Morgunblaðið - 12.10.2021, Page 26

Morgunblaðið - 12.10.2021, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2021 Undankeppni HM karla J-RIÐILL: Ísland – Liechtenstein ............................. 4:0 Norður-Makedónía – Þýskaland ............ 0:4 Rúmenía – Armenía ................................. 1:0 Staðan: Þýskaland 8 7 0 1 23:3 21 Rúmenía 8 4 1 3 11:8 13 N-Makedónía 8 3 3 2 15:10 12 Armenía 8 3 3 2 8:11 12 Ísland 8 2 2 4 11:15 8 Liechtenstein 8 0 1 7 2:23 1 _ Ísland mætir Rúmeníu og Norður-Make- dóníu á útivöllum í tveimur síðustu umferð- unum í nóvember. E-RIÐILL: Hvíta-Rússland – Tékkland .................... 0:2 Eistland – Wales....................................... 0:1 Staðan: Belgía 16, Tékkland 11, Wales 11, Eistland 4, Hvíta-Rússland 3. G-RIÐILL: Lettland – Tyrkland................................. 1:2 Holland – Gíbraltar .................................. 6:0 Noregur – Svartfjallaland ....................... 2:0 Staðan: Holland 19, Noregur 17, Tyrkland 15, Svartfjallaland 11, Lettland 5, Gíbraltar 0. H-RIÐILL: Kýpur – Malta........................................... 2:2 Króatía – Slóvakía .................................... 2:2 Slóvenía – Rússland ................................. 1:2 Staðan: Rússland 19, Króatía 17, Slóvakía 10, Slóv- enía 10, Malta 5, Kýpur 5. Suður-Ameríka: Kólumbía – Brasilía.................................. 0:0 Argentína – Úrúgvæ ................................ 3:0 Síle – Paragvæ.......................................... 2:0 Venesúela – Ekvador ............................... 2:1 Bólivía – Perú ........................................... 1:0 Staðan: Brasilía 28, Argentína 22, Ekvador 16, Úrúgvæ 16, Kólumbía 15, Paragvæ 12, Perú 11, Síle 10, Bólivía , Venesúela 7. Bandaríkin Houston Dash – North Carolina ............ 4:1 - Andrea Rán Hauksdóttir var á vara- mannabekk Houston allan tímann. Katar Deildabikarinn, B-riðill: Al-Arabi – Al-Gharafa ............................ 3:3 - Aron Einar Gunnarsson lék seinni hálf- leikinn með Al-Arabi sem er með þrjú stig eftir þrjá leiki. >;(//24)3;( Olísdeild karla Grótta – Fram....................................... 23:24 Haukar – Stjarnan ............................... 28:30 Staðan: ÍBV 3 3 0 0 91:83 6 Haukar 4 2 1 1 114:105 5 Valur 2 2 0 0 52:40 4 Fram 3 2 0 1 80:75 4 KA 3 2 0 1 82:78 4 Stjarnan 2 2 0 0 66:63 4 FH 4 2 0 2 102:100 4 Afturelding 3 1 1 1 87:86 3 Selfoss 4 1 0 3 96:109 2 Grótta 3 0 0 3 66:71 0 HK 2 0 0 2 50:57 0 Víkingur 3 0 0 3 64:83 0 E(;R&:=/D Hallgrímur Jónasson verður áfram aðstoðarþjálfari knatt- spyrnuliðs KA og leikur að óbreyttu með liðinu að nýju á næsta keppnistímabili. KA-menn tilkynntu í gær að Hallgrímur hefði skrifað undir nýjan samning sem leikmaður og aðstoðarþjálf- ari fyrir næsta tímabil. Hall- grímur slasaðist illa á hné í bik- arleik með KA gegn Leikni R. í júní 2020 með þeim afleiðingum að hann hefur ekki spilað með lið- inu síðan en nú stefnir í að hann verði aftur kominn inn á völlinn á næsta keppnistímabili. Hallgrímur spilar á ný KNATTSPYRNA Undankeppni EM U21 árs karla: Víkingsvöllur: Ísland – Portúgal.............. 15 HANDKNATTLEIKKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Origo-höllin: Valur – HK .......................... 