Morgunblaðið - 23.10.2021, Side 53
MENNING 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021
fyrir heimilið
Sendum
um
land
allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri
75 cm á breidd
Verð frá 139.000 kr.
Loksins fáanlegir aftur,
í mörgum litum
Strengjakvintettar eftir Brahms
og Dvorák hljóma á tónleikum
Kammermúsíkklúbbsins í Norður-
ljósum Hörpu á morgun, sunnu-
dag, kl. 16. „Flytjendur eru ís-
lenskir og erlendir strengja-
leikarar í fremstu röð. Ásdís
Valdimarsdóttir víóluleikari, sem
hefur lengi starfað á erlendri
grundu og getið sér gott orð, sér í
lagi í flutningi kammertónlistar,
kemur til landsins ásamt eigin-
manni sínum, sellóleikaranum
Michael Stirling, og vinum þeirra,
fiðluleikurunum Daniel Sepec og
Konstanze Lerbs. Fimmti með-
limur kvintettsins er Þórunn Ósk
Marinósdóttir víóluleikari,“ segir í
tilkynningu.
Verkin sem flutt verða eru
strengjakvintett nr. 2 í G-dúr op.
111 eftir Johannes Brahms og
strengjakvintett í Es-dúr B 180 op.
97 eftir Antonín Dvorák.
„Höfundar verkanna voru sam-
tíðarmenn og traustir máttar-
stólpar rómantísku tónlistarinnar
á nítjándu öld. Báðir sóttu inn-
blástur í mið-evrópska tónlistar-
hefð, í tónlist beggja koma fram öll
einkenni rómantíkurinnar og hún
endurspeglar gjarnan hugarástand
tónskáldsins, tjáir tilfinningar, ást-
ríður, andrúmsloft og jafnvel stað-
hætti. Tónlist Dvoráks ber oft
mjög sterk þjóðleg einkenni frá
heimahögum hans í Bæheimi, en
Brahms er að vissu leyti íhalds-
samari, byggir frekar á klassískum
hefðum.“ Miðar fást á tix.is.
Sellóleikari Michael Stirling.
Kvintettar eftir
Brahms og Dvorák
- Tónleikar Kammermúsíkklúbbsins
Víóluleikari Ásdís Valdimarsdóttir.
Listasmiðjan Skafl fer fram í þriðja sinn í Alþýðuhúsinu
á Siglufirði 25.-31. október. Þar taka þátt fjölmargir
listamenn með ólíkan bakgrunn. Í tilkynningu segir að
fólkið komi saman víða að og vinni í frjálsu flæði og
þvert á listgreinar í nokkra daga. Smiðjan sé hugsuð
sem tilraunasmiðja og verði því ekki endilega til full-
mótuð verk eða hugmyndir á vinnutímanum. Samtalið
og samvera listamannanna og samskipti við bæjarbúa sé
mikilvægast. Gestum er velkomnið að kíkja við í miðdeg-
iskaffi í spjall og hugmyndaflæði við eldhúsborðið.
Á Skaflinum verða nokkrir skipulagðir viðburðir.
Miðvikudaginn 27. okt. kl. 17.00 heldur Lefteris Yakou-
makis til dæmis fyrirlestur um myndasögur. Föstudagskvöldið 29. okt.
verður hljómsveitin ADHD með tónleika í Alþýðuhúsinu og laugardaginn
30. okt. opnar Erla Þórarinsdóttir sýningu í Kompunni í Alþýðuhúsinu.
Listasmiðja og viðburðir á Siglufirði
Erla
Þórarinsdóttir
„C’est Cécile“ er yfirskrift dagskrár með verkum mynd-
listarkonunnar Doddu Maggýjar sem verður í Bíó Para-
dís bæði í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, og
stendur báða daga kl. 13 til 17. Um er að ræða endurlit
gjörningaverka og jafnframt frumsýningu á nýju verki,
Cécile (2021). Dagskráin er hluti af Sequences X-
hátíðinni. Í þessu endurliti eru sýnd valin vídeó- og tón-
listarverk frá árinu 2004 til dagsins í dag, alls sjö eldri
verk. Prógrammið stendur í 40 mínútur og endar á
frumflutningi á Cécile sem er sögð gáskafull stúdía um
samskynjun.
