Morgunblaðið - 12.10.2021, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2021
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur
fyrir veturinn og
tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9.-12.30, nóg pláss - Boccia
kl.10:15 -Tálgað í tré kl.13:00 - Postulínsmálun kl.13:00 –Prjónakaffi
með Önnu kl.13:30 - Kaffi kl.14:30-15:20 - Nánari upplýsingar í síma
411-2702 - Allir velkomnir
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Opin vinnustofa kl. 9-12.
Leikfimi m. Milan kl. 10.30. Handavinna kl. 12-16. Karlakórinn Kátir
karlar kl. 12:45. Hádegismatur kl. 11.40-12.40. Heitt á könnunni. Kaffi-
sala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími: 411-2600.
Áskirkja Spilum félagsvist í kvöld í Dal, neðra safnaðarheimili kir-
kjunnar kl 20. Allir velkomnir Safnaðarfélag kirkjunnar
Boðinn Þriðjudagur: Kynning á Okkar Kópavogi kl. 10:45. Ganga/staf-
ganga kl. 10. frá anddyri Boðans. Fuglatálgun kl. 13. Bridge og
Kanasta kl. 13. Sundlaugin er opin frá kl. 13:30-16:00.
Fella og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar djákna og
Arnhildar organista. Súpa og brauð eftir stundina. Félagsstarf eldri
borgara kl. 13 Rithöfundurinn Kristín Björg Sigurvinsdóttir kemur til
okkar og segir frá bókum sínum. Verið velkomin í gott og gefandi
samfélag.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00.
Prjónað til góðs kl. 8:30-12:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Salatbar
kl. 11:30-12:15. Myndlistarhópurinn Kríur kl. 12:30-15:30. Þórunn
Sveinbjarnardóttir fyrrum form. LEB. „Þetta verður góður dagur“ kl.
13:30. Bónusrútan kl. 13:10. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Bókabíllinn
kl. 1
Garðabær Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Po-
olhópur í Jónshúsi kl. 9:00. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Qi-
Gong í Sjál kl. 9:00. Stólajóga kl. 11:00 í Jónshúsi. Leikfimi í Ásgarði
kl. 12:15. Boccia í Ásgarði kl. 12:55. Smíði kl. 9:00 og 13:00 í Smiðju
Kirkjuhv.
Gjábakki Kl. 8.30 til 11.30 og 13. til 16 = opin handavinnustofa og
verkstæði. Kl. 9 til 10.15 = qigong æfingar í hreyfi- og aðalsal. Kl.
13.30 = Gleðigjafarnir og Dóra mæta með samsöng! Kl. 16 til 18 =
Nafnlausi leikhæopurinn með námskeið í upplestri og framsögn.
Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 12. október verður opið hús fyrir el-
dri borgara í Grafarvogskirkju. Opna húsið er kl. 13-15. Margt er til ga-
mans gert svo s.s. tekið í spil eða prjónað. Opna húsinu lýkur með
kaffiveitingum. Umsjón hefur Sigrún Eggertsdóttir. Kyrrðarstund
hefst kl. 12. Að henni lokinni er boðið upp á léttar veitingar gegn
vægu gjaldi. Allir hjartanlega velkomnir!
Gullsmára Myndlist kl. 9. Boccia kl. 10.Tréútskurður og
Kanasta kl. 13.
HraunselBilljard: Kl. 8 -16. Dansleikfimi kl. 9. Qi Gong kl. 10.
Bridge kl. 13.
Hvassaleiti56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30.
Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Jóga með Rakel Írisi kl. 9:00, örfá sæti laus í
jóga á þriðjudögum. Bridge í handavinnustofu 13:00. Helgistund kl.
14:00. Hádegismatur kl. 11:30 – 12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum
áður.
Korpúlfar Morgunleikfimi kl. 9:45 í Borgum. LIstmálun Korpúfa með
Pétri kl. 9. og Boccia í Borgum kl. 10. Helgistund á vegum Grafarvogs-
kirkju kl. 10:30 og leikfimishópur Korpúlfa í umsjón Margrétar kl. 11 í
Egilshöll. Spjallhópur Korpúlfa í listasmiðjunni í Borgum kl. 13. og
sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 14:00. Allir hjartanlega velkom-
nir í BORGIR, þar sem gleðin býr.
