Morgunblaðið - 08.10.2021, Side 27
ARMENÍA
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Óhætt er að segja algjör hlutverka-
skipti hafi orðið hjá karlalandsliðum
Íslands og Armeníu í fótbolta eftir
að yfirstandandi undankeppni
heimsmeistaramótsins í Katar fór af
stað.
Íslenska liðið hefur farið með him-
inskautum á undanförnum árum,
tvisvar komist á stórmót og tvisvar
verið naumlega slegið út í umspili.
Armenar hafa hinsvegar skrapað
botninn í undankeppnum stórmót-
anna um árabil og unnu m.a. engan
leik í undankeppni EM 2016 og tvo
leiki af tíu í undankeppni HM 2018.
Þeir hafa oftast vermt annað
tveggja neðstu sætanna í sínum
riðli.
En nú er öldin önnur í Jerevan og
Reykjavík. Armenar gerðu heldur
betur vart við sig með því að sigra
Ísland 2:0 í annarri umferð undan-
riðilsins í Jerevan í marsmánuði.
Þeir lögðu líka Rúmena að velli
þremur dögum síðar og eru komnir
með 11 stig í öðru sæti riðilsins, stigi
á undan Rúmenum.
Hjá Armenum er því virkilega
raunhæft markmið að ná öðru sæti
riðilsins og komast í umspilið fyrir
HM. Þeir komu reyndar aðeins nið-
ur á jörðina í september þegar þeir
töpuðu 6:0 fyrir Þjóðverjum og
misstu efsta sæti riðilsins í hendur
þeirra, og urðu svo að sætta sig við
jafntefli gegn Liechtenstein á
heimavelli, 1:1.
Á meðan er Ísland aðeins með
fjögur stig eftir sex leiki, eftir sigur í
Liechtenstein í mars og jafntefli við
Norður-Makedóníu á Laugardals-
velli í september, 2:2. Möguleikarnir
á öðru sætinu eru sáralitlir, enda
þótt það væri kannski hægt að láta
sig dreyma ef leikurinn í kvöld
vinnst, og líka leikurinn við Liecht-
enstein á mánudagskvöldið.
Þá væri hugsanlega mögulegt að
ná öðru sætinu með því að vinna líka
útileikina við Rúmeníu og Norður-
Makedóníu í nóvember. En það
verður skoðað betur eftir leikinn á
mánudagskvöld, ef sex stig koma í
hús næstu fjóra dagana.
_ Armenar tefla nú fram sínum
besta leikmanni, fyrirliðanum Hen-
rikh Mkhitaryan, leikmanni Roma
og fyrrverandi leikmanni Arsenal og
Manchester United. Hann var ekki
með í leiknum í Jerevan í mars.
_ Tigran Barseghyan, leikmaður
Astana í Kasakstan, og Khoren
Bayramyan, leikmaður Rostov í
Rússlandi, skoruðu mörkin í sigri
Armena í fyrri leik þjóðanna í Jerev-
an.
_ Þrettán í hópi Armena leika
með félagsliðum í heimalandinu en
hinir í Rússlandi, Þýskalandi, Dan-
mörku, Spáni, Kasakstan og Banda-
ríkjunum.
_ Birkir Bjarnason leikur sinn
102. landsleik í kvöld og hefur tekið
við stöðu fyrirliða Íslands. Jóhann
Berg Guðmundsson og Kári Árna-
son voru fyrirliðar í septemberleikj-
unum en þeir eru ekki með í kvöld.
Hlutverkin hafa snúist við
- Armenar í öðru sæti undanriðils HM
en Ísland næstneðst fyrir leikinn í kvöld
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Upphitun Hluti landsliðsmannanna með fyrirliðann Birki Bjarnason fremst-
an í flokki á æfingu á Laugardalsvellinum í gær. Leikið er kl. 18.45 í kvöld.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2021
_ Eyjamaðurinn Ian Jeffs hefur verið
ráðinn þjálfari karlaliðs Þróttar í
Reykjavík í knattspyrnu til næstu
þriggja ára. Jeffs stýrði síðast
kvennaliði ÍBV sem hann hefur verið
með samtals í fimm tímabil. Þá hefur
hann stýrt karlaliði ÍBV um skeið og
var um tíma aðstoðarþjálfari kvenna-
landsliðsins. Þróttarar féllu niður í 2.
deild í haust og verkefni Jeffs er að
rétta liðið við á nýjan leik. Hann tekur
við af Guðlaugi Baldurssyni sem
sagði starfinu lausu á dögunum.
_ Fylkismenn eru byrjaðir að safna
liði fyrir 1. deildina næsta sumar en
þeir féllu úr úrvalsdeild karla í knatt-
spyrnu í haust. Tveir af reyndustu
leikmönnum félagsins hafa ákveðið
að snúa aftur í Árbæinn. Albert
Brynjar Ingason, markahæsti og
næstleikjahæsti leikmaður Fylkis í
efstu deild, kemur frá Kórdrengjum
og Ásgeir Börkur Ásgeirsson kemur
aftur frá HK þar sem hann hefur leik-
ið undanfarin þrjú ár.
_ Landsliðskonurnar Berglind Björg
Þorvaldsdóttir hjá Hammarby og
Hallbera Guðný Gísladóttir hjá AIK
mætast á sunnudag þegar félög
þeirra munu slá áhorfendametið í
sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu
kvenna. Þegar hafa verið seldir yfir 15
þúsund miðar á leik grannliðanna í
Stokkhólmi en áhorfendametið í
deildinni er 9.413 ára gamalt og hefur
staðið í þrettán ár.
_ Afturelding hefur enn ekki tapað
hrinu í úrvalsdeild kvenna í blaki á
þessu keppnistímabili eftir öruggan
heimasigur gegn Álftanesi að Varmá í
fyrrakvöld, 3:0. Afturelding vann hrin-
urnar 25:15, 25:19 og 25:12. Stiga-
hæst í liði Aftureldingar var Thelma
Dögg Grétarsdóttir með 16 stig og
María Rún Karlsdóttir var með 14
stig. Stigahæst i liði Álftaness var
Michelle Traini með 9 stig og Auður
Líf Benediktsdóttir var með 7 stig.
_ Pétur Pétursson hefur framlengt
samning sinn við Val um þjálfun
meistaraflokks kvenna sem varð Ís-
landsmeistari í knattspyrnu undir
hans stjórn í ár. Það var annar titillinn
undir stjórn Péturs en liðið vann einn-
ig árið 2019. Hann tók við því fyrir
tímabilið 2018 og hefur nú samið til
loka tímabilsins
2023. Nýr að-
stoðarþjálfari
verður við hlið
hans en það er
Matthías
Guð-
munds-
son, sem
lék með
karlaliði
Vals
um
árabil.
Eitt
ogannað
Fjórir nýir leikmenn koma inn í A-
landsliðshóp kvenna í knattspyrnu
fyrir leikina gegn Tékklandi og
Kýpur í undankeppni heimsmeist-
aramótsins sem fram fara á Laug-
ardalsvellinum 22. og 27. október.
Berglind Rós Ágústsdóttir, Elín
Metta Jensen, Hafrún Rakel Hall-
dórsdóttir og Telma Ívarsdóttir
koma inn en fimm leikmenn detta
út. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
er úr leik vegna höfuðmeiðsla en
nánar má sjá um þetta og hópinn í
heild sinni á sérvefnum Íslenski
boltinn á íþróttavef mbl.is.
Fjórar koma inn í
landsliðshópinn
Morgunblaðið/Eggert
Tilbúin Elín Metta Jensen verður
með á ný í októberleikjunum.
Ómar Ingi Magnússon var sínum
gömlu félögum í danska liðinu Aal-
borg erfiður í gær þegar Magde-
burg vann leik liðanna, 32:30, í und-
anúrslitum heimsbikar félagsliða í
handknattleik í Sádi-Arabíu. Ómar
skoraði sjö mörk í leiknum og var
næstmarkahæstur í þýska liðinu en
danski landsliðsmaðurinn Michael
Damgaard skoraði ellefu mörk
gegn löndum sínum. Aron Pálm-
arsson kom inn í hóp Aalborg í
fyrsta sinn um nokkurt skeið en
skoraði ekki. Magdeburg mætir
Barcelona í úrslitaleik á morgun.
Úrslitaleikurinn
gegn Barcelona
AFP
Sjö Ómar Ingi Magnússon var sín-
um gömlu félögum erfiður í gær.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Nýliðar Vestra komu skemmtilega
á óvart í fyrstu umferð úrvals-
deildar karla í körfuknattleik í
gærkvöld þegar þeir töpuðu naum-
lega fyrir Keflavík í tvíframlengd-
um leik á Ísafirði, 99:101.
Keflvíkingar skoruðu síðustu
fjögur stigin eftir að Vestramenn
voru yfir nær allan framlengda
tímann.
Jaka Brodnik og David Okeke
skoruðu 23 stig hvor fyrir Keflavík
en Ken-Jah Bosley skoraði 33 stig
fyrir Vestra og Nemanja Knezevic
22.
_ Nýkrýndir bikarmeistarar
Njarðvíkur unnu merkilega auð-
veldan sigur á Íslandsmeisturum
Þórs frá Þorlákshöfn, 107:82, eftir
að hafa náð yfirburðaforystu strax í
fyrri hálfleik.
Bæði lið eru reyndar gjörbreytt
frá síðasta tímabili og ljóst er að
Njarðvíkingar eru líklegir til að
standa undir væntingum sem
meistaraefni, nokkrum mánuðum
eftir að þeir héldu sér í deildinni
með minnsta mun.
Dedrick Basile, sem kom til
Njarðvíkur frá Þór á Akureyri,
skoraði 26 stig, Mario Matasovic
gerði 23 og Argentínumaðurinn
Nicolás Richotti sem áður var fyr-
irliði stórliðs Tenerife, skoraði 20
stig.
Danski framherjinn Daniel Mor-
tensen skoraði 24 stig fyrir Þór og
Glynn Watson 19.
_ KR vann Breiðablik með sann-
kölluðum NBA-tölum á Meist-
aravöllum, 128:117, eftir framleng-
ingu en í henni skoruðu nýliðarnir
úr Kópavogi aðeins tvö stig.
Shawn Glover skoraði 40 stig
fyrir KR og Brynjar Þór Björnsson
29 en Hilmar Pétursson skoraði 30
stig fyrir Blika og Everage Rich-
ardson 27.
_ Þriðja framlenging kvöldsins
kom síðan í Garðabæ þar sem
Stjarnan lagði ÍR loks 113:102 eftir
að framlengingin endaði 14:3. ÍR
missti niður forskot á lokamín-
útunum í venjulegum leiktíma.
Shawn Hopkins skoraði 29 stig
fyirr Stjörnuna Robert Turner 26
og Hlynur Bæringsson 15 en Shak-
ir Smith skoraði 30 stig fyrir ÍR og
Tomas Zdanavicius 19.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Meistaravellir Blikinn Everage Richardson reynir að komast fram hjá KR-
ingnum Dani Koljanin í framlengdum slag liðanna í Vesturbænum.
Sluppu fyrir
horn á Ísafirði
- Þrír leikir af fjórum framlengdir
Subway-deild karla
Njarðvík – Þór Þ................................. 107:82
Vestri – Keflavík ........................ (frl.) 99:101
KR – Breiðablik ....................... (frl.) 128:117
Stjarnan – ÍR ........................... (frl.) 113:102
1. deild kvenna
Þór Ak. – Snæfell.................................. 79:67
Staða efstu liða:
Þór Ak. 2 2 0 157:135 4
Aþena/UMFK 1 1 0 79:49 2
ÍR 1 1 0 73:57 2
Tindastóll 1 1 0 89:76 2
Snæfell 2 1 1 141:152 2
57+36!)49,