Morgunblaðið - 26.10.2021, Page 4

Morgunblaðið - 26.10.2021, Page 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2021 Fundur! Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er gestur á opnum hádegisfundi eldri sjálfstæðismanna á morgun, miðvikudaginn 27. október, kl. 12:00 í Valhöll. Allir velkomnir! Inga Þóra Pálsdóttir ingathora@mbl.is Skemmtistaðaeigendur líta byrlanir alvarlegum augum. Þeir ræða nú við starfsfólk sitt og brýna fyrir því að vera vakandi fyrir einkennum byrlana. Í síðustu viku ræddi Morgun- blaðið við Birgittu Líf Björns- dóttur, eiganda Bankastrætis Club, og lýsti hún því yfir að byrlunum hefði fjölgað verulega á skemmti- stöðum í miðbæ Reykjavíkur síð- astliðnar helgar. Hún líkti ástand- inu við einhvers konar faraldur. Dyraverðir athugi ástand fólks Sindri Snær Jensson, einn eig- andi skemmtistaðarins Auto, segir í samtali við Morgunblaðið að skemmtistaðurinn taki harða af- stöðu gegn byrlunum og hefur beð- ið dyraverði sína að spyrja stelpur sem fara af staðnum hvort þær þekki viðkomandi sem þær fara með. „Blessunarlega höfum við ekki lent í þessu ennþá eða ekki svo við vitum til, það hefur ekkert verið til- kynnt og vonandi kemur ekki til þess. Við tökum harða afstöðu gegn þessu. Það er hræðilegt að þetta sé að koma upp af því að þetta er svo einbeittur brotavilji og mikill aum- ingjaháttur,“ segir Sindri Snær. Sindri segir staðinn vera með sextán myndavélar sem nái um allt húsnæðið og ættu þeir því að geta séð vel hver stæði að verki ef byrl- unarmál kæmi upp. Þá bætir hann við að eigendurnir hafi fundað með öryggisvörðum og starfsfólki um þessi mál og vilji alfarið losna við þetta úr allri menningunni. „Við segjum dyravörðunum að vera vakandi og ef eitthvað svona kemur upp þá þarf að hjálpa því fólki. Þegar stelpur eru að fara út af staðnum eru þeir með fyrirmæli um að spyrja þær hvort þær þekki viðkomandi sem þær eru að fara með og athuga ástandið á fólkinu sem er að fara af staðnum.“ Sindri hefur rætt við aðra skemmtistaðaeigendur og segir hann þá slegna yfir þessu. „Það eru allir slegnir yfir þessu og finnst þetta hræðilegt og vilja úthýsa þessu alfarið.“ Eigi ekki að hunsa fólk vegna drykkju Geoffrey Þ. Huntingdon- Williams, einn eigenda Priksins, segir í samtali við Morgunblaðið að áfram verði unnið með fyrirbyggj- andi starfsemi á Prikinu. „Við á Prikinu höfum ekki orðið vör við byrlunarmál undanfarin misseri en munum sífellt vera með fyrirbyggjandi starfsemi til þess að bregðast rétt við ef þannig atvik kemur upp því að svona atvik spyrja ekki um staði, þetta getur gerst á hvaða stað sem er og í ótrúlegustu aðstæðum.“ Geoffrey segir að rifjuð hafi ver- ið upp með starfsmönnum Priksins einkenni byrlana, minnt á að hunsa ekki fólk vegna þess að það gæti einungis verið ofurölvi og vera með inngrip þegar á við. Þá hefur Geoffrey, líkt og Sindri Snær, rætt við aðra skemmtistaða- eigendur og segir hann alla á sömu braut um að vilja útrýma byrlur- um. Velta fyrir sér hvort byrja ætti að leita á fólki Í viðtali Morgunblaðsins við Birgittu Líf varpaði hún þeirri hug- mynd fram að skemmtistaðir ættu að byrja að leita á aðilum áður en þeir koma inn á skemmtistaði. Geoffrey er tilbúinn til að skoða hugmynd Birgittu. „Mér finnst það prýðis forvörn sem ég myndi alveg vilja skoða sjálfur, sérstaklega þeg- ar meira hefur borið á vopnaburði.“ Sindri Snær segist hafa rætt þessa hugmynd við dyraverði sína en þeir hafi tjáð sér að ekki sé lagaheimild fyrir því að leita á fólki. Byrlanir geti gerst á hvaða stað sem er - Vilja útrýma byrlurum - Funda með starfsfólki sínu Morgunblaðið/Ari Djamm Eigendur biðja starfsfólk sitt að vera vakandi fyrir einkennum. Heimsþing Alþjóðajarðhitasam- bandsins var sett í gærmorgun í Hörpu. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, bauð gesti velkomna og Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra talaði um loftslagsáskorunina á heimsvísu og markmið Íslands. Einnig buðu gesti velkomna þau Andrea Blair, forseti Alþjóðajarð- hitasambandsins, og Bjarni Pálsson, formaður skipulagsnefndar heims- þingsins. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunaráðherra, og Guðni A. Jó- hannesson, formaður vinnuhóps um aðferðafræði til að meta heildstætt sjálfbærni jarðhitaverkefna, tóku einnig til máls ásamt fleirum. Um 250 sérfræðingar í jarðvarma frá 100 löndum miðla þekkingu sinni á ráðstefnunni. Fyrirlestrar og um- ræður á allri ráðstefnunni taka alls um 400 klukkustundir á fjölda funda. gudni@mbl.is Heimsþing um jarðhita í Hörpu - Fjöldi sérfræðinga flytur fjölmörg erindi Ljósmynd/Tom Urban Setningarathöfn Forseti Íslands og forsætisráðherra voru viðstödd. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Sjávarútvegsskrifstofa Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) kynnti á fundi síð- degis í gær kortlagningu úthlutunar veiðiheimilda til erlendra fiskiskipa í þróunarríkjum. Íslenska ríkið átti frumkvæði að þessari vinnu og hef- ur kostað kortlagninguna sem er fyrsti áfangi af fjórum í víðtækri rannsókn á áhrifum veiða erlendra fiskiskipa. Á fundinum tilkynnti Marcio Castro de Souza, sjávarútvegs- fulltrúi FAO, að næsti áfangi yrði að fara í efnahagslega greiningu þess fyrirkomulags sem um ræðir. Und- irbúningur þeirrar vinnu hefur þeg- ar farið af stað. Liam Campling, pófessor í al- þjóðaviðskiptum við Queen Mary- háskóla í London, leiddi vinnuna við fyrsta áfanga og kynnti helstu niðurstöður kortlagningarinnar. Út- listaði hann í stuttu máli mismuninn milli þeirrar aðferðafræði sem Jap- an, Evrópusambandið, Kína, Taívan, Suður-Kórea, Bandaríkin og Fil- ippseyjar styðjast við til að komast yfir aflaheimildir í þróunarríkjum. Allt eru þetta ríki sem eiga það sameiginlegt að búa yfir stórum skipaflotum sem sækja á erlend fiskimið. Úttektin sem Campling hefur unnið fyrir FAO er ekki upptalning á samningum um veitingu veiði- heimilda, heldur greining á því hvernig þessir samningar eru: hvað þeir eigi sameiginlegt og hvað sé ólíkt með þeim, með svæðisbundinni áherslu sem tekur tillit til mismun- andi aðstæðna og greining á helstu efnisatriðum fiskveiðisamninga. FAO hefur talið að mikilvægt væri að fara í þessa kortlagningu þar sem hún hafi ekki legið fyrir, en hún er sögð forsenda frekari rann- sókna. „Aukið gagnsæi í rekstri stærri fyrirtækja og samstarf við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) eru meðal aðgerða sem ríkisstjórnin kynnti í gær. Markmið þeirra er að auka traust á íslensku atvinnulífi eftir umfjöllun um viðskiptahætti Samherja í síð- ustu viku,“ skrifaði Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávar- útvegsráðherra, í aðsendri grein í Morgunblaðinu 20. nóvember 2019. Lokið hefur verið við fyrsta áfanga og sagði Stefán Jón Haf- stein, sendifulltrúi Íslands í Róm, á fundinum íslensk stjórnvöld styðja franmvindu verkefnisins og vonir eru um að í framtíðinni verði hægt að móta leiðbeinandi reglur um til- högun á úthlutun veiðiheimilda til erlendra skipa í þróunarríkjum. AFP Fiskveiðar Margir sækja í gjöful fiskimið þróunarríkja. Fyrsta áfanga rannsóknar lokið - Kortleggja úthlutun veiðiheimilda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.