Morgunblaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021
Steinsög Framkvæmdir halda áfram við byggingu mannvirkja í Úlfarsárdal. Reiknað er með að þeim ljúki á næsta ári.
Unnur Karen
Hinn 24. október
árið 1975 lögðu um
90% kvenna á Ís-
landi niður störf.
Konur gengu út til
að sýna samfélag-
inu, og kannski fyrst
og fremst körlum,
fram á mikilvægi
sitt á vinnumarkaði
og á heimilum.
Enda kom á daginn
að gangverk samfélagsins stöðv-
aðist þegar konur lögðu niður
störf. Með þessu vildu konur
sýna fram á verðmæti vinnu-
framlags síns og kröfðust þess
að það yrði metið að verðleikum
og þær fengju notið sömu rétt-
inda og launakjara og karlar.
Meðal skipuleggjenda fyrsta
kvennafrídagsins voru rauð-
sokkahreyfingin, kvenfélög og
stéttarfélög. Viðburðurinn vakti
heimsathygli – og gerir enn.
Þegar ég ferðast erlendis og
ræði jafnréttismál er ég iðulega
spurð um daginn þegar konur
lögðu niður störf á Íslandi.
Svarthvítar myndir frá mann-
þrönginni á Lækjartorgi og
Arnarhóli eru fyrir löngu orðnar
hluti af sögunni og greyptar í
minni þjóðarinnar.
Við getum verið stolt af þess-
um hluta sögunnar en því miður
eru gömlu baráttumálin – jafn-
rétti á vinnumarkaði – enn á
dagskrá. Enn sjáum við óút-
skýrðan kynbundinn launamun
þó að hann hafi dregist saman
síðustu ár. Og enn krefjumst við
þess að störf kvenna séu metin
til jafns á við störf karla. Saga
jafnréttismála sýnir okkur að
jafnrétti gerist ekki af sjálfu
sér. Fyrir því þarf að berjast og
til að koma á jafnrétti verður að
grípa til stjórnvaldsaðgerða.
Á liðnu kjörtímabili stofnaði
ég tvo starfshópa með það fyrir
augum að færa okkur nær
launajafnrétti. Annars vegar
starfshóp um launagagnsæi því
að sýnt hefur verið fram á að
birting upplýsinga um kynbund-
inn launamun á vinnustöðum
eykur jafnrétti á vinnumarkaði.
Hins vegar starfshóp um mat á
virði starfa. Hópurinn lagði fram
tillögur um þróun-
arverkefni og í
framhaldinu var
skipaður aðgerða-
hópur um launa-
jafnrétti og jafn-
rétti á
vinnumarkaði.
Þó að ýmislegt
hafi áunnist í bar-
áttunni fyrir
kynjafnrétti erum
við ekki komin í
mark. Auk þess
þarf að verja þær
vörður sem þegar hafa áunnist á
leiðinni. Við verjum árangurinn
með því að vera sífellt vakandi
fyrir misrétti, leyndu og ljósu,
með því að setja jafnréttismál í
forgrunn allra ákvarðana stjórn-
valda og með því að taka ár-
angri aldrei sem sjálfsögðum
hlut. Við þurfum ekki að horfa
langt út fyrir landsteinana til að
sjá varhugaverða þróun þegar
kemur að kynjajafnrétti. Sjálfs-
ákvörðunarréttur kvenna hefur
meðal annars verið takmarkaður
með nýrri löggjöf um þung-
unarrof í Texas í Bandaríkj-
unum. Og í heimsfaraldrinum
hefur heimilisofbeldi aukist um
heim allan. Á hinn bóginn er ég
ánægð með þann árangur sem
við höfum náð hér á landi með
nýrri löggjöf um þungunarrof
sem styrkir sjálfsákvörðunarrétt
kvenna og fullfjármagnaðri
áætlun um forvarnir gegn
kynferðislegu og kynbundnu of-
beldi og áreitni fyrir árin 2021-
2025.
Í dag berjumst við fyrir sömu
réttindum og konurnar sem
lögðu niður störf á þessum degi
gerðu árið 1975. Við berjumst
áfram saman fyrir konurnar
sem börðust fyrir réttindum sín-
um og okkar, fyrir okkur sjálf í
nútímanum og fyrir næstu kyn-
slóðir. Til hamingju með daginn!
Eftir Katrínu
Jakobsdóttur
» Saga jafnrétt-
ismála sýnir okkur
að jafnrétti gerist
ekki af sjálfu sér.
Katrín Jakokbsdóttir
Höfundur er forsætisráðherra.
Störf kvenna
þarf að meta að
verðleikum
Norðurslóðir hafa
verið rauður þráður í
íslenskri utanríkis-
stefnu undanfarin ár.
Óhætt er að segja að
áherslan sem við
leggjum á þetta mál-
efni hafi aldrei verið
meiri. Áhuginn á mál-
efninu er ekki ein-
skorðaður við Ísland.
Á undanförnum mán-
uðum hafa farið fram í
Hörpu í Reykjavík tveir fjölþjóð-
legir viðburðir með málefni norð-
urslóða í brennidepli: Ráðherra-
fundur Norðurskautsráðsins í vor
og Hringborð norðurslóða fyrr í
þessum mánuði. Norðurslóðir eru
nú kirfilega í kastljósi alþjóða-
samskipta.
Ísland í forystu á
erfiðum tímum
Það segir sína sögu um aukið
vægi málaflokksins í alþjóðamál-
unum að allir utanríkisráðherrar
norðurskautsríkjanna
hafa mætt á tvo síð-
ustu ráðherrafundi
Norðurskautsráðsins
en slíkt hafði fram að
því ekki gerst. Nýaf-
staðin formennska Ís-
lands í ráðinu var ein-
mitt til umfjöllunar í
málstofu sem ég tók
þátt í á Hringborði
norðurslóða. Ísland
tók við formennsku-
keflinu af Finnlandi
fyrir rúmum tveimur
árum, á erfiðasta tíma
í sögu ráðsins þar sem ekki náðist
samstaða um ráðherrayfirlýsingu,
meðal annars vegna ágreinings um
loftslagsmál. Áskorunin sem við
stóðum frammi fyrir var því mikil
áður en heimsfaraldurinn skall á
með öllum tilheyrandi takmörk-
unum.
Við skiluðum formennskunni af
okkur til Rússlands á ráðherrafund-
inum í Reykjavík í maí með sam-
þykkt ráðherrayfirlýsingar og
fyrstu langtímastefnu ráðsins til
næstu tíu ára. Reykjavíkuryfirlýs-
ingin gerir grein fyrir góðum fram-
gangi formennskuáætlunar Íslands
„Saman til sjálfbærni“ en hún lagði
sérstaka áherslu á málefni hafsins,
loftslagsmál og endurnýjanlega
orku, og samfélög á norðurslóðum.
Framtíðarstefnan ítrekar sameigin-
leg gildi, markmið og metnað norð-
urskautsríkjanna og samtaka frum-
byggja og áréttar einarðan vilja
þeirra til að viðhalda friði, stöðug-
leika og uppbyggilegri samvinnu á
norðurslóðum.
Málefni Grænlands voru jafn-
framt ofarlega á baugi á Hringborði
norðurslóða og það var ánægjulegt
að fá tækifæri til þess að ræða
skýrslu Grænlandsnefndar sem
kom út í byrjun þessa árs. Skýrslan
er sneisafull af góðum tillögum og
hefur til þessa reynst hið besta
skapalón fyrir framtíðarsamstarf
landanna. Við höfum þegar fylgt
skýrslunni eftir. Alþingi Íslands
samþykkti tillögu að þingsályktun
um málefni Íslands og Grænlands í
maí. Þá var sameiginleg yfirlýsing
landanna tveggja undirrituð í sept-
ember en hún gengur út á að fara
yfir og framkvæma tillögur sem eru
í skýrslunni. Grænlandsskýrslan
lagði þannig grunninn, þingsálykt-
unartillagan veitti umboðið og yfir-
lýsingin handsalaði málið.
Ný norðurslóðastefna Íslands
Í upphafi ráðherratíðar minnar í
janúar 2017 var mitt fyrsta opin-
bera verk í embætti að flytja ræðu á
svokölluðum hugarflæðisfundi til
undirbúnings að formennsku Ís-
lands í Norðurskautsráðinu 2019-
2021. Á þessum tíma var það oftast
ég sem þurfti að setja málefni norð-
urslóða á dagskrá funda minna með
erlendum kollegum. En hlutirnir
breytast hratt og nú eru það við-
mælendur mínir sem undantekn-
ingalítið bera norðurslóðir upp að
fyrra bragði óháð tilefni funda að
öðru leyti. Taflið hefur þannig snú-
ist við, sem var löngu orðið tíma-
bært.
Ísland er norðurslóðaríki og er
allt innan þess svæðis sem skil-
greint er sem norðurslóðir. Þess
vegna skiptir öllu máli fyrir Ísland
að halda áfram að ganga fram fyrir
skjöldu og gera sig gildandi á þessu
sviði með jákvæðum hætti til fram-
tíðar. Ég fékk því hóp þingmanna
úr öllum þingflokkum til liðs við mig
til að endurskoða stefnu Íslands í
málefnum norðurslóða. Það fór ein-
staklega vel á því að Alþingi skyldi
samþykkja með öllum greiddum at-
kvæðum nýja norðurslóðastefnu á
grundvelli vinnu þeirra daginn fyrir
ráðherrafund Norðurskautsráðsins
í Reykjavík. Nýja norðurslóðastefn-
an leggur grunn að áframhaldandi
öflugu starfi Íslands í málefnum
norðurslóða að baki árangursríkri
formennsku Íslands í Norður-
skautsráðinu síðastliðin tvö ár.
Eftir Guðlaug Þór
Þórðarson » Áður varð ég að setja
málefni norðurslóða
á dagskrá funda með er-
lendum kollegum. Nú
eru það þeir sem yfir-
leitt bera málið upp að
fyrra bragði við mig.
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Höfundur er utanríkis- og þróunar-
samvinnuráðherra.
Allra augu beinast að norðurslóðum