Morgunblaðið - 26.10.2021, Side 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2021
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is • Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Einnig getum við úvegað
startara og alternatora
í allskonar smávélar
frá Ameríku
Rafstilling ehf er sérhæft verkstæði
í alternator og startaraviðgerðum.
Við höfum áratuga reynslu í
viðgerðum fyrir einstaklinga
og fyrirtæki.
Verkstæðið er með öll nauðsynleg
tæki og tól til þessara verka.
Allir viðgerðir hlutir eru prófaðir í
prufubekk til að tryggja að allt sé
í lagi. Þeim er einnig skilað
hreinum og máluðum.
Áratuga
reynsla
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Líflegt hefur verið í hvalaskoðun undanfarið
miðað við árstíma, samkvæmt upplýsingum frá
Norðursiglingu og Eldingu. Í Eyjafirði, á
Skjálfanda og Faxaflóa hefur verið mikið af
hval og listsýningar hnúfubaka ekki óalgengar.
Frá Reykjavík hefur yfir þúsund manna
jarðhitaráðstefna í Hörpu áhrif á aðsókn og lík-
legt er að myndin um Evrópusöngvakeppnina,
lögin Jaja ding dong og Húsavík og Óskars-
verðlaunaafhending með útsendingu frá Húsa-
vík hafi átt þátt í að laða ferðamenn norður.
Að sögn Harðar Sigurbjarnarsonar, eins eig-
anda Norðursiglingar, hefur fyrirtækið verið
með ferðir frá Húsavík og Hjalteyri í Eyjafirði í
haust og hafa eikarbátarnir Náttfari og Knörr-
inn mest verið notaðir, en aðrir bátar fyrir-
tækisins verið til taks eftir þörfum. Hann segir
að landkynning eins og fékkst með Evrópu-
söngvamyndinni, sem tekin var upp á Húsavík,
og það sem á eftir fylgdi skili sér eflaust með
auknum áhuga á hvalaskoðun og annarri af-
þreyingu fyrir norðan. Að auki hafi sérstaða
Húsavíkur hvað varðar hafnarstemminguna á
staðnum og eikarbátana aukist með hverju
árinu.
Þó svo að vetur sé genginn í garð, október-
mánuður langt kominn og enn sé glímt við
heimsfaraldur kórónu hefur talsvert verið af
farþegum með bátum Norðursiglingar undan-
farið. Fram eftir hausti var hlutur Íslendinga
stærri en áður, en þeim hefur fækkað síðustu
vikur. Hörður segir að mikill viðsnúningur hafi
orðið á þessu ári miðað við það síðasta.
Í haust hafa sést hrefnur, hnúfubakar, há-
hyrningar, grindhvalir og búrhvalir í ferðum
Norðursiglingar, ekki allar tegundir sama dag-
inn, en alltaf hefur eitthvað verið að sjá, að sögn
Harðar. Undanfarið hafa sjómenn haft á orði að
mikið sé af smásíld í Eyjafirði og hefur það ef-
laust laðað þær tegundir hvala að sem leggja
sér síld til munns.
Hátt í 300 farþegar á dag
Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri
Eldingar, lætur einnig vel af fjöldanum sem
farið hefur með bátum fyrirtækisins frá
Reykjavík og Akureyri nú í október. Stórar
ráðstefnur í höfuðborginni skili sér í auknum
fjölda farþega og það eigi greinilega við um
jarðhitaráðstefnuna sem er haldin þessa viku í
Hörpu. Hún segir að fjöldi farþega á dag sé
hátt í 300 og október skili trúlega um 70% af því
sem sami mánuður skilaði 2019. Veturinn líti
ágætlega út fyrir sunnan.
September hafi sömuleiðis lofað góðu, en
síðan hafi afbókanir hrannast upp og erfitt sé
við að eiga þegar hópar afbóki á síðustu
stundu. Þannig sé mikil hreyfing á bókunum
og nánast ekkert í hendi fyrr en farþegar séu
mættir um borð. Veðrið í september hafi auk
þess verið eitt það versta í september í um
hálfa öld.
Þessi óvissa eigi ekki við um hvalina því
mikið hafi verið af hval í Flóanum síðustu vik-
ur, m.a. hnúfubökum, hrefnum og höfrungum.
Hnúfubakar hafi sést nánast í hverri ferð, en
slíkt hafi ekki verið daglegt brauð áður.
Listsýningar og líflegt í hvalaskoðun
- Óskarsverðlaunahá-
tíð skilar sínu - Margir
farþegar fylgja jarð-
hitaráðstefnunni
Ljósmynd/Ales Mucha
Í Eyjafirði Fjöldi farþega í hvalaskoðun um borð í Knerrinum í haust, snæviþaktar hlíðar í baksýn. Knörrinn var byggður úr eik á Akureyri 1963
sem fiskiskip fyrir Hríseyinga. Norðursigling á Húsavík breytti honum í hvalaskoðunarbát og hóf Knörrinn siglingar sem slíkur árið 1995.