Morgunblaðið - 12.10.2021, Síða 32

Morgunblaðið - 12.10.2021, Síða 32
Í Svavarssafni á Höfn í Hornafirði var á laugardaginn opnuð sýningin Hringfarar. Listamennirnir sem sýna eru margreyndir og þekktir, þau Guðrún Hrönn Ragn- arsdóttir, Guðjón Ketilsson, Elsa Dóróthea Gísladóttir og Sólveig Aðalsteinsdóttir. Í verkunum á sýningunni vinna þau öll út frá náttúrulegum ferlum, efnivið og samhengi. Hver og einn hefur sína persónulegu nálgun en sameiginlega mengið er efniviður úr nærumhverf- inu, sem unnið er með á eigin forsendum. Guðrún Hrönn, Elsa Dóróthea, Sól- veig og Guðjón sýna í Svavarssafni Kristín Heiða Kristinsdóttir khkmbl.is „Ó já, það er ekkert smá skemmti- legt að fá svona flotta dóma, bæði uppsetningin sem slík og líka ég fyrir mitt hlutverk,“ segir Elísabet Ein- arsdóttir sópransöngkona sem var sannarlega í skýjunum þegar blaða- maður náði tali af henni, en hún syngur eitt af aðalhlutverkunum í óperunni Draumi á Jónsmessunótt, sem frumsýnd var nú í október í Óperunni í Malmö í Svíþjóð. Elísabet syngur hlutverk álfa- drottningarinnar Títaníu og gagn- rýnendur í nor- rænum fjöl- miðlum hafa hlaðið lofi bæði á sýninguna og frammistöðu Elísabetar. „Þessi ópera hefur hingað til ein- ungis verið flutt í Glyndebourne í Bretlandi, þaðan sem höfundur tón- listarinnar er, Benjamin Britten. Hann samdi þessa tónlist meðal ann- ars fyrir eiginmann sinn á sínum tíma, fyrir 40 árum, sem söng þá eitt af aðalhlutverkunum,“ segir Elísabet og bætir við að í þessari uppfærslu hafi heilmikið verið skorið niður af upprunalegum texta Shakespeares. „Ævintýrið er það sama og við syngjum textann orðrétt eins og hann er í handriti Shakespeares. Þetta er ótrúlega flott tónlist sem hljómar mjög nútímaleg og það er auðvelt að taka hana inn. Í álf- heimum, þar sem persóna mín, álfa- drottningin Títanía, býr, er allt ann- ars konar tónlist en í öðrum atriðum. Hjá mér er tónlistin draumkennd og svífandi, mjög fallegt,“ segir Elísa- bet og bætir við að þessi uppfærsla sé alveg mögnuð. „Það var frábært að vinna með leikstjóranum Lynne Hockney að þessari uppsetningu sem er eftir Peter Hall, en Lynne er líka mjög þekkt fyrir sína kóreógrafíu. Hún sá til dæmis um kóreógrafíuna í Tit- anic-kvikmyndinni.“ Elísabet segir að sumar senur með álfadrottning- unni séu mjög fyndnar. „Álfadrottningin mín verður ást- fangin af asna, eins og allir þekkja úr þessu leikriti Shakespeares. Ástæð- an er sú að ástarblómasafa er hellt í augu hennar, sem hefur þau áhrif að ég verð yfir mig ástfangin af þeim fyrsta sem ég sé þegar ég vakna, sem er asni. Mér finnst rosalega gaman að syngja þetta atriði.“ Elísabet er það sem kallað er kóloratúrsópran, eða lýrískur lita- sópran, sem getur sungið allra hæstu tónana og hratt. „Títanía og álfakonungurinn syngja bæði hátt og hratt og hann syngur í falsettu, eða kontratenór. Við erum bæði yfirnáttúruleg og þess vegna syngjum við með þessum sérstaka hætti. Raddir okkar eru sérstakar en það var einmitt hugs- unin hjá Britt að þær ættu að vera það þegar hann samdi þessa tónlist.“ Einn gagnrýnandinn talaði um að hann hefði grátið gleðitárum á sýn- ingunni. „Þetta er líka gleðin að fá aftur að njóta sviðslista, fólk er bæði glatt og þakklátt að fá að njóta þessarar sprellfjörugu óperu. Við öll sem vinnum í óperunni höfum líka saknað þess mikið að fá að syngja á sviði vegna covid-ástands undanfarið eitt og hálft ár. Við erum öll svo ótrúlega glöð og það skilar sér eflaust í þess- ari uppfærslu. Að fá svo þessa rosa- lega jákvæðu dóma hefur verið al- gerlega æðislegt og aukið enn á gleði okkar,“ segir Elísabet, sem hefur sungið við óperuna í Malmö frá því 2018 þegar hún byrjaði þar í starfs- námi. „Þá vann ég í því sem kallað er óperustúdíó í tvö ár og söng ýmis minni hlutverk í alls konar óperum. Á sama tíma var ég líka í námi í óper- unni. Ég hef verið að vinna hjá þeim eftir að starfsnáminu lauk, ég söng til dæmis í Cosi fan Tutte síðastliðið haust,“ segir Elísabet og bætir við að hún hafi komið fram og sungið í fjöl- mörgum viðburðum þar fyrir utan, á tónleikum og sýningum, enda er hún sjálfstætt starfandi. Elísabet er alin upp í Svíþjóð en hún bjó í fjögur ár á Íslandi þegar hún var í söngnáminu í Listaháskól- anum. „Ég fer alltaf heim til Íslands á sumrin til að heimsækja mömmu og pabba og fólkið mitt.“ xxx Sprell Elísabet sem álfadrottningin Títanía sem verður ástfangin af asna. Fær glimrandi dóma fyrir frammistöðuna - Elísabet Einarsdóttir syngur Títaníu í óperunni í Malmö Elísabet Einarsdóttir ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 285. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. „Við vitum allir hvað við þurfum að gera til þess að ná árangri og við viljum alltaf ná í góð úrslit á okkar heimavelli,“ segir Kolbeinn Þórðarson, fyrirliði 21-árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, sem mætir öflugu liði Portúgals á Víkingsvellinum í dag klukkan 15. Íslenska liðið er með fjögur stig eftir tvo leiki og Portúgal er með sex stig. »26 Viljum ná í góð úrslit á heimavelli ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.