Morgunblaðið - 12.10.2021, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2021
✝
Helga Alfons-
dóttir fæddist í
Hnífsdal 19. ágúst
1927. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Seltjörn 25.
september 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Helga Sig-
urðardóttir hús-
móðir, f. 18.11.
1895, d. 19.1. 1981,
og Alfons Gíslason,
bakari, kaupmaður og símstjóri
í Hnífsdal og hreppstjóri í Eyr-
arhreppi, f. 4.2. 1893, d. 19.5.
1975. Systkini Helgu: Ólafía
Guðfinna, f. 1924, d. 2013, Þor-
varður, f. 1931, og Grétar Gísli,
f. 1939, d. 1946. Fóstursystkini,
sem einnig voru systkinabörn
við Helgu, voru Ólöf, f. 1915, d.
2012, Sigríður, f. 1920, d. 2002,
og Ólafur Guðfinnur Sigurður,
f. 1924, d. 2002, Karvelsbörn.
hún fór á Seltjörn árið 2019.
Börn Helgu og Halldórs eru:
1) Þorgerður Helga, f. 14.9.
1952, maki Jakob K. Krist-
jánsson, þeirra dætur eru Jó-
hanna og Gréta. 2) Grétar Alf-
ons, f. 28.7. 1954, maki Ásdís
Bragadóttir, þeirra börn eru
Kristín og Halldór. 3) Bryndís,
f. 12.4. 1963, maki Jóhann
Svavar Jóhannsson, þeirra
dætur eru Helga Dóra og
Fanney. Barnabarnabörnin eru
átta.
Helga ólst upp í Hnífsdal og
gekk þar í barnaskóla. Hún
stundaði nám við Húsmæðra-
skólann Ósk á Ísafirði veturinn
1950-1951. Ásamt húsmóð-
urstörfum vann hún verslunar-
og skrifstofustörf og var síðar
lengi skólaritari við Langholts-
skóla í Reykjavík. Hún var
virkur félagi í Kvenfélagi
Langholtssóknar um árabil og
tók þátt í félagsstarfi í Félags-
miðstöðinni Hæðargarði.
Útför Helgu fór fram í kyrr-
þey að hennar ósk.
Helga giftist
hinn 23.12. 1952
Halldóri Jakobi
Þórarinssyni kenn-
ara frá Þúfum í
Vatnsfirði, f. 16.8.
1927, d. 29.4. 1973.
Foreldrar hans
voru Þorgerður
Helga Halldórs-
dóttir, f. 2.5. 1883,
d. 19.7. 1964, og
Þórarinn Einar
Einarsson, f. 25.11. 1876, d. 8.4.
1968.
Helga og Halldór bjuggu
fyrst í Hnífsdal og á Suðureyri,
þar sem Halldór kenndi til árs-
ins 1954 er þau fluttu til
Reykjavíkur, þar sem hann
kenndi við Langholtsskóla upp
frá því. Þau byggðu sér hús við
Álfheima 24 og bjuggu þar en
Helga flutti svo í Gautland 13
og síðar í Hæðargarð 35, þar til
Með hlýju, þakklæti og söknuð
í hjarta kveð ég elskulega
tengdamóður mína eftir 40 ára
einstaklega góða og skemmtilega
samfylgd. Hugurinn hvarflar að
Álfheimum 24 en þar hófust
kynnin, þegar Grétar kynnti mig
fyrir henni. Helga var virðuleg
og glæsileg kona, alltaf vel tilhöfð
og fallega klædd.
Allt sem Helga tók sér fyrir
hendur var einstaklega vel gert
og hún hafði næmt auga fyrir því
að ganga vel frá hlutum, allt í röð
og reglu. Úrklippur úr blöðum
með mataruppskriftum frá ætt-
ingjum, vinum eða samstarfsfólki
vélritaði hún og gerði úr því lítið
hefti, fjölritaði það og gaf.
Helga klippti líka úr dagblöð-
um allar frásagnir þar sem ætt-
ingjar og vinir höfðu komist í
fréttir í leik og starfi og límdi inn
í bækur. Þessar bækur voru
reglulega dregnar fram og
skemmt sér við að rifja upp góða
tíma. Hún sagði mér fyrir stuttu
að einn rigningardag hefði hún
sýnt vinkonum sínum á Seltjörn
þessar bækur og skemmtu þær
sér við að skoða þær dagstund.
Helga hafði yndi af að ferðast,
hvort sem var innanlands eða ut-
an. Það var mikið tilhlökkunar-
efni hjá barnabörnunum að fá
ömmu heim og hún keypti alltaf
eitthvað fallegt handa þeim í
ferðum sínum. Landakortabókin
átti vísan stað í stofunni og ferð-
irnar rifjaðar upp eða farið í
ferðalag í huganum. Hún hafði
gaman af að ráða krossgátur og
ber Íslenska samheitaorðabókin
hennar þess glöggt vitni. Fékk
hún okkur þá stundum í lið með
sér en þar bar hún höfuð og
herðar yfir okkur hin.
Nokkrum dögum fyrir andlát-
ið heimsótti ég Helgu. Það lá vel
á henni. Þegar ég fór fylgdi hún
mér út á hlað. Á leiðinni fór hún
að velta fyrir sér hvort hún ætti
ekki að fá sér stóris fyrir her-
bergisgluggann. Þetta lýsti henni
svo vel, alltaf að skipuleggja og
bæta, allt til hinstu stundar. Nú
hafa tjöldin verið dregin fyrir.
Ég kveð góða og vandaða konu.
Blessuð sé minning hennar.
Ásdís Bragadóttir
Þá er hún Helga tengdamóðir
mín búin að fá hvíldina, enda var
hún búin að segja okkur að henni
fyndist þetta vera komið gott.
Hún var andlega skýr og ern til
hinstu stundar þótt líkamleg
orka hafi farið hratt minnkandi
síðustu mánuðina. Hún gat samt
heimsótt okkur af og til og nú síð-
ast fyrir rúmri viku naut hún
þess vel að borða með okkur
lambasteik og nýtínd aðalbláber
með rjóma. Hvort tveggja hinn
besti veislumatur að hennar
mati.
Ég kom inn í fjölskylduna í
ársbyrjun 1973 þegar við Þor-
gerður urðum par og var mér
strax einstaklega vel tekið, enda
spillti það ekki fyrir að ég var
Vestfirðingur í húð og hár, kom-
inn af góðu fólki, sem fjölskylda
Helgu þekkti vel til. Það var því
mikið áfall að aðeins viku eftir að
við Þorgerður opinberuðum trú-
lofun okkar, þá lést Halldór
skyndilega, langt um aldur fram,
aðeins 45 ára gamall. Ég fékk því
aldrei tækifæri til að kynnast
tengdaföður mínum, manni sem
allir sögðu að hefði verið öðlingur
í alla staði og einstakt ljúfmenni.
Fráfall Halldórs varð Helgu
mjög þungbært og má segja að
hún hafi aldrei jafnað sig á þeim
mikla missi. Helga sat því uppi,
sem einstæð móðir með þrjú
börn, það yngsta aðeins 10 ára.
Hún var samt staðráðin í að
standa sína plikt og harkaði af
sér, þótt við sem næst henni
stóðum vissum vel að hún bældi
bara söknuðinn niður, en hann
var þó alltaf til staðar, svo mjög
að oft var henni þungt í skapi.
Ég átti alltaf gott og traust
samband við tengdamóður mína
og reyndi ég alltaf að hjálpa
henni eins og ég gat. Hún mat
það mikils og við gátum alltaf
spjallað og náð vel saman. Helga
var trúuð og hún nefndi það
nokkrum sinnum við mig að hún
teldi það gæti ekki hafa verið
annað en guðleg forsjón að ég
skyldi hafa komið til sögunnar á
þessum erfiða tíma fjölskyldunn-
ar.
Helga naut þess mjög að
ferðast og fór margar ferðir til
útlanda, bæði með vinkonum sín-
um og síðan var hún líka mjög
dugleg að heimsækja okkur Þor-
gerði til útlanda þegar ég var við
nám og rannsóknarstörf í Boston
og einnig til Þýskalands og Sví-
þjóðar. Hún ferðaðist talsvert
með okkur innanlands og naut
þess sérstaklega að koma með
okkur í sumarbústaðinn í Tungu-
dal og seinna í Sælingsdalstungu.
Hún hafði líka einstaklega gam-
an af því að fara í bíltúra í ná-
grenni Reykjavíkur og þannig
enduðu flestar heimsóknir til
okkar á því taka rúnt niður
Laugaveginn á leiðinni heim.
Síðustu árin var heilsan ekki
alltaf upp á sitt besta og var hún
því að mestu hætt að vilja fara í
lengri ferðir en naut þess samt
alltaf að fá heimsóknir og heim-
sækja börn og barnabörn. Helgu
var mjög annt um sitt fólk og
stolt af því hvað allir voru að
standa sig vel í námi og starfi.
Hún var orðin södd lífdaga og
hvíldin kærkomin.
Guð blessi minningu hennar.
Jakob K. Kristjánsson.
Nú er elsku amma okkar farin
í sína hinstu för. Við systkinin
munum sakna hennar en erum
þakklát fyrir tímann sem við
fengum með henni.
Margar ljúfar og góðar minn-
ingar koma upp í hugann. Frá
barnæsku var það fastur liður að
fara um helgar í Gautlandið til
ömmu. Margar heimsóknirnar
byrjuðu á bíltúr út fyrir bæinn og
síðan var endað í kaffi hjá ömmu.
Alltaf hafði hún bakað marmara-
köku eða eitthvert annað góð-
gæti handa okkur. Vöfflur voru
líka í miklu uppáhaldi, með sykri
fyrir okkur börnin en vestfirsk-
um aðalbláberjum fyrir þá full-
orðnu. Amma hafði nefnilega ein-
staklega gaman af að fara í
berjamó og sulta síðan þegar
heim var komið.
Jóladagur í Gautlandi hjá
ömmu var alltaf tilhlökkunarefni.
Þar hittumst við frændsystkinin
og lékum okkur saman allan dag-
inn. Við spiluðum, borðuðum
dýrindis kræsingar, hangikjöt í
hádeginu, heitt súkkulaði og kök-
ur í kaffitímanum. Eftir það voru
allir orðnir meira en vel saddir.
En amma þreyttist ekki á að
bjóða okkur meira fram á kvöld.
Það var alltaf svo notalegt að
koma til ömmu.
Amma hafði mjög gaman af að
ferðast og vænt þótti henni um
að koma vestur á æskustöðvar
sínar og rifja upp gamla tíma.
Einnig fór hún margar ferðir til
útlanda. Fyrir slíkar ferðir
spurði hún okkur iðulega hvort
það væri ekki eitthvað sem hún
gæti keypt handa okkur. Spenn-
an og eftirvæntingin í barns-
hjartanu að fá ömmu heim voru
eins og litlu jólin. Alltaf keypti
hún eitthvað fallegt til að gleðja
okkur.
Þegar við stofnuðum okkar
heimili hafði hún mikla ánægju af
að heimsækja okkur. Hún hafði
gaman af að fylgjast með okkur
barnabörnunum í leik og starfi
og gladdist með okkur þegar vel
gekk.
Við urðum ekki þeirrar gæfu
aðnjótandi að kynnast Halldóri
afa. Hann lést í blóma lífsins, áð-
ur en við komum til sögunnar, og
var öllum þeim sem hann þekktu
harmdauði. Amma kenndi okkur
að minnast hans á einstaklega
fallegan hátt, á afmælisdegi hans
16. ágúst ár hvert.
Kynslóðir koma og kynslóðir
fara. Við kveðjum góða og elsku-
lega ömmu og þökkum fyrir allt
það sem hún var okkur.
Blessuð sé minning hennar.
Kristín og Halldór
Grétarsbörn.
Helga Alfonsdóttir
✝
Jón Sturluson
fæddist á Suð-
ureyri við Súg-
andafjörð 21. októ-
ber 1932. Hann lést
27. september
2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Einar
Sturla Jónsson, f.
24.8. 1902, d. 2.10.
1996, hreppstjóri á
Suðureyri, og
Kristey Hallbjarnardóttir, f.
22.2. 1905, d. 30.7. 1983, hús-
freyja. Systkini Jóns eru Eva, f.
7.9. 1927, fv. bankastarfsmaður,
búsett í Reykjavík; Sigrún f.
18.4. 1929, d. 1.11. 2019, m.a. fv.
kirkjuvörður í Bústaðarkirkju;
Kristín, f. 30.6. 1930, húsmóðir,
búsett í Reykjavík og Eðvarð, f.
maki: Jón Ómar Gunnarsson,
þau eiga þrjú börn. c) Kristín
Björg, f. 1992, maki Ívar Elí
Sveinsson, þau eiga eitt barn. 2)
Eyrún, f. 27.4. 1960, maki henn-
ar er Kristján Jóhannesson, f.
4.10. 1957. Börn þeirra eru a)
Ásbjörg Elín, f. 1979. b) Signý
Rut, f. 1995. c) Sigurbjörg
María, f. 1998. d) Jóhannes Karl,
f. 1998. 3) Sturla, f. 4.5. 1965.
Börn hans eru: a) Jón Bragi, f.
1992. b) Anton Leví, f. 1998.
Jón flutti ungur suður til
Reykjavíkur þar sem hann lauk
námi sem rafvirkjameistari. Í
Reykjavík kynntist hann Sigur-
björgu og hófu þau þar búskap.
Þau giftu sig 6.11. 1954. Þau
bjuggu alla tíð í Reykjavík. Jón
starfaði meðal annars hjá Hauki
& Ólafi og Landsbankanum
ásamt því að starfa sjálfstætt.
Útför Jóns fór fram í kyrrþey
að hans ósk hinn 6. október
2021.
23.3. 1937, fv. bif-
reiðastjóri á Suður-
eyri og oddviti, bú-
settur í Hafnarfirði.
Eiginkona Jóns
er Sigurbjörg
Björnsdóttir, f.
11.8. 1935. For-
eldrar hennar voru
Björn Guðmunds-
son, f. 25.9. 1903, d.
27.1. 1980 og Sig-
rún Eggertína
Björnsdóttir, f. 28.2. 1899, d.
13.12. 1983. Börn Jóns og Sig-
urbjargar eru: 1) Svanhildur, f.
4.3. 1955, maki hennar var Sig-
urvin Bjarnason, f. 22.7. 1955, d.
27.7. 2019. Börn þeirra eru a)
Jón Þór, f. 1978, maki: Guðrún
Þorgeirsdóttir, þau eiga þrjú
börn. b) Berglind Ólöf, f. 1984,
Nonni afi var alveg frábær.
Honum var margt til lista lagt.
Hann var flinkur fagmaður,
rafvirki og ekki síður handlag-
inn smiður. Hann var hæglátur,
hjálpsamur og hlýr. Okkur
barnabörnunum fannst hann
geta gert allt, ef eitthvað var
bilað gat afi lagað það. Þegar
hann vann í Emmessís átti
hann það til að koma með ís
heim úr vinnunni og vakti það
mikla gleði. Það var alltaf svo
gott að gista hjá ömmu og afa.
Nonni afi var með góðan húm-
or. Það var alltaf hægt að
treysta á afa til að taka þátt í
smá sprelli. Hann átti það til
dæmis til að sýna barnabarna-
börnunum fölsku tennurnar við
mikinn fögnuð. Þegar við kom-
um með börnin okkar í heim-
sókn naut hann þess að tala við
þau og grínast með þeim. Hann
gladdist mikið yfir þeim og þau
voru hæstánægð með langafa.
Nonni afi hafði einnig dálæti á
góðum mat og voru hann og
amma höfðingjar heim að
sækja. Það var alltaf heitt á
könnunni, pönnukökur og ran-
dalín í borði. Það var fátt betra
en að koma inn á hlýja heimilið
hjá ömmu og afa og spjalla
saman. Við eigum margar góð-
ar minningar um Nonna afa.
Hans verður sárt saknað.
Blessuð sé minning þín, elsku
afi.
Jón Þór Sigurvinsson,
Berglind Ólöf Sigur-
vinsdóttir og Kristín
Björg Sigurvinsdóttir.
Jón Sturluson
Útför í kirkju
Upprisa, von
og huggun
utforikirkju.is
Ástarþakkir til Lóu og starfsmanna í
Fríðuhúsi, sem og til Mússu, Thuy og
starfsmanna Vegamóta á Grund, fyrir
ómetanlegan stuðning, ást og umhyggju
gegnum árin. Kærum ættingjum og vinum
viljum við einnig þakka fyrir samúð og hlýju
vegna andláts okkar ástkæra
ÁGÚSTAR ÞÓRARINSSONAR
húsasmíðameistara,
Rauðalæk 73 í Reykjavík.
Sigríður Hanna Jóhannesdóttir
Ebba G. Guðmundsdóttir Hafþór Hafliðason
Jóhannes Þór Ágústarson Ragnhildur Lilja Ásgeirsdóttir
og barnabörnin Hanna Hulda, Hafliði, Embla María
og Hrafnhildur Freyja
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
AGNAR ÞORSTEINSSON,
Öxará,
lést sunnudaginn 3. október.
Útför hans fer fram frá Þorgeirskirkju á
Ljósavatni fimmtudaginn 14. október klukkan 14.
Elín Inga Þórisdóttir
Þröstur Agnarsson Jónína Sigurbergsdóttir
Þórir K. Agnarsson Dagný Pétursdóttir
Agnar Berg Þrastarson
Inga Lóa Þrastardóttir Kjartan Sigurðsson og börn
Pétur Rósberg Þórisson Elvar Logi Þórisson
Bróðir okkar,
MAGNÚS ÓLAFSSON,
Háaleitisbraut 16, Reykjavík,
lést miðvikudaginn 29. september á
hjartadeild Landspítalans. Hann verður
jarðsunginn í Guðríðarkirkju fimmtudaginn
14. október klukkan 13.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Landspítalans fyrir einstaka
umönnun og aðstoð við aðstandendur.
Sigríður Guðmundsdóttir Agnar Guðmundsson
Vilhelmína Ólafsdóttir Pétur Ólafsson
Símon Ólafsson
og aðrir aðstandendur
Elskuleg eiginkona mín, systir, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR,
lést í faðmi fjölskyldunnar 7. október.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju
föstudaginn 15. október klukkan 13.
Þórður R. Jónsson
Anna Þórðardóttir Kári Grétarsson
Elín Þórðardóttir
Jón Þórðarson Linda Hilmarsdóttir
Sigríður Þorsteinsdóttir
Erla Þorsteinsdóttir Ágúst Haraldsson
Þórður, Elsa, Grétar, Nótt, Sigvaldi, Embla, Janus
Laufey, Anna, Tinna, Sunna, Kári
Ástkær móðir mín, tengdamóðir
og amma,
ÞÓRA JÓNSDÓTTIR,
Vallarbraut 6, Njarðvík,
lést miðvikudaginn 6. október.
Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju
fimmtudaginn 21. október klukkan 13.
Sigurður Bergmann Sólveig Steinunn Guðmundsd.
Aðalheiður Kristjánsdóttir
og barnabörn