Morgunblaðið - 12.10.2021, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2021
Ljúfi pabbi minn
lést á afmælisdag-
inn minn hinn 9.
júlí. Mér þykir af-
ar vænt um að
hann skyldi velja daginn minn
til að ferðast yfir. Mér finnst
það táknrænt fyrir samband
okkar en hann fóstraði mig er
ég var lítil er hann og mamma
kynnast. Hann var mér svo
undurgóður pabbi alla tíð.
Pabbi var kominn með heila-
bilun en í gegnum hana skein
alltaf ást hans til okkar. Alltaf
hafði hann áhuga á því sem ég
sagði honum af börnunum mín-
um og okkur fjölskyldunni og
sýndi mér þannig ást sína á
okkur öllum. Pabbi var ekki
alltaf að knúsa og kyssa,
Ágúst Þórarinsson
✝
Ágúst Þór-
arinsson fædd-
ist 12. apríl 1952.
Hann lést 9. júlí
2021.
Útförin fór fram
3. ágúst 2021.
mamma sá um þá
deild, en hann var
alltaf svo hlýr og
mér fannst líka
gaman að alast upp
við hvað honum
fannst mamma
alltaf best.
Pabbi var svo
minnugur og snjall,
vissi allt og gat.
Hann saumaði á
okkur systkinin
föt, klippti hárið okkar og
þannig gæti ég lengi áfram tal-
ið.
Og ég notaði hann eins og
leitarvélina google. Gúglaði allt
milli himins og jarðar hjá hon-
um og oftast vissi hann svörin.
Hann hjálpaði mér alltaf með
allt heimanám, í barnaskóla,
menntaskóla og háskóla. Alltaf
svo þolinmóður og hvetjandi.
Þetta jók sjálfstraust mitt því
mér gekk alltaf svo vel verandi
með leynivopn heima.
Pabbi veikist mikið þegar
hann var bara 37 ára, fær slag.
Þá uppgötvast hjartagalli sem
hann var með, lokuð ósæð,
þökk sé góðum lækni.
Pabbi náði sér hægt og bít-
andi að mestu leyti en hefur
líklega breyst hvað varðaði
lífsviðhorf og annað, eins og
gjarnan er, þegar fólk kemst
nærri dauðanum. Því árið 1989
héldum við í 35 daga Evrópu-
reisu fjölskyldan, vopnuð korti
(á pappír) og áfram næstu ár
var ferðast. Mamma sagði oft
að hún hefði ekki sofið næt-
urnar áður en við lögðum í
hann, sannfærð um að hún
væri að fara með okkur beint í
opinn dauðann. Í reisunni
heimsóttum við m.a. lönd eins
og Tékkóslóvakíu (sem ég var
ekki par hrifin af) og Ung-
verjaland þar sem andi komm-
únistans og niðurníðslu ríkti í
öllu að mér fannst. Klósett-
pappír sem hrinti frá sér vatni
hlekkjaður við vegginn í ein-
hverri blokk sem við gistum í í
Prag. Svo sannarlega fyrir all-
an túrisma. Og pabbi stjórnaði
því að öll söfn voru þrædd til
að mennta okkur sem mest.
Það var oft mjög skondið að
fylgjast með mömmu og pabba
í framsætunum að reyna að
rata hingað og þangað með
risakort og redda gistingu nótt
fyrir nótt. Oft sögðu þau:
„Jæja, krakkar, við verðum
líklega að gista í bílnum í
nótt.“ Það fannst okkur Jó-
hannesi bróður bara ævintýri,
en svo bjargaðist þetta alltaf á
elleftu stundu. Ég man að einu
sinni kallaði mamma hátt og
benti til vinstri: „Farðu til
hægri, farðu til hægri!“ Hún er
lesblind og man aldrei muninn,
a.m.k. ekki ef hún á að muna
hratt.
Margt er hægt að læra af
pabba og veikindum hans sem
héldu áfram að banka upp á,
eins og seiglu, æðruleysi og út-
hald. Einnig gjafmildi og
kúnstina að geta samglaðst
öðrum innilega. Pabbi var líka
fyndinn og hafði gaman af
gríni og alla mína barnæsku
hækkaði hann aldrei róminn.
Það er með miklu þakklæti
sem ég þakka fyrir tímann
með pabba um leið og ég sam-
gleðst honum að vera nú frjáls
eins og fuglinn.
Ebba Guðný
Guðmundsdóttir.
✝
Sonja Jó-
hanna Andr-
ésdóttir (f. Jacob-
sen) fæddist í
Klaksvík í Fær-
eyjum 3. október
1933. Hún lést 2.
október 2021 á
Hjúkrunar-
heimilinu Uppsöl-
um á Fáskrúðs-
firði.
Foreldrar
Sonju voru Andreas Jacobsen
skipstjóri, f. 12. febrúar 1900,
d. 13. ágúst 1995, og Elsa Ja-
cobsen húsfreyja, f. 26. mars
1902, d. 14. nóvember 1983.
Börn Sonju og Óskars Sig-
urðssonar eru: 1) Sigurður
Jörgen, f. 22. janúar 1958.
Eiginkona hans er Guðný
Sigríður Ólafsdóttir og eiga
þau þrjá syni. 2) Andrés Ing-
ólfur, f. 28. júlí 1962, eig-
inkona hans er Linda Ás-
björnsdóttir og eiga þau tvö
börn og þrjú barnabörn. Fyr-
ir átti Andrés tvær dætur
með Herdísi Pétursdóttur og
eiga þær sex börn. 3) Jónína
Guðrún, f. 28. september
1963, maður hennar er Hall-
dór Unnar Snjólaugsson og
eiga þau þrjú börn. 4) Elvar,
f. 25. nóvember 1966, eigin-
kona hans er Borghildur Hlíf
Stefánsdóttir og eiga þau
einn son.
Útför Sonju fer fram frá
Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag,
12. október 2021, klukkan
14.
Systkini Sonju
eru: Ellý María
Kristjánsson, f.
17. október 1924,
d. 15. ágúst 2020,
Maria Hvanna-
stein, f. 19. des-
ember 1925, Hans
Pauli Jacobsen, f.
30. ágúst 1927, d.
8. febrúar 2019,
Erland Jacobsen,
f. 17. nóvember
1929, d. 16. október 2009, Jør-
gen, f. 1931, d. 1936, Jørga
Mouritzen, f. 11. apríl 1937, d.
20. janúar 2014, Jógvan Ja-
cobsen, f. 26. september 1938.
Sonja tengdamamma mín var
mér svo miklu meira en bara
tengdamamma. Mamma mín
lést árið 1982 og þegar ég kom
fyrst í Þingholt rúmum tveimur
árum síðar og kynntist Sonju
fann ég að þar átti ég hlýtt og
gott athvarf og var velkomin
þangað frá fyrstu stundu. Ró-
legheitin, jákvæðnin, æðruleys-
ið, blíðan og umhyggjan … þær
áttu svo margt sameiginlegt
sem ég tengdi strax við. Sonja
og Óskar voru sem eitt, eins og
vel smurð tannhjól sem unnu
saman hnökralaust. Það eru
forréttindi að hafa fengið að
upplifa kærleikann og ástina
sem þau auðsýndu hvort öðru í
verki. Þegar aldurinn færðist
yfir varð verkaskiptingin skýr-
ari; Óskar hjálpaði Sonju í
sokkana að morgni og strauk
yfir gólfin, hún sá um bakst-
urinn og þurrkaði af, öll mat-
seld var gerð í samstarfi; annað
græjaði sósuna meðan hitt
flysjaði kartöflurnar.
Fallegu blómin í garðinum
við Þingholt eru vitnisburður
um áhuga Sonju og natni við
blómaræktunina og tók Óskar
þátt í því með henni þegar hann
hætti að vinna. Eitt vorið þegar
krókusarnir fóru að skjóta upp
kollinum utan við eldhúsglugg-
ann mynduðu þeir orðið SONJA
í grasinu – þá hafði Óskar raðað
þeim þannig í jörðina um haust-
ið og kom sinni ástkæru eig-
inkonu þannig á óvart. Þetta
fannst mér lýsa vel þeirri ást
sem einkenndi samskipti þeirra.
Ég mun sakna þess að vakna
á sunnudagsmorgnum á loftinu
í Þingholti með ilminn af lamba-
læri í nösunum og færeyska
messu í eyrunum. Tilhugsunin
gefur mér hlýtt í hjartað.
Stundum þegar við komum í
Þingholt hljómuðu færeysk
trúarlög úr kjallaranum, þá
voru þau bæði framan við tölvu-
skjáinn og horfðu á útsendingar
frá Færeyjum. Tengdapabbi
fylgdist oft með því sem við vor-
um að brasa í gegnum facebook
og prentaði síðan út bæði
myndir og ýmsar fréttir handa
Sonju.
Strákarnir okkar minnast
ömmu sinnar með kærleika og
þakklæti. Færeyski hreimur-
inn, fiskibollurnar og skerpu-
kjötið, fallegu peysurnar sem
hún prjónaði handa þeim þegar
þeir voru litlir … brúna rúllu-
tertan hennar sem kom með jól-
in í okkar hús í fjöldamörg ár.
Við fengum þetta fallega ljóð
þegar mamma mín dó og finnst
mér þetta eiga vel við núna:
Þótt margir tárist
moldum þínum yfir
og mikið skarð
oss dauðinn hafi gjört
þá mildar harm
að mynd í hugum lifir
og minning sífellt
hrein og sólskinsbjört.
(SH)
Þegar þú kvaddir okkur var
það gert með sömu hógværð og
æðruleysi og hafði einkennt þig
alla tíð. Takk fyrir allt sem þú
varst mér og mínum, elsku
tengdamamma.
Þín
Guðný.
Sonja Jóhanna
Andrésdóttir
Mig langar að
minnast tengdaföð-
ur míns, Símonar
Símonarsonar, með nokkrum
orðum.
Ég kynntist Símoni fyrst um
það leyti sem samband okkar
Eddu, konu minnar hófst. Ég
hafði vitað af honum áður, þar
sem hann var skipstjóri á báti
sem hann gerði út með fisk-
vinnslufyrirtæki á Akranesi
sem ég starfaði hjá sem verk-
stjóri í sumarafleysingum.
Símon var mikill fjölskyldu-
maður og naut þess að vera
með börnum sínum, barnabörn-
um og barnabarnabörnum þeg-
ar þau komu til. Margar minn-
Símon Símonarson
✝
Símon Sím-
onarson fædd-
ist 17. febrúar
1928. Hann lést 4.
september 2021.
Útför Símonar
fór fram 17. sept-
ember 2021 í kyrr-
þey.
ingar koma upp í
kollinn, m.a. þar
sem hann er með
eitthvert þeirra á
arminum þar sem
þau halla höfði sínu
að öxl hans og
hann gengur ró-
lega um gólf. Þess
fengu þau öll að
njóta og leið vel.
Fyrsta barna-
barnið, var Símon
Óttar, sonur okkar Eddu. Hann
varð snemma mjög hændur að
afa sínum enda dvaldi hann
mikið hjá afa sínum og ömmu
og heimili þeirra hans annað
heimili. Seinna dvaldi hann hjá
þeim fjóra vetur í góðu yfirlæti
í framhaldsskólanámi sínu við
Fjölbrautaskóla Akraness.
Að fjölskyldunni undanskil-
inni lá áhugi Símonar í sjávar-
útvegi og því sem sneri að sjó-
mennsku. Hann gerði út
nokkra báta á sínum tíma og
sinnti útgerðinni eins og best
var á kosið, gerði vel við sína
starfsmenn og var farsæll.
Enda var það svo að honum
reyndist það ekki létt að hætta
störfum og selja frá sér ævi-
starf sitt. En það gaf honum
færi á að sinna betur fjölskyldu
og þá höfðu þau hjónin tíma
sem þau höfðu ekki haft áður,
til að ferðast um landið með
vinafólki sínum og nutu þau
þess mjög.
Þegar tengdamóðir mín
veiktist af parkinsonsveiki
fluttu þau hjónin frá Akranesi
til Garðabæjar, til að geta ver-
ið nær afkomendum sínum,
sem öll bjuggu á höfuðborg-
arsvæðinu. Eftir að tengda-
móðir mín féll frá, og Símoni
reyndist erfiðara að nota bíl
sinn, tókum við upp þá venju
að ég tók hann með til að
versla til heimilisins. Notuðum
við þá oft tímann til að fara í
bíltúra í leiðinni, skoða ná-
grennið, oft urðu hafnarsvæðin
fyrir valinu eða Álftanes þar
sem við fylgdumst með fuglalíf-
inu. Þá var í leiðinni rabbað um
það sem var á döfinni, eða
hann sagði mér frá barnæsku
sinni og lífinu á sjónum. Símon
var með eindæmum glöggur og
minnugur, þekkti mikið af eldri
bátum sem við sáum í höfnum
og sögu þeirra. Þá var alltaf
hægt að ræða um veðrið, en
hann gat iðulega sagt mér ein-
hvern fróðleik um veðurfarið
sem reynslan hafði kennt hon-
um.
Símon var einstakt ljúf-
menni, þægilegur í umgengni
og einstaklega barngóður, enda
hændust barnabörnin og barna-
barnabörnin að honum. Hann
bjó einn í sinni íbúð til enda,
vildi halda sínu sjálfstæði og
vera innan um sitt, þótt það
væri orðið honum erfitt undir
það síðasta. Þótt síðustu vik-
urnar þyrfti hann að dvelja á
líknardeild, þá var hann alltaf á
leiðinni heim, en var þó sáttur
við sitt hlutskipti, enda einstak-
lega vel hugsað um hann og
honum léttar þjáningarnar sem
sjúkdómurinn sem dró hann til
dauða olli honum.
Símonar er sárt saknað af
fjölskyldunni, hans er minnst
með mikilli hlýju og öllum þeim
góðu minningum sem við eigum
um hann.
Hvíl í friði kæri vinur.
Vésteinn Benediktsson
✝
Ásdís Ásgeirs-
dóttir var fædd
á Sólvangi í Hafn-
arfirði 15. júní
1963. Hún lést 3.
september 2021.
Foreldrar Ásdís-
ar voru Jóna Ólafs-
dóttir, f. 6.11. 1936,
d. 31.8. 2020, og Ás-
geir Magnússon, f.
1. 10. 1933, d. 24.8.
2001.
Foreldrar Jónu voru Friðrika
Margrét Jónsdóttir, f. 26.7. 1918,
d. 30.3. 1990 og Ólafur Tryggva-
son, f. 28.3. 1912, d. 25.4. 1999.
Alsystkin Jónu voru Erling
Ólafsson, f. 24.12. 1944, d. 2.9.
2006, Erna Ólafsdóttir, f. 28.5.
1949 og Margrét Ólafsdóttir, f.
12.3. 1953.
Foreldrar Ásgeirs voru Magn-
ús S. Jónsson, f. 2.11. 1894, d.
22.7. 1985 og Oddrún Ein-
arsdóttir, f. 14.4. 1918, d. 25.8.
1999.
Bræður Ásgeirs eru Steinar
Valur, f. 22.9. 1932 og Einar Már,
f. 3.2. 1938.
Ásdís átti 3 systkin, sem kennd
hafa verið við Gróf í Hafnarfirði
(Grófarfjölskyldan): Róbert Ólaf-
ur Grétar Mckee, f. 9.11. 1954, d.
17.12. 2020, maki Helga Margrét
Sveinsdóttir, f. 20.5. 1959, börn:
Arnar Róbertsson, f. 8.1. 1976,
Anton Sveinn Mckee, f. 18.12.
1993, Karitas Irma Mckee, f.
16.10. 1996.
Magnús Ásgeirsson, f. 24.1.
1958, eiginkona Sigrún María
Ingjaldsdóttir, f. 3.3. 1960, börn:
Elva Dögg Magnúsdóttir, f. 6.8.
1980, Ingibjörg Magnúsdóttir, f.
12.6. 1984, Ívar Orri Magnússon,
f. 6.12. 1992.
Gyða Ásgeirsdóttir, f. 5.10.
1959, börn: Kristófer Björk-
strand, f. 21.8. 1980, Alexander
Björkstrand, f. 17.1. 1991, Re-
bekka Björkstand, f. 2.6. 1992.
Eiginmaður Ásdísar er Guð-
mundur Helgason,
f. 26.8. 1959, og
sonur þeirra er
Friðrik Helgi, f.
9.11. 2000, kærasta
Rebekka Rún Odd-
geirsdóttir, f.
17.12. 2001.
Í móðurætt var
Ásdís af Grófar-
ættinni sem er
samheldin ætt í
Hafnarfirði. Hún
gekk í Öldutúnsskóla og síðar
fór hún í Flensborgarskóla. Hún
stundaði einnig nám í ferða-
málafræði í Háskólanum á Hól-
um og framhaldsnám í ferða-
málafræði við Háskóla Íslands.
Þá var hún eitt ár í guðfræði-
deild.
Ásdís bjó hjá foreldrum sín-
um að Móabarði 26 í Hafnar-
firði, sem þau byggðu ásamt
foreldrum Jónu árið 1962. Ásdís
bjó á ýmsum stöðum, m.a. á
Kárastíg í Reykjavík, áður en
hún giftist Ólafi Þorleifssyni,
fyrri eiginmanni, árið 1995. Þau
bjuggu m.a. í Hafnarfirði og
Álftanesi. Þau slitu samvistum
árið 2000.
Ásdís kom víða við í sínum
störfum. Hún vann í Gler-
augnabúð á Laugavegi, í Glóbus
heildverslun, hjá Heimilis-
tækjum, í Prentsmiðjunni Odda,
hjá Sjóvá- Almennum, hjá Vís á
Selfossi og síðan sem ráðgjafi í
lífeyrissparnaði og tryggingum.
Árið 2004 var hún svo ráðin
yfirlandvörður í Mývatnssveit.
Leiðir þeirra Guðmundar og
Ásdísar lágu saman í Mývatns-
sveit og þar voru þau búsett
fram til ársins 2005. Friðrik
Helgi sonur þeirra fæddist fyrir
norðan og þau þrjú fluttu á
Álftanesið árið 2005. Ásdís bjó
með Guðmundi til dánardags í
Blátúni á Álftanesi.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinar látnu.
Ásdís var glaðvær að eðlisfari
og naut sín vel í góðum fé-
lagsskap. Hún hafði ánægju af
mannlegum samskiptum og átti
létt með að blanda geði við og
kynnast fólki. Þegar Ásdís bjó á
Móabarði 26 í Hafnarfirði á sín-
um yngri árum, bjuggu einnig
amma og afi á efri hæðinni. Oft
kom Ásdís við hjá þeim en þar
var oft gestkvæmt og glatt á
hjalla þegar vinir og ættingjar
úr Grófarfjölskyldunni komu
saman. Ásdís naut þessarar
glaðværðar í uppvextinum og
var gott veganesti fyrir hana í
lífinu. Hún hafði einnig yndi af
útivist og við fjölskyldan ferð-
uðumst víða meðan heilsa henn-
ar leyfði. Uppáhaldsgönguferðir
okkar í Mývatnssveit voru í
Höfða og höfðum við það til siðs
að ganga þar saman bæði vetur
og sumar. Göngutúrar niður á
strönd og við hana á Álftanesi
voru vinsælir hjá okkur og þá
sérstaklega þegar Nói var meðal
okkar og voru fastir liðir í tilver-
unni. Við nutum þess að búa í
Blátúni á Álftanesi og fyrir Co-
vid voru á hverju sumri haldnir
svokallaðir Blátúnsleikar sem
enduðu með götugrilli. Þegar
hundurinn Nói dó vorið 2016 þá
lögðust okkar föstu göngutúrar á
Álftanesi að mestu leyti af. Ferð
okkar Ásdísar til Krítar er mér
ógleymanleg en þar kynntumst
við Reyni og Bellu og hefur sá
vinskapur verið okkur Ásdísi
ákaflega dýrmætur. Ferð okkar
með Friðrik Helga til Austur-
ríkis 2007/2008 á skíði yfir jól og
áramót var mjög eftirminnileg
þegar Friðrik Helgi lærði fyrst á
skíði og það endaði með því að
hann stakk foreldra sína af á
skíðum síðustu daga ferðarinnar.
Í júní árið 2008 fórum við Ásdís
með Friðriki ásamt Jónu Ólafs-
dóttur eða ömmu Jónu eins og
hún var oft kölluð. Þar áttum við
ánægjulegar stundir með þrem-
ur ættliðum. Þegar Ásdís var
fimmtug fórum við til Amster-
dam og Hamborgar en ætlunin
var að fara á fótboltamót með
Friðrik Helga í Danmörku síðar
en Friðrik veiktist og endaði á
spítala í Hamborg með sprung-
inn botnlanga um miðjan júlí til
byrjun ágúst. Við Ásdís áttum
síðan eftirminnilega kvöldstund
með vinum og ættingjum með
veislu á heimili okkar í Blátúni á
Álftanesi, þegar við komum heim
aftur eftir erfitt ferðalag.
Síðasta ferð okkar fjölskyld-
unnar var til Tenerife um jólin
og áramótin 2018/2019, þar nut-
um við þess að vera saman, þó
Ásdís hafi þá átt í smá erfiðleik-
um með gang. Það stoppaði okk-
ur þó ekki að ferðast um eyjuna
og fórum við m.a. hringferð um
eyjuna. Þegar ég varð sextugur
fórum við Ásdís út að borða á
Apótekinu en nærri þremur vik-
um seinna lenti ég í alvarlegu
vinnuslysi, sem reyndi mjög á
Ásdísi.
Síðasta ferð okkar á veitinga-
stað var á afmæli Ásdísar 15.
júní 2020, með mér, Friðriki
Helga, Rebekku kærustu Frið-
riks og ömmu Jónu. Síðasta árið
var Ásdísi erfitt vegna þess að
hún var með undirliggjandi sjúk-
dóm og ekki æskilegt að vera
neitt á ferðinni vegna Covid.
Ég kveð bæði kæran vin, sam-
býliskonu og eiginkonu mína til
tuttugu ára með orðum sem
mamma hennar færði henni á 50
ára afmæli hennar:
Elsku Ásdís mín!
Fimmtug er hún og mér svo kær,
frá henni stafar ætíð gleði.
Stjarna hennar er svo skær
og hjartað hreint sem rósabeð.
Guðmundur.
Ásdís
Ásgeirsdóttir