðrum og var í nokkur ár
virkur í sjóstangaveiði. Síðasta
uppátækið var að festa kaup á
SOT-kajak til að sækja soðningu,
en golfíþróttin þarf líka sinn tíma.
Ég þykist enn vera þokkalega
ferskur og framsækinn, en jafn-
framt starfslokum mínum í prests-
skap hóf ég nám á ný í HÍ, en
árangurinn af því er að ég er
nýútskrifaður þaðan með BA-próf í
listfræði með guðfræði sem auka-
grein.“
Fjölskylda
Eiginkona Friðriks er Anna
Nilsdóttir, f. 7.3. 1949 á Siglufirði,
fyrrverandi aðalbókari Snæfells-
bæjar og síðar Garðabæjar. Þau
hafa búið í Hlíðarbyggð í Garðabæ
frá árinu 2000. Foreldrar hennar
voru hjónin Nils Ísaksson, f. 3.3.
1893, d. 16.2. 1991, fyrrverandi
Friðrik J. Hjartar, prestur og listfræðingur – 70 ára
Í Þýskalandi 2019 F.v.: Jón Fjölnir, Rodica, Sölvi, Steinunn Ragna, Friðrik, Anna, Kristrún, Arvind og Mridula.
Enn þá ferskur og kláraði BA-nám
Afmælisbarnið Sól í San Francisco. Á góðri stund Sjóstangaveiðimót.
Til hamingju með daginn
Grindavík Anna Hugrún Eggerts-
dóttir fæddist 21. september 2020 kl.
17.38 í Reykjavík. Hún vó 3.530 g og
var 48,5 cm löng. Foreldrar hennar eru
Eggert Daði Pálsson og Theodóra
Káradóttir.
Nýr borgari