Dodda Maggý (f. 1981) er myndlistarmaður og tón-
skáld. Viðfangsefni verka hennar fjalla oft um ósýnilega eða huglæga
þætti eins og skynrænar upplifanir og breytilegt ástand meðvitundar og
eru oft í formi vídeó/hljóðinnsetninga, tónlistar og hljóðlistar.
Endurlit gjörningaverka Doddu Maggýjar
Dodda
Maggý
Stór samsýning myndlistarmanna verður opnuð í gömlu
kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku í dag, laugardag-
inn 23. október, kl. 14. Galleríið, Skólavörðustíg 20,
stendur fyrir sýningunni. Þetta verður fyrsta sýningin
sem haldin er í sérhönnuðum sýningarsal í gömlu kart-
öflugeymslunum. Sýningin mun standa til og með 31.
október. Þangað til verður opið alla dagana frá klukkan
12 til 18.
Tuttugu listamenn sem allir eru liðsmenn Gallerísins
sýna þar fjölmörg verk sem flest eru sérstaklega unnin
fyrir þessa sýningu. Þar má berja augum fjölbreytt verk;
olíumálverk, vatnslitaverk, grafík, hönnun og skúlptúra.
Meðal þeirra listamanna sem taka þátt í sýningunni eru Charlotta María
Hauksdóttir, Gunnella, Harry Bilson, Jón Baldur Hlíðberg, Karl Jóhann
Jónsson, Laddi, Margrét Laxness og Sara Vilbergs.
Stór myndlistarsýning í kartöflugeymslum
Þórhallur Sigurðs-
son - Laddi
M
arcel Barbeau (1925-
2016) er í hópi þekkt-
ustu kanadísku mynd-
listarmanna liðinnar
aldar, frumherji í abstraktinu þar í
landi og var í hópi sem hristi hressi-
lega upp í listalífinu í hinu frönsku-
mælandi og kaþ-
ólska Québec--
fylki um miðja
síðustu öld. Eftir
að hafa séð
áhugaverða sýn-
ingu á verkum
Barbeaus í kan-
adísku safni fyrir
allmörgum árum
las ég mér til um
hann af áhuga en þar kom ekkert
fram um þá grimmu fjölskyldusögu
sem barnabarn málarans rekur
listavel og með grípandi hætti í þess-
ari vel skrifuðu og áhugaverðu bók.
Kona á flótta er sannsöguleg fjöl-
skyldusaga höfundarins, Anaïs Bar-
beau-Lavalette, sem er ekki síður
þekkt sem kvikmyndaleikstjóri en
rithöfundur. Sagan vakti mikla at-
hygli þegar hún kom út fyrir sex ár-
um, seldist vel og hreppti virt verð-
laun, meðal annars Grand Prix du
Livre de Montréal og France-
Québec-verðlaunin.
Barbeau-Lavalette segir sögu
ömmu sinnar, listakonunnar Suz-
anne Meloche (1926-2009). Frásögn-
in er römmuð inn í persónulegar
minningar og upplifanir Barbeau-
Lavalette, af sáralitlum kynnum sín-
um af ömmu sem lét sig hverfa –
yfirgaf ung börn sín og átti eftir það
afar lítil samskipti við afkomendur
sína. Brotthvarf móðurinnar rústaði
í raun fjölskyldunni og sárin voru
aldrei grædd. Með skrifunum er sem
höfundurinn reyni að skrifa sig í sátt
við ömmuna og skilja grimmar
ákvarðanir hennar á lífsleiðinni,
ákvarðanir sem erfitt er að verja en
hún reynir samt að skýra.
Frásagnarhátturinn er athyglis-
verður og afar persónulegur en
sögukonan felur ekkert að hún er
Barbeau-Lavalette sjálf og ávarpar
ömmu sína, Suzanne, allt frá byrjun:
„Í fyrsta sinn sem þú sást mig var ég
klukkustundar gömul. Þú varst á
þeim aldri sem jók þér kjark.
Kannski stóðstu á fimmtugu […] Þú
kemur inn án þess að biðjast afsök-
unar á að vera hérna. Gengur
ákveðnum skrefum. Jafnvel þó þú
hafir ekki séð móður mína í 27 ár.“
Í eins konar inngangi að sögunni
er þannig strax sagt frá þeim þrem-
ur skiptum þegar sögukonan hitti
ömmu sína, og síðan því þegar þær
mæðgur komu í íbúð ömmunnar
þegar hún var látin til að gera upp
dánarbúið. Þá rekast þær á ýmis
gögn, myndir og skrif, sem kalla á
endurlit og kveikja meginfrásögn-
ina, af ævi Suzanne, en það gerist
þegar sögukonan finnur fréttamynd
sem sýnir ungt fólk í Alabama sem
tók þátt í réttindabaráttu svartra:
„Á hnjánum hvílir ung kona. Hún
líkist mér.
Þú þurftir að deyja til að vekja
áhuga minn á þér.
Til að draugurinn yrði að konu.
Mér er ekki farið að líka vel við þig.
En bíddu bara. Ég er á leiðinni.“
(16)
Meginfrásögnin er línuleg, fylgir
ævi Suzanne og er skipt upp í af-
mörkuð tímaskeið ævinnar, frá
bernsku til elliára. Alltaf er Suzanne
ávörpuð þar sem henni er fylgt eftir
og höfundur sviðsetur í hverjum
stutta kaflanum á fætur öðrum allra-
handa viðburði og upplifanir sem
taka strax að gefa skýra mynd af
sjálfstæri ungri konu sem elst upp á
heimili þar sem móðirin hrúgar kúg-
uð niður börnum og hefur af þeim
sökum gefið listræna drauma upp á
bátinn. Suzanne er strax sjálfstæð
og skapandi, vekur ung athygli fyrir
líflegt málfar, ræðumennsku og
skrif, og fljótlega kemur upp í henni
eindreginn vilji til að láta ekki kúga
sig, til að láta drauma sína rætast og
geta skapað – hún ætlar ekki að
enda í sömu stöðu og móðir hennar.
Í Montréal kemst Suzanne, sem
er þá um tvítugt, í kynni við hóp
ungra listamanna og þar á meðal er
fyrrnefndur Marcel Barbeau sem
hún eignaðist með tvö börn, móður
höfundar og yngri bróður hennar.
Frásögnin um þá tíma er einstak-
lega áhugaverð og vel skrifuð. Það
er saga um listræna köllun og
kraumandi deiglu nýrra hugmynda
sem svo sannarlega var tekist á um, í
íhaldssömu og þröngsýnu samfélagi.
En íhaldssemin birtist líka innan
listamannahópsins þar sem Suzanne
á sem kona afar erfitt uppdráttar.
Barbeau-Lavalette lýsir þessum
tímum mjög vel og skrifar um listina
af þekkingu og laus við þá upp-
skrúfun og tilgerð sem stundum ein-
kennir umfjöllun um listamenn og
sköpunarþrána.
En líf þessa unga fólks einkennd-
ist ekki bara af vilja til að skapa
heldur líka hroðalegu fátæktarbasli
og einn góðan veðurdag virðist sem
Suzanne hafi upplifað að hún væri
komin í sömu stöðu og móðir hennar,
ein heima að hlaða niður börnum –
og þá lét hún sig bara hverfa. Með
nöturlegum afleiðingum fyrir af-
komendurna. Og það sýnir Barbeau-
Lavalette einstaklega vel í þessari
einlægu, fallega skrifuðu og vel mót-
uðu frásögn af ömmunni sem sveik
börnin sín, líklega til að gera verið
sjálfri sér trú.
Þýðing Jóhönnu Bjarkar Guðjóns-
dóttur er lipur og fangar vel ljóð-
rænan stílinn.
Höfundurinn Rýnirinn segir sögu
ömmu Barbeau-Lavalette einlæga,
hrífandi og fallega skrifaða.
Mamman lét sig hverfa
Skáldsaga
Kona á flótta bbbbm
Eftir Anaïs Barbeau-Lavalette.
Jóhanna Björk Guðjónsdóttir
íslenskaði.
Dimma, 2021. Kilja, 350 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR