Morgunblaðið - 12.10.2021, Síða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2021
Fransk-gríska kvikmyndin Moon, 66
Questions eftir Jacqueline Lentzou
hlaut Gyllta lundann, aðalverðlaun
RIFF, í ár. Alls voru veitt sex verð-
laun. Úr keppnisflokknum Vitrunum
hlutu einnig sérstaka viðurkenningu
dómnefndar Vildmænd eftir Thomas
Daneskov og Clara Sola eftir Nat-
halie Álvarez Mesén. Clara Sola
hlaut einnig útnefningu Dómnefndar
unga fólksins. Verðlaun í dagskrár-
flokknum Önnur framtíð hlaut Zin-
der eftir Aicha Macky. Flokkurinn
Önnur framtíð saman stendur af
heimildarmyndum sem fjalla á einn
eða annan hátt um umhverfis- og/
eða mannréttindamál.
Eftirsjón eftir Björn Rúnarsson
var valin besta íslenska nemamynd-
in og Síðasti séns eftir Ástu Sól
Kristjánsdóttur hlaut sérstaka við-
urkenningu í þeim flokki. Frie
Mænd eftir Óskar Kristin Vignisson
hlaut verðlaun fyrir bestu íslensku
stuttmyndina.
Verðlaun sem besta mynd í flokki
alþjóðlegra stuttmynda hluta Stran-
gers eftir Noru Longatti en sérstaka
viðurkenningu hlaut State of Ele-
vation eftir Isabelle Prim. Verðlaun
Gullna eggsins, stuttmynda þátttak-
enda kvikmyndasmiðju RIFF „Tal-
ent Lab“, hlaut Drowning Goat eftir
Sebastian Johansson Micci.
Lundinn Rafn Sigurðsson, ræðismaður Grikklands, tók við Gullna lund-
anum fyrir hönd Jacqueline Lentzou úr hendi leikkonunnar Trine Dyrholm.
Moon, 66 Questions
hreppti lundann
Fimm tilnefningar til Hönnunar-
verðlauna Íslands hafa verið kynnt-
ar, verkefni sem valnefnd telur
framúrskarandi á sviði hönnunar
og arkitektúrs, en verðlaunin verða
afhent 29. október.
„MAGNEA – made in Reykja-
vík“, fatalína Magneu Einarsdóttur,
er tilnefnd og í umsögn segir: „Fág-
að litaval og listræn framsetning
undirstrika nýstárlega möguleika
íslensku ullarinnar…“
Ásýnd nýrrar plötu Hjaltalín er
tilnefnd og er eftir grafíska hönn-
uðinn Sigurð Oddsson, myndhöggv-
arann Matthías Rúnar Sigurðsson
og þrívíddarhönnuðinn Gabríel
Benedikt Bachmann. Um verkið
segir: „Hér er hljóðheimur sköp-
unar hlutgerður sem úlfabarn í
formi höggmyndar úr basalti sem
er jafnframt teiknuð og vistuð í þrí-
víðu stafrænu formi …“
Söluhús við Ægisgarð eftir Yrki
arkitekta hlýtur tilnefningu og um
það segir m.a.: „Að innan er burð-
arvirki húsanna sýnilegt, sem skap-
ar hráa en um leið fíngerða stemn-
ingu…“
Bókverkið Konur sem kjósa eftir
Snæfríði Þorsteins, Hildigunni
Gunnarsdóttur og Agnar Frey Stef-
ánsson hlýtur tilnefningu en „nálg-
un við viðfangsefnið einkennist af
virðingu og verkinu er sköpuð við-
eigandi og eftirtektarverð um-
gjörð“.
Þá er tilnefnt hönnunarverkefnið
Þykjó eftir Sigríði Sunnu Reynis-
dóttur, Ninnu Þórarinsdóttur, Sig-
urbjörgu Stefánsdóttir og Erlu
Ólafsdóttur: „Vel heppnuð sam-
þætting rýmis, hönnunar og skynj-
unar og þverfaglegt samstarf milli
skapandi fólks og sérfræðinga.“
Af heimasíðu Yrki arkitekta
Tilnefnd Söluhús eftir Yrki arkitekta við
Ægisgarð eru meðal tilnefndra verkefna.
