Morgunblaðið - 08.10.2021, Blaðsíða 26
EM KVENNA
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Kvennalandsliðið í handknattleik átti
erfiðan dag í Eskilstuna í Svíþjóð í
gær. Ísland tapaði þá fyrir Svíþjóð
30:17 í undankeppni Evrópumóts
kvenna í handknattleik eftir að hafa
verið 14:5 undir að loknum fyrri hálf-
leik.
Íslenska landsliðið er í uppbygg-
ingarferli þar sem stefnt er að því að
berjast um sæti á stórmótum eftir
nokkur ár eins og fram hefur komið
hjá landsliðsþjálfaranum Arnari Pét-
urssyni. Eftir nokkur slæm töp á síð-
ustu árum er íslenska liðið brothætt.
Auk þess vantar ansi marga leik-
menn sem hafa verið í stórum hlut-
verkum. Steinunn Björnsdóttir hefur
verið lykilleikmaður í vörninni og
Karen Knútsdóttir í sókninni. Þær
eru ekki með, né heldur Birna Berg
Haraldsdóttir, Hrafnhildur Hanna
Þrastardóttir, Andrea Jacobsen, Þór-
ey Rósa Stefánsdóttir og Sigríður
Hauksdóttir. Þá meiddist markvörð-
urinn Hafdís Renötudóttir á æfingu.
Á sama tíma og íslenska liðið hefur
verið í lægð hafa Svíar búið til sterkt
lið. Þessi lið eru því á mjög ólíkum
stað og það sást vel í gær. Svíar léku
til að mynda um verðlaun fyrir tveim-
ur mánuðum síðan á Ólympíu-
leikunum í Tókýó.
Öflug vörn og einföld mörk
Helsta ástæðan fyrir þessum mikla
mun á liðunum í fyrri hálfleik var öfl-
ug vörn Svía. Það heppnaðist mjög
vel hjá Svíum að koma fram á völlinn
og trufla sóknir íslenska liðsins. Fyrir
vikið tapaði íslenska liðið oft bolt-
anum og náði sjaldan að koma sér í
verulega góð marktækifæri í fyrri
hálfleik.
Á hinn bóginn skoruðu Svíar mörg
einföld mörk úr hraðaupphlaupum og
hröðum sóknum. Þetta eru þekkt stef
úr handboltanum. Jamina Roberts
átti frábæran leik. Hún var marka-
hæst með 6 mörk hjá Svíum en var
auk þess mjög öflug í vörninni og
komst inn í margar sendingar.
Sænsku markverðirnir vörðu samtals
fjórtán skot.
Íslenska liðið þurfti að hafa mikið
fyrir hverju marki en öllu betur gekk
að búa til marktækifæri í siðari hálf-
leik. Þá fóru leikmenn af meiri krafti í
ógnanir. Thea Imani og Ragnheiður
létu vaða á markið fyrir utan sem
skapar öðruvísi ógnun en frá leik-
mönnum eins og Rut, Lovísu, Söndru
og Karen þegar hennar nýtur við.
Gegn bestu liðum Evrópu léttir mikið
á sókninni þegar Thea og Ragnheiður
ná að skora mörk með langskotum.
Rut Jónsdóttir lék sinn 100. A-
landsleik í gær og sýndi góð tilþrif á
milli í vörn og sókn.
Mörk Íslands: Thea Imani Sturlu-
dóttir 4, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 3,
Hildigunnur Einarsdóttir 3, Tinna
Sól Björgvinsdóttir 2, Lovísa Thomp-
son 2, Ragnheiður Júlíusdóttir 1,
Sandra Erlingsdóttir 1, Unnur Óm-
arsdóttir 1.
Varin skot: Elín Jóna Þorsteins-
dóttir 6 og Saga Sif Gísladóttir 2.
Svíar voru
mun betri
- Sóknin gekk betur í síðari hálfleik
Morgunblaðið/Eggert
Tímamótaleikur Rut Jónsdóttir skoraði 3 mörk í sínum 100. A-landsleik.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2021
Þjóðadeild UEFA
Undanúrslit í Tórínó:
Belgía – Frakkland ................................. 2:3
Yannick Carrasco 37., Romelu Lukaku 40.
– Karim Benzema 62., Kylian Mbappé 69.
(v), Theo Hernández 90.
_ Frakkland mætir Spáni í úrslitaleik á
sunnudaginn.
Bandaríkin
Portland Thorns – Houston Dash.......... 2:3
- Andrea Rán Hauksdóttir var á vara-
mannabekk Houston allan tímann.
EM U21 árs karla
D-riðill:
Portúgal – Liechtenstein ....................... 11:0
Staðan:
Kýpur 3 2 1 0 12:0 7
Portúgal 2 2 0 0 12:0 6
Grikkland 3 1 2 0 6:1 5
Ísland 2 1 1 0 3:2 4
Hvíta-Rússland 2 0 0 2 1:3 0
Liechtenstein 4 0 0 4 0:28 0
_ Ísland mætir Portúgal á Víkingsvelli
næsta þriðjudag.
>;(//24)3;(
Olísdeild karla
HK – FH ............................................... 25:29
Staðan:
Haukar 3 2 1 0 86:75 5
ÍBV 2 2 0 0 56:52 4
KA 2 2 0 0 51:43 4
FH 4 2 0 2 102:100 4
Fram 2 1 0 1 56:52 2
Stjarnan 1 1 0 0 36:35 2
Valur 1 1 0 0 22:21 2
Selfoss 3 1 0 2 72:83 2
Afturelding 2 0 1 1 61:62 1
Grótta 2 0 0 2 43:47 0
HK 2 0 0 2 50:57 0
Víkingur 2 0 0 2 45:53 0
Undankeppni EM kvenna
2. riðill:
Danmörk – Austurríki ......................... 27:22
3. riðill:
Þýskaland – Grikkland ........................ 36:10
4. riðill:
Króatía – Úkraína ................................ 22:23
6. riðill:
Svíþjóð – Ísland .................................... 30:17
Staðan:
Svíþjóð 1 1 0 0 30:17 2
Serbía 1 1 0 0 36:27 2
Tyrkland 1 0 0 1 27:36 0
Ísland 1 0 0 1 17:30 0
_ Á sunnudag leikur Ísland við Serbíu á
Ásvöllum og Tyrkland fær þá Svíþjóð í
heimsókn.
EHF-bikar kvenna
Noregur – Slóvenía ............................. 29:17
- Þórir Hergeirsson þjálfar Noreg.
Norður-Makedónía – Svartfjallaland. 21:29
Heimsbikar karla
Leikið í Sádi-Arabíu:
Undanúrslit:
Magdeburg – Aalborg......................... 32:30
- Ómar Ingi Magnússon skoraði 7 mörk
fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Krist-
jánsson ekkert.
- Aron Pálmarsson skoraði ekki fyrir Aal-
borg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari
liðsins.
Barcelona – Pinheiras.......................... 39:24
_ Magdeburg og Barcelona mætast í úr-
slitaleik á morgun en Aalborg og Pinheiras
frá Brasilíu leika um bronsverðlaunin.
Þýskaland
Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit:
Gummersbach – Ferndorf.................. 30:22
- Hákon Daði Styrmisson skoraði eitt
mark fyrir Gummersbach en Elliði Snær
Vignisson ekkert. Guðjón Valur Sigurðsson
þjálfar liðið.
Sviss
Kadetten – Kriens ............................... 28.15
- Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten.
E(;R&:=/D
KNATTSPYRNA
Undankeppni HM karla:
Laugardalsvöllur: Ísland – Armenía .. 18.45
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Subway-deildin:
HS Orkuhöll: Grindavík – Þór Ak....... 18.15
Sauðárkrókur: Tindastóll – Valur....... 20.15
1. deild karla:
Hveragerði: Hamar – Skallagrímur ... 19.15
MVA-höllin: Höttur – Álftanes ........... 19.15
Akranes: ÍA – Selfoss........................... 19.15
Ice Lagoon-höll: Sindri – Hrunamenn 19.15
Dalhús: Fjölnir – Haukar .................... 19.15
1. deild kvenna:
Kenn.hásk.: Ármann – Aþena/UMFK 19.15
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Ísafjörður: Hörður – Selfoss U ........... 19.30
Ásvellir: Haukar U – Vængir J. ...........19.30
Víkin: Berserkir – Afturelding U............. 20
Í KVÖLD!
