Morgunblaðið - 23.10.2021, Page 22

Morgunblaðið - 23.10.2021, Page 22
22 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021 alestur sj vi n f r l bla ið æ am ur b - ra e a M nbl ið viku, 22 la ið agleg um 100.000 manns 8 * G ll BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Eins og fram kom í frétt Morgun- blaðsins fyrr í vikunni eru 14 ár eftir af líftíma Ardian Infrastructure Fund V, sjóðs franska eignastýring- arfyrirtækisins Ardian sem á nú í einkaviðræðum við Símann um að kaupa innviðafyrirtækið Mílu. Hjörleifur Arnar Waagfjörð, for- stöðumaður Eignastýringar hjá Ar- ion banka, sem sér um eignastýr- ingu fyrir Frjálsa lífeyrissjóðinn og fleiri lífeyrissjóði, segir, spurður um hvað verði um slíkan sjóð þegar líf- tímanum lýkur, að fleiri en einn möguleiki séu gjarnan fyrir hendi. Til dæmis gætu eigendur sjóðsins eignast eignina sem um ræðir þegar líftíma lýkur með afhendingu frá sjóðnum. Annar möguleiki væri skráning á hlutabréfamarkað og enn annar að eignin væri seld til annars aðila svo sem sjóðs af svipaðri teg- und. Viðræður Símans og Ardian eru nú á lokastigi samkvæmt heimildum Morgunblaðsins og jafnvel búist við að þeim ljúki í næstu viku þegar Síminn skilar uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung. Skoða Innviði 2 Eins og fram kom í Morgun- blaðinu mun íslenskum lífeyrissjóð- um bjóðast 20% hlutur á móti 80% hlut Ardian í Mílu, hvort sem þar verða um sameiginleg kaup sjóð- anna að ræða eða að þeir kaupi með beinum hætti í Mílu. Spurður um aðkomu Frjálsa lífeyrissjóðsins að Mílu segir Hjör- leifur að sjóðurinn sé að skoða ásamt öðrum fjárfestum að leggja fé í innviðasjóðinn Innviði 2 hjá Summu, að því gefnu að ákveðnum skilyrðum verði náð, m.a. að hann nái ákveðinni stærð. Summa er sjálfstætt rekstrar- félag sem rekur meðal annars sér- hæfða sjóði. Fyrri Innviðasjóður Summu, Innviðir 1, hefur m.a. fjár- fest í HS veitum þar sem fjárfestum var boðið upp á meðfjárfestingu. Innviðir 2 hjá Summu voru með verkefnið til skoðunar og voru með í fyrsta fasa tilboða í Mílu. Sjóðurinn býður upp á möguleikann á meðfjár- festingu líkt og forveri hans. Í því felst að í einhverjum verkefnum sem sjóðurinn skoðar er fjárfestum hans gefinn kostur á að fjárfesta beint í viðkomandi verkefni með sjóðnum. Hjörleifur segir að ekkert hafi verið endanlega ákveðið enn af hálfu Frjálsa með beina fjárfestingu í Mílu. Nú bíði menn og sjái hvað einkaviðræður Símans og Ardian leiða í ljós. Funduðu í sumar með Ardian Morgunblaðið leitaði til stærstu lífeyrissjóða landsins og spurði þá um aðkomu þeirra að Míluverkefn- inu. Blaðið spurði einnig hvort líf- tími sjóðsins hefði áhrif á ákvörðun þeirra. Í svari Lífeyrissjóðs verslunar- manna, LV, kom fram að sjóðurinn átti einn fund með fulltrúum Ardian á miðju síðasta sumri, þar sem Ardi- an tilkynnti áform sín. Þá hefur LV átt fundi með Summu en engar ákvarðanir hafa verið teknar. Í svari Hörpu Jónsdóttur, fram- kvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins, LSR, kemur fram að sjóðurinn átti einn fund með Ardian í sumar, þar sem franska fé- lagið sagði að það væri að skoða Mílu sem mögulegan fjárfestingar- kost. „Þátttaka LSR í þeim viðskipt- um var rædd en ekkert tilboð eða frekari útfærsla á slíkri aðkomu var rædd,“ segir Harpa í skriflegu svari. Þá segir hún að fjárfestingin verði skoðuð eins og allir aðrir fjárfest- ingarkostir sem sjóðnum bjóðist. „LSR hefur hins vegar ekki fengið neitt tilboð um aðkomu að kaupum á Mílu í samvinnu við Ardian og því er lítið hægt að segja frekar um málið að svo stöddu.“ Um líftíma sjóðsins og hvort hann hefur einhver áhrif segir Harpa að líftíminn hafi ekki úrslitaáhrif. „Líf- tími sjóðsins hefur ekki úrslitaáhrif varðandi mögulega aðkomu að kaupum á Mílu, enda mun nýr eig- andi ávallt geta selt sinn hlut. Málið verður skoðað heildstætt ef sjóðnum berst tilboð um þátttöku í kaupun- um.“ Birta hefur áhuga á Mílu Hjá lífeyrissjóðnum Gildi fengust þau svör að engin ákvörðun lægi fyrir í málinu. Ólafur Sigurðsson framkvæmda- stjóri Birtu lífeyrissjóðs segir í sam- tali við Morgunblaðið að Ardian hafi kynnt innviðasjóðinn á fundi með sjóðnum í sumar. „Við höfum áhuga á Mílu. Við erum hluthafar í Inn- viðum 2, innviðasjóði Summu, en við erum ekki að ræða við Ardian um fjárfestingu í Mílu akkúrat núna. Við skoðum hins vegar öll tækifæri sem bjóðast,“ segir Ólafur. „Ég veit að fjárfesting í Mílu fellur að fjár- festingarstefnu Innviða 2.“ Spurður hvort það hafi sérstaka þýðingu að Ardian-sjóðurinn sé með 14 ára líftíma segir Ólafur það vel þekkt að erlendir einkafjármagns- sjóðir hafi takmarkaðan líftíma, enda geri fjárfestar kröfu um að fé þeirra sé skilað til baka á einhverj- um tímapunkti. „Þetta er ekkert endilega stuttur líftími í þessu til- viki, og ég myndi ekki hafa áhyggj- ur af því. Það getur margt breyst í tækni og almennt í atvinnulífinu á fjórtán árum.“ Ólafur segir að líftími þessa sjóðs sé meiri en hefðbundinna framtaks- sjóða, sem oft séu með tíu ára líf- tíma með heimild til framlengingar, sem einnig er í boði hjá Ardian- sjóðnum. „Við sjáum víða erlendis að það er oft krafa frá stofnanafjár- festum í svona sjóðum að innviða- sjóðirnir gefi sér lengri tíma.“ Ólafur segir aðspurður að það að bjóða íslenskum lífeyrissjóðum að- komu að Mílu geti stuðlað að meiri sátt í samfélaginu um viðskiptin, að innlendir aðilar og erlendir deili eignarhlutnum. „Það er ágætt módel.“ Fleiri en einn möguleiki fyrir hendi Morgunblaðið/Eggert Fjarskipti Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og byggir upp og rekur innviði fjarskipta á landsvísu. - Sjóður Ardian sem hyggst kaupa Mílu er með 14 ára líftíma - Ardian fundaði í sumar með íslenskum lífeyrissjóðum - Líftíminn hefur ekki úrslitaáhrif - Stórir lífeyrissjóðir eru með málið til skoðunar Framkvæmdastjóri Samtaka iðnað- arins sendi bankastjóra Landsbank- ans skriflega athugasemd í gær í kjölfar þess að bankinn kynnti nýja þjóðhags- og verðbólguspá fyrir 2021-2024. Þar kemur fram sú skoð- un SI að hagfræðingar bankans van- meti íbúðaþörf á komandi árum, sem sögð var vera 1.800 íbúðir á ári yfir allt landið. „Spá Samtaka iðnaðarins var síð- an nýtt til að draga þá sterku álykt- un að ólíklegt væri að það stefni í skort á íbúðum á allra næstu árum.“ Er í kjölfarið bent á að myndin sem bankinn dragi upp sé of einföld- uð. Þannig bendi t.d. spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til þess að þörfin verði 3.500 íbúðir á ári til þess að mæta þörf, eða um 30 þúsund íbúðir á áratug. Þá sé spá Lands- bankans allt önnur en t.d. er miðað við opinbera spá Hagstofunnar um íbúaþróun til næstu ára. „Fjöldi íbúa á hverja íbúð í fortíð er ekki góður mælikvarði á fjölda í íbúð sem mark- ar þörf fyrir íbúðir litið til næstu ára, sem sagt í framtíð.“ Benda SI á að hlutfallið sé óvenju hátt hér miðað við í öðrum ríkjum og sennilegt sé að við munum færast nær því sem þar tíðkast. „Það er ábyrgðarhluti af hálfu Landsbankans að setja fram mat á íbúðaþörf með betur ígrunduðum og rökstuddum hætti […] Rétt væri af hálfu bankans að birta sviðsmyndir sem sýndu næmi niðurstaðna fyrir ofangreindum þáttum og með tilvís- un í m.a. niðurstöður HMS og Hag- stofunnar. Fara SI fram á að svo sé gert,“ segir í orðsendingunni til bankastjórans. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þörf Ágreiningur virðist um þörfina fyrir nýtt íbúðarhúsnæði á Íslandi. SI gagnrýna Landsbankann - Segja hagfræð- inga bankans van- meta íbúðaþörf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.