Neskirkja Krossgötur kl. 13. Ljónatemjarinn. Sr. Skúli S. Ólafsson
fjallar um Daníel spámann úr Gamla testamenntinu. Kaffiveitingar.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag hittist bútasaumshópur í handavin-
nustofu milli kl. 09-12. Hópþjálfun verður í setustofu 2. hæðar milli kl.
10:30-11. Þá verður tölvu og snjalltækjaaðstoð í setustofu milli kl.
11:00-11:30. Bókband er í smiðju 1. hæðar milli 13.-16:30. Milli kl.
13:30-14:30 hlustum við saman á hlaðvarp í handavinnustofu. Þá leg-
gjum við af stað í göngu með viðkomu í verslun kl. 15. úr móttöku.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 07.10. Kaffikrókur alla
morgna frá kl. 9.00. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 11.30. Pútt í Risinu
kl. 10.30. Helgistundin sem vera átti í salnum í dag frestast um eina
viku og verður þriðjudaginn 19. október. Örnámskeið/roð og leður á
neðri hæð félagsheimilisins kl. 15.30 - 18.30. Minnum á bingóið í
salnum á Skólabraut nk. fimmtudag kl. 13.30. Allir velkomnir.
Minnum fólk á hafa samband vegna greiðslu á leikhúsmiðum
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
✝
Árnína Hildur
Sigmundsdótt-
ir fæddist á Norð-
firði 19. jan. 1927.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Suðurnesja laug-
ardaginn 18. sept.
2021. Foreldrar
hennar voru Sig-
mundur Stefáns-
son, skósmiður í
Neskaupstað, f. 5.
nóv. 1875, d. 18. feb. 1953, og
kona hans, Stefanía Árnadótt-
ir, f. 6. feb. 1886, d. 1. júní
1960. Árnína var yngst af
þrettán börnum þeirra hjóna
sem nú eru öll látin: Eldri
systkinin voru: Guðmundur
Valdimar, f. 12. júlí 1907, Guð-
rún, f. 18. júlí 1908, Guðríður
Árný, f. 21. nóv. 1909, Val-
borg, f. 18. apríl 1911, Stefán,
f. 19. sept. 1912, Guðmundur
Snorri Steinar Skúlason, f. 11.
nóv. 1947. Sigmundur, f. 4.
ágúst 1950, maki Margrét
Ingibjörg Kjartansdóttir, f. 9.
jan. 1952, Inga, f. 6. nóv. 1953,
maki Þórarinn Egill Sveins-
son, f. 10. júlí 1952, Valborg,
f. 22. feb. 1956, maki Stefán
Sæmundsson, f. 4. júní 1946,
Valdemar, f. 1. júlí 1962, maki
Sif Axelsdóttir, f. 20. sept.
1961.
Árnína lauk hefðbundnu
barnaskólanámi í Neskaupstað
og var í Húsmæðraskóla Suð-
urlands að Laugarvatni 1947-
1948. Hún flutti til Keflavíkur
1948 og hóf síðan fljótlega af-
greiðslustörf í apóteki bæj-
arins og síðar í kaupfélaginu.
Meðan börnin uxu úr grasi sá
hún alfarið um heimilið en
smám saman tók hún að starfa
utan heimilisins, m.a. í Kaup-
félaginu, á Aðalstöðinni og á
böllum í Ungmennafélagshús-
inu. Síðar fór hún að vinna við
saumastörf hjá Álnabæ og
loks á eigin vegum heima.
Útför Árnínu fór fram frá
Keflavíkurkirkju 1. október
2021.
Valgeir, f. 26. nóv.
1913, Sigrún, f. 3.
júní 1915, Jóhann,
f. 1. ágúst 1917,
Lovísa, f. 26. feb.
1919, Ingi Sigfús,
f. 24. jan. 1921,
Sveinlaug, f. 30.
júní 1922, og Al-
bert, f. 24. apríl
1924.
Þann 28. des.