Fimm verkefni
keppa um Hönn-
unarverðlaunin
Á útgáfulista Veraldar eru glæpa-
sögur áberandi að vanda, en einnig
bækur með þjóðlegum fróðleik og
frásögnum og ein ævisaga.
Yrsa Sigurðardóttir sendir frá sér
spennusögu sem hefst þannig að á
köldu vetrarsíðdegi fer nágranni að
huga að fjölskyldu í Hvalfjarðarsveit,
sem ekki hefur svarað skilaboðum.
Nágranninn sér ummerki um
mannaferðir en enginn svarar þegar
hann drepur á dyr. Eftir að hafa litið
inn í húsið hrökklast hann aftur út og
kallar til lögreglu.
Í reyfara Ragnars Jónassonar,
Úti, segir frá því er fjórir vinir leita
skjóls í litlum veiðikofa uppi á heiði
óveðursnótt eina í nóvember. Margt
er þó hættulegra en stórhríð um vet-
ur og ekki munu allir komast lífs af.
Nýverið kom út skáldsagan Högg-
ið eftir Unni Lilju Aradóttur sem
hreppti glæpasagnaverðlaunin
Svartfuglinn fyrir bókina í haust.
Ung kona vaknar á sjúkrahúsi með
höfuðáverka og hefur auk þess misst
minnið. Hún þekkir hvorki tilveru
sína né sjálfa sig en fljótlega fær hún
á tilfinninguna að eitthvað sé ekki
eins og það eigi að vera.
Eva Björg Ægisdóttir sendir líka
frá sér spennusögu, bókina Þú sérð
mig ekki sem gerist að mestu á Snæ-
fellsnesi. Sagan segir frá Snæbergs-
fjölskyldunni, efnamikilli og voldugri
fjölskyldu. Allt virðist leika í lyndi,
en þegar stórfjölskyldan sameinast í
tilefni af afmæli ættföðurins koma
brestir í ljós.
Kamilla Einarsdóttir vakti mikla
athygli fyrir sína fyrstu skáldsögu,
Kópavogskrónikuna, sem naut einn-
ig hylli sem leikverk. Skáldsagan Til-
finningar eru fyrir aumingja tekur
upp þráðinn í sögu Höllu þar sem frá
var horfið. Til að bregðast við yfir-
vofandi miðaldrakrísu, sem kemur
ekki síst fram í eilífu tali um dren og
skólplagnir, fær Halla vini sína sem
öll eiga sér skrautlega fortíð til að
stofna með sér metalband. Samhliða
sérkennilegum hljómsveitaræfingum
geisa stormar í einkalífi Höllu.
Réttindabréf í byggingu skýja-
borga heitir ný ljóðabók Eyþórs
Árnasonar. Líkt og í fyrri bókum Ey-
þórs er sveitin yfir og allt um kring,
en inn á milli bregður hann sér á allt
aðrar slóðir.
Í ljóðabókinni PTSD glímir Ragn-
heiður Guðmundsdóttir við erfiðar
tilfinningar og áföll sem brutust út
hjá Ragnheiði er hún greindist með
krabbamein. Hún varð að horfast í
augu við þungbæra reynslu og takast
á við hana og fór að skrifa ljóð til að
skilja betur erfiðar hugsanir og til-
finningar.
Ásdís Halla Bragadóttir hefur
vakið mikla athygli á síðustu árum
fyrir bækur þar sem hún rekur
ættarsögu sína og grefur upp ýmis-
legt dulið sem hún hefur komist á
snoðir um. Í bókinni Læknirinn í
Englaverksmiðjunni rekur hún sögu
ættmennis síns, Moritz Halldórs-
sonar, sem enginn vildi ræða um,
saga hans var hjúpuð dauðaþögn.