Frakkar leika til úrslita gegn Spán-
verjum í Þjóðadeild karla í fótbolta
á sunnudagskvöldið eftir sigur á
Belgum, 3:2, í mögnuðum undan-
úrslitaleik í Tórínó á Ítalíu í gær-
kvöld. Kevin De Bruyne lagði upp
mörk fyrir Yannick Carrasco og
Romelu Lukaku í fyrri hálfleik en
Frakkar jöfnuðu í þeim síðari þeg-
ar Kylian Mbappé lagði upp mark
fyrir Karim Benzema og skoraði
svo sjálfur úr vítaspyrnu. Theo
Hernández skoraði sigurmark
Frakka á fyrstu mínútu uppbót-
artímans.
Frakkar sneru
blaðinu við
AFP
Sigurmark Theo Hernández fagnar
eftir að hafa skorað í lokin, 3.2.
Enska félagið Newcastle United er
skyndilega orðið eitt af ríkustu
knattspyrnufélögum heims eftir að
enska úrvalsdeildin samþykkti
kaup sádiarabísks krónprins á því.
Það var samþykkt eftir að staðfest-
ing fékkst á því að félagið yrði ekki
rekið af ríkissjóði Sádi-Arabíu. Þar
með er fjórtán ára eignarhaldi
Mike Ashley á Newcastle lokið en
breski fjárfestirinn Amanda Stave-
ley fer fyrir eignarhaldsfélaginu.
Talið er að knattspyrnustjórinn
Steve Bruce verði rekinn og fjöldi
leikmanna keyptur í janúar.
Algjör umskipti
hjá Newcastle
AFP
Newcastle Þessum stuðningsmanni
varð að ósk sinni í gær.
FH-ingar lögðu nýliða HK að velli,
29:25, þegar liðin mættust í úrvals-
deild karla í handknattleik, Olís-
deildinni, í Kórnum í Kópavogi í
gærkvöld.
FH-ingar eru þá komnir með
fjögur stig eftir fjóra leiki í deild-
inni en þetta var aðeins annar leik-
ur HK sem er án stiga.
HK fór vel af stað og komst í 5:2
en FH-ingar svöruðu því með sex
mörkum í röð. Í kjölfarið náðu
Hafnfirðingar mest sex marka for-
ystu í fyrri hálfleiknum, 13:7, en
þeir voru yfir í hálfleik, 17:12.
HK byrjaði seinni hálfleikinn vel
og minnkaði muninn í 18:16. FH-
ingar svöruðu því hins vegar með
því að komast í 24:18 og voru með
örugg tök á leiknum eftir það.
Ásbjörn Friðriksson skoraði 11
mörk fyrir FH í leiknum og Birgir
Már Birgisson 7. Hjá HK var Elías
Björgvin Sigurðsson með 6 mörk,
Sigurður Jefferson og Hjörtur Ingi
Halldórsson 5 hvor og þá varði Sig-
urjón Guðmundsson 15 skot í marki
HK.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Kórinn HK-ingurinn Hjörtur Ingi Halldórsson reynir að stöðva FH-inginn
Egil Magnússon í viðureign liðanna í Kópavogi í gærkvöld.
FH sigraði í Kórnum
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí
tapaði 5:0 fyrir Bretum í fyrsta leik
sínum í forkeppni Vetrarólymp-
íuleikanna sem fram fór í Mot-
orpoint-höllinni í Nottingham í
gærkvöld.
Katherine Gale og Bethany Hill
skoruðu fyrir Breta í fyrsta leik-
hluta og Aimee Headland bætti því
þriðja við seint í öðrum hluta. Saff-
ron Allen og Casey Traill innsigl-
uðu sigurinn með mörkum í þriðja
og síðasta leikhluta.
Íslenska liðið mætir Suður-Kóreu
á morgun og Slóveníu á sunnudag
en sigurlið riðilsins kemst í fram-
haldsriðil þar sem eitt sæti á leik-
unum verður í boði.
Fimm marka ósigur í
fyrsta leik í Nottingham
Ljósmynd/ÍHÍ
Nottingham Íslensku landsliðskonurnar fyrir leikinn í gærkvöld.