1949 giftist
Árnína Einari Ingimund-
arsyni, f. 30. apríl 1926 í
Borgarholti í Stokkseyrarhr.,
d. 5. ágúst 2012, sem þá var
lögreglumaður í Keflavík og
síðar lengi starfsmaður Frí-
hafnarinnar á Keflavík-
urflugvelli. Þau bjuggu alla
tíð í Keflavík.
Árnína og Einar eignuðust
fimm börn. Þau eru:
Sigrún, f. 1. júlí 1949, maki
Elsku Adda amma okkar lést í
faðmi fjölskyldunnar eftir veik-
indi morguninn 18. september.
Það hafa verið forréttindi að hafa
elsku ömmu í okkar lífi. Það var
alltaf gott að koma á Brekku-
brautina til Öddu ömmu og Ein-
ars afa og þau voru ófá skiptin
sem við mættum þar í heimsókn í
kaffi, kvöldmat og fjölskylduboð
yfir jól, páska og svo að sjálf-
sögðu á afmælisdögum þeirra.
Eftir að afi lést þá flutti amma á
Nesvelli þar sem við héldum
áfram að koma reglulega til
hennar og auðvitað á afmælis-
degi hennar og afa. Amma var
handlagin mjög og margt til lista
lagt. Hún saumaði mikið, málaði
á postulín, heklaði fjölda teppa
og prjónaði. Eftir að hún hætti
að geta sinnt handavinnu þá
dundaði hún sér við að lita fal-
legar myndir. Allt sem amma tók
sér fyrir hendur var vandað og
fallega unnið.
Amma og afi voru dugleg að
ferðast um landið þegar við vor-
um lítil og fengum við stundum
að fara með þeim í ferðalög á
þeim tíma. Síðari árin ferðuðust
þau einnig víða erlendis en þau
voru mjög samrýmd og gerðu
flestallt saman. Amma saknaði
afa mikið eftir að hann lést og
hafði áhyggjur af því hversu
lengi hann þurfti að bíða eftir
henni. Það er huggun að vita af
þeim sameinuðum í sumarland-
inu.
Amma tók alltaf vel á móti
okkur og vildi allt fyrir okkur
gera. Hún var stolt af fjölskyld-
unni sinni og okkur barnabörn-
unum og henni varð tíðrætt um
það þessar síðustu vikur sem
hún lifði. Hún var þakklát fyrir
alla umhyggjuna sem hún fékk á
spítalanum og átti oft erfitt með
að biðja um aðstoð þar sem hún
vildi ekki trufla starfsfólkið að
óþörfu.
Okkur er þakklæti efst í huga.
Þakklæti fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir okkur systkinin. Það
er erfitt að kveðja, elsku Adda
amma. Þín verður sárt saknað.
Minning þín lifir.
Þökk sér þér amma mín, alla tíð
öll er þín myndin fögur og blíð
sem birtist frá bernskunnar degi.
Ennþá kertið þitt birtu ber
í bænum heima sem lýsti mér,
það ljómar upp lífs míns vegi.
(Birna Guðrún Friðriksdóttir)
Herdís Snorradóttir
Helga Hildur Snorradóttir
Einar Snorrason
Árnína Hildur
Sigmundsdóttir
✝
Óskar Harry
Jónsson var
fæddur 18. júlí
1939 í Reykjavík,
sonur Johns Har-
rys Bjarnasonar
verkstjóra hjá
Reykjavíkurborg
og Sigríðar Óskar
Einarsdóttur hús-
freyju. Hann lést á
Landspítalanum
18. september
2021 eftir löng og erfið veik-
indi.
Systkini hans eru Einar S.
Jónsson, lést 2008, Amalía
Jóna Jónsdóttir, Njörður Mar-
el Jónsson, lést 2017, og Dag-
mar Jónsdóttir.
Hinn 25. desember 1962
kvæntist Óskar eftirlifandi
eiginkonu sinni, Margréti
Jónsdóttur, fæddri 15. októ-
ber 1941. Börn þeirra eru:
1. Ingibjörg Óskarsdóttir,
fædd 6.8. 1962, gift Pétri
Björnssyni. Börn þeirra eru
Jón Hjörtur Pétursson og
Agnes Þóra Pétursdóttir.
Óskar Harry var fæddur og
uppalinn í Reykjavík. Hann
tók gagnfræðapróf frá Hlíð-
ardalsskóla í Ölfusi 1958.
Hann lauk námi við Hjúkr-
unarskóla Íslands í mars
1962. Þann 18. júní 1962 flutt-
ust Óskar og Margrét að Arn-
arholti á Kjalarnesi. Óskar
tók þá við stöðu yfirhjúkrun-
armanns og starfaði þar nán-
ast óslitið til ársins 1989.
Sumarið 1968 fluttust þau
Margrét til Bodø í Noregi
ásamt tveimur elstu börnum
sínum. Óskar stundaði þar
framhaldsnám í geðhjúkrun
við Statens Specialskole i
Psykiatrisk Sykepleje og út-
skrifaðist í júlí 1969.
Eftir að Óskar hætti störf-
um sem geðhjúkrunarfræð-
ingur stofnuðu hann og Mar-
grét fyrirtækið Belís Heilsu-
vörur sem þau ráku með
góðum árangri til ársins
2013.
Óskar lærði fjölskyldumeð-
ferð og rak einnig á tímabili
Hjúkrunarmiðstöðina ásamt
hjónunum Jóni Snorrasyni og
Úlfhildi Grímsdóttur hjúkr-
unarfræðingum, en Hjúkrun-
armiðstöðin var eitt af fyrstu
einkareknu fyrirtækjum í
heilbrigðisþjónustu á Íslandi.
Útför fór fram í kyrrþey.
Sambýlismaður
Agnesar Þóru er
Sveinn Vignir Is-
aksen.
2. Jón Harry
Óskarsson, fædd-
ur 23.6. 1965,
giftur Dóru Guð-
nýju Rósudóttur
Sigurðardóttur.
Börn þeirra eru
Margrét Rósa
Dórudóttir Har-
rysdóttir og Óskar Harry
Dóruson Harrysson. Sam-
býlismaður Margrétar Rósu
er Kormákur Jarl Gunn-
arsson.
3. Margrét Ósk Óskarsdótt-
ir, fædd 15.2. 1976. Hennar
sonur er Kristinn Jökull
Kristinsson.
4. Guðrún Anna Magnús-
dóttir, fædd 4.3. 1962. Sam-
býliskona hennar er Hrefna
Huld Helgadóttir. Börn henn-
ar eru Ólafur Karl Stefánsson
og Anna Laufey Stefáns-
dóttir. Sonur Önnu Laufeyjar
er Gísli Freyr Eyþórsson.
Nú hefur faðir okkar kvatt
þennan heim eftir erfið veik-
indi. Eftir sitja minningar um
einstakan mann og föður.
Hann var alltaf til staðar fyr-
ir okkur og studdi okkur með
ráðum og dáð. Hann var klett-
urinn okkar sem alltaf var hægt
að leita til.
Hans helsta ósk okkur til
handa var að við yrðum ham-
ingjusöm og að það sem við
tækjum okkur fyrir hendur
veitti okkur lífsfyllingu og gleði.
Það var alltaf gaman að tala
við pabba um allt mögulegt
enda hafði hann áhuga á svo
mörgu og komum við sjaldan að
tómum kofunum þegar heims-
málin eða eilífðarmálin voru
rædd.
Hann hafði mjög ákveðnar
skoðanir á flestu en var fær um
að skipta um skoðun ef hann sá
að ákveðin rök eða söguskoðun
stóðst ekki.
Pabbi var kjarkaður maður
sem þorði að láta drauma sína
rætast. Í því var hann okkur
börnum sínum fyrirmynd eins
og í svo mörgu öðru. Hvort sem
var að flytjast til útlanda með
fjölskylduna eða að skipta um
starfsvettvang á miðjum aldri.
Pabbi var nærgætinn maður
og endaði oftar en ekki samtöl
með því að spyrja hvort hann
gæti gert eitthvað fyrir okkur.
Og gerði hann það þar til yfir
lauk.
Pabbi var ekki allra en hann
var mikill vinur vina sinna og
tryggur þeim sem hann tók.
Þótt öldur gætu risið hátt þá
risti það aldrei djúpt.
Við vissum um nokkurt skeið
að hverju stefndi en ekkert
okkar var þó tilbúið. Við erum
þakklát fyrir þann tíma sem við
fengum með honum og að þján-
ingum hans sé lokið.
