Morgunblaðið - 26.10.2021, Page 2

Morgunblaðið - 26.10.2021, Page 2
150 125 100 75 50 25 0 júlí ágúst september okt. Staðfest smit 7 daga meðaltal H ei m ild :c ov id .is kl .1 1. 0 0 íg æ r1.777 einstaklingar eru í sóttkví Fjöldi innanlands- smita frá 12. júlí 298 eru í skimunarsóttkví757 eru með virkt smit og í einangrun 7 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu 214 ný innanlandssmit greindust sl. helgi (fös. 22. til sun. 24. okt.) Oddur Þórðarson Þóra Birna Ingvarsdóttir Alls greindust 214 manns með kór- ónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands um helgina, frá föstudegi til sunnudags, að því er kom fram í uppfærðum tölum á covid.is í gær. Á föstudaginn greindust alls 75 og greindist sami fjöldi á laugardaginn. Á sunnudaginn greindust 64. Í gær voru sjö á sjúkrahúsi með veiruna, allir eru þeir fullorðnir. Þar af er einn á gjörgæslu en ekki í önd- unarvél. Meðalaldur þeirra sem liggja inni með Covid-19 er 42 ár. Í gær voru 757 í einangrun og 1.777 í sóttkví. Fyrir helgi voru 653 í einangrun og 1.418 í sóttkví. Fjórir smituðust á LSH Smit greindist í gær hjá fjórum sjúklingum á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild 12G á Landspítala. Ekki var vitað hvernig smit barst inn á deildina þegar tilkynn- ing frá spítalanum var send út í gærkvöldi. Deildinni var í kjölfarið lokað fyrir innlagnir og heimsóknir. Á Landspítala eru enn í gildi reglur um grímuskyldu og fjarlægðartakmörk ásamt persónu- legum sóttvörnum. Um nýliðna helgi var 21 tilvik þar sem fólk með tengsl við Landspítala reyndist smitað. Þá kom fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu í gær að ekkert smit hefði greinst hjá bólusettum börn- um á aldrinum 12 til 15 ára hér á landi. Tæplega 64 prósent barna á tilskildum aldri eru nú fullbólusett við Covid-19. Er þannig unnt að halda því fram að bólusetning hjá þessum aldurshópi, sem hófst í ágúst, veiti 100 prósent vörn, líkt og kemur fram í tilkynningu. Þau börn sem hafa smitast af Covid-19 og veikst að undanförnu hafa öll verið óbólusett. Bóluefna- framleiðandinn Moderna tilkynnti í gær að rannsóknir fyrirtækisins gæfu til kynna að bóluefni þess væri öruggt fyrir börn á aldrinum 6 til 11 ára og gæfi sterka mótefnas- vörun. - 214 veirusmit greindust um helgina - Sjö liggja inni á sjúkrahúsi með veiruna Fjölgar nokkuð í sóttkví og einangrun 2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Rafbílum í eigu íbúa í lífsgæða- kjörnum íbúðaleigufélagsins Naustavarar, dótturfélags sjó- mannadagsráðs, fer fjölgandi og til að bæta þjónustuna voru nýlega settar upp fjórar rafhleðslustöðvar við kjarnana í samstarfi við Hleðslu- vaktina. Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri með meiru, var fyrstur til þess að nota nýja hleðslu- stöð fyrir rafbíla við Brúnaveg í Reykjavík, þar sem hann býr. Slíkar stöðvar voru líka teknar í notkun á dögunum við lífsgæðakjarna félags- ins við Boðaþing í Kópavogi, Hraun- vang í Hafnarfirði og Sléttuveg í Reykjavík. Við hæfi þótti að Jóhannes, sem er 97 ára, nýtti fyrstur aukna þjónustu því hann starfaði lengi að raforku- málum sem stjórnarformaður Landsvirkjunar í þrjá áratugi og formaður stóriðjunefndar. Rafmagn Jóhannes Nordal hleður bílinn. Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri sjómannadagsráðs, fylgist með. Bætt þjónusta fyrir eldri íbúa - Jóhannes Nordal, 97 ára, fyrstur til að nota rafhleðslustöðina Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa heldur vinnufund í dag með aðilum sem hafa reynslu af taln- ingarstarfsemi. Í næstu viku má bú- ast við að nefndin taki afstöðu til þeirra álitamála sem hafa komið upp í sambandi við síðastliðnar alþingis- kosningar. Þetta segir Birgir Ár- mannsson, formaður nefndarinnar, í samtali við Morgunblaðið. Nefndin mun funda daglega það sem eftir er af þessari viku. Í dag verður fundur með aðilum sem hafa reynslu af talningarstarfi. Þeirra á meðal eru starfsmenn sem töldu at- kvæði í Norðvesturkjördæmi í al- þingiskosningunum í september. „Tilgangur fundarins er að nefnd- armenn átti sig betur á því hvernig fyrirkomulag talningar í kosningum er og verður horft til Norðvestur- kjördæmis en sömuleiðis til annarra kjördæma til að fá betri mynd á það hvernig vinnulagið er í talningarferl- inu,“ segir Birgir. Birgir segir nefndina á loka- sprettinum í gagnaöflun en verkefni nefndarinnar er tvíþætt. Annars vegar þarf hún að afla sér gagna og hins vegar þarf hún að taka afstöðu til þeirra álitamála sem koma upp. „Ég held að við séum á lokasprett- inum með að afla þeirra gagna sem við þurfum og í beinu framhaldi för- um við að ræða þau atriði sem kalla á mat af okkar hálfu. Ég vil ekki slá neinu föstu en ég held hins vegar að ef þessi vika nýtist vel ættu hlutir að skýrast í næstu viku.“ Undirbúningsnefnd kjör- bréfa á lokasprettinum - Ræða við talningarstarfsfólk í Norðvesturkjördæmi í dag Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Undirbúningsnefnd Nefndin mun funda daglega út þessa viku. Maðurinn sem var handtekinn af sér- sveit lögreglu í lok júní eftir að hafa ógnað fólki við kaffistofu Samhjálpar með byssu var dæmdur í þriggja ára fangelsi í síðustu viku. Þetta staðfest- ir Friðrik Smári Björgvinsson aðstoð- arsaksóknari. Maðurinn var sakfelld- ur fyrir að hafa hótað almenningi, lögreglumönnum og tveimur karl- mönnum á kaffistofu Samhjálpar með óhlaðinni skammbyssu. Skammbyss- an var þó hlaðin þegar maðurinn var handtekinn í sumar, en fyrir dómi hélt hann því fram að hann hefði hlað- ið byssuna skömmu fyrir handtökuna. Ákæruvaldinu tókst ekki að sanna annað. Maðurinn gekkst við því að hafa beint byssunni að öðrum náunganum á kaffistofu Samhjálpar, en ekki hin- um, sem var Þráinn Farestveit, fram- kvæmdastjóri áfangaheimilisins Verndar. Þannig neitaði hann jafn- framt að hafa beint byssunni að lög- reglumönnum og almennum borgur- um, en ekki var fallist á það fyrir dómi. Þá var maðurinn einnig sviptur ökuréttindum ævilangt vegna brota á umferðarlögum og fíkniefnalögum, enda keyrði hann undir áhrifum fíkni- efna. Maðurinn játaði þau brot. Hann hefur sex sinnum hlotið dóm fyrir ým- is brot gegn umferðarlögum, fíkni- efnalögum, tollalögum og almennum hegningarlögum. Byssumaðurinn hlaut þrjú ár - Byssan var hlaðin við handtöku

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.