Morgunblaðið - 23.10.2021, Side 28

Morgunblaðið - 23.10.2021, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þótt á ýmsu hafi gengið í íslensku efnahagslífi und- anfarin misseri vegna kórónuveiru- faraldursins er það þróttmikið og mörg íslensk fyrirtæki eru rekin af krafti og þrautseigju. Þess sér stað á hin- um árlega lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki, sem kynntur var á fimmtudag og fjallað er um með margvíslegum hætti í veglegu blaði sem fylgdi Morgunblaðinu í gær og er unnið í samstarfi ViðskiptaMoggans og Creditinfo líkt og undanfarin ár. Uppfylla þarf ströng skilyrði um eignir, eigið fé og hagnað í að minnsta kosti þrjú ár til þess að komast á úrvalslista Creditinfo. Á lista Creditinfo eru að þessu sinni hátt í 900 fyrirtæki eða 853, en voru aðeins 178 árið 2010. Það kann að hljóma eins og hver sem er komist inn á listann, en hafa ber í huga að á honum eru aðeins um 2% virkra fyrirtækja þannig að nálar- augað er þröngt. Áberandi er að fyrirtækjum í ferðaþjónustu fækkar milli ára, en segja má að það hafi verið óhjákvæmilegt og vonandi taka þau fljótt við sér. Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, bendir í grein í blaðaukanum á að líta megi á listann yfir fram- úrskarandi fyrirtæki sem mæli- kvarða á heilbrigði íslenskra fyrirtækja og hann gefi kost á að meta áhrif kórónuveiru- faraldursins á rekstur þeirra. „Það má því segja að það sé ákveðið styrkleikamerki á ís- lensku efnahagslífi að fjöldi Framúrskarandi fyrirtækja minnkar ekki mikið á milli ára,“ skrifar hún. „Fyrirtæki sem nú eru á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki hafa verið vel í stakk búin til að takast á við áföll í rekstri og koma sterk frá erfiðu rekstrarári árið 2020.“ Í greininni segir hún að fyrir- tæki sem fái viðurkenninguna noti hana með ýmsum hætti. Hún sé notuð út á við, en ekki síður flaggað innanhúss til að þakka starfsfólki og hvetja það til dáða. Í blaðaukanum er sýnt hvern- ig dæmigert framúrskarandi fyrirtæki lítur út og sést þar að mörg þeirra uppfylla skilyrðin til að komast á hann og gott bet- ur. Til dæmis eru eignir dæmi- gerðs fyrirtækis á listanum 364 milljónir króna, en viðmiðið til þess að komast á hann er 100 milljónir. Fyrirtæki í slíkri stöðu eiga auðveldara með að innbyrða miklar launahækkanir án þess að velta þeim út í verðlagið og eru einnig betur í stakk búin til að standast áföll á borð við far- aldurinn. Fyrirtækið Mar- el trónir á toppi listans og hefur verið magnað að fylgjast með hvern- ig það hefur haslað sér völl í krafti hug- vits og áræðis um allan heim. Á list- anum er líka fyrir- tækið Benchmark Genetics á Íslandi, sem framleiðir laxahrogn, hefur fjórfaldað veltu sína á sjö árum og gæti ef fram heldur sem horfir skilað miklum gjaldeyristekjum inn í samfélagið. Eins og fram kemur í aðfara- orðum Stefáns Einars Stef- ánssonar, fréttastjóra og um- sjónarmanns blaðsins Framúrskarandi fyrirtæki, eru fyrirtækin eins fjölbreytt og þau eru mörg, en þó tengi þau öll sameiginlegur þráður; öfl- ugur hópur starfsfólks og for- usta stjórnenda og eigenda sem sýnt hafi þrautseigju við að byggja þau upp. „Og fyrirtækin eiga það líka sameiginlegt, óháð stærð og umsvifum, að þau skipta öll máli fyrir samfélagið,“ skrifar Stefán Einar. „Þjónustan og fram- leiðslan sem þau standa fyrir skiptir sköpum, ekki aðeins við verðmætasköpunina sem slíka, heldur einnig grundvallarþætti sem hvert velferðarþjóðfélag verður að búa yfir.“ Þetta er grundvallaratriði. Í þessari viku birtist á forsíðu Morgunblaðsins frétt um að hvergi í löndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) væri fátækt minni en á Íslandi. Á undanförnum árum hefur kaupmáttur aukist veru- lega í landinu. Grunnurinn að vaxandi velmegun liggur í þrótt- miklu efnahagslífi og til þess að það megi dafna þurfa vaxtar- skilyrðin að vera í lagi. Um þetta hefur Þórdís Kol- brún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra, iðulega fjallað um leið og hún hefur lagt áherslu á mikilvægi nýsköp- unar. „Næsta bylting sem ég myndi vilja sjá eiga sér stað á Íslandi er einföldunarbylting. Við höf- um því miður komið okkur upp alltof flóknu regluverki, sem er dálítið sérstakt með hliðsjón af því hvað við erum lausnamiðuð og viljum geta hreyft okkur hratt,“ skrifaði hún í grein í Sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins fyrr á árinu. Listinn yfir framúrskarandi fyrirtæki er til marks um það að hér eru rekin mörg kraftmikil og heilbrigð fyrirtæki. Það er hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að jarðvegurinn til að fyrirtæki megi dafna verði enn frjórri þannig að efnahagslífið haldi áfram að eflast og undir- stöður íslensks samfélags að styrkjast. Það er hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að jarðveg- urinn til að fyrirtæki megi dafna verði enn frjórri þannig að undirstöður íslensks samfélags haldi áfram að styrkjast} Skarað fram úr Í aðdraganda kosninga kom ítrekað fram að bág staða heilbrigðiskerfisins væri aðalkosningamálið í huga al- mennings. Þrátt fyrir þetta var sáralít- ið um það rætt í þeim umræðuþáttum sem fram fóru og því gátu kjósendur illa kynnt sér þá stefnu og framtíðarsýn sem flokkarnir höfðu varðandi rekstur þessarar mikilvægu grunnstoðar samfélagsins. Kjósendur fengu jú að vita að tveir af þremur stjórnarflokkum vilja auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu en lítið var um það spurt í samtölum við forsvarsmenn þriðja stjórnarflokksins sem farið hefur með heilbrigðismál á kjörtímabilinu. Þá var lítið ef eitthvað rætt um heildarsýn flokkanna á verk- efnið. Kjósendur heyra nú fjórum vikum eftir kosningar af því að tveir af þremur stjórnar- flokkum vilja ekki að þriðji flokkurinn stjórni ráðuneyti heilbrigðismála. Með öðrum orðum þýðir þetta að þeir vilja að sama ríkisstjórn haldi áfram en breyti stefnu stjórnarinnar í þeim málaflokki sem tekur til sín fjórðung af útgjöldum ríkissjóðs og snertir hvern einasta íbúa landsins. Hverju eigi að breyta er þó með öllu ósvar- að. Heilbrigðiskerfið er fjöregg þjóðarinnar. Við þurfum öll á einhverjum tímapunkti á heilbrigðiskerfinu að halda og þurfum að treysta á að það virki vel. Þau sem best þekkja til virkni og gæða heilbrigðiskerfisins eru eðli málsins samkvæmt það fólk sem þar starfar. Það áttar sig bæði á þeim verkefnum sem þarf að sinna og þeim aðstæðum sem notendum heilbrigðiskerfisins og starfsfólki er boðið upp á. Þess vegna skiptir öllu máli að stjórnvöld hvers tíma hlusti þegar bent er á brotalamir kerfisins. Því miður hefur borið á því að ráð- herrar hafi á undanförnum árum brugðist við með hálfgerðum skætingi þegar starfsfólk og aðstandendur lýsa ófullnægjandi ástandi í heil- brigðiskerfinu. Heilbrigðisráðherra sagði það sérstaka áskorun fyrir sig sem ráðherra að standa með Landspítalanum þegar starfsfólk hans leyfði sér að segja upphátt frá reynslu sinni og hættuástandi innan spítalans og fjár- málaráðherra sagði í aðdraganda kosninga að starfsfólk heilbrigðiskerfisins yrði einfaldlega að auka virkni sína. Þá kvaðst hann, aðspurður vegna mjög erfiðrar stöðu á bráðamóttöku Landspítala í vikunni, einfaldlega ekki sjá neitt ástand á bráðamóttöku sem kæmi stjórnvöldum við þegar afléttingar sóttvarnareglna væru annars vegar. Almenningur finnur sárlega fyrir því þegar kerfið virk- ar illa. Umönnunarbyrði almennings á Íslandi á veikum skyldmennum er sú mesta sem þekkist í Evrópu. Van- virkni fólks vegna langra biðlista eftir úrræðum skaðar samfélagið á svo marga vegu. Á meðan vikurnar líða án aðkomu Alþingis fer aðhald við ríkisstjórnina eingöngu fram í fjölmiðlum og þar verðum við öll að standa saman. helgavala@althingi.is Helga Vala Helgadóttir Pistill Heilbrigðiskerfið er fjöreggið Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Kórónuveirufaraldurinn hefur sett mikinn svip á starfsemi Hjálpar- starfs kirkjunnar síðustu misseri. Margir sem hafa leitað þangað hafa verið í afar erfiðri stöðu og það mun taka einhverja langan tíma að vinna sig út úr þeim að- stæðum. Hins vegar er landið farið að rísa hjá sumum að sögn Bjarna Gísla- sonar, fram- kvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar. Í nýrri starfs- skýrslu fyrir starfsárið 2020- 2021 sem lauk í júní síðastliðnum kemur fram að beiðnum um aðstoð fækkaði lítillega milli ára. Umsóknum fjölgaði um 40% „Við fundum fyrir mikilli fjölgun á umsóknum hér innanhalds í byrjun faraldursins, á fyrra starfsári,“ segir Bjarni sem rekur að laga hafi þurft starfsemi Hjálparstarfsins að sam- komutakmörkunum. Skrifstofan var opin allan tímann en erindi voru gjarnan afgreidd í gegnum tölvupóst og síma. Ekki var hægt að úthluta fötum eins og gert hafði verið í mörg ár. Sem kunnugt er jókst atvinnu- leysi mikið á síðari hluta ársins 2020 og sáust þess merki hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Frá því í byrjun apríl 2020 og fram til marsmánaðar 2021 fjölgaði umsóknum um inneignarkort þannig um 40% miðað við sama tíma- bil áður en heimsfaraldurinn skall á,“ segir í áðurnefndri starfsskýrslu. Þar er einnig getið að tekjur ákveðins hóps hafi skroppið óvænt verulega saman, til að mynda hjá náms- mönnum sem misstu íhlaupavinnu með námi. Það er hópur sem til þessa hafði ekki þurft að leita aðstoðar. Fengu aðstoð oftar en fjórum sinnum á árinu Bjarni segir að inneignarkortin sé hægt að nýta í matvöruverslunum. Þau komu í staðinn fyrir matargjafir í poka sem áður tíðkuðust. Þykir þetta fyrirkomulag hafa gefist vel enda felist meiri valdefling í því fyrir fólk að geta sjálft valið vörur fyrir fjölskylduna. Úthlutanir fara eftir fjölskyldustærð og þeir allra verst settu hafa fengið áfyllingu á inn- eignarkort. „Bætur eru lágar og það vill henda að upp úr miðjum mánuði og í enda hans nái endar ekki saman. Þá geta þessi inneignarkort hjálpað fólki yfir erfiðasta hjallann,“ segir Bjarni. Á starfsárinu leituðu 2.363 fjöl- skyldur eftir efnislegri aðstoð hjá Hjálparstarfinu í samtals 4.724 skipti. Flestar fjölskyldurnar leituðu aðstoðar í eitt til tvö skipti en um 9% umsækjenda leituðu til Hjálpar- starfsins oftar en fjórum sinnum á starfsárinu, að því er fram kemur í starfsskýrslunni. Til samanburðar leituðu 2.430 fjölskyldur eftir efnis- legri aðstoð í samtals 4.787 skipti á starfsárinu 2019-2020 en það var 339 fjölskyldum og 808 skiptum fleiri en á starfsárinu áður en heimsfaraldur braust út. Á starfsárinu 2020-2021 fengu 2.116 fjölskyldur inneignarkort fyrir matvöru í samtals 3.657 skipti, þar af í 1.707 skipti í aðdraganda jóla. Fjöl- skyldunum fjölgaði þannig um 15% milli starfsára en á starfsárinu 2019- 2020 fengu 1.836 fjölskyldur inneign- arkort. Alls fengu 1.707 fjölskyldur um land allt inneignarkort og fleira fyrir síðustu jól samanborið við 1.647 fjölskyldur á fyrra starfsári og 1.274 fjölskyldur starfsárið 2018-2019. Lenda milli skips og bryggju „Þessi kórónuveirufaraldur hef- ur reynst mörgum afar erfiður. Óör- yggi og þetta Covid-ástand fer illa með þá sem eru veikir fyrir. Ein- angrun er orðin meiri og við finnum það á fólki sem kemur til okkar að það þarf tíma til að spjalla. Við höfum reynt að láta yfirvöld vita af götum sem eru í kerfinu þar sem fólk lendir milli skips og bryggju,“ segir Bjarni og bætir við að ýmsar kostnaðar- hækkanir hafi ekki einfaldað stöð- una. Hann segir að það muni taka fólk mismikinn tíma að vinna sig út úr erfiðleikum en sem betur fer hafi ástandið skánað að undanförnu. „Margir hafa glímt við afar erfiðar aðstæður og hjá mörgum er langt í land. Okkur finnst við þó sjá breyt- ingar til hins betra. Einn og einn er búinn að fá vinnu og hjól atvinnulífs- ins virðast vera farin að snúast aft- ur.“ Faraldurinn hefur aukið á vanda margra Efnisleg aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar Fjöldi umsækjenda og umsókna starfsárin 2016/17 til 2020/21* Afgreiðsla aðstoðar starfsárið 2020/215.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 2016/17 2017/18 2018/19 2019/20 2020/21 3.971 4.059 3.979 4.787 4.724 2.018 2.073 2.091 2.430 2.363 Fjöldi umsóknarbeiðna Fjöldi umsækjenda Notaður fatnaður 5,4% Ungmenni studd til náms 1,4% Aðstoð við lyfjakaup 11% Inneignarkort fyrir matvöru o.fl. í desember 36% Inneignarkort fyrir matvöru aðra mánuði en desember41% Aðstoð í upphafi skólaárs 1% Önnur einstaklingsmiðuð aðstoð 1% Styrkir til listnáms, íþrótta- og tómstundastarfs barna0,6% Umsókn um aðstoð hafnað 2,5% *Starfsár er frá 1. júlí til loka júní Heimild: Hjálp- arstarf kirkjunnar Bjarni Gíslason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.