Morgunblaðið - 23.10.2021, Side 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021
✝
Birna Björk
Reynisdóttir
fæddist á Egils-
stöðum 15. október
1979. Hún lést á
sjúkrahúsinu í
Neskaupstað 15.
október 2021 eftir
hetjulega baráttu
við krabbamein.
Birna var dóttir
Reynis Björns-
sonar og Önnu
Stefaníu Guðmundsdóttur.
Systur Birnu eru Ásthildur
Magnea Reynisdóttir, Anna
Sigfríður Reynisdóttir og Ingi-
björg Ósk Hannesdóttir.
Eftirlifandi eiginmaður
Birnu er Haraldur Geir Eð-
valdsson, f. 1977. Synir þeirra
eru Viktor Óli, f. 2006, Bjarki
Már, f. 2012, og
Óttar Jóel, f. 2014.
Birna útskrifað-
ist fá F.Su. vorið
1999 og frá KÍ
vorið 2007. Hún
kenndi við Sand-
víkurskóla á Sel-
fossi frá 2000-
2002 og við Egils-
staðaskóla frá
2002.
Útför Birnu
Bjarkar verður frá Egilsstaða-
kirkju í dag, 23. október 2021,
klukkan 14. Streymt verður
frá útförinni á heimasíðu
Egilsstaðakirkju og í hátíðar-
sal Egilsstaðaskóla:
https://egilsstadaprestakall.com
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Ég trúi ekki að ég sé að kveðja
þig, elsku Birna. Það er allt rangt
og svo ósanngjarnt við það.
Hjartað kippist við. Þú áttir að
vera kraftaverkið okkar, krafta-
verkakonan sem þú varst.
Hugurinn reikar um leið og ég
þerra tárin, hugsunin um andlát
þitt er óbærileg og skarðið stórt í
samfélaginu okkar. Tilvera okkar
er fátækari og leiðin framundan
verður löng og ströng.
Lífið leiddi okkur Birnu fyrst
saman þegar við vorum 13 ára
stelpuskottur í Glerárskóla á Ak-
ureyri. Þá sló Jurassic Park að-
sóknarmet í bíó og við dönsuðum
við tónlist Ace of base og UB40 í
Dynheimum. Við töluðum stund-
um um þennan tíma og hlógum að
því í seinni tíð hvað við vorum
miklir kjánar. Mér þykir óskap-
lega vænt um þessa tengingu
okkar og viðurnefnin Dabba
Gleró og Dabba79 fær enginn að
nota nema þú, elsku 7́9-systir
mín.
Eftir Glerárskóla skildi leiðir,
þá voru ekki samfélagsmiðlar til
að halda sambandi og tengslin
fjöruðu út.
Það var svo fljótlega eftir að
við fluttum til Egilsstaða að mér
fannst ég kannast við konu með
barnavagn á götum bæjarins.
Þar arkaðir þú með elsku Viktor
Óla lítinn í vagni. Komst fljótt að
því að þú hafðir lítið breyst og
varst sami stuðpinni og í denn.
Hrókur alls fagnaðar.
Þegar þú varðst
umsjónarkennari Kristins kynnt-
ist ég svo Birnu kennara, þeim
fagmanni sem þú hafðir að
geyma og kærleikanum sem þú
hafðir að gefa. Ég kynntist því
enn betur þegar ég hóf störf í Eg-
ilsstaðaskóla haustið 2016.
Þú hafðir einstakt lag á því að
tengjast nemendum og ná fram
hjá þeim því sem þú vissir að í
þeim bjó. Þú varst kennari af
guðs náð og ástríðan fyrir ís-
lensku fór ekki fram hjá neinum
og var allsráðandi. Þú fyrir fram-
an töfluna með tússpennann and-
spænis fróðleiksfúsum nemend-
um að útskýra hætti sagna eða
eitthvað þvíumlíkt. Þar varst þú í
essinu þínu. Fagmaður fram í
fingurgóma, svo skapandi og með
endalausar góðar hugmyndir
sem þú hafðir einstakt lag á að
virkja fólk með þér til að koma í
framkvæmd. Með umhyggjuna,
kærleikann og þolinmæðina að
leiðarljósi leystir þú hvert verk-
efnið á fætur öðru farsællega á
lausnamiðaðan hátt. Þú varst
kennarinn sem nemendur vildu
standa sig fyrir og þú hafðir þau
áhrif á fólk að það upplifði sig
mikilvægt.
Með glettni í augum og fallegu
spékoppana þína hlæjandi að
uppátækjum þínum, strákanna
og Halla; til dæmis þegar Halli og
Viktor fóru í vikulanga veiðiferð
með einungis veiðistangir, kúlu-
tjald og egg eða þegar „synir
Haraldar“ læstu húsinu þannig
að það þurfti aðstoð lögreglu til
að komast inn um glugga á efri
hæð. Alltaf tókst þér að sjá
spaugilegu hliðarnar á hlutunum
og hlóst alltaf hæst og mest.
Ég minnist með einlægu þakk-
læti góðu stundanna yfir skóla-
bókum, kóki og Nóa kroppi, vin-
áttu og kærleika. Lífsins lukka
fyrir mig að hafa fengið að vera
þér samferða um stund.
Þangað til næst, takk elsku dá-
semdar yndis gull.
Dagbjört.
Vinátta okkar Birnu var ekki
löng í árum. Það má segja að upp-
hafið hafi verið 21. maí 2020, nán-
ar tiltekið á einni setustofunni á
sjúkrahótelinu í Reykjavík. Þar
hittumst við fyrir tilviljun, Birna
mín var að byrja sitt ferli og ég að
fara í mína síðustu lyfjameðferð.
Tímamót þar sem gott er að hafa
einhvern sem virkilega skilur. Ég
var svo lánsöm að mega stíga þau
skref með henni. Á milli okkar
varð einhver tenging, þráður sem
náði alveg inn að hjartarótum.
Við áttum margar yndisstundir,
eins og við kölluðum það. Það var
hlegið, grátið og allt þar á milli.
Oft sátum við bara í þögninni því
það var óskaplega gott að þegja
með Birnu minni, hún hafði svo
góða nærveru. Bara vera og
njóta. Við töluðum meðal annars
um lífið, dauðann, styrkinn og
vonina en líka um þakklætið og
hversu mikilvægt það er að
þakka fyrir hversdaginn. Ég ætla
að gera mitt besta til að halda í
það. Ég sakna þín og þess sem ég
var búin að sjá fyrir mér að við
myndum gera saman í framtíð-
inni. Ég er óendanlega þakklát
fyrir að þú varst til staðar fyrir
mig og þú skyldir leyfa mér að
vera til staðar fyrir þig. Ég er
þakklát fyrir samveruna, skiln-
inginn og traustið. Ég mun aldrei
gleyma þér og því sem við áttum
og að sjálfsögðu verð ég í Selfoss-
kjólnum í kveðjustundinni þinni.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Sjáumst síðar, ljúfan mín.
Aðalbjörg Hermannsdóttir.
Mig langar í fáum orðum að
minnast Birnu Bjarkar Reynis-
dóttur kennara, sem lést 15. októ-
ber sl. Birna hóf störf við Egils-
staðaskóla haustið 2002 við
upphaf kennsluferils síns. Hún
var fljót að finna sig í kennslunni
og með nemendum. Styrkur
hennar sem kennara lá meðal
annars í góðum tengslum við
nemendur, en Birna lagði sig
fram um að ná til nemenda sinna,
mæta þeim í náminu og vera tals-
maður þeirra. Hún starfaði allan
sinn kennsluferil sem umsjónar-
kennari nemenda á elsta stigi
skólans.
Birna var í fararbroddi ásamt
samkennurum sínum við mótun
skólastarfsins á elsta stigi. Meðal
þeirra verkefna sem hún lagði sig
fram um var að efla sviðslistir og
leiklist í skólastarfinu. Þegar
skólinn eignaðist leiksvið með ný-
byggingu árið 2009, fór leiklist-
arstarfið á flug. Tekið var upp
samstarf við Tónlistarskólann á
Egilsstöðum og hafa árlega verið
settar upp metnaðarfullar leik-
sýningar sem leikstýrur úr hópi
kennara hafa stýrt og fjöldi eldri
nemenda tekið þátt í. Birna
kenndi einnig leiklist og hafði
mikla trú á mikilvægi tjáningar
fyrir þroska og sjálfsmynd ein-
staklingsins. Hún hvatti til og
hafði umsjón með þátttöku skól-
ans í Þjóðleik, sem er samstarfs-
verkefni á vegum Þjóðleikhúss-
ins. Markmiðið með verkefninu
er meðal annars að efla fagþekk-
ingu í leiklist í skólum.
Lokaverkefni nemenda í 10.
bekk er annað verkefni sem
Birna ásamt samkennara sínum
hafði frumkvæði að. Verkefnið
felst í því að nemendur í 10. bekk
vinna stórt áhugasviðsverkefni
sem reynir á margvíslega hæfni
og er skilað með kynningu. Þetta
verkefni er vaxtarbroddur innan
skólans, sem hefur haft veruleg
áhrif á mótun kennsluhátta í átt
að einstaklingsbundnu vali nem-
enda á viðfangsefnum.
Síðasta veturinn sem Birna
starfaði var hún leiðsagnarkenn-
ari kennarnema í verknámi við
skólann. Hún hafði brennandi
áhuga á því starfi og hafði hug á
að mennta sig frekar á þeim vett-
vangi.
Fyrir okkur samstarfsfólkið
gat Birna verið sannkölluð gleði-
spengja, sem með smitandi hlátri
og húmor hafði hressileg áhrif á
starfsandann. Það fór ekki held-
ur fram hjá okkur stjórnendum
þegar Birnu þótti við ekki hafa
staðið í stykkinu, en gagnrýni
hennar kunni ég einnig að meta.
En fyrst og fremst var Birna stór
og gefandi persónuleiki, sem lit-
aði vinnustaðinn sínum litum.
Þess fengum við að njóta bæði
nemendur og starfsmenn.
Fráfall Birnu Bjarkar er mikill
missir fyrir skólasamfélagið. Þar
er genginn hæfur og reynslumik-
ill kennari og gefandi manneskja,
sem lagt hefur mikið af mörkum
við mótun skólastarfsins í Egils-
staðaskóla. Þakklæti er okkur í
skólanum efst í huga á þessum
sáru tímamótum. Við stöndum
vanmáttug frammi fyrir þeirri
staðreynd að ung kona hefur
kvatt frá fjölskyldu og starfsvett-
vangi.
Fyrir hönd starfsmanna Egils-
staðaskóla votta ég Haraldi Geir
og drengjunum, Viktori Óla,
Bjarka Má og Óttari Jóel, ásamt
fjölskyldu og vinum okkar dýpstu
samúð. Minning um einstaka
konu mun lifa í skólastarfinu og í
hjörtum okkar.
Ruth Magnúsdóttir,
skólastjóri Egilsstaðaskóla.
Elsku hjartans Birna. Leið-
sögnin sem þú gafst mér í gegn-
um unglingsárin og áfram inn í
fullorðinsárin er mér svo minn-
isstæð og ég er mjög þakklát fyr-
ir að hafa fengið að kynnast þér
og læra af þér. Þú varst mér mjög
mikilvæg fyrirmynd, þú varst
alltaf svo glöð og skemmtileg en
um leið ákveðin og áhrifarík. Það
var í þó nokkur skipti sem þú
komst og huggaðir mig þegar ég
grét og stappaðir svo í mig stál-
inu þegar ég hafði ekki trú á mér.
Ég hef nokkrum sinnum leitað til
þín á fullorðinsárum um leiðsögn
og þykir mjög vænt um allar
stundir sem við höfum átt saman.
Ein af mínum uppáhaldsminn-
ingum er þegar ég var að spá í að
skrá mig í kennaranám og fór til
ykkar Halla í kvöldkaffi, ef ég
man rétt labbaði ég út frá ykkur
klukkan tvö um nóttina eftir mik-
inn hlátur í bland við alvarlegar
samræður. Ég mun alltaf tengja
minningar um þig við hlátur og
gleði. Ég tel mig afar heppna að
hafa átt þig sem kennara, síðan
vinkonu og fjölskylduvin.
Kristrún Elva.
Okkur setur hljóð, baráttu
Birnu er lokið sem er svo óraun-
verulegt og þyngra en tárum
taki. Við erum þakklát fyrir að
hafa náð að heimsækja Birnu á
Landspítalann áður en hún flaug
austur í hinsta sinn. Við áttum
yndislega stund þar sem við hlóg-
um, grétum og skipulögðum af-
mælispartí en af því gat ekki orð-
ið því þessi elska kvaddi okkur á
sjálfan afmælisdaginn sinn.
Við eigum hafsjó af frábærum
minningum með Halla, Birnu og
gullmolunum þeirra. Með þau
sem leiðsögumenn fórum við m.a.
í ógleymanlega ferð á Borgar-
fjörð eystri fyrir nokkrum árum
og í sumar var ferðin til Seyð-
isfjarðar mjög dýrmæt.
Birna var hjartagull, svo blíð,
ljúf og einlæg, alltaf brosandi og
gat séð spaugilegu hliðarnar á
öllu. Hún var einstök í öllum hlut-
verkunum sem hún sinnti, dýrk-
uð og dáð af öllum sem henni
kynntust. Missir Halla, Viktors
Óla, Bjarka Más og Óttars Jóels
er mikill og megi allar góðar
vættir vaka yfir þeim og styrkja á
þessum erfiðu tímum.
Við munum sakna fallegu
skilaboðanna og myndbandanna
af strákunum að syngja, spila á
gítar og dansa. Þessi litlu augna-
blik sem Birna sendi okkur og
eru nú svo dýrmætar minningar.
Við sendum aðstandendum
Birnu okkar innilegustu samúð-
arkveðjur. Blessuð sé minning
Birnu, við munum aldrei gleyma
þér, hjartagull.
Því þegar sólin sest á ný
og myrkrið aftur snýr,
finn ég aftur leið
til að tala við þig.
Heyrir þú í mér?
Með þinn þúsund engla her,
skilaboðin mín:
Ó, hve sárt ég sakna þín.
(Hreimur Örn Heimisson)
Árni Þór, Linda Dögg,
Bjarki, Guðjón og Ársæll.
Birna Björk
Reynisdóttir
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæru móður, tengdamóður, ömmu,
langömmu og langalangömmu,
GUÐBJARGAR ÞORLEIFSDÓTTUR,
Hrísmóum 1, Garðabæ.
Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki hjúkrunarheimilis
Hrafnistu, Hraunvangi, Hafnarfirði.
Sigurborg Sigurðardóttir Ljótur Ingason
Svanhvít Sigurðardóttir Ragnar Jörundsson
María Sigurðardóttir Páll Sigurðsson
Halldór Ó. Sigurðsson Margrét H. Hjaltested
Þóra Sigurðardóttir Sigurður G. Jóhannsson
Ingvar E. Sigurðsson Edda Arnljótsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn
Ástkær systir okkar,
SIGRÍÐUR KRISTÍN BJARNADÓTTIR,
Hubertusvägen 3A,
Partille, Svíþjóð,
lést á Bräcke-líknardeildinni í Gautaborg
1. október. Útförin fer fram frá Västra
Frölunda-kirkju í Gautaborg fimmtudaginn 28. október
klukkan 13:30. Að ósk hinnar látnu eru blóm og kransar
vinsamlega afþakkaðir.
Björg Bjarnadóttir
Ragnar Bjarnason
Sigurlaug Bjarnadóttir
Lárus H. Bjarnason
Elsku systir okkar og mágkona,
ÓLÖF ERNA ÓSKARSDÓTTIR,
lést á heimili sínu 23. september.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu
þriðjudaginn 26. október klukkan 15.
Dóra Björg Óskarsdóttir
Hallgrímur Helgi Óskarsson Pálína Halldóra Magnúsdóttir
Bróðir okkar,
SKAPTI ÞORGRÍMSSON,
Esjugrund 5, Kjalarnesi,
lést 16. október.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu
þriðjudaginn 26. október klukkan 11.
Einar Þorgrímsson
Sigríður Anna Þorgrímsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
FRIÐRIK FRIÐRIKSSON,
lést í faðmi fjölskyldu sinnar laugardaginn
16. október á Hjúkrunarheimilinu Grund.
Útförin fer fram miðvikudaginn 27. október
klukkan 13 í Fíladelfíukirkju.
Ársæll Friðriksson Björk Georgsdóttir
Símon Friðriksson Guðrún Hjálmarsdóttir
Hildur S. Friðriksdóttir
Kristín H. Friðriksdóttir Sigurður Þ. Sigurðsson
Ragnheiður Eiríks Friðriksd. Arnar H. Ottesen Arnarson
afabörn, langafabörn og langalangafabörn
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍNBORG BERNÓDUSDÓTTIR,
Miðstræti 11, Vestmannaeyjum,
sem lést aðfaranótt sunnudagsins
17. október á sjúkrahúsinu í
Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju í
Vestmannaeyjum fimmtudaginn 28. október klukkan 13.
Streymt verður frá útförinni: landakirkja.is.
Ölver Jónsson Svanhildur Inga Ólafsdóttir
Hinrik Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn