Morgunblaðið - 23.10.2021, Síða 14
14 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
gangslistanum ásamt fjölskyldum
með börn.
„Þetta var mjög þrúgandi ástand
því fólk reyndi allt sem það gat. Það
rétti börnin sín yfir hliðin og hugs-
aði: Bjargið börnunum þó við kom-
umst ekki. Fólk reyndi að komast
yfir girðingar eða gegnum hlið.
Hvernig sem var. Tugir þúsunda
manna. Það voru 10 til 20 þúsund
manns fyrir utan öll þrjú flugvallar-
hliðin. Til að bæta gráu ofan á svart
stafaði mikil ógn af hryðjuverka-
mönnum sem vildu valda sem mestu
tjóni. Við lentum til dæmis í einni
sjálfsmorðssprengingu við hliðið.
Ýmsar ógnir steðjuðu því að,“ segir
Ingi til að reyna að gera grein fyrir
þeim vandamálum sem þeir sem
unnu að flutningnum stóðu frammi
fyrir.
„Þarna voru fjölskyldur sem
komu að með börn, gamalmenni og
nánast alla stórfjölskylduna. Aleigan
var í einum plastpoka, persónuskil-
ríki og vegabréf svo fólk gæti gert
grein fyrir sér. Allt annað var skilið
eftir.“
Eins og gefur að skilja þótti Inga
erfitt að þurfa að forgangsraða fólki
þar sem það stóð fyrir framan hann
og grátbað um hjálp. „Það var ekki
eins þetta væri tekið fyrir í ein-
hverju kerfi og menn gætu falið sig á
bak við tölvupóst eða það að þurfa
ekki að horfast í augu við fólk. Við
stóðum augliti til auglitis við fólkið.
Það var þyngra en tárum taki að ná
hluta af fjölskyldunni, en ekki allri.
Fólk hafði þann valkost að fara úr
landi og bjarga lífi sínu en skilja fjöl-
skylduna eftir, eða fara heim og eiga
á hættu að vera drepið. Þetta var
allt upp á líf og dauða. Það var ekki
verið að hugsa um launahækkanir
eða eftirlaun. Þarna var hugsað: lifi
ég til morguns?“
Fólk dó í hitanum og kraðakinu
Ingi varð bæði beint og óbeint
vitni að hörmulegum atburðum sem
áttu sér stað þessar tæpu tvær vik-
ur, allt frá því Kabúl féll í hendur ta-
líbana og þangað til vestrænt herlið
og friðargæsluliðar hurfu á braut frá
Afganistan. Hann sá með eigin aug-
um hvernig örvæntingin varð til
þess að fólk var nánast tilbúið að
gera hvað sem var til að komast úr
landi. Jafnvel hanga á flugvélum
sem voru að taka á loft. Sumum
reyndist biðin og troðningurinn í hit-
anum við hliðin líka einfaldlega of-
raun. „Fólk sem beið þarna í 35 til 40
stiga hita; þeir sem voru veikir fyrir,
þeir dóu bara við hliðið. Fólk dó í
biðröðinni, eða öllu heldur krað-
akinu, því það var auðvitað engin
biðröð þarna, þetta var bara öng-
þveiti þar sem allir voru að reyna að
komast fram fyrir þann næsta.“
Hann segir nauðsynlegt í þessum
aðstæðum að brynja sig fyrir því
sem er að gerast. Annars geti fólk
ekki sinnt starfinu sínu. Ingi býr líka
yfir áratugareynslu af björgunar-
sveitarstarfi innan Flugbjörgunar-
sveitarinnar á Íslandi og segir þá
reynslu og þjálfun sem hann fékk
þar hafa undirbúið sig vel til að tak-
ast á við mjög krefjandi aðstæður.
Þá hafi áfallahjálpin sem hann fékk
sem björgunarsveitarmaður skipt
sköpum.
Upplifði að hann hefði brugðist
Þeir sem unnu að brottflutn-
ingnum voru í kapphlaupi við tímann
og ljóst var frá upphafi að ekki tæk-
ist að flytja á brott nema lítinn hluta
af þeim fjölda sem þurfti að komast í
burtu eða vildi fara. Það mátti engan
tíma missa og unnið var sleitulaust
að markmiðinu: að koma sem flest-
um úr landi þegar loftbrúin var opin.
Í ágústlok þurfti svo einfaldlega
að loka hliðunum endanlega. Fleiri
var ekki hægt að flytja á brott í bili.
Tíminn var á þrotum og vonarneist-
inn í brjóstum þeirra sem enn biðu,
slokknaði. Starfsfólk NATO fór með
síðustu herflugvélunum frá flugvell-
inum í Kabúl. Allir uppgefnir á lík-
ama og sál eftir að hafa unnið dag og
nótt og varla gefið sér tíma til að
matast í hálfan mánuð.
Ingi segir erfitt að lýsa því hvern-
ig honum leið á þeim tímapunkti.
„Þetta var sárt og það voru von-
brigði. Maður upplifir að vissu leyti
að maður sé að svíkja fólkið, að mað-
ur hafi brugðist því. Þá verður mað-
ur bara að hugsa sig um og enn og
aftur segja: ég gerði allt sem í mínu
valdi stóð. Svo er bara málið að
sætta sig við það. En það sem er
kannski erfiðast núna er að það er
ekkert hægt að gera til að hjálpa
þessu fólki. Landið er alveg lokað og
ef maður reynir að setja sig í sam-
band við fólk eða hafa uppi á því, þá
er maður kannski að setja það í lífs-
háska.“
Hann upplifir nú blendnar tilfinn-
ingar. „Ég er er sáttur við og að
vissu leyti stoltur að hafa átt þátt í
að hjálpa svona mörgum, en um leið
upplifi ég mikil vonbrigði og sorg yf-
ir því að það voru svo miklu, miklu
fleiri sem maður hefði viljað koma til
hjálpar. Það voru bara ekki að-
stæður til þess.“
Ljósmynd/Aðsend
Í Kabúl Ingi Þór Þorgrímsson á flugvellinum í Kabúl í Afganistan. Ingi hafði
það hlutverk að halda flugvellinum opnum og nothæfum fyrir hjálparflug.
Örvænting Mikil örvænting greip um sig þegar Kabúl féll í hendur talíbönum og fólk reyndi að komast úr landi.
„Þarna var hugsað: lifi ég til morguns“
- Ingi Þór Þorgrímsson aðstoðaði fjölda fólks við að komast frá Afganistan eftir valdatöku talíbana
VIÐTAL
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@mbl.is
Ingi Þór Þorgrímsson gegndi mikil-
vægu hlutverki við brottflutning
fólks frá Kabúl í Afganistan eftir að
borgin féll í hendur talíbana um
miðjan ágúst síðastliðinn. Hann varð
vitni að þeirri gríðarlegu örvænt-
ingu sem greip um sig meðal al-
mennings þegar ljóst var að talíb-
anar höfðu náð öllum völdum í
landinu. Fólk var tilbúið að gera
nánast hvað sem var til að komast í
burtu.
Ingi starfar við flugvallarsvið inn-
kaupastofnunar NATO sem sá með-
al annars um rekstur flugvallarins í
Kabúl, hafði umsjón og eftirlit með
öllum þáttum flugvallarins og starf-
seminni þar.
„Svo þegar allt fer á verri veg
fáum við það hlutverk að halda flug-
vellinum opnum og nothæfum fyrir
hjálparflug. Bæði var um að ræða
brottflutning fólks og að koma inn í
landið brýnum nauðsynjum á borð
við mat, vatn og slíkt. Við héldum
flugvellinum opnum allt fram á síð-
asta dag. Svo til hliðar, sem breyttist
í aðalhlutverkið, að koma burt eins
mörgum sem voru í hættu og hægt
var,“ segir Ingi, en á tæpum tveimur
vikum tókst að flytja á brott 130
þúsund manns. Alþjóðlegur liðsafli
varð að vera farinn úr landi 31. ágúst
og öllum brottflutningi varð að vera
lokið fyrir þann tíma.
Ingi gat hjálpað fjölmörgum en
það þurfti að forgangsraða fólki og
það var erfitt. Enn erfiðara var að
neyðast til að hverfa á braut á með-
an tugþúsundir Afgana, ef ekki
hundruð þúsunda, biðu enn og báru
von í brjósti um að komast á brott. Á
meðal þeirra sem Ingi liðsinnti var
fólk á leið til Íslands, bæði íslenskir
ríkisborgarar og þau sem íslensk
stjórnvöld höfðu samþykkt að taka á
móti.
Aleigan í einum plastpoka
Aðstæður á Kabúl-flugvelli voru,
að sögn Inga, verri en hægt er að
gera sér hugarlund. Vesturlanda-
búar sáu myndir af fólki ryðjast inn
á flugvöllinn í þeirri von að komast
um borð í flugvélar. Það var ein birt-
ingarmynd örvæntingar fólksins.
Komið var upp loftbrú á milli Ka-
búl og þeirra landa sem hugðust
taka við fólki, en á milli 20 til 30
þjóðir lögðu til flugvélar í flutning-
inn. Reynt var að forgangsraða
þannig að þeir sem voru í mestri
hættu kæmust burt sem fyrst. Fólk
sem starfaði hjá alþjóðastofnunum
og hjálparsamtökum, fólk í starfs-
þjálfun, túlkar, leiðsögumenn og
starfsmenn menntastofnana, ekki
síst konur sem höfðu tengsl við
Vesturlönd. Allt þetta fólk var í
bráðri lífshættu og var efst á for-
Lengri útgáfa af viðtalinu
verður birt á mbl.is.
mbl.is
AFP