Morgunblaðið - 23.10.2021, Page 48
48 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021
Undankeppni HM kvenna
C-RIÐILL:
Ísland – Tékkland..................................... 4:0
Kýpur – Holland....................................... 0:8
Staðan:
Holland 3 2 1 0 11:1 7
Tékkland 3 1 1 1 9:5 4
Hvíta-Rússland 1 1 0 0 4:1 3
Ísland 2 1 0 1 4:2 3
Kýpur 3 0 0 3 1:20 0
B-RIÐILL:
Skotland – Ungverjaland......................... 2:1
Staðan:
Skotland 9, Spánn 6, Úkraína 3, Ungverja-
land 0, Færeyjar 0.
D-RIÐILL:
Austurríki – Lúxemborg ......................... 5:0
Staðan:
Austurríki 9, England 6, Norður-Írland 6,
N-Makedónía 3, Lettland 0, Lúxemborg 0.
G-RIÐILL:
Ítalía – Króatía ......................................... 3:0
Sviss – Rúmenía ....................................... 2:0
Staðan:
Sviss 9, Ítalía 9, Rúmenía 6, Litháen 0, Mol-
dóva 0, Króatía 0.
I-RIÐILL:
Kasakstan – Grikkland ............................ 0:1
Slóvenía – Wales....................................... 1:1
Frakkland – Eistland............................. 11:0
Staðan:
Frakkland 9, Wales 7, Grikkland 6, Slóven-
ía 4, Kasakstan 0, Eistland 0.
EM U17 karla
Undanriðill í Ungverjalandi:
Georgía – Ísland ...................................... 1:1
Tengo Alibegashvili 41. – Daníel Tristan
Guðjohnsen 81.
Ungverjaland – Eistland ......................... 3:0
_ Ísland mætir Eistlandi á mánudag og
Ungverjalandi á fimmtudag.
England
Arsenal – Aston Villa ............................... 3:1
Staða efstu liða:
Chelsea 8 6 1 1 16:3 19
Liverpool 8 5 3 0 22:6 18
Manch. City 8 5 2 1 16:3 17
Brighton 8 4 3 1 8:5 15
Tottenham 8 5 0 3 9:12 15
Manch. Utd 8 4 2 2 16:10 14
West Ham 8 4 2 2 15:10 14
Everton 8 4 2 2 13:9 14
Arsenal 9 4 2 3 10:13 14
Brentford 8 3 3 2 10:7 12
Þýskaland
Mainz – Augsburg ................................... 4:1
- Alfreð Finnbogason var varamaður hjá
Augsburg og kom ekki við sögu.
Holland
B-deild:
Eindhoven – Jong Ajax........................... 1:3
- Kristian Nökkvi Hlynsson var varamað-
ur hjá Ajax og kom ekki við sögu.
Hvíta-Rússland
Neman – BATE Borisov ......................... 0:2
- Willum Þór Willumsson lék ekki með
BATE.
4.$--3795.$
Grill 66-deild karla
Berserkir – Þór..................................... 24:37
Haukar U – Valur U............................. 26:21
Staða efstu liða:
Hörður 3 3 0 0 108:78 6
ÍR 3 3 0 0 106:83 6
Þór 4 2 0 2 121:115 4
Afturelding U 2 2 0 0 55:48 4
Haukar U 3 2 0 1 81:72 4
Fjölnir 2 1 0 1 57:63 2
Grill 66-deild kvenna
FH – Fram U........................................ 28:16
Staða efstu liða:
FH 4 3 0 1 103:68 6
Fram U 3 2 0 1 75:79 4
Selfoss 3 2 0 1 84:79 4
Stjarnan U 4 2 0 2 97:116 4
Grótta 3 2 0 1 75:69 4
Þýskaland
B-deild:
Gummersbach – Hüttenberg ............. 40:34
- Elliði Snær Viðarsson skoraði fimm
mörk fyrir Gummersbach og Hákon Daði
Styrmisson þrjú. Guðjón Valur Sigurðsson
þjálfar liðið.
Bietigheim – Aue................................. 33:30
- Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði sex
mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson
varði ekkert skot í marki liðsins.
Lübeck-Schwartau – Emsdetten....... 28:22
- Anton Rúnarsson skoraði ekki fyrir
Emsdetten.
_ Efstu lið: Gummersbach 14, Hagen 11,
Hüttenberg 10, Essen 9, Rostock 8, Nord-
horn 8, Hamm 7, Bietigheim 7.
Frakkland
Créteil – Aix ......................................... 23:29
- Kristján Örn Kristjánsson skoraði 10
mörk fyrir Aix.
Nantes – Nancy.................................... 37:28
- Elvar Ásgeirsson skoraði tvö mörk fyrir
Nancy.
Austurríki
Ferlach – Alpla Hard .......................... 25:25
- Hannes Jón Jónsson þjálfar Alpla Hard.
%$.62)0-#
SKÍÐI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Bandaríska skíðakonan Mikaela
Shiffrin setur nú stefnuna á að
keppa í öllum fimm keppnisgrein-
unum í alpagreinum á Vetrarólymp-
íuleikunum í Peking. Shiffrin segir
þó að slíkar áætlanir kalli á mikinn
undirbúning, ekki síður andlegan
heldur en líkamlegan.
Nú er farið að styttast í Vetraról-
ympíuleikana en þeir eiga að hefjast
4. febrúar í Kína eða eftir tæpa fjóra
mánuði. Eitt ár líður alla jafna á
milli Ólympíuleika og Vetrarólymp-
íuleika en nú verður það rétt rúm-
lega hálft ár. Vetrarólympíuleik-
arnir eru á fyrirhuguðum tíma en
Ólympíuleikunum í Tókýó var frest-
að um eitt ár eins og fram hefur
komið.
Shiffrin ræddi við Eurosport í til-
efni þess að heimsbikarinn á skíðum
fer af stað á ný um næstu helgi. Þar
segir hún að það væri draumur að
geta verið með í öllum fimm grein-
unum, svigi, stórsvigi, risasvigi,
bruni og tvíkeppni. Í alpatvíkeppni
er bæði keppt í bruni og svigi og tím-
arnir lagðir saman.
Þekkir ekki aðstæður
Shiffrin tók skýrt fram að hún
þyrfti að leggja á sig mikla vinnu til
að þetta gæti orðið að veruleika í
Peking.
„Mig hefur dreymt um að keppa í
öllum greinunum í Kína. En það
kallar á mun umfangsmeiri and-
legan undirbúning. Ég þarf að vera
mjög einbeitt. Ég þarf að ná utan
um hvaða atriði þurfa að vera í lagi.
Fleiri atriði en þau sem snúa að
tækni og líkamlega þættinum. Auk
þess verð ég á keppnisstað sem ég
þekki ekki og hef aldrei keppt þar.
Þar verður maður í þrjár vikur og
þarf að ná úr sér ferðaþreytu eins
hratt og auðið er,“ sagði Shiffrin
sem hefur lagt nokkra áherslu á að
bæta sig í hraðagreinunum, bruni
og risasvigi. Samtals hefur hún unn-
ið sex heimsbikarmót í þeim grein-
um og er því samkeppnisfær.
Hún er hins vegar illviðráðanleg í
sviginu og hefur unnið 45 heims-
bikarmót í svigi sem er met. Er
Shiffrin þó einungis 26 ára gömul.
Tvöfaldur ólympíumeistari
Nokkuð ljóst þykir að Shiffrin
verði álitin sigurstranglegust í svigi
og líklega í stórsvigi einnig í Peking.
Hún veit hvað þarf til að næla í gull-
verðlaun á Vetrarólympíuleikum.
Hún varð ólympíumeistari í svigi á
leikunum í Sochi árið 2014. Þá var
hún ekki orðin 19 ára og varð yngsti
ólympíumeistari í svigi frá upphafi.
Á leikunum í Pyeongchang í Suð-
ur-Kóreu árið 2018 sigraði hún í
stórsvigi og fékk silfurverðlaun í tví-
keppni. Hún hafnaði þá hins vegar í
4. sæti í sviginu og kom sú niður-
staða á óvart.
Shiffrin stefnir á fimm greinar
- Vetrarólympíuleikarnir skammt undan - Ekki síður andlegur undirbúningur
AFP
Stórsvig Mikaela Shiffrin er sterkust í svigi og stórsvigi en færni hennar í hraðagreinunum hefur aukist.
Arsenal var áfram á sigurbraut í
ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld
og lagði Aston Villa að velli á sann-
færandi hátt, 3:1, í London. Eftir
þrjú töp í byrjun tímabils er Arsen-
al nú ósigrað í sex leikjum og hefur
klifrað upp töfluna jafnt og þétt.
Thomas Partey skoraði fyrst og síð-
an Pierre-Emerick Aubameyang,
sem fylgdi á eftir þegar Emiliano
Martínez varði frá honum víta-
spyrnu. Emile Smith-Rowe kom
Arsenal í 3:0 snemma í síðari hálf-
leik en Jacob Ramsey lagaði stöð-
una fyrir Villa undir lokin.
Arsenal á siglingu
upp töfluna
AFP
Mark Pierre-Emerick Aubameyang
fagnar markinu með liðsfélögunum.
Kristján Örn Kristjánsson, lands-
liðsmaður í handknattleik, átti
sannkallaðan stórleik með Aix í
gærkvöld þegar lið hans vann úti-
sigur á Créteil, 29:23, í frönsku 1.
deildinni. Kristján, eða Donni eins
og hann er ávallt kallaður, skoraði
tíu mörk í leiknum og átti þrjár
stoðsendingar að auki.
Aix er þar með komið í annað
sæti deildarinnar með 11 stig, einu
minna en stórveldið París SG sem
er með 12 stig eftir sex leiki og á
leik til góða á Kristján og félaga
hans.
Stórleikur Krist-
jáns gegn Créteil
AFP
Tíu Kristján Örn Kristjánsson átti
stórleik með Aix í gærkvöld.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Njarðvíkingar héldu áfram sinni
góðu byrjun á keppnistímabilinu í
körfuboltanum í gærkvöld þegar
karlalið þeirra vann stórsigur á Val,
96:70, í Ljónagryfjunni.
Njarðvíkingar hafa nú unnið þrjá
fyrstu leiki sína, eins og Keflavík og
Tindastóll á meðan Valsmenn máttu
þola sitt annað tap. Lokatölurnar
segja þó ekki allt því Njarðvíkingar
stungu af í fjórða leikhluta eftir að
þrjú stig skildu liðin að um tíma í
þriðja leikhluta.
Fotios Lampropoulos var með 20
stig og 13 fráköst fyrir Njarðvík,
Nicolas Richotti skoraði 19 og Mario
Matasovic 16.
Kári Jónsson skoraði 18 stig fyrir
Valsmenn, Pablo Cesar 13, Hjálmar
Stefánsson og Callum Lawson 12 stig
hvor.
Nýliðar Vestra sýndu að þeir ætla
að vera með í baráttunni í vetur.
Flestir hafa spáð þeim falli en þeir
unnu fyrsta sigurinn í gærkvöld,
lögðu Þór frá Akureyri 88:77 á Ísa-
firði eftir að hafa verið átta stigum
yfir í hálfleik, 47:39. Þórsarar sitja
eftir á botninum með ÍR-ingum eftir
þrjár umferðir.
Ken-Jah Bosley skoraði 28 stig
fyrir Vestra, Julio Calver De Assis
skoraði 19 stig og tók 10 fráköst og
Hilmir Hallgrímsson var með 15 stig.
Þá tók Nemanja Knezevic 14 fráköst.
Dúi Þór Jónsson skoraði 25 stig
fyrir Þór, Eric Etienne Fongué 19 og
Norðmaðurinn Atle Bouna Ndiaye
skoraði 18.
Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson
Njarðvík Argentínumaðurinn reyndi Nicolas Richotti sækir að körfu
Valsmanna. Hann skoraði nítján stig fyrir Njarðvíkinga í leiknum.
Þriðji sigurinn hjá
Njarðvíkingum
- Nýliðar Vestra kræktu í fyrstu stigin