Morgunblaðið - 12.10.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2021
Alexander
Schallenberg tók
í gær við emb-
ætti kanslara í
Austurríki, en
forveri hans,
Sebastian Kurz,
sagði af sér í
fyrradag vegna
gruns um að
hann hefði nýtt
opinbert fé í
ímyndarherferð sína í fjölmiðlum
árin 2016 til 2018 auk þess sem hon-
um er borið á brýn að hafa greitt
fyrir skoðanakannanir með lag-
færðum niðurstöðum honum í hag
og síðast en ekki síst logið að þing-
nefnd sem rannsakar spillingu í
austurrísku stjórnkerfi.
Skammt er síðan húsleit var gerð
í höfuðstöðvum Lýðflokksins, Öst-
erreichische Volkspartei, flokks
Kurz, og var atkvæðagreiðsla um
vantraust á hendur honum á dag-
skrá þingsins í Vínarborg þegar
hann tilkynnti afsögn sína auk þess
að lýsa sig saklausan af öllum
áburði.
AUSTURRÍKI
Nýr kanslari í kjölfar
afsagnar Kurz
Alexander
Schallenberg
Þrír flokkar á norska Stórþinginu,
græningjaflokkurinn MDG, Rautt
og Sósíalíski vinstriflokkurinn,
munu í dag leggja fram þingsálykt-
un um að allri olíuleit á norska
landgrunninu verði hætt. „Mark-
miðið er að Norðmenn hætti að
leita að nýjum olíulindum. Það er
algjörlega nauðsynlegt fyrir lofts-
lagið og einnig besta lausnin fyrir
viðskiptalíf landsins,“ segir nýkjör-
inn þingmaður MDG, Lan Marie
Nguyen Berg.
Lars Haltbrekken úr röðum SV
tekur undir orð Berg og segir
Norðmenn þegar hafa fundið mun
meiri olíu en hægt verði að nota, sé
ætlunin að halda loftslagi jarð-
arinnar réttum megin við hættu-
mörk. Við getum ekki haldið áfram
leit að olíu og gasi,“ segir hann.
NOREGUR
Vilja hætta olíu- og
gasleit á landgrunni
Ljósmynd/Wikipedia
Olíupallar Ekofisk-olíuvinnslusvæðið
úti fyrir Stavanger í Vestur-Noregi.
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Thierry Breton, framkvæmdastjóri
innri markaðsmála Evrópusam-
bandsins, sagði í gær að hann tryði
því ekki „í eina sekúndu“ að til „Pol-
exit“, útgöngu Póllands úr samband-
inu, kæmi í kjölfar umdeilds úrskurð-
ar stjórnlagadómstóls landsins á
fimmtudag í síðustu viku, sem kvað á
um forgang laga ESB gagnvart
pólskum landslögum, og varð kveikj-
an að fjölmennum mótmælum um allt
Pólland, sem hófust síðdegis á sunnu-
dag, og komu um 100.000 mótmæl-
endur saman í höfuðborginni Varsjá
einni.
Kjósendur vilja hvergi fara
Forsætisráðherra Póllands, Mat-
eusz Morawiecki, greip til varna fyrir
dómstólinn og studdi úrskurðinn auk
þess sem hann fullvissaði þjóð sína
um að stjórn hans hefði engin áform
um að draga Pólland út úr ESB, allt
tal um slíkt væri skaðleg flökkusaga,
sem stjórnarandstaðan nýtti til að
bæta upp fyrir hörgul sinn á hug-
myndum um ábyrga stöðu landsins í
Evrópu.
Nýjar skoðanakannanir sýna
styrkan vilja pólskra kjósenda til að
landið tilheyri Evrópusambandinu
áfram og tók Stanislaw Gadecki, erki-
biskup rómversk-kaþólsku kirkjunn-
ar í Póllandi, sem er hliðholl stjórn-
völdum, undir þetta í útvarpsviðtali
við útvarp Vatíkansins í Róm í gær og
sagði pólsku þjóðina andsnúna því að
hverfa úr sambandinu. „Við viljum öll
vera í Evrópu […] engin skynsöm
manneskja vill fara út.“
Mótmælin héldu áfram víða í Pól-
landi í gær, en lögregla hefur haft sig
nokkuð í frammi við að halda friðinn
síðan þau hófust, til dæmis var
frændi Morawieckis forsætisráð-
herra handtekinn og hélt hann því
fram að lögregluþjónn hefði sparkað í
höfuð hans þar sem hann lá á götunni
í lögreglutökum.
94 ára í ræðustólnum
Þá staðfesti Sylwester Marczak,
talsmaður lögreglunnar í Varsjá, að
Franek Broda, 18 ára gamall lands-
þekktur aðgerðasinni og baráttumað-
ur fyrir réttindum hinsegin fólks,
hefði verið í haldi lögreglu tímabund-
ið og handjárnaður.
Meðal þeirra, sem tóku til máls við
mótmælin og fluttu ræður, var
Wanda Traczyk-Stawska, 94 ára
gömul þjóðþekkt liðskona pólsku
andspyrnuhreyfingarinnar gegn her-
námi nasista árið 1944. „Þetta er okk-
ar Evrópa og enginn getur tekið okk-
ur úr henni,“ mælti Traczyk-Stawska
í tölu sinni.
„Þetta er okkar Evrópa“
- Trúir ekki „í eina sekúndu“ á útgöngu - Kannanir sýna vilja kjósenda til áfram-
haldandi ESB-veru - Frændi ráðherra handtekinn og brigslar lögreglu um ofbeldi
AFP
Mótmæli Stuðningsfólk áframhaldandi veru Póllands í Evrópusambandinu.
Konur af Mapuche-ættbálkinum í
borginni Temuco í Síle búa sig nú
undir það hannyrðastórvirki að
vefa rúmlega eins kílómetra langan
dúk og freista þess að setja þannig
nýtt heimsmet, en núverandi met í
lengd vefnaðar er samkvæmt
heimsmetabók Guinness akkúrat
einn kílómetri. Munu 500 vefarar
spreyta sig á þessu metnaðarfulla
verkefni, sem fram fer í febrúar, en
við undirbúninginn nú kanna 120
konur hvort verkið sé vinnandi veg-
ur. Takist konunum ætlunarverk
sitt verður það ekki aðeins fyrsta
heimsmet Mapuche-fólksins, heldur
einnig fyrsta heimsmet nokkurs
ættbálks á suðurhveli jarðar, svo til
mikils er að vinna.
Mapuche-fókið talar eigið tungu-
mál og er borgin Temuco með sína
260.000 íbúa helsta aðsetur þess og
menningarsetur, en í fyrndinni
dreifðist ættbálkurinn einnig til
Argentínu.
Síle
Hyggjast
vefa einn
kílómetra
AFP
Mælst hefur verið
til þess við íbúa
bæjanna El Paso
og Los Llanos de
Aridane á Kan-
aríeyjunni La
Palma að þeir
haldi sig innan-
dyra, loki glugg-
um og slökkvi á
loftræstikerfum
til að forðast að anda að sér eitruðum
gufum eftir að hraunstraumur frá
eldgosinu í fjallinu Cumbre Vieja,
sem staðið hefur án afláts síðan 19.
september, umlukti sementsverk-
smiðju í gær og kveikti í henni.
Þá var greint frá því að glóandi
hraunstraumurinn hefði eyðilagt
1.186 byggingar á eyjunni síðan gosið
hófst, en í kjölfar þess að hluti topps
fjallsins féll saman á laugardaginn
streymdi ný hraunelfur niður hlíðar
þess og eyðilagði banana- og lárperu-
rækt auk þess litla sem eftir stóð af
bænum Todoque. atlisteinn@mbl.is
Eitrað and-
rúmsloft
Gosið hefur staðið
frá 19. september.
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga. innlifun.is