Morgunblaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 51
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Kristín Anna og plata hennar Howl. Bára Gísla og plata hennar HIBER. Þessi sterku verk koma m.a. upp í hugann þegar ég hlýði á nýjustu plötu Sóleyjar. Nefndar plötur eru það jafnbesta sem ég hef heyrt í íslenskri tónlistar- sköpun síðustu ár; listaverk sem eiga það sammerkt að vera alger- lega án afsláttar en gjörsamlega barmafull af heilindum. Mother Melancholia er þannig verk. Á henni er Sóley búin að sníða alla poppfitu af tón- listinni ef svo má segja og eftir stendur nakin beinagrind. Nakin, en ógurleg. Platan er þannig ansi ólík fyrri verkum Sóleyjar hvar vel mátti rekja þráð á milli. Fyrstu tvær áþekkar (We Sink og Ask the Deep) en sú þriðja (Endless Sum- mer) með þónokkurt magn af sól- skini, samanborið við hinar tvær sem flutu um á gotneskri tjörn. Þessi nýja plata er hins vegar kol- svört – á köflum – og minnir meira á þyngri lögin á upphafsárum Sól- eyjar. Einnig hugsar maður ómeð- vitað um afstrakt verk hennar, eins og Krómantík og Harmóník. Ég er það heppinn að hafa fylgst með þessari einstöku tónlist- arkonu okkar frá upphafi, allt síðan hún gaf út hina dulmögnuðu stutt- skífu Theater Island árið 2010. Ég reit þessi orð þá, í hálfgerðum transi, og ég stend við hvert orð: „… dimm en um leið sakleysisleg, Engin grið gefin Ljósmynd/Sunna Ben Svarthvítt Sóley syndir um í dökku tónmáli á nýjustu plötunni. töfrum bundin og ævintýraleg; ein- manaleg en upplífgandi í senn. Ég veit að þetta kann að hljóma upp- hafið og klisjukennt en svona er þetta bara! Tilfinningarnar fara í rúss.“ Mother Melancholia er kon- septplata, byggist á heildar- hugmynd. Sóley sjálf lýsir henni snilldarlega í fréttatilkynningu: „Nosferatu rekst á Thelmu og Louise í kirkju vampíranna á með- an David Lynch vakir yfir atburða- rásinni.“ Hugleiðingar um hlýnun jarðar, feðraveldið og umhverfis- femínisma mætast í nokkurs konar tónsettri líkræðu yfir plánetunni sem er bókstaflega í lífshættu nú um stundir eins og allir vita. Sóley skefur ekki utan af því og í frétta- tilkynningunni segir hún: „Feðra- veldið lítur á konur sem hverfular, móðursjúkar. Jörðin og konur eru annaðhvort bjargvættir eða eyðing- arafl. Það er svo auðvelt að mis- nota bæði jörð og konur, eins og feðraveldið hefur gert frá upphafi tíma, biðjast svo fyrirgefningar og lofa að gera þetta aldrei aftur.“ Hvernig hljómsetur maður síð- an þessar pælingar, sem eru ekki beint í fjaðurvigt? Jú, með því að skrifa volduga tónlist sem læsir sig utan um hlustandann, smýgur inn og heltekur. Fyrsta lagið, „Sunrise Skulls“, er sjö og hálf mínúta. Það skríður draugalega áfram og þó að ýjað sé að töfraheimi erum við mestmegnis á leiðinni til helvítis. „Circles“ situr í þessari stemningu líka en kunnuglegt, Sóleyjarlegt pí- anómótíf nær þó að láta á sér kræla. „Blows Up“ herðir enn á heimsendastemningunni og við er- um komin inn á hryllingsmynda- svæðið („Þetta gæti verið úr „The Conjuring““ sagði tónelsk dóttir mín og gaf tvo þumla upp). „Ambi- ent“-stemning er tilfinnanleg á plötunni, hefðbundnar lagasmíðar víkja fyrir hreinum stemmum eins „Parasite“ sem er svo gott sem hreint hljóðverk. „In Heaven“ er dálítið eins og titillinn, hvar við heyrum aðeins í „gömlu“ Sóleyju þar sem hún syngur og leikur á pí- anó. En söngurinn er engu að síður kæfður, fjarskabundinn, eins og í takt við þyngslalegt þemað. „Elegía“ lokar þessari myrkrareið, alvöru útgöngusálmur sem hefði smellpassað inn sem lokalag á Closer Joy Division. Þetta er að sönnu „erfiðasta“ verk Sóleyjar til þessa en upp- skeran er glæst. Slíkt gerist iðu- lega ef maður þorir að fara eftir kompási hjartans. Það er reisn yfir þessu verki og ég greini endur- hljóm, löngu eftir að platan hættir að snúast … Myndband var gert við fyrstu smáskífuna, „Sunrise Skulls“, og fleiri myndbönd munu líta dagsins ljós þar til kvikmyndin Mother Melancholia verður til. Sóley fer svo í langþráðan Evróputúr í nóv- ember. » Fyrsta lagið er sjö og hálf mínúta. Það skríður draugalega áfram og þó að ýjað sé að töfraheimi erum við mestmegnis á leiðinni til helvítis. Mother Melancholia er fjórða breiðskífa Sól- eyjar og hæglega henn- ar afdráttarlausasta verk til þessa. Platan kom út í gær. MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ S . F. C H R O N I C L E B B C T I M E O U T 84% SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Frábær ný mynd fyrir alla fjölskylduna með íslensku tali. Bandaríski leikarinn Alec Baldwin skaut upptökustjóra kvikmyndar sem hann leikur í til bana og særði leikstjórann. Um voðaskot mun hafa verið að ræða, við tökur á vestranum Rust skammt fyrir utan Santa Fe í Nýju-Mexíkó. Málsatvik eru ekki ljós, hvort skotið var á æf- ingu eða við tökur en kvikmynda- tökukonan Halyna Hutchins varð fyrir skoti og lést á sjúkrahúsi. Hún var 42 ára gömul og hafði hlotið mikið lof fyrir verk sín. Leikstjór- inn Joel Souza var einnig fluttur á sjúkrahús. Talsmaður Baldwins segir að púðurskot hafi átt að vera í byssunni sem Baldwin hleypti af. Leikarinn, sem er einn framleið- enda myndarinnar, gaf lögreglunni skýrslu um atburðinn. AFP Leikarinn Baldwin mun hafa átt að skjóta púðurskotum en skaut banvænum kúlum. Baldwin varð konu að bana við tökur „Náttúra úr fók- us“ er yfirskrift „pop-up“- sýningar á verk- um Þórunnar Báru Björns- dóttur sem verð- ur opnuð í Gall- erí Fold í dag, laugardag, kl. 14. Þórunn Bára lauk prófi í mál- un og teikningu frá Listaháskól- anum í Edinborg og mastersprófi frá Wesleyan-háskóla í Bandaríkj- unum. Í tilkynningu segir að hún vinni stór, litrík verk með óræðum formum með það að markmiði að stöðva tímann eitt augnablik og fá fólk til að velta fyrir sér öllu því góða sem náttúran ber í skauti sér. Náttúran í verkum Þórunnar Báru Hluti eins verka Þórunnar Báru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.