Morgunblaðið - 23.10.2021, Page 12

Morgunblaðið - 23.10.2021, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is O kkur finnst þessi furðutími, covid-tíðin, mjög áhuga- vert viðfangsefni og reynsla okkar af fyrri smiðjum er sú að unga fólkið hefur fundið verulega mikið fyrir afleið- ingum heimsfaraldursins. Þegar heimurinn átti að vera opnast þeim þá var skellt í lás. Við höldum að fólk hafi mjög ríka þörf til að melta þenn- an tíma og tjá sig,“ segja skáldin Ragnheiður Harpa Leifsdóttir og Sunna Dís Másdóttir, en þær ætla að bjóða ungu fólki á aldrinum 16-25 ára að koma í ritsmiðju til þeirra í nóvember, þar sem „textarnir sem skrifaðir verða í smiðjunni verða nokkurs konar sendibréf út úr kóf- inu, þessu undarlega móki sem grúft hefur yfir heiminum síðustu miss- erin“, eins og segir um viðburðinn. „Við nýtum okkur upplifun okk- ar af síðustu misserum sem stökk- pall til að skilja og skynja breytta veröld, en við fundum það þegar við vorum með ritsmiðju með Svika- skáldum í sumar að þetta heimsfar- aldursástand lá svolítið á þeim sem komu þangað. Þetta var fólk sem var að klára menntaskóla og hafði hlakk- að lengi til að heimurinn myndi opn- ast fyrir þeim. Þau höfðu ætlað út í heim á flakk eða í nám, eða gera eitt- hvað annað spennandi sem fylgir þessum aldri og tímamótum. Það hafði mikil áhrif á mörg þeirra að all- ar þessar dyr sem áttu að opnast, þær skullu í lás,“ segja þær og bæta við að skrefið að fara úr grunnskóla í framhaldsskóla eða úr framhalds- skóla í háskóla sé fyrst og fremst stórt félagslegt skref í lífinu þar sem allir kynnist nýju fólki, skemmti sér mikið, fólk verði ástfangið og svo framvegis. „Unga fólkið var svipt þeim möguleikum og þroska sem fylgir þessu öllu. Þar fyrir utan er ungt fólk ekkert sérstaklega hrifið af því að vera lokað inni,“ segir Ragnheið- ur Harpa og Sunna Dís bætir við að þegar frelsisþráin sé farin að ólga í æðum ungs fólks, þá sé ekki gaman að allt sé lokað og læst. „Við erum í raun enn stödd í þessum skrýtna stormi, þótt losnað hafi aðeins um hömlur undanfarið, enginn veit hvert framhaldið verður næstu misserin og fyrir vikið er erf- itt að skipuleggja framtíðina.“ Búum til traust á milli þeirra Þær segja þann texta sem til verður í smiðjunni líka vera ákveðna skrásetningu á samtímanum. „Það verður gaman að heyra frá þessari kynslóð, þess vegna köllum við þetta sendibréf úr einhverri þoku, í leit að viðtakanda. Við erum að skoða samtímann en um leið að varpa þessu fram í tímann. Okkur langar að hjálpa ungu fólki með því að bjóða þeim að senda sjálfum sér bréf.“ Þegar þær eru spurðar að því hvernig smiðjan fari fram, segjast þær ætla að kynna ýmis tól ritlistar fyrir þátttakendum, sem hafa verið þeim sjálfum hjálpleg. „Við gerum æfingar, förum í leiki og vinnum með texta, ljóð og alls konar aðrar kveikjur til að ýta þeim af stað. Við kynnum þau líka hvert fyrir öðru, með því að skapa saman hráan texta. Við búum til traust svo fólki finnist það vera í öruggu umhverfi til að deila með öðrum. Eitt aðalhjálpartæki okkar er skeiðklukkan góða, en þá eiga all- ir að skrifa eitthvað í til dæmis tíu mínútur. Fólk verður að skrifa og það kemur alltaf eitthvað, þó þau hafi ekki hugmynd um hvað þau ætli að skrifa eða segja. Þetta er ákveðin pressa sem virkar vel,“ segir Ragn- heiður Harpa og Sunna Dís bætir við að þessi aðferð sé mikil kennslu- stund í sköpun. „Þetta er aðferð til að standa ekki í vegi fyrir sjálfum sér. Það Sendibréf úr kófinu til framtíðar „Markmið Orðskjálfta er að nýta bókmenntir og ritlist til tjáningar og hvetja ungt fólk til að taka virkan þátt í bók- menntalífi,“ segja þær Ragnheiður Harpa Leifs- dóttir og Sunna Dís Más- dóttir sem bjóða ungu fólki sér að kostnaðar- lausu til ritsmiðju til að vinna úr afleiðingum heimsfaraldurs. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Orðskjálfti Sunna Dís og Ragnheiður Harpa eru spenntar að fá ungt fólk í smiðjuna til sín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.