Morgunblaðið - 26.10.2021, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2021
Jökulganga Ferðamenn halda um þessar mundir í skipulagðar ferðir á Sólheimajökul í jökulgöngur. Sólheimajökull er skriðjökull í sunnanverðum Mýrdalsjökli, 8 til 11 kílómetra langur.
Kristinn Magnússon
Nýlega birti Gallup
niðurstöðu skoð-
anakönnunar um af-
stöðu landsmanna til
þess hvernig leysa
skuli ágreiningsmál
sem upp hefur komið
varðandi talningu at-
kvæða í Norðvest-
urkjördæmi í nýaf-
stöðnum
alþingiskosningum.
Gefnir voru fjórir
kostir, að fyrri talning ætti að
gilda, að seinni talning ætti að
gilda, að kjósa ætti aftur í kjör-
dæminu, og að kjósa ætti aftur á
landinu öllu. Einnig var spurt
hvaða stjórnmálaflokk svarendur
aðhylltust. Talningin hefur áhrif á
fimm jöfnunarþingsæti, ekki hvaða
fimm stjórnmálaflokkar hljóta
þingsætin heldur hvor tveggja
frambjóðenda frá hverjum þessara
flokka verður þingmaður á næsta
kjörtímabili.
Sitt sýnist hverjum samkvæmt
könnuninni en athygli vekur að af-
staða svarenda til lausnar á vand-
anum virðist mótast að nokkru af
því hvaða flokk sá hefur kosið sem
svarar. Þannig eru stuðningsmenn
þeirra flokka sem farnaðist ekki
sérstaklega vel í kosningunum lík-
legastir til að vera fylgjandi því að
kosningin verði endurtekin, að
hluta eða öllu leyti (uppkosning í
Norðvesturkjördæmi eða að kosið
verði aftur á landsvísu). Hér virð-
ast eigin hagsmunir
og/eða flokkshags-
munir trompa allar
úrlausnir sem menn
annars kæmust vænt-
anlega að með köldu
mati.
Miklu skiptir í lýð-
ræðisþjóðfélagi að
þegnarnir beri traust
til úrslita kosninga.
Að það saxist á slíkt
traust er ekki gott.
Ekki verður þó séð að
nokkuð sem fram hef-
ur komið réttlæti end-
urtekningu á kosningunum á
landsvísu, né heldur uppkosningu í
Norðvesturkjördæmi. Enginn
grunur er um kosningasvindl.
Kjörstjórnir fimm kjördæma af
sex hafa staðfest niðurstöður í
sínu kjördæmi með óyggjandi
hætti. Í því sjötta (Norðvest-
urkjördæmi) var talið tvisvar og
báðar talningar gáfu sömu nið-
urstöðu hvað skiptingu þingmanna
milli stjórnamálaflokka varðar.
Niðurstaða þingkosninganna er því
alveg skýr varðandi þann þing-
styrk sem flokkarnir hljóta og sú
staðreynd að talið var tvisvar í
kjördæminu festir þá niðurstöðu í
sessi. Eina spurningin er hvaða
fimm af tíu frambjóðendum koma
inn sem jöfnunarþingmenn fyrir
fimm af flokkunum. Finna þarf
lausn á því máli og eyða óvissunni
sem fyrst, enda verkefnin mörg og
þingmenn þurfa að einbeita sér að
þingstörfum.
Að endurtaka alþingiskosning-
arnar, hvort sem er á landsