Morgunblaðið - 23.10.2021, Page 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021
www.kofaroghus.is - Sími 553 1545
TIL Á LAGER
Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik
máfinnaávefokkar
NAUST - 14,44 fm
Tilboðsverð
449.400kr.
30%
afsláttur
VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Afar einfalt er að reisa húsin okkar.
Uppsetning tekur aðeins einn dag
TILBOÐÁGARÐHÚSUM!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Álitaefnin eru mörg í kjölfar kosn-
inganna í Norðvesturkjördæmi en
undirbúningsnefnd Alþingis fyrir
rannsókn kjörbréfa hefur málið til
meðferðar. Mál af þessu tagi hefur
aldrei áður komið upp.
Að mati sérfræðinga sem blaðið
leitaði til getur sú staða mögulega
komið upp í kjölfar vinnu kjörbréfa-
nefndar að Alþingi samþykki ekki
kjörbréf kjördæmakjörinna þing-
manna í NV-kjördæmi og enn frem-
ur kjörbréf þeirra jöfnunarþing-
manna sem hlutu kosningu
samkvæmt síðustu tölum í NV-kjör-
dæmi. Þetta myndi þýða að kjörbréf
47 þingmanna yrði samþykkt en ekki
16 þingmanna (jöfnunarþingmenn 9
+ 7 kjördæmakjörnir í NV), þar sem
Alþingi hefði úrskurðað kosningar í
NV ógildar. Fer þá uppkosning
(endurkosning) fram samkvæmt
kosningalögum. Leiði niðurstaða
slíkrar kosningar til annarrar niður-
stöðu myndi landskjörstjórn gefa út
ný kjörbréf fyrir hina nýkjörnu þing-
menn sem kæmu svo til umfjöllunar í
þinginu eins og eftir almennar kosn-
ingar. Alþingi væri engu að síður
starfhæft þar til niðurstaða væri
komin úr uppkosningu þar sem
meirihluti þingmanna getur tekið
þátt í samþykktum Alþingis á fundi.
Í fyrstu grein þingskapalaga segir
að á fyrsta fundi þingsins eftir kosn-
ingar til Alþingis skuli kjósa níu
þingmenn í nefnd eftir reglum til
þess að prófa kjörbréf og kosningu
nýkjörinna þingmanna og varaþing-
manna. Nefndin kýs sér formann og
framsögumann og gerir tillögu til
þingsins um hvort kosning og kjör-
gengi þingmanns skuli talin gild.
Í 5. grein þingskapalaganna segir
að þingið geti við rannsókn þá, er
ræðir um í 1. gr., úrskurðað kosn-
ingu ógilda þótt eigi hafi hún kærð
verið og einnig frestað að taka kosn-
ingu gilda til þess að fá skýrslur. Svo
er og um kosningu þingmanns er eigi
er kominn, eða kjörbréf hans, þá er
þing er sett. Sama er um kjörgengi.
Að öðru leyti tekur þingið eigi upp
hjá sjálfu sér að rannsaka kosningar
eða kjörgengi en gerir það því aðeins
að kært sé yfir þeim.
Ógilding gæti snert 16 þingmenn
- Alþingi verður engu að síður starf-
hæft komi mögulega til uppkosningar
Morgunblaðið/Unnur Karen
Nefndarfundur Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa á fundi.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Auðvitað hefði verið betra ef þetta
hefði verið rétt frá upphafi en það er
gott að geta leiðrétt þessi mál,“ segir
María Heimis-
dóttir, forstjóri
Sjúkratrygginga
Íslands (SÍ).
Tilkynnt var í
gær að SÍ hefðu
ákveðið að endur-
skoða ákvarðanir
sem tengjast
bótagreiðslum úr
sjúklinga- og
slysatryggingum
vegna miska eða
læknisfræðilegrar örorku síðustu
fjögur ár. Í tilkynningu segir að farið
verði í gegnum allar ákvarðanir sem
teknar hafi verið vegna bóta-
greiðslna frá 3. júní árið 2017. María
segir í samtali við Morgunblaðið að
ekki liggi fyrir hversu mörg mál er
um að ræða. Það skýrist þegar farið
verði yfir ákvarðanir um bóta-
greiðslur á umræddu tímabili.
Endurskoðunin mun taka til allra
ákvarðana þar sem svokallaðri hlut-
fallsreglu var beitt við samlagn-
inguna. Einungis verða tekin upp að
nýju þau mál þar sem talið er að
endurskoðun geti leitt til hærri bóta-
greiðslna til tjónþola. Samkvæmt
upplýsingum frá SÍ mun taka nokk-
urn tíma að fara í gegnum málin og
meta hver þeirra verði tekin upp.
„Þar sem endurupptakan er að
frumkvæði SÍ þurfa tjónþolar eða
umboðsmenn þeirra ekki að óska
sérstaklega eftir að mál þeirra verði
endurskoðuð. Vakin er athygli á því
að vextir reiknast á bótagreiðslur til
greiðsludags,“ segir í tilkynningu.
Deilt um hlutfallsreglu
Tilefni endurskoðunarinnar er
dómur Hæstaréttar frá því í sumar í
máli starfsmanns Isavia og trygg-
ingafélagsins Varðar. Maðurinn lenti
í reiðhjólaslysi á leið úr vinnu árið
2015 og hlaut af því varanlega ör-
orku.
Árið 2018 greiddi tryggingafélagið
manninum rúmar 10,8 milljónir
króna í bætur og tóku þær mið af
38% varanlegri örorku „að teknu til-
liti til hlutfallsreglu“,“ að því er segir
í dómi Hæstaréttar. Hann gerði hins
vegar fyrirvara um beitingu
hlutfallsreglu og lækkun mats á var-
anlegri læknisfræðilegri örorku.
Taldi maðurinn að óheimilt væri að
beita slíkri reglu við uppgjör bót-
anna og krafðist þess að fjárhæð bót-
anna yrði rúmar 13,8 milljónir króna.
Boða endurskoð-
un á greiðslum
- SÍ fara yfir bótagreiðslur síðustu ára
María
Heimisdóttir
Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur
með auglýsingum í Lögbirtinga-
blaðinu birt fyrirkall og ákærur á
hendur tíu erlendum ríkisborgurum
fyrir hraðakstur á Suðurlandi.
Þá hefur lögreglustjórinn á Norð-
urlandi vestra birt fyrirkall og ákæru
á hendur Íslendingi fyrir umferðar-
lagabrot, með því að hafa, að kvöldi
fimmtudagsins 13. ágúst 2020, ekið
bifreið á 96 km hraða á klukkustund
um Vesturlandsveg við Fiskilæk í
Hvalfjarðarsveit, þar sem leyfður há-
markshraði var 90 km á klukkustund.
Af útlendingunum tíu eru fimm
Bandaríkjamenn, einn Ítali, einn
Þjóðverji, einn Spánverji, einn Breti
og einn Færeyingur. Bifreiðar öku-
mannanna mældust á 110 til 152 kíló-
metra hraða, þar sem hámarkshraði
er 90 km.
Þess er krafist að ákærðu verði
dæmdir til refsingar og til greiðslu
alls sakarkostnaðar. Þeir eru kvaddir
til að koma fyrir dóm, hlýða á ákæru,
halda uppi vörnum og sæta dómi.
„Sæki ákærði ekki þing má hann bú-
ast við því að fjarvist hans verði met-
in til jafns við það að hann viðurkenni
að hafa framið brot það sem hann er
ákærður fyrir og dómur verði lagður
á málið að honum fjarstöddum,“ seg-
ir í fyrirkallinu. Þar sem fáir útlend-
ingar lesa Lögbirtingablaðið má bú-
ast við að þetta verði reyndin.
sisi@mbl.is
Útlenskir ökufantar
kallaðir fyrir dóm
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Mæling Fjölmargar hraðamynda-
vélar eru við þjóðveginn. Þessi vél
er við Hvalfjarðargöng.
Fjórar kökur fóru með sigur af
hólmi í forkeppni um köku ársins
sem fór fram í gær og fyrradag.
Rúnar Felixson úr Mosfellsbakaríi
átti heiðurinn af tveimur kökum,
en auk hans komust þau Karsten
Rummelhoff og Guðrún Erla Guð-
jónsdóttir áfram með sína kökuna
hvort.
Það var ekki nóg að mæta bara
með bragðgóða köku heldur þurfti
hún einnig að uppfylla skilyrði um
að vera skurðfalleg, úr auðfengn-
um hráefnum sem auðvelt er að
framleiða í bakaríum, auk þess
sem hún þurfti að innihalda créme
brûlèe.
Dómnefndin í forkeppninni var
skipuð þeim Eggerti Jónssyni bak-
ara og konditormeistara, Þóreyju
Sigmundsdóttur bakarameistara
og Gunnlaugi Ingasyni bakara og
kökugerðarmanni.
Lokakeppnin fer fram 19.
nóvember og mun sala hefjast á
konudaginn 20. febrúar á næsta
ári.
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Kökurnar sem þóttu skara fram úr