Morgunblaðið - 23.10.2021, Qupperneq 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021
Fyrir um 120 árum
komu frá konungi til-
mæli um að semja og
setja þyrfti skipulagslög
sem gilda ættu á Íslandi,
mönnum gert að semja
lög sem gætu þjónað ís-
lensku samfélagi í lang-
an tíma. Menn sömdu
og sett voru lög til
„langrar framtíðar“, al-
veg til 50 ára.
Sveitir, þorp, bæir og borg tóku að
byggjast með hliðsjón af þessum lög-
um.
Um 1900 voru íbúar landsins um 90
þús., 1944 vorum við 126 þúsund, í
kennslubókum frá árinu 1975 var talað
um að á landinu byggju 220 þúsund
manns, þótti manni það gríðarlegur
fólksfjöldi.
Fyrsta janúar 2021 erum við orðin
368.792.
Það eru 50 ár síðan ég sá fyrst aðal-
skipulag af þorpi vestur á fjörðum, man
hvað ég var stoltur af framtíðarsýninni,
en það skipulag hefur nú ekki nema að
takmörkuðu leyti gengið eftir.
Síðustu 32 árin hef ég búið á höfuð-
borgarsvæðinu, allan þann tíma hef ég
fylgst með skipulagsmálum og þeim
deilum og mörgu skoðunum sem uppi
eru á hverjum tíma um þann mála-
flokk.
Ef við horfum á höfuðborgarsvæðið
frá Mosfellsbæ og suður fyrir Hafnar-
fjörð sjáum við að þar er um að ræða
voga og annes þar sem nánast allt
skipulagt byggingarland er uppurið, já
uppselt.
Menn eru ekki bara að tala um að
byggja á landfyllingum, það er byrjað
að gera það, eins galið og það er miðað
við hversu stórt land við eigum.
Þarna er jafnvel komin skýringin á
því hvers vegna lóðir/byggingarréttur
er á síðustu ca. 35 árum kominn úr 7 til
9 prósentum sem hlutfall af kostnaði
íbúða upp í allt að 36 prósent.
Og þannig er ástandið á svæðinu að á
vissum tímum sólarhrings tekur lengri
tíma að komast milli bæjarhluta/bæja
innan svæðisins, heldur en að aka frá
t.d. Borgarnesi í Stykkishólm. Enda
höfuðborgarsvæðið byggt á nesjum og
við voga eins og að framan er getið,
engir möguleikar á hringakstri né að
auka afkastagetu helstu samgönguæða.
Svo er allt veitukerfið að stórum hluta
þunglestað. Það er svo verið að byggja
opinbera byggingu sem er kroppuð of-
an í klöppina á langveginn þarna úti á
einu nesinu, svo byggir ríkisbankinn
nýjar höfuðstöðvar á landfyllingu, já
einni dýrustu lóð í Evrópu.
Svo er verið að tala um að byggja
t.d. „þjóðarleikvang“ og horft til Laug-
ardals. Minni á að þegar vinsæll
dægurlagasöngvari úr Hafnarfirði
ætlar ásamt dóttur og gestum að raula
nokkur jólalög í Laugardalshöll þá
snúast ekki áhyggjur fólks um hvort
það nái í miða á tónleikana heldur
hvernig það komist frá og til eða hvort
það fái stæði fyrir fjölskyldubílinn.
Það sama á við ef laxveiðimaður
sem verið hefur norður í Ásum ætlar
að flytja nokkur lög í íþróttahúsi í
Grafarvogi, á leiðinni heim þá þarf lög-
reglan að halda marga fundi fyrir og
eftir tónleikana til þess að finna út
hvernig á að koma áhorfendum frá og
til án þess að allt fari í stórastopp.
Og nú á síðustu vikun og dögum
byrja allir fréttatímar á fréttum af lóð-
arskorti, fulltrúar stjórnmálaflokka og
hinna ýmsu hagsmunasamtaka stíga
fram og ásaka hverjir aðra um hvað
það er sem veldur því að ekki er hægt
fyrir ungt fólk að fóta sig á húsnæð-
ismarkaði. Ekki til neinar lóðir, t.d.
fyrir íbúðir sem uppfylla skilyrði fyrir
hinu svonefnda og örugglega ágæta
hlutdeildarlánakerfi.
Er ekki kominn tími til þess að
stokka þetta allt saman upp á nýtt, já
og horfa þá til langrar framtíðar, þá er
ég að tala um svona tvo til þrjú hundr-
uð ár?
Miðað við hversu mikið lands-
mönnum hefur fjölgað síðustu 100 ár
má reikna með að Íslendingar verði
orðnir 1,2 milljónir um 2120.
Herra fundarstjóri!
Geri ég það þess vegna að tillögu
minni að strax verði hafist handa við
að skipuleggja nýja borg þar sem
milljón manns og rúmlega það geti bú-
ið í sátt og samlyndi við öruggar og
liprar framtíðar samgöngur í framtíð-
inni. Þá horfi ég til Suðurlands, já
svæðið austan við Hellisheiði frá
Hveragerði niður að Þorlákshöfn aust-
ur fyrir Skálholt og að Markarfljóti
(sjá meðfylgjandi mynd).
Á þessu svæði er hægt að skipu-
leggja ekki bara nútímaborg heldur
framtíðarborg þar sem samgöngu-
æðar geta verið bæði ofan jarðar og
neðan, brautir fyrir sjálfakandi eða
svífandi fólksflutningavagna af öllum
stærðum og gerðum. Sviflestir með
hringleiðum og eins þvers og kruss.
Að sjálfsögðu verða brautir sem
liggja til borgarinnar fornu við sundin,
já og lestir til Vestur-, Norður- og
Austurlands, annaðhvort yfir eða und-
ir hálendið. Aðal út- og innflutnings-
höfn landsins verður Þorlákshöfn, það
mun stytta þann tíma sem það tekur
gáma að fara til og frá landinu, t.d. til
Evrópulanda, um samanlagt einn sól-
arhring.
Á Suðurlandi er ekki snjóflóða-
hætta, almennt er þar snjólétt, lítil eða
engin hætta á skriðuföllum svo sem
aurflóðum og þessháttar.
Jú jú, þarna eru í jaðrinum eldfjöll
en ég minni á að á núverandi höf-
uðborgarsvæði erum við með byggð í
jaðri hrauna og á hraunum sem jafnvel
hafa runnið á sögulegum tíma. Jarð-
skjálftasvæði segir núna einhver, jú
vissulega hafa komið jarðskjálftar á
þessu svæði og eiga eftir að gera aftur,
en þar erum við komin hvað lengst í að
þróa byggingar og mannvirki þannig
að þær standa öruggar af sér öfl-
ugustu skjálfta, það hefur þegar sann-
ast.
Svo gerum við Ölfusá/Hvítá skip-
genga með skipastigum og tengingu
við Þjórsá neðan við Hestfjall og um
Skeiðin, hægt að fara í hringsiglingu,
þá loks getur Vanadísin lagst að
bryggju við Selfoss.
Þegar þessu verður lokið verður í
nógu að snúast hjá Elliða.
Herra fundarstjóri, ég hef lokið máli
mínu.
Eftir Ólaf
Sæmundsson
Ólafur Sæmundsson
Höfundur er húsasmíðameistari.
Borgin full?
» Svo er verið að tala
um að byggja t.d.
„þjóðarleikvang“ og
horft til Laugardals.
Ég kom fyrst til Ís-
lands árið 1993 og hef
notið þeirrar gæfu að
kynnast náttúru lands-
ins vel í á fjórða tug
heimsókna. Undanfarið
hefur athygli mín
beinst í vaxandi mæli að
stórfelldri gróðursetn-
ingu sitkagrenis og
stafafuru og þeim miklu
umhverfisbreytingum
sem þessar tegundir
hafa í för með sér. Hér verður fjallað
um ýmsar hliðar slíkrar skógræktar.
Ég hef farið um birkiskóga á Íslandi
þar sem fjölbreyttur botngróður
myndar samfellda þekju og stuðlar að
ríkulegri jarðvegsmyndun. Hvílík upp-
lifun! Ég vona að aukið afl verði sett í
endurheimt þessara vistkerfa, stutt af
vaxandi þekkingu byggðri á rann-
sóknum á eiginleikum íslenska birk-
isins.
Ég hef einnig skoðað svæði sem ein-
kennast af hraðvaxandi útbreiðslu inn-
fluttra barrtrjáa, einkum sitkagrenis
og stafafuru sem vöktu með mér alger-
lega andhverfa skoðun. Það vekur
furðu mína að þessar tvær tegundir
skuli vera notaðar í slík-
um mæli í íslenskri
skógrækt. Ég þekki vel
til þessara tegunda frá
störfum mínum að
stefnumótun og stjórn
náttúruverndar í Skot-
landi um áratuga skeið.
Eru þær líklegar til að
standa undir fram-
leiðslu á timbri sem
mætir þörfum Íslend-
inga? Ég efa það. Vaxt-
arhraði þeirra er víða
lítill, umhirða skóganna
ófullnægjandi og þéttar hliðargreinar
hafa í för með sér kvisti sem koma
niður á gæðum timbursins.
Koma þessar erlendu tegundir að
gagni í baráttunni gegn loftslags-
breytingum með því að binda kolefni
sem geymist í viðnum og í jörðu? Þær
geta vissulega gert það, en aðeins ef
trén fá að standa nógu lengi og margt
getur haft áhrif á niðurstöðuna, þ.m.t.
hvort röskun hafi orðið á yfirborði
landsins við gróðursetninguna. Vís-
indarannsóknir í Skotlandi benda til
þess að þær séu ekki eins öflugar í að
binda kolefni og innlendu tegund-
irnar.
Bæta þessar stórvöxnu tegundir
landslag? Vissulega ekki, það verður
einsleitara og skógarnir virka fram-
andi og skyggja oft á landslagið. Slík
skógrækt er andhverfa þeirrar að-
ferðafræði vistheimtar sem beitt er
t.a.m. í Hekluskógum þar sem teg-
undum sem hafa þrifist á Íslandi í
aldanna rás og vistkerfunum sem
fylgja þeim er gefið tækifæri til að
endurnýja sig.
Hafa viðhorf landsmanna eða
ferðamanna sem sækja Ísland heim
verið tekin inn í myndina? Svo virðist
ekki vera, þrátt fyrir að landslag telj-
ist til verðmætra lífsgæða sem varða
báða þessa hópa og reyndar komandi
kynslóðir. Hafa langtímaáhrifin verið
tekin með í reikninginn? Ég skoðaði
gott dæmi um þróun barrskógar við
rætur Steinafjalls í Suðursveit í sum-
ar, stafafuru sem breiðist þar út með
veldisvaxandi hraða út frá lítilli skóg-
ræktargirðingu. Var slík sjálfsáning
fyrirséð?
Hvers vegna er þessi staða komin
upp? Er hún til komin vegna gamal-
dags, óhagganlegra viðhorfa skóg-
ræktarfólks með takmarkaðan skiln-
ing á vistfræði skóganna? Er þar
mögulega að finna skýringuna á svo
víðtækri einræktun tegunda sem
hæfa hvorki landslagi né vistkerfum
landsins? Gott og vel, en það afsakar
hins vegar ekki þessa allsherjar-
breytingu á jarðvegi, vistkerfum og
landslagi Íslands.
Það er hægt að draga lærdóm af
ráðgjöf og reynslu annarra. Í Skot-
landi hafa t.d. mörg mistök verið
gerð, og eru enn að eiga sér stað. Í
áratugi hefur gróðursetning fram-
andi tegunda í kolefnisríkan jarðveg,
samfara framræslu, leitt til mikillar
rýrnunar á kolefni. Við plægingu og
aðra röskun landsins leitar koldíoxíð
úr jarðveginum út í andrúmsloftið,
sem vinnur svo sannarlega gegn
bindimarkmiðum. Þetta rask getur
einnig valdið margvíslegum öðrum
umhverfisáhrifum sem ná langt út
fyrir svæðin þar sem unnið hefur ver-
ið að þessari tegund skógræktar.
Fróðlegt væri fyrir íslensk skógrækt-
arfólk að kynna sér hörmulegar af-
leiðingar ríkisstyrktrar gróður-
setningar sitkagrenis og stafafuru í
framræstar og frjósamar mýrar í The
flow country sem eru víðáttumikil
mýrasvæði í Caithness and Suther-
land í Norður-Skotlandi.
Hvað Ísland varðar, þá er niður-
staða mín sú að takmarka þarf eða
banna gróðursetningu sitkagrenis og
stafafuru þar til óháð hlutlægt mat á
kostum og göllum þessara tegunda til
skógræktar liggur fyrir. Slíkur út-
tektarlisti þarf að innifela áhrifavalda
um raunverulega kolefnisbindingu,
áhrif skógarins á landslag, jarðveg og
vistkerfi og kosti þess að nota frekar
innlendar tegundir og endurheimta
raskað votlendi.
Það sem þarf er framsýn hugsun,
stefnumótun og framkvæmdaáætlun
þar sem innlendu tegundirnar og
vinna með náttúrunni verða í aðal-
hlutverki við að takast á við loftslags-
breytingar og vernda líffræðilega
fjölbreytni.
Eftir Roger Crofts » Bæta þessar stór-
vöxnu tegundir
landslag? Vissulega
ekki, það verður eins-
leitara og skógarnir
virka framandi og
skyggja oft á lands-
lagið.
Roger Crofts
Höfundur býr í Skotlandi og er sjálf-
stæður ráðgjafi í umhverfisvernd.
roger.dodin@btinternet.com
Framandi tré til varnar gegn loftslagsbreytingum
Á einni málstofu
Menntakviku Háskóla
Íslands var farið yfir
rannsókn á algengi
vinnutengdrar streitu
meðal leik- og grunn-
skólakennara og
rannsókn á kulnun
meðal grunnskóla-
kennara á tímum Co-
vid. Niðurstöður
beggja rannsókna eru
sláandi. Þær segja okkur m.a. að
ríflega helmingur beggja starfs-
stétta var yfir streituviðmiðum!
Þegar við skoðum svo kuln-
unarrannsóknina þá sýnir hún að
23,6% grunnskólakennara eru með
kulnunareinkenni sem þeir ættu
að gera eitthvað í og 3,6% með
það sterk einkenni að leita ættu
sér tafarlaust hjálpar. Stundum
segja prósentur ekki allt, meðlimir
Félags grunnskólakennara eru um
5.400 talsins, af þeim eru í Reykja-
vík um 1.630 kennarar. Yfirfærum
hlutföllin í tölur og við erum að
tala um að 1.416 grunnskólakenn-
arar á landsvísu séu með einkenni
kulnunar, sem er næstum tala
allra kennara Reykjavíkur! Á
sama hátt finnum við út að 214
verði að leita sér tafarlaust hjálp-
ar vegna kulnunar.
Niðurstöðurnar eru sláandi en
það er hreint ekkert nóg að lesa
um þær eða yfirfæra hlutföll í töl-
ur. Hér eru á ferð atriði sem við
sem samfélag verðum að taka al-
varlega og koma saman að því að
breyta. Ég hef áður skrifað að líð-
an nemenda á öllum skólastigum
er lykill að öllu námi og það er að
sjálfsögðu mikilvægast að kenn-
arinn sem leiðir námið búi við
starfsaðstæður þar sem honum líð-
ur vel. Það þarf að skoða hvað það
er sem veldur streitunni sem svo
leiðir af sér kulnun í starfi, þar
þarf auðvitað fyrst og síðast að
heyra í kennurunum sjálfum því
þannig náum við árangri. Við sem
forráðamenn og samfélag þurfum
líka að hugsa um það hvaða stuðn-
ing við leggjum fram til öflugs
skólastarfs, hvernig við vinnum
með kennurum að árangursríku
námi barna okkar í uppbyggilegu
samstarfi.
Það er mjög mik-
ilvægt að kennarafor-
ystan komi að öllum
þeim viðbrögðum sem
verða byggð á niður-
stöðum umræddra
rannsókna. Þau við-
brögð verða að fela í
sér aðgerðir nú þegar,
fundir og starfshópar
eru ekki svarið núna
heldur finna leiðir til
að byrgja brunn
streitu áður en til
kulnunar kemur. Þar
þarf að koma til kynning á ein-
kennum streitu til allra kennara
og svo þarf að bjóða upp á virka
handleiðslu til þeirra sem upplifa
þau einkenni og viðtalsmeðferð um
leið og halla fer undan fæti. Það
skiptir öllu máli að bregðast við
áður en kulnun er orðin staðreynd
hjá einstaklingi!
Streita tengist starfsumhverfi
kennarans, við eigum ekkert að
fela það og þessar rannsóknir
verða því líka að koma á umræðu
innan allra skóla. Hver skóli ber
ábyrgð á sínu starfsumhverfi og
það eru gríðarlega ólíkar aðstæður
uppi í íslenskum skólum. Nútíma-
samfélagið hefur á undanförnum
árum litið á sveigjanleika í störf-
um og styttingu vinnuvikunnar
sem mikilvæga þætti fyrir líðan
starfsfólks og stóra breytu fyrir
starfsánægju. Það sama gildir um
starf kennarans auðvitað og það
verður að horfa til þessara þátta í
starfi kennarans sem leiðar til
aukinnar starfsánægju og bættrar
líðanar.
Viðbrögð við sláandi upplýs-
ingum eins og þessum mega ekki
bara verða til þess að skrifa fréttir
um stöðuna, hér er upphafsreitur
fyrir vinnu sem bætir stöðuna,
heill skólakerfisins okkar er í húfi!
Eftir Magnús
Þór Jónsson
» Streita og kulnun er í
örum vexti hjá ís-
lenskum kennurum,
bregðast þarf við taf-
arlaust!
Magnús Þór Jónsson
Höfundur er skólastjóri og í framboði
til formanns Kennarasambands Ís-
lands.
maggimark14@gmail.com
Aðgerðir gegn kuln-
un og streitu hjá
kennurum – strax