Morgunblaðið - 12.10.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2021
Margvíslegur misskilningur
veður uppi í opinberri um-
ræðu vegna talningar í Norðvest-
urkjördæmi. Eða, ef til vill er hæpið
að tala um misskilning, líklegra er
að ýmsir tali þvert
gegn betri vitund
enda eiga sumir
mikilla hagsmuna
að gæta og virðast
láta þá stýra gjörð-
um sínum.
Þeir sem átta sig
á að svokölluð upp-
kosning í einu kjör-
dæmi væri afar
hæpin hafa þess í stað talað fyrir
því að vegna „vafa“ um talningu í
Norðvesturkjördæmi verði að kjósa
á ný á landinu öllu!
- - -
Hafsteinn Þór Hauksson, dósent
við lagadeild HÍ, sló á þessar
hugmyndir í samtali við undirbún-
ingskjörbréfanefnd þingsins í gær.
Hann benti aðspurður á að lögin
væru alveg skýr, þetta væri ekki
heimilt.
- - -
Hann var einnig spurður út í þá
meintu ágalla sem verið hefðu
á framkvæmdinni í Norðvestur-
kjördæmi og sagði þá að hann teldi
að skortur á innsiglum á kjör-
gögnum dygði tæplega til þess að
ógilda kosningu.
- - -
Þetta blasir við og ágætt að búið
er að útskýra það fyrir und-
irbúningsnefndinni. Um leið er
ágætt að hafa í huga að ekkert hef-
ur komið fram um að nokkuð hafi
verið átt við kjörgögnin eða að
nokkrar líkur séu á að svo hafi ver-
ið.
- - -
Það er þess vegna langt gengið
að tala um vafa og segja má að
það helsta sem er vafasamt í málinu
sé málflutningur þeirra sem vilja
slá pólitískar keilur eða þjóna eigin
hagsmunum með því að ala á órök-
studdum efasemdum.
Hafsteinn Þór
Hauksson
Vafasamur vafi
STAKSTEINAR
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Friðrik krónprins Danmerkur kemur til Íslands í
dag ásamt Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Dan-
merkur, og sendinefnd tíu þarlendra fyrirtækja og
samtaka. Markmið ferðarinnar er að styrkja sam-
starf og viðskiptatengsl Íslands og Danmerkur á
sviði sjálfbærra orkulausna.
Heimsókn krónprinsins hefst með með kvöld-
verði honum til heiðurs á Bessastöðum í kvöld.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flytur
ávarp við setningu fundar
dansk-íslenskrar sendinefndar
sem fer fram í Grósku hug-
myndahúsi í fyrramálið. Krón-
prinsinn og fylgdarlið hans
heimsækja einnig Hellisheiðar-
virkjun og danska varðskipið
HDMS Triton sem liggur við
höfn í Reykjavík auk þess að
funda í atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytinu. Kveðjuathöfn
verður svo í danska sendiráðinu
síðdegis á morgun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Friðrik kemur hingað til lands. Hann og Mary eig-
inkona hans komu í opinbera heimsókn árið 2008.
Friðrik heldur af landi brott á fimmtudags-
morgun. Eftir verður utanríkisráðherrann Jeppe
Kofod sem mun ásamt fulltrúum úr dönsku sendi-
nefndinni sitja Arctic Circle-ráðstefnuna í Hörpu.
Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Ragnari Gríms-
syni, stjórnarformanni Arctic Circle, mun Kofod
flytja ræðu á opnunarþinginu og verður norður-
slóðastefna danska konungsríkisins til umfjöllunar
á ráðstefnunni.
Friðrik krónprins til Íslands í dag
- Styrkir samstarf á sviði sjálfbærra orkulausna - Ráðherra sækir Arctic Circle
Friðrik krónprins
Danmerkur.
„Það var kominn mikill fúi í burð-
arvirki brúarinnar og talið nauð-
synlegt að endurbyggja hana frá
grunni,“ segir Þorkell Heiðarsson,
verkefnisstjóri hjá Fjölskyldu- og
húsdýragarðinum.
Síðustu vikur hefur verið unnið
að framkvæmdum við brúna Bifröst
sem tengir saman Fjölskyldu- og
húsdýragarðinn. Skipt verður um
brúargólf auk annars viðhalds og
endurbóta. Samkvæmt áætlun á
endurbótum að ljúka 22. nóvember.
Framkvæmdin er á vegum um-
hverfis- og skipulagssviðs Reykja-
víkurborgar og er áætlaður kostn-
aður um 11 milljónir króna.
Ekki er hægt að komast á milli
garðanna á hefðbundinn hátt um
þessar mundir vegna fram-
kvæmdanna. Nú er því gengið inn í
Fjölskyldugarðinn um hlið sem er
milli sjoppu og salerna.
hdm@mbl.is
Brúarframkvæmdir
standa yfir í Laugardal
Morgunblaðið/KHJ
Bifröst Brúin og burðarbitar hennar hafa verið tekin niður.
Fundur!
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra,
er gestur á opnum hádegisfundi eldri
sjálfstæðismanna á morgun, miðvikudaginn
13. október, kl. 12:00 í Valhöll.
Allir velkomnir!
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/