Morgunblaðið - 23.10.2021, Side 35

Morgunblaðið - 23.10.2021, Side 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021 Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Tökum á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is Öll aðstaða í samræmi við tilefnið. Hlýlegt og fallegt húsnæði og nýir glæsilegir bílar. Sjá nánari upplýsingar á utfor.is Útfararþjónusta Við veitum alla þjónustu tengda andláti ástvina – Þjónusta um allt land og erlendis – Þjónusta í heimahúsi og á stofnunum í yfir 70 ár Guðný Hildur Kristinsdóttir Framkvæmdastjóri Ellert Ingason Sálmaskrár, útfararþjónusta Emilía Jónsdóttir Félagsráðgjöf, útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson Útfararþjónusta Lára Árnadóttir Útfararþjónusta Sigurður Bjarni Jónsson Útfararþjónusta Magnús Sævar Magnússon Útfararþjónusta Jón G. Bjarnason Útfararþjónusta Helga Guðmundsdóttir Útfararþjónusta ✝ Ólöf Inga Klemensdóttir fæddist á Blönduósi 22. maí árið 1934. Hún lést 10. sept- ember 2021. Foreldrar henn- ar voru Klemens Þorleifsson kennari og Herdís Sigfús- dóttir. Ólöf ólst upp hjá móðursystur sinni, Ingiríði Elísabetu Sigfúsdóttur. Ólöf giftist Halldóri Hafliðasyni flugstjóra, f. 12.3. 1935, d. 13.4. 1982. Saman áttu þau dæturnar Þórunni og Hrafnhildi Ingu Halldórsdætur. Barnabörn Ólafar Ingu og Halldórs eru fimm og barna- barnabörnin eru orðin sjö. Útför Ólafar Ingu hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Það er komin kveðjustund. Kveðjustund sem er í senn bæði ljúfsár og erfið þegar ég skrifa þessa hinstu kveðju til ömmu sem stóð mér svo nærri og var órjúfanlegur hluti af í lífi mínu. Margs er að minnast og rifjast upp allar þær góðu stundir sem leita á hugann á rölti niður stræti minninganna. Þegar ég minnist ömmu fyllist hjarta mitt af gleði og hlýju. Hún bar ætíð hag fjölskyldunnar fyrir brjósti og vildi vel. Það eru forréttindi að hafa fengið að vera samferða henni í gegnum lífið. Foreldrar mínir eignuðust mig ungir að árum og amma var þeim alltaf ómetanlegur stuðningur. Ég get með sanni sagt að ég væri ekki sú manneskja sem ég er í dag ef ömmu hefði ekki notið við. Fyrir það er ég afar þakklát. Amma Olla geislaði af fágun og glæsileika svo eftir var tekið hvar sem hún kom. Hún var mikill dýravinur og var hund- urinn hennar, hún Mína, sól- argeislinn í lífi hennar. Gaman er að segja frá því að Mínu þyk- ir kjúklingur mjög góður. Amma lét sig ekki muna um það að keyra frá Grafarvogi í Melabúðina til að kaupa tilbú- inn kjúkling handa Mínu sinni því þar fengist besti kjúkling- urinn og Mína ætti skilið að fá það besta. Þessi litla saga sýnir hversu vænt henni þótti um hundinn sinn og hversu mikill dýravinur og húmoristi hún var. Líf ömmu var ævintýri líkast, hún ferðaðist um allan heim og sá mörg undur veraldar með eigin augum. Í nokkur ár bjó amma í Afríku og var ég svo lánsöm að fá að heimsækja hana þangað og dvelja hjá henni sumarlangt. Í Afríku leiddi amma mig inn í sannkall- aðan ævintýraheim og gaf mér dýrmætar og ógleymanlegar minningar. Í ágúst síðastliðnum fórum við svo í síðasta ferðalag- ið okkar saman á nýja bílnum mínum og áttum yndislega dagsferð. Mér er svo minnis- stætt hvað ömmu fannst gaman og naut sín vel. Elsku amma mín, nú ertu farin í þitt hinsta ferðalag til Sumarlandsins fallega. Þó að erfitt og sárt sé að horfa á eftir þér, á ég einstakar og fallegar minningar um yndislega ömmu og umfram allt vinkonu sem var mér sönn fyrirmynd í umhyggju sinni og kærleika. Elsku amma mín, ég mun bera nafn þitt með stolti um ókomna framtíð, al- góður Guð mun leiða þig í ríki sitt þar sem hið heilaga ljós skín skærast. Ég elska þig og minning þín mun ávallt lifa í hjarta mér. Þín Ólöf Inga (Olla). Elskuleg amma mín. Það er erfitt að skrifa stutta minning- argrein um þig og ævi þína. Þú varst einstök. Besta amma sem hugsast getur og lifðir lífinu til fulls. Þú upplifðir margt sem óvenjulegt var á tímum áður. Lærðir í Bandaríkjunum, ferð- aðist með afa um allan heim, bjóst í Afríku þar sem þú meðal annars kenndir konum í kvennafangelsi að prjóna og fluttir föt og aðrar vistir til Namibíu og gafst fólki. Gjaf- mild og einstaklega góð. Það fór aldrei á milli mála hversu vænt þér þótti um fólkið þitt, börn og barnabörn. Þú varst stolt af okkur öllum og hvattir okkur til dáða. Helst af öllu hvattir þú okkur til þess að grípa öll tækifæri og upplifa sem mest. Ég veit að ævi þín var ekki alltaf dans á rósum og á köflum erfið, en þrátt fyrir það varstu lífsglöð og hlý. Skemmtileg og brosmild. Þú hlóst hærra en flestir og gerðir stólpagrín að sjálfri þér. Naust lífsins lifandi sem er ákveðin kúnst. Það ætla ég að læra af þér. Að nýta þann tíma sem ég hef til þess að gera sem flest og upplifa sem mest. Eins og þú gerðir. Þú varst hrókur alls fagnaðar og mikil listakona. Prjónaðir betur en flestir, raunar svo vel að peysunum þínum var stillt upp fremst í glugganum á Ála- fossi þar sem þær voru meðal annars til sölu. Þú varst alla tíð glæsileg. Eins og Holly- woodstjarna. Valdir þér bíl eftir litnum á uppáhaldsvaralitnum þínum og almennt með mikið tískuvit. Ég var svo heppin að fá að gjöf nokkrar flíkur sem þú áttir þegar þú varst ung og fæ ég alltaf hrós þegar ég geng í þeim. Flíkurnar eru það dýr- mætasta sem ég á. Þegar ég rifja upp tíma okk- ar saman eru ferðirnar til Te- nerife ofarlega í huga þar sem þú brunaðir um á scooter með sólgleraugu og skellihlóst. Keyptir nóg af rommkúlum í fríhöfninni og bauðst okkur í rommkúlupartí á svölunum öll kvöld áður en haldið var út að borða. Þegar við fjölskyldan fórum í ferðalög innanlands þá smurðir þú brauð í nesti sem var flottara en á Jómfrúnni. Þú varst listakokkur og hafðir áberandi góðan smekk á nammi. Kenndir mér að borða rommkúlur, appelsínusúkkulaði og fílakaramellur. Elsku amma mín. Þú kenndir mér margt. Ég er svo þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman. Nú situr þú með afa á heitri sólarströnd. Takk fyrir allar stundirnar, stuðninginn og samveruna. Þín Elísabet Inga. Ólöf Inga Klemensdóttir ✝ Hafsteinn Heiðar Krist- insson fæddist í Ólafsvík 20. des- ember 1957. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Ólafsvík 15. októ- ber 2021. Hafsteinn var sonur Kristins Hallbjarnar Þor- grímssonar, f. 6. nóvember 1927, d. 22. maí 1999, og Árnýjar Önnu Guð- mundsdóttur, f. 15. júní 1932, d. 10. mars 2019. Systkini Hafsteins eru Þorgrímur Rúnar Kristinsson, f. 5. júlí 1956, Emil Már Kristinsson, f. 12. apríl 1959, d. 21. feb. 2015, Hermann Þór Krist- insson, f. 6. ágúst 1960, Ólína Björk Kristinsdóttir, f. 3. febrúar 1963, Guðmundur Eggert Björnsson, f. 7. janúar 1951, d. 29. júní 2021, Guð- laugur Magni Davíðsson, f. 8. maí 1967 og Davíð Jóhann Davíðsson, f. 30. júní 1968. Börn Hafsteins eru Ing- valdur Magni Hafsteinsson, fæddur 2. janúar 1981 og Hermann Marinó Maggýjar- son, fæddur 12. október 1977. Maki Ingvalds Magna er María Káradóttir og eiga þau tvær dætur: 1) Katrín, fædd 29. ágúst 2012, og 2) Magn- ea, fædd 2. sept- ember 2015. Maki Hermanns Marinós er Reg- ína Valbjörg Reynisdóttir og eiga þau tvær dætur: 1) Hug- rún Hadda, fædd 28. apríl 2011, og 2) Hera Laufey, fædd 11. desember 2018. Hafsteinn ólst upp í Ólafs- vík til sjö ára aldurs en bjó svo í nokkur ár í Reykjavík, Kópavogi og Svíþjóð. Haf- steinn flutti svo aftur til Ólafsvíkur þegar hann var 16 ára gamall og flutti aldrei þaðan aftur. Hafsteinn starf- aði lengst við sjómennsku en vann einnig við ýmis önnur störf, flest þeirra tengd sjávarútvegi. Þá var Haf- steinn einnig virkur með- limur í Kiwanis til margra ára. Jarðsungið verður frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 23. október 2021, klukkan 15. Elsku afi. Mér finnst leiðinlegt að geta ekki heimsótt þig meira. Þú varst alltaf svo hress og skemmtilegur og áttir alltaf eitt- hvert gott nammi handa okkur. Það var gaman að fá að skoða dótið þitt, þú leyfðir okkur alltaf að kíkja í glerskápinn þinn til að skoða alla litlu bátana, tröllin og fólkið. Takk fyrir stóra flotta kuð- unginn sem þú gafst mér, ég ætla alltaf að passa hann vel. Sakna þín. Hugrún Hadda. Hafsteinn Heiðar Kristinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.