Morgunblaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021
Sindrastóll
Hönnuður: Ásgeir Einarsson (1927-2001)
Sindrastóllinn er bólstraður
með íslenskri lambagæru.
Verð frá: 229.000 kr.
Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is
Í
dag er fyrsti vetrardagur en vetrarlegt veður lét ekki bíða svo lengi
eftir sér. Undanfarnar vikur höfum við m.a.s. kynnst trampól-
ínveðri. Þetta er nýlegt orð sem haft er um varasaman vindstyrk;
orðið merkir sem sé alls ekki að það viðri vel til að leika sér á tram-
pólíni. Dæmi er um orðið trampólínveður frá september 2015, í samband-
inu hið árlega trampólínveður, og í september sl. kom einnig hausthvellur
sem lýst var sem dæmigerðu trampólínveðri þar sem huga skyldi að garð-
húsgögnum og trampólínum.
Orðið trampólínveður er vissulega ekki að finna í Veðurfræði Eyfellings
eftir Þórð Tómasson í Skógum. Þar eru hins vegar ýmis önnur merkisorð
um snarpan vind, t.d. garri,
stormþræsingur, rokbelg-
ingur og belgveðursrok; hið
síðastnefnda vísar til sagn-
ar um kálfsbelg sem fokið
hefði úr Landeyjum allt
vestur í Stykkishólm.
Í veðurfræði og veður-
mælingum hefur löngum verið leitast við að staðla eða skilgreina vind-
hraða. Voru tilteknum vindstigum fengin ákveðin heiti, á borð við stinn-
ingskalda, en eftir að farið var að tilgreina vind í metrum á sekúndu í
almennum veðurfréttum verður minna vart við hin sérstöku heiti. Á vef
Veðurstofunnar er fróðleiksgrein eftir Trausta Jónsson veðurfræðing sem
rekur sögu vindstigaheitanna. Þar segir að Rasmus Lievog, konunglegur
stjörnuathugunarmeistari í Lambhúsum við Bessastaði, frá 1779 og fram
yfir aldamótin 1800, hafi lýst sjö stigum vinds, t.d. 3 = blæst („blástur“).
Sveinn Pálsson samdi leiðbeiningar um veðurathuganir á íslensku 1792 og
mælti með fjögurra stiga kvarða: logn, gola, hvassviðri, stormur. En sjö
stiga kvarði var í notkun alla 19. öldina og segir Trausti að Árni Thorla-
cius í Stykkishólmi hafi notað hann frá upphafi 1845. Heitin sem Árni not-
aði voru: logn, andvari, kaldi, stinningskaldi, hvassviðri, stormur, ofviðri.
Trausti segir að orðin hafi sennilega komið frá Jónasi Hallgrímssyni eða
öðrum hjá Bókmenntafélaginu. Frá því snemma á 20. öld var stuðst við 13
stiga kvarðann í íslenskum veðurskeytum, þ.e. frá núlli upp í tólf stig.
Vindstigaheitin hafa síðan að mestu verið hin sömu, svo sem kaldi, stinn-
ingskaldi og stormur.
Til að útskýra vindstyrkinn og merkingu vindstigaheita hefur áhrifum
vinds á landi og sjó gjarna verið lýst með almennum orðum með skír-
skotun til daglegs umhverfis og athafna mannsins. Dæmi: „Hvín í símalín-
um. Erfitt að nota regnhlífar“ (stinningskaldi), „Varla hægt að ráða sér á
bersvæði“ (stormur), „Tré rifna upp með rótum“ (rok), „Mjög hvasst, fólk
þarf að gá að sér“ (20-30 m/s). Trausti Jónsson segir að fjögurra vindstiga
kvarða Sveins Pálssonar 1792 hafi m.a. fylgt til skýringar: „þegar ekki
finnst hvaðan hann er á“ (logn); „meðan ekki hvítstýfar á vatni“ (gola);
„þegar hvítfyssar vatn, en skefur ekki“ (hvassviðri); „þegar vatn skefur,
torfhús skjálfa [o.]s.fr.“ (stormur).
Trampólínveður
og belgveðursrok
Tungutak
Ari Páll Kristinsson
ari.pall.kristinsson
@arnastofnun.is
Morgunblaðið/Eggert
T
vö frönsk fjárfestingarfyrirtæki hafa látið að sér
kveða á íslenskum markaði undanfarna daga.
Franski fjárfestingarsjóðurinn Vauban Infra-
structure Partners keypti meirihlutaeign í ís-
lenska félaginu Borealis Data Center sem rekur gagna-
ver á Blönduósi og á Fitjum í Reykjanesbæ. Þá hefur
franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian skrifað undir
samkomulag um einkaviðræður og helstu skilmála vegna
áforma um kaup á Mílu, dótturfélagi Símans.
Í september var greint frá því að Digital 9 Infra-
structure, sjóður í stýringu breska sjóðastýringarfélags-
ins Triple Point, hefði keypt Verne Global, sem rekur
gagnaver á Ásbrú í Reykjanesbæ, fyrir rúmlega 40 millj-
arða króna.
Á vefsíðunni Visir.is sagði Hörður Ægisson, sem ný-
lega lét af störfum sem markaðsritstjóri Fréttablaðsins,
að Triple Point hefði sýnt áhuga á Mílu. Ardian hefði hins
vegar verið valið til viðræðna og byði 70 til 80 milljarða
króna fyrir fyrirtækið.
Áhugi fyrirtækja á að fjárfesta í innviðum hér endur-
speglar tækifæri vegna lágra vaxta á alþjóðamörkuðum.
Þá laðast fjárfestar einnig að lönd-
um þar sem miðlun endurnýjan-
legrar orku er örugg og á sam-
keppnisfæru verði. Orkuskortur
og ofurverð setur vaxandi svip á
efnahags- og þjóðlíf nágranna-
landanna, þá eru fréttir frá Kína
skuggalegar að þessu leyti.
Míla er heildsölufyrirtæki á
fjarskiptamarkaði. Kjarna-
starfsemi þess snýst um að
tryggja fjarskipti á landsvísu með
ljósleiðurum, koparleiðslum,
möstrum og fjarskiptaneti. Míla er því dæmigert innviða-
fyrirtæki með „virkar“ og „óvirkar“ eignir til fjarskipta.
Fjölmiðla- og fjarskiptafélagið Sýn seldi fyrr á árinu
„óvirka“ farsímainnviði sína til erlendra fjárfesta. Enginn
tæknibúnaður fylgdi með í sölunni og þar af leiðandi eng-
ir strengir eða þræðir. Salan á Mílu nær bæði til „virkra“
og „óvirkra“ innviða.
Um 30 ára gamall átta þráða ljósleiðarastrengur sem
NATO lagði á sínum tíma til að tengja saman ratsjár-
stöðvar á fjórum landshornum myndar stofnnet ljós-
leiðarakerfis landsins. Árið 2005 seldi ríkið Símanum
fimm af þessum átta strengjum. Ríkið bauð tvo strengi til
leigu árið 2008. Árið 2010 var annar þeirra leigður Sýn við
mótmæli Símans. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) úrskurð-
aði árið 2014 að leiga strengsins til Sýnar fæli ekki í sér
ríkisaðstoð.
Í skýrslu starfshóps á vegum utanríkisráðuneytisins
vorið 2021 er reifað hvað gera skuli við ljósleiðarastreng-
ina þrjá í umsjá þess. Af skýrslunni má ráða að svigrúm
fyrirtækis með aðeins einn streng til umráða sé næsta
þröngt. Æskilegast sé að ráða að minnsta kosti yfir
tveimur strengjum. Endurvakið er að leigja megi einka-
aðilum tvo strengi og halda einum eftir vegna ratsjár-
stöðvanna.
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) segir margt benda til
að „virk samkeppni ríki ekki á stofnnetsmarkaði á lands-
vísu“, þar sem Míla eigi fimm strengi en Sýn leigi einn.
Stofnunin telur heppilegt að aðgengi og samkeppni á
þessum markaði sé bætt. Boðað er að PFS ljúki markaðs-
greiningu á þessu sviði fyrir lok árs 2021.
Breytingar á stofnnets- og fjarskiptamarkaði kalla á
aukna bandbreidd vegna gagnavera og almennrar fjar-
skiptanotkunar. Þá er 5G-væðing farneta að hefjast af
þunga og fylgja auknar kröfur til stofnneta henni. Allar
nágrannaþjóðir okkar hafa hafnað viðskiptum við kín-
verska tæknirisann Huawei vegna 5G-væðingarinnar.
Síminn og Míla gera það einnig og eiga viðskipti við
sænska fyrirtækið Ericsson.
Sýn og NOVA sem sameinast um ljósleiðarastreng
hljóta að hætta tæknilegri samvinnu við Huawei til að
virða þjóðaröryggiskröfur. Stefna utanríkisráðuneytisins
er skýr í þessu efni og getur það
sem leigusali sett skilyrði um nýt-
ingu eignar sinnar. NOVA er að
hluta í eigu Bandaríkjamanna sem
búa við bann á viðskiptum við
Huawei.
Vegna frétta um viðræður full-
trúa Símans og Ardians um Mílu
varð uppi fótur og fit. Þjóðarör-
yggisráð var nefnt til sögunnar og
stjórnarandstaðan tók kipp, meira
að segja þeir sem vilja evru og að-
ild að ESB virtust fá kvíðakast.
Í vor sendi forsætisráðuneytið frá sér skýrslu þar sem
sagði að íslensk lög um fjárfestingarýni (e. investment
screening) stæðust ekki nútímakröfur. Hér væri engin
heildstæð löggjöf um slíka rýni í þágu þjóðaröryggis.
Málum er enn háttað á þennan veg. Hér eru ekki lög
sem takmarka aðkomu útlendinga að fjarskiptastarfsemi.
Eignarhald á Mílu ræður ekki hvort fyrirtækinu beri
að virða íslensk samkeppnislög eða önnur fyrirmæli ís-
lenskra stjórnvalda, til dæmis um þjóðaröryggi. Íslensk-
ar reglur gilda um fjarskiptabúnað (virkan og óvirkan) og
rekstur hans. Stjórnvöld móta þessar reglur og ber inn-
lendum eða erlendum eiganda Mílu að virða þær. Við-
ræður fulltrúa Símans og þjóðaröryggisráðs snúast um
þetta. Net- og fjarskiptaöryggi verður sífellt mikilvæg-
ara. Íþyngjandi regluverk kann að hafa áhrif á vilja til
viðskipta eða á verðmat.
Hlutafélagið Orkufjarskipti var stofnað í desember
2011. Félagið er í jafnri eigu Landsnets og Landsvirkj-
unar. Það rekur öflugt kerfi með ljósleiðurum og öðrum
búnaði í samræmi við kröfur raforkukerfisins um áreið-
anlegt og traust fjarskiptanet. Öryggiskröfur fyrir-
tækisins eru vafalaust meiri en tíðkast á almennum
markaði.
Til að jafna samkeppnisstöðu á almenna markaðnum
ætti ríkið að selja strengina þrjá í NATO-stofnnetinu sem
það á enn og flytja ratsjártengingarnar og annað sem
krefst mikils öryggis inn á net Orkufjarskipta.
Fjárfestar vilja fjarskiptakerfi
Vegna frétta um viðræður
fulltrúa Símans og Ardians
um Mílu varð uppi fótur og
fit. Þjóðaröryggisráð var
nefnt til sögunnar og stjórn-
arandstaðan tók kipp.
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Það hefur vakið athygli, að á ráð-
stefnu um löggæslu og afbrota-
varnir á Akureyri 6. október síðast-
liðinn hélt ég því fram, að
skattasniðganga væri frekar dygð
en löstur. Skal ég hér rökstyðja mál
mitt. Gera verður greinarmun á
skattsvikum (tax evasion) og skatta-
sniðgöngu (tax avoidance). Skatt-
svik eru, þegar maður reynir að fela
sumar skattskyldar tekjur sínar eða
falsar kostnað á móti tekjum. Þau
eru ólögleg og siðferðilega röng.
Skattasniðganga er hins vegar, þeg-
ar maður (eða fyrirtæki) gerir allt,
sem hann getur löglega, til að lækka
skattgreiðslur sínar, þar á meðal að
tína til allan kostnað á móti tekjum
eða flytja starfsemi úr háskattalandi
í lágskattaland. Það er auðvitað vill-
andi að nota þetta gildishlaðna orð.
Þegar maður kaupir vöru í Bónus
frekar en Hagkaup, af því að hún er
þar ódýrari, er hann ekki að snið-
ganga Hagkaup.
Skattar eru það verð, sem ríkið
setur upp fyrir þjónustu sína, en
hún er fólgin í að veita þá þjónustu,
sem er ekki á færi einstaklinga, af
því að um er að ræða svokölluð sam-
gæði, til dæmis landvarnir og lög-
gæslu. Ekki er unnt að takmarka
framleiðslu þeirra við þá, sem
greiða fyrir þau. Annaðhvort hafa
allir þau eða enginn. En hvernig
fáum við að vita, hversu mikið af
samgæðum fólk vill? Besta ráðið er
að skoða, hvert fólk fer, svaraði
bandaríski hagfræðingurinn Char-
les Tiebout í frægri ritgerð. Sam-
keppni ólíkra svæða um skattgreið-
endur leiðir í ljós, hvað fólk vill í
raun og veru. Þeir, sem andmæla
þessu um eitthvert svæði, eru í raun
að segja, að þar sé framleiðsla sam-
gæða ákjósanleg, eins mikil (eða lít-
il) og skattgreiðendur vilja. Það á
sjaldnast við.
Auðvitað mega menn ekki snið-
ganga lögin. Þeir hafa skyldur við
samborgara sína. En það er ekki
nema eðlilegt og sjálfsagt, að þeir
reyni að spara sér skattgreiðslur
umfram það, sem þeim er skylt.
Með því sýna þeir sparsemi, og
sparsemi er dygð.
.Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Til varnar
„skattasniðgöngu“