Kliður hneykslisradda fór um sam-
félagið á Íslandi og í Danmörku þeg-
ar Moritz Halldórsson læknir var
handtekinn og færður í gæslu-
varðhald í Kaupmannahöfn undir lok
nítjándu aldar en hann var bendl-
aður við ein mestu fjöldamorð í sögu
Danmerkur. Áfallið var mikið fyrir
fjölskylduna, sem tilheyrði elítunni í
Reykjavík.
Á undanförnum árum hafa þeir
Gunnsteinn Ólafsson og Páll Stef-
ánsson kynnt perlur Íslands í bóka-
flokknum Hjarta Íslands. Fyrsta
bindið fjallaði um perlur hálendisins,
þá var farið um Vesturland, Vestfirði
og norður til Eyjafjarðar, en nú ljúka
þeir ferðalagi sínu með bókinni
Hjarta Íslands: Frá Hrísey til
Fagradalsfjalls og segja frá perlum á
Norðausturlandi, Austfjörðum og
Suðurlandi, allt til jarðeldanna við
Fagradalsfjall.
Blaðamaðurinn og rithöfundurinn
Steinar J. Lúðvíksson er manna
fróðastur um sjóslys við Ísland og
ritröðin Þrautgóðir á raunastund,
sem komið hefur út í tuttugu og einu
bindi, naut mikilla vinsælda á sjö-
unda til níunda áratug síðustu aldar.
Í bókinni Skipbrot á svörtum sönd-
um – Örlög og mannraunir á suður-
ströndinni segir frá söndunum miklu
á suðurströndinni sem hafa orðið
grafreitur margra skipa í aldanna
rás og fjallað er um söguleg skipbrot
við suðurströndina, frá níunda ára-
tug síðustu aldar og allt aftur til
mannskæðasta sjóslyss Íslandssög-
unnar, þegar hollenska skipið Het
Wapen van Amsterdam, sem síðar
var kallað Gullskipið, strandaði.
Dúi Landmark er ljósmyndari, úti-
vistarmaður, náttúruunnandi og
skotveiðimaður. Hann hefur gengið
til rjúpna frá því hann var unglingur
og aflað sér mikillar reynslu og þekk-
ingar sem hann miðlar í bókinni
Gengið til rjúpna: Allt um rjúpna-
veiði fyrir byrjendur og lengra
komna. Í bókinni fjallar hann um
rjúpnaveiðar frá mörgum sjónar-
hornum, fer yfir það hvernig rjúpna-
skyttur þurfa að útbúa sig áður en
haldið er til veiða, hvernig best er að
haga sér á veiðislóð og greinir frá
ýmsum þáttum í líffræði rjúpunnar.
Einnig eru í bókinni leiðbeiningar
um það hvernig fara á með villi-
bráðina þegar heim er komið.
Guðni Ágústsson er annálaður
sagnamaður og vinsæll tækifæris-
ræðumaður þjóðarinnar. Í bókinni
Guðni á ferð og flugi segir Guðjón
Ragnar Jónasson frá ferðalagi með
Guðna um hinar dreifðu byggðir Ís-
lands og heimsóknum til fólks af öllu
tagi.
Sveinn Víkingur safnaði á sínum
tíma frásögnum íslenskra ljósmæðra
víða að og frá ýmsum tímum og gaf
út í bókunum Íslenskar ljósmæður.
Æviþættir og endurminningar. Í
bókinni Milli vonar og ótta – Örlaga-
sögur íslenskra ljósmæðra er úrval
úr sagnabálki Sveins. Flestar sög-
urnar eru frá 19. öld og fyrri hluta
þeirrar 20. og víðsvegar að af land-
inu.
Veröld gefur út eina barnabók að
þessu sinni, bókina Saga finnur fjár-
sjóð (og bætir heiminn í leiðinni) eftir
Sirrý, Sigríði Arnardóttur. Bókin
segir frá Sögu sem nýflutt er í borg-
ina og leiðist. Afi hennar stingur upp
á því að hún fari út og reyni að kynn-
ast öðrum börnum og þegar út er
komið hittir Saga þrjá stráka sem
allir eru eins, og saman ákveða þau
að gera heiminn betri.
Fyrir stuttu kom svo út bókin Völ-
undarhús tækifæranna eftir þær Ár-
elíu Eydísi Guðmundsóttur og Her-
dísi Pálu Pálsdóttur.
Glæpasögur í aðalhlutverki
- Veröld hallar sér að glæpum með þjóðlegan fróðleik í bland - Ásdís Halla
Bragadóttir skrifar um íslenskan lækni sem bendlaður var við fjöldamorð
Eva Björg
Ægisdóttir
Yrsa
Sigurðardóttir
Sigríður Arn-
ardóttir, Sirrý
Unnur Lilja
Aradóttir
Dúi
Landmark
Ásdís Halla
Bragadóttir
Kamilla
Einarsdóttir
Guðni
Ágústsson
S
um sár gróa aldrei. Fólk
tekst misjafnlega á við
vandann, sumir virðast
koma tiltölulega óskaddaðir
frá ósköpunum, aðrir ekki. Gróa
Finnsdóttir ræðst ekki á garðinn þar
sem hann er lægstur í fyrstu bók
sinni og tekst á við hrottalega mis-
notkun og missi í
bland við ást og
vináttu í átaka-
sögunni Hylnum.
Hún fangar vel
andrúmsloftið
sem ríkir þar sem
kynferðislegri
misnotkun er
beitt, en skáld-
sagan gerist á Ís-
landi og minnir um margt á sanna
atburði, sem hulunni hefur verið
svipt af á nýliðnum árum.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur, segir máltækið. Sjálf-
sagt er ekkert verra en að horfa á
ungt barn sitt deyja og ekki er hægt
að ímynda sér sársaukann sem fylgir
því að vera sviptur barnæskunni.
Gróa nálgast vandamálið með kær-
leika að leiðarljósi, lýsir áföllunum,
viðbjóðnum, og greinir frá hvernig
reynt er að raða brotunum saman.
Sjómannssonurinn Snorri er
sögumaður. Hann lýsir lífi sínu,
gleði og sorgum, og þar sem hann
er skyggn sér hann ýmislegt sem
aðrir sjá ekki. Skyggnigáfan nýtist
honum vel í annars erfiðum að-
stæðum, en hann getur líka hallað
sér að góðum vinum í raunheimum,
Stefáni og Kolfinnu. Þrenningin
býður af sér góðan þokka en hún á
líka við sín vandamál að stríða. Hún
á sinn djöful að draga, eins og aðrir,
ber harm sinn í hljóði, en vináttan
opnar allar dyr og margt breytist
eftir að þau hafa leyst frá skjóðunni.
Systkinin Kári og Sólrún hafa sögu
að segja, sögu, sem enginn á að þurfa
að upplifa. Ekki er hægt að komast
óskemmdur úr því umhverfi, sem þau
alast upp í, en þau reyna að minnka
skaðann, hvort með sínum hætti.
Lýsing þeirrar þrautagöngu er erfið
lesning.
Hylurinn er örlagarík spennu- og
glæpasaga þar sem andstæður tak-
ast á; hið góða gegn hinu illa, ást og
missir, fortíðin og framtíðin. Um-
fjöllunarefnið er í deiglunni, frá-
sögnin er skýr og uppbyggingin leið-
ir lesandann jafnt og þétt í gegnum
umhverfi, sem enginn heilvita maður
vill að sé til.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Höfundurinn Hylurinn eftir Gróu Finnsdóttur er „örlagarík spennu- og
glæpasaga þar sem andstæður takast á“, skrifar gagnrýnandinn hrifinn.
Misnotkun og missir
Glæpasaga
Hylurinn bbbbn
Eftir Gróu Finnsdóttur.
Sæmundur 2021. Kilja. 343 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR