Morgunblaðið - 12.10.2021, Page 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
T H E T E L E G R A P H
S . F. C H R O N I C L E
B B C
T I M E O U T
90%
F R Á L E I K S T J Ó R A T H E R I T U A L
R E B E C C A H A L L
N I G H T H O U S E
T H E
T O D A R K A N D D A N G E R O U S P L A C E S”
“A F I L M T H A T A L L O W S T H E M I N D T O G O
S I L V E R S C R E E N R I O T
86%
O R I G I N A L C I N
T H E A U ST I N C H R O N I C L E
SÍÐASTA BOND MYNDIN MEÐ DANIEL CRAIG
ÞESSA VERÐA ALLIR AÐ SJÁ Í BÍÓ
84%
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Markmið þessa hóps er að færa óper-
una upp á afslappaðri nótum,“ segir
Jón Svavar Jósefsson sem fer með
hlutverk herforingjans Belcore í gam-
anóperunni Ástardrykknum eftir
ítalska tónskáldið Donizetti sem sviðs-
listahópurinn Óður frumsýnir í Leik-
húskjallara Þjóðleikhússins á fimmtu-
dag í leikstjórn Tómasar Helga
Baldurssonar. Bendir Jón Svavar á að
stemningin í Leikhúskjallaranum, þar
sem áhorfendur sitja við borð, henti
gamanóperunni einstaklega vel. Upp-
færslan er opnunarsýning Óperudaga
sem standa næsta mánuðinn.
Fá þetta bara beint í æð
„Ástardrykkurinn segir frá hinum
óframfærna Nemorino sem er ást-
fanginn af hinni ríku og fögru Adinu.
Nemorino er fátækur og Adinu ekki
samboðinn en herforinginn Belcore
ágirnist hana líka. Fyrir tilviljun hittir
Nemorino töfralækninn eða snáka-
olíusölumanninn Dulcamara og kaupir
af honum svonefndan ástardrykk,
sem er í reynd bara venjulegt rauðvín,
sem á að virka eftir sólarhring. Adinu
finnst hann hegða sér svo undarlega í
sinn garð næst þegar þau hittast að
hún ákveður að giftast Belcore í
skyndi. Nemorino vill fyrir alla muni
koma í veg fyrir brúðkaupið og leitar
aftur til Dulcamara til að reyna að fá
ástardrykk sem virkar strax. Hann
hefur ekki efni á drykknum og grípur
þá til þess ráðs að skrá sig í herinn og
nota fyrirframgreiðslu þaðan til að
kaupa drykkinn. Þegar Adina kemst
að þessu verður hún hrærð og áttar
sig á hve heit og sönn ást hans í raun
og veru er. Hún greiðir fyrir lausn
hans undan herskyldu og allt fer vel
að lokum,“ segir Jón Svavar og tekur
fram að í miðju verkinu falli ríkur og
aldraður frændi Nemorinos frá og arf-
leiði hann að auði sínum.
Þórhallur Auður Helgason fer með
hlutverk Nemorinos, Sólveig Sigurð-
ardóttir er Adina og Ragnar Pétur Jó-
hannsson er Dulcamara. Um píanó-
leik sér Sigurður Helgi Oddsson og
aðstoðarmaður leikstjóra er Níels
Thibaud Girerd.
Að sögn Jóns Svavars valdi hóp-
urinn að syngja óperuna á íslensku
vegna þess hversu mikilvægt þeim
finnst að textinn komist til skila. „Það
er mjög gaman að horfa á óperur á
erlendu tungumáli og heyra feg-
urðina í þeim blæ sem það tungumál
býður upp á, en það gefur ekki sama
skilning á hverju einasta orði sem
verið er að túlka. Okkur finnst mjög
mikilvægt að koma stemningu verks-
ins eins vel til skila og hægt er. Í stað
þess að áhorfendur hlusti á óperuna
og lesi á skjá um hvað er verið að
syngja, þá fá okkar gestir þetta bara
beint í æð. Fyrir vikið verður skiln-
ingurinn annar og innlifunin inn í
verkið meiri,“ segir Jón Svavar og
bendir á að svo skemmtilega vilji til
að um þessar mundir eru um fimmtíu
ár síðan Ástardrykkurinn var síðast
fluttur hérlendis í þýðingu Guð-
mundar Sigurðssonar frá 1967 sem
Sólveig hefur nútímavætt.
Næstu sýningar á Ástardrykknum
í Leikhúskjallaranum verða föstu-
daginn 15. október og fimmtudaginn
21. október. „En þessi sýning er
hugsuð þannig að hún getur auðveld-
lega verið farandsýning. Við gætum
þannig með mjög litlum sem engum
tilkostnaði farið með hana til dæmis
norður og sýnt á kaffihúsi á Akureyri
eða í Mývatnssveit.“
Plakat um gott skap hafði áhrif
Jón Svavar segir nánar frá óperu-
uppfærslunni í Dagmálum Morgun-
blaðsins í dag sem aðgengileg eru
áskrifendum á mbl.is. Þar ræðir hann
einnig þau önnur verkefni sem hann
er að fást við um þessar mundir, en
hann leikur í söngleiknum Hlið við
hlið sem sýndur er í Gamla bíói og
byggist á tónlist eftir Friðrik Dór,
syngur töluvert í jarðarförum, stjórn-
ar þremur kórum og er senn að byrja
að æfa Ávaxtakörfuna sem frumsýnd
verður í Hörpu á nýju ári þar sem
hann fer með hlutverk óþroskaðs
banana. Einnig kemur dansinn tölu-
vert við sögu í viðtalinu. Jón Svavar
rifjar upp hvernig plakat frá Lýð-
heilsustofnun með leiðbeiningum um
það hvernig maður eigi að vera í góðu
skapi leiddi hann á sínum tíma út í
söngnám í Vínarborg og hvernig
hann sá fyrir sér á námsárunum með
því að járna íslenska hesta í Austur-
ríki.
Sviðslistahópurinn Óður Jón Svavar Jósefsson, Þórhallur Auður Helgason, Sólveig Sigurðardóttir, Ragnar Pétur
Jóhannsson og leikstjórinn Tómas Helgi Baldursson setja upp gamanóperuna Ástardrykkinn eftir Donizetti.
Ópera á afslappaðri nótum
- Sviðslistahópurinn Óður frumsýnir Ástardrykkinn í Leikhúskjallaranum
- Sýningin „hugsuð þannig að hún getur auðveldlega verið farandsýning“
Ljósmynd/Hallur Már Hallsson
Fjölhæfur Jón Svavar Jósefsson.
Söngvari í aukahlutverki lést af
slysförum á sviði Bolshoi-leikhúss-
ins kunna í Moskvu meðan á flutn-
ingi óperunnar Sadko eftir Rimsky-
Korsakov stóð á laugardaginn var.
Samkvæmt rússneskum frétta-
miðlum varð maðurinn, sem var 37
ára gamall, undir hluta af sviðs-
mynd sem féll niður þegar verið
var að færa hana til á sviðinu.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
banaslys verður á sviði Bolshoi-
leikhússins. Fyrir átta árum lést
fiðluleikari í hljómsveit hússins
þegar hann féll niður í hljóm-
sveitargryfjuna.
Morgunblaðið/Einar Falur
Frægt Í Bolshoi-leikhúsinu hefur fjöldi
rómaðra sýninga verið færður á svið.
Banaslys á sviði
Bolshoi í Moskvu
Sýningar hófust
um helgina í
bandarískum
kvikmynda-
húsum á íslensku
kvikmyndinni
Dýrið. Kvik-
myndin, sem
nefnist Lamb á
ensku, var sýnd í
583 sölum út um
landið og voru
um helgina seldir aðgöngumiðar að
henni fyrir rétt rúmlega eina millj-
ón dala, yfir 130 milljónir kr. Var
hún sjöunda vinsælasta myndin í
bíó vestra um helgina.
Valdimar Jóhannsson leikstýrir
Dýrinu en í aðalhlutverkum eru
Noomi Rapace, Hilmir Snær
Guðnason og Björn Hlynur Har-
aldsson. Bestu aðsóknina um
helgina í Bandaríkjunum fékk nýja
Bond-kvikmyndin en hún var sýnd í
um 4.400 sölum og seldust miðar
fyrir rúmar 56 milljónir dala.
Miðar seldir fyrir
milljón dali á Dýrið
Leikkonan Noomi
Rapace í Dýrinu.