Morgunblaðið - 12.10.2021, Page 11

Morgunblaðið - 12.10.2021, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2021 Styrkir úr Verðlauna- og styrktar- sjóði Rótarýumdæmisins á Íslandi voru veittir á umdæmisþingi á Hall- ormsstað um síðustu helgi. Að þessu sinni voru veittir tveir styrkir að upphæð hálf milljón króna hvor og komu þeir í hlut Nemendaþjónustu Menntaskólans á Egilsstöðum og Tónleikafélags Austurlands. Sú hefð hefur skapast að verk- efnið/-in komi af svæði viðkomandi umdæmisstjóra og fer úthlutun fram á umdæmisþingi ár hvert, en um- dæmisstjóri er nú Ásdís Helga Bjarnadóttir, Rótarýklúbbi Hér- aðsbúa. Að þessu sinni voru tilnefnd ellefu verkefni af svæðinu og var út- hlutunarnefndinni því vandi á hönd- um að gera upp á milli verkefna sem tilnefnd voru. Í frétt frá Rótarý segir að starf nemendaþjónustu Menntaskólans á Egilsstöðum hafi vakið athygli hjá lesblindum. Þar hafi verið veitt ráð- gjöf með áherslu á nýtingu upplýs- inga- og samskiptatækni fyrir les- blinda. Það hafi meðal annars skilað sér í námskeiðum fyrir nema við Menntaskólann á Egilsstöðum sem eiga erfitt með lestur, nokkuð sem kallað hefur verið „lesblindusmiðja“. „Þetta starf Nemendaþjónustu Menntaskólans á Egilsstöðum er mikilvægt samfélagsverkefni á sviði mennta fyrir ungt fólk, verkefnið er nýstárlegt og framúrskarandi fram- tak sem getur verið öðrum mennta- stofnunum fyrirmynd og hvatning. Verkefnið getur einnig orðið mikil- vægt framlag í þágu þeirra fjöl- mörgu einstaklinga sem glíma við lesblindu í íslensku samfélagi,“ segir í frétt Rótarý. Tónleikafélag Austurlands var sett saman árið 2016 með það að markmiði að styrkja geðheilbrigð- ismál ungmenna í fjórðungnum ásamt því að gefa yngra tónlistar- fólki tækifæri á því að koma fram á tónleikum og láta þannig gott af sér leiða en allur ágóði af tónleikum hef- ur runnið til geðsviðs HSA. „Verk- efnið er mikilvægt fyrir samfélagið og styrkir stöðu ungs fólks sem glímir við þunglyndi og kvíða. Verk- efnið er nýstárlegt í forvörnum á þessu sviði og til fyrirmyndar fyrir önnur sveitarfélög sem vinna að for- vörnum á sviði gerðheilbrigðismála,“ segir í fréttinni. aij@mbl.is Ljósmynd/MÖA Verðlaunaafhending Ásdís Helga Bjarnadóttir, umdæmisstjóri Rótarý, Bjarni Þór Haraldsson, Tónleikafélagi Austurlands, og Nanna Halldóra Imsland, Nemendaþjónustu Menntaskólans á Egilsstöðum. Styrkir í þágu aust- firskra ungmenna - Rótarý styrkir verkefni á Austurlandi Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Jólin koma snemma í ár fyrir bjór- áhugafólk því J-dagurinn svokallaði verður viku fyrr á ferðinni en alla jafna. J-dagurinn hefur verið hald- inn hátíðlegur í Danmörku fyrsta föstudag í nóvember síðan 1981 og hin síðustu ár einnig hér á landi. Á J- deginum hefst sala á jólabjórnum frá Tuborg á börum og veitinga- stöðum klukkan 20:59 og er oft mik- ið um dýrðir það kvöld. Í ár verður J-dagurinn haldinn hátíðlegur föstudaginn 29. október og mun það vera vegna þess að ÁTVR hefur flýtt sölu á jólabjór um viku, rétt eins og í fyrra. Salan í Vín- búðunum hefst fimmtudaginn 4. nóvember. Þetta þýðir það að Ís- lendingar fá danskan jólabjór viku fyrr en Danir sjálfir í ár. Eins og kunnugt er var J- deginum aflýst í fyrra vegna kórónu- veirufaraldursins. Margir munu því eflaust líta svo á að tvöföld ástæða sé til að gleðjast. Og ef það dugar ekki til má horfa til 40 ára afmælis J- dagsins í Danmörku í ár. Ljósmynd/Mummi Lú Hátíð Snjórinn fellur á veitingahúsum klukkan 20:59 hinn 29. október. Jólabjór í október - J-deginum flýtt - Jólabjór á börum 29. október - Viku á undan Danmörku Kraftur hefur verið í byggingu slökkvistöðvar í Flatey. Fyrsta skóflustunga var tekin 22. apríl í vor og nú innan við sex mánuðum síðar er húsið risið. Það er að mestu tilbúið fyrir utan frágang innandyra sem bíður nýs árs. Um helgina var slökkvibúnaðurinn sett- ur þar inn og er þar með kominn í skjól í upphituðu húsi. „Þetta gerist með samstilltu átaki Flateyinga ásamt ómetanlegri aðstoð fjölmargra velunnara Flat- eyjar,“ segir Heimir Sigurðsson, sem ásamt fleirum hefur verið í for- svari fyrir byggingu húss fyrir bún- að slökkviliðsins. Flateyjarveitur, sem eru í eigu húseigenda í Flatey, reisa húsið og koma upp búnaði, en sveitarfélagið leigir það til 15 ára. Húsið er um 85 femetrar og er kostnaður við bygginguna áætlaður um 26 milljónir króna, þar af er um helmingur sjálfboðavinna og sjálfs- aflafé. Stöðin er nánast á háeyjunni, á milli annars vegar gamla þorpsins og hins vegar Krákuvarar og Læknishússins, en á síðarnefndu stöðunum er heils árs búseta. Í þorpinu er þyrping um 40 gamalla timburhúsa. Fastur liður í hauststörfunum í Flatey er að flokka og ganga frá dósum og flöskum sem til falla yfir sumartímann. Í ár söfnuðust rúm- lega 42 þúsund umbúðir, sem er um 30% aukning á milli ára, og mun vera það mesta sem safnast hefur. Dósa- og flöskusöfnunin skilar um 750 þúsund krónum, sem renna til kirkjunnar í Flatey. Umbúðirnar standa meðal annars undir kostnaði við rafmagn og upphitun í kirkj- unni. aij@mbl.is Stund milli stríða Vaskur hópur hefur komið að framkvæmdum og kaffisopinn var vel þeginn á vinnudegi í haust. Ný slökkvistöð byggð í Flatey á sex mánuðum - Samstillt átak Flateyinga Búnaður Dráttarvél og haugsuga eru lykiltæki slökkviliðsins í Flatey. Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Full búð af frábærum tilboðum Hlakka til að sjá ykkur 20% AFSLÁTTUR í verslun 11 ára afmæli Túnikur á tilboði 2.990 kr. Stærðir 38-50 Mörg mynstur í boði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.