Hvíl í friði, kæri pabbi.
Ingibjörg, Harry
og Margrét Ósk.
Óskar Harrý Jónsson geð-
hjúkrunarfræðingur er látinn.
Leiðir okkar Óskars lágu fyrst
saman þegar ég starfaði tvö
sumur í Arnarholti og síðan upp
úr 1980 þegar ég flutti mig úr
starfi á geðdeild Borgarspítal-
ans í Arnarholt. Óskar hafði
verið beðinn um að taka að sér
rekstur hjúkrunar í Arnarholti
þegar geðdeild Borgarspítalans
tók það undir sinn væng. Arn-
arholt varð því stærsta geðdeild
Borgarspítalans með um 60
rúm.
Þegar ég hóf störf í Arn-
arholti stýrði Óskar einni af
deildum staðarins, sem nú voru
fluttar í nýtt húsnæði á tveimur
hæðum sem í alla staði var
hentugra fyrir sjúklingana en
Óskar var helsti hvatamaður að
byggingu nýs húsnæðis í Arn-
arholti. Öll herbergi fyrir sjúk-
linga voru einbýli fyrir utan tvö
herbergi sitt á hvorri hæðinni
sem var einsdæmi á geðdeildum
á þessum tíma. Óskar lagði
mikla áherslu á að sjúklingar
hefðu einhver viðfangsefni og
að þeir stunduðu vinnu á staðn-
um í hópum, s.s. við steypu-
vinnu, útivinnu, ræstingar, fata-
viðgerðir, símavörslu, í
þvottahúsi sem sá um allan
þvott staðarins, eldhúsi, lista-
smiðju o.fl. Að vinnudegi lokn-
um fóru allir í bað. Allir sjúk-
lingar fengu greitt fyrir vinnu
sína. Þó flestir sjúklinganna
stunduðu einhverja vinnu voru
nokkrir óvinnufærir en þeir
sóttu í staðinn föndur og handa-
vinnu sem var mjög öflug á
staðnum.
Þá var sett upp aðstaða fyrir
sjúkraþjálfun þar sem starfs-
fólk átti einnig kost á að æfa
líkamsæfingar. Á hverju ári var
svo haldið þorrablót sem sjúk-
lingar, aðstandendur og starfs-
fólk tóku þátt í. Farið var
reglulega í lengri og styttri
ferðir með sjúklingana, kór
sjúklinga var starfandi undir
stjórn hjúkrunarfræðings sem
söng m.a. á þorrablótinu og
fleira mætti telja.
Á ákveðnum tímapunkti var
ákveðið að auka vægi endur-
hæfingar sjúklinga á geðdeild
Borgarspítalans. Það kom í hlut
Óskars og deildarinnar sem
hann stýrði að taka það verk-
efni að sér.
Þegar Hannes Pétursson
geðlæknir tók við af Karli
Strand fóru geðlæknar, sál-
fræðingur og félagsráðgjafi að
koma í hverri viku í Arnarholt
til að hitta sjúklinga. Að auki
komu vikulega sérfræðingar í
lyflækningum sem fylgdust með
líkamlegri heilsu sjúklinga og
meðhöndluðu þá eftir þörfum.
Fyrir milligöngu þeirra var
greiður aðgangur að bráðadeild
Borgarspítalans og öðrum
deildum ef flytja þurfti sjúk-
linga brátt.
Vegna langra vakta starfs-
fólks var tekið upp það verklag
að gefa starfsfólki frían tíma
um miðjan dag til að hvíla sig
eða hreyfa sig. Þetta held ég að
hafi verið nýjung á þeim tíma
en núna þykir þetta sjálfsagt á
vinnustöðum til heilsueflingar
þar sem hægt er að koma því
við
Ég hef starfað á flestum geð-
deildum landsins og hef því
nokkuð góða yfirsýn yfir starf-
semi þeirra. Engin þeirra er
mér eins ofarlega í minni fyrir
gæði hjúkrunar og deildin sem
Óskar stýrði.
Ég þakka Óskari fyrir sam-
starfið og vinskapinn og bið
góðan Guð að blessa fjölskyldu
hans.
Jón Snorrason
Óskar Harry
Jónsson