20 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Hertz-höllin: Grótta – Fram U............ 19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Stykkishólmur: Snæfell – Stjarnan ......... 18 Akranes: Aþena/UMFK – Þór Ak ........... 18 Í KVÖLD! „Portúgal er mjög sterkt lið en í leikjum sínum hingað til í undan- keppninni hafa þeir fengið að vera mjög mikið með boltann. Þeir hafa fengið góðan tíma til að athafna sig og okkar markmið er að reyna að draga úr því. Við ætlum að sjá hvernig leikurinn þróast en planið er að liggja ekki í vörn allan leikinn. Við ætlum okkur að mæta þeim með okkar styrkleika að leiðarljósi en það má samt ekki gleyma því að þeir léku til úrslita í lokakeppninni núna í ár þar sem þeir töpuðu naum- lega fyrir Þýskalandi. Þeir eru vissu- lega með nýtt lið núna en þetta verð- ur klárlega hörkuleikur.“ Stór og breiður hópur Elías Rafn Ólafsson, Mikael Egill Ellertsson, Hákon Arnar Haralds- son og Kristian Nökkvi Hlynsson eru allir fjarverandi í þessum lands- leikjaglugga en þeir léku stórt hlut- verk með liðinu í síðasta glugga þar sem Ísland vann 2:1-sigur gegn Hvíta-Rússlandi í Brest, ásamt því að gera 1:1-jafntefli gegn Grikklandi á Würth-vellinum í Árbænum. „Hópurinn er talsvert breyttur frá síðasta landsleikjaglugga en að sama skapi tel ég að það muni ekki hafa of mikil áhrif á okkur. Við erum með góðan, stóran og breiðan hóp og það eru allir með sitt hlutverk á hreinu, hvort sem þeir byrja inni á gegn Portúgal eða á bekknum. Við vitum allir hvað við þurfum að gera til þess að ná árangri og við viljum alltaf ná í góð úrslit á okkar heima- velli.“ Kolbeinn er einn þeirra sem voru í íslenska hópnum sem tók þátt í loka- keppni EM 2021 í Slóveníu og Ung- verjalandi í mars. „Við erum allir sammála um að við viljum komast á lokamótið í Georgíu og Rúmeníu. Það eru nokkrir í hópn- um sem hafa gert þetta áður og við vitum því hversu stórt og gaman það er að taka þátt í svona móti. Þetta er fyrst og fremst leikur á okkar heimavelli og við þurfum að reyna að ná í eins mörg stig og við getum hér heima. Þetta er enginn úrslitaleikur en samt sem áður mjög mikilvægur leikur þegar kemur að þeim mark- miðum sem við höfum sett okkur fyrir þessa undankeppni,“ sagði Kol- beinn í samtali við Morgunblaðið. Allir eru með sitt hlutverk á hreinu - Ísland mætir Portúgal í Víkinni í dag Ljósmynd/Szilvia Micheller 6 Kolbeinn Þórðarson er einn sex leikmanna í núverandi hóp U21-árs lands- liðsins sem tóku þátt í lokakeppninni í Ungverjalandi og Slóveníu í sumar. EM U21 ÁRS Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Við erum mjög spenntir fyrir þess- um leik og mjög vel undirbúnir,“ sagði Kolbeinn Þórðarson, fyrirliði U21-árs landsliðs karla í knatt- spyrnu, í samtali við Morgunblaðið. Ísland tekur á móti Portúgal í 4. riðli undankeppni EM 2023 á Vík- ingsvelli í Fossvogi í dag klukkan 15 en Ísland er með 4 stig í fjórða sæti riðilsins en Portúgal er í þriðja sæt- inu með 6 stig. Bæði lið hafa leikið tvo leiki í undankeppninni til þessa en liðið sem hafnar í efsta sæti riðilsins fer beint í lokakeppnina sem fer fram í Georgíu og Rúmeníu, en liðið sem hafnar í öðru sæti fer áfram í umspil. „Við vitum hvað við viljum gera, hvernig við viljum mæta þeim og við erum tilbúnir að gera allt til þess að vinna. Stemningin í hópnum er frábær og það er mikið sjálfstraust innan liðsins. Það eru allir leikmenn heilir heilsu, ferskir og tilbúnir í slaginn,“ sagði Kolbeinn. Portúgal lék til úrslita í loka- keppni EM 2021 sem fram fór í Slóv- eníu og Ungverjalandi þar sem liðið tapaði 0:1 fyrir Þýskalandi í úrslita- leik í Ljubljana. Argentínumenn stigu stórt skref í átt að lokakeppni HM 2022 í knatt- spyrnu í fyrrinótt með því að leggja granna sína í Úrúgvæ að velli, 3:0, í Buenos Aires. Lionel Messi, Ro- drigo De Paul og Lautaro Martínez skoruðu mörkin. Argentínumenn slitu sig frá næstu liðum og eru áfram taplausir í öðru sæti í Suður- Ameríku þar sem allar tíu þjóð- irnar leika tvöfalda umferð. Bras- ilía tapaði sínum fyrstu stigum með markalausu jafntefli í Kólumbíu. Fjögur efstu liðin fara beint á HM og það fimmta í umspil. Argentína er skrefi nær HM AFP Skoraði Lionel Messi fagnar 80. landsliðsmarki sínu gegn Úrúgvæ. Þýskaland varð í gærkvöld fyrsta þjóðin til að tryggja sér sæti í loka- keppni HM karla í knattspyrnu í Katar með því að vinna sannfær- andi útisigur á Norður-Makedóníu, 4:0, í Skopje. Timo Werner skoraði tvö markanna, Kai Havertz og Jam- al Musiala eitt hvor en þau komu öll í seinni hálfleiknum. Alexandru Mitrita tryggði Rúm- enum 1:0-sigur á Armenum og þeir komust þar með upp fyrir þá og í annað sætið en gríðarlega hörð barátta verður um umspilssætið í lokaumferðunum. Þýskaland fyrst allra á HM AFP Tvenna Timo Werner fagnar seinna marki sínu í Skopje í gærkvöld. Stjörnumenn sýndu í gærkvöld að þeir eru til alls líklegir á Íslandsmóti karla í handknattleik þegar þeir lögðu Hauka á Ásvöllum, 30:28. Þetta var aðeins annar leikur Garðabæjarliðsins í deildinni og sá fyrsti í 24 daga en þeir hófu mótið einnig á útisigri, gegn Aftureldingu. Haukar töpuðu hinsvegar í fyrsta skipti í fjórum leikjum á tímabilinu. Stjarnan komst í 29:26 þegar skammt var eftir, en Haukar minnk- uðu muninn í eitt mark, 29:28, og fengu tækifæri til að jafna eftir að hafa tekið leikhlé. Allt kom fyrir ekki og Starri Friðriksson skoraði síðasta mark leiksins fyrir Garðbæ- inga úr hraðaupphlaupi. Hafþór Már Vignisson skoraði níu mörk fyrir Stjörnuna og Björgvin Þór Hólmgeirsson átta. Adam Haukur Baumruk skoraði sex mörk fyrir Hauka og Darri Aronsson fimm. Aron Rafn Eðvarðsson varði tólf skot. Á Seltjarnarnesi vann Fram nauman sigur á Gróttu, 24:23, eftir gríðarlega spennu á lokakafla leiks- ins. Ólafur Jóhann Magnússon skor- aði 24. mark Fram þegar enn voru þrjár mínútur eftir af leiknum og það reyndist vera sigurmarkið. Grótta er þar með enn án stiga eftir þrjá tvísýna leiki í byrjun móts. Vilhelm Poulsen skoraði sex mörk fyrir Fram og Breki Dagsson fimm. Valtýr Már Hákonarson varði átta skot í markinu. Igor Mrsulja skoraði sex mörk fyrir Gróttu og Ísak Arnar Kolbeinsson varði níu skot. Morgunblaðið/Eggert Níu Hafþór Már Vignisson var markahæstur hjá Stjörnunni gegn Haukum þegar Garðbæingar sóttu óvænt tvö sig á Ásvelli í Hafnarfirði. Stjörnumenn skelltu Haukum - Fram vann spennuleik á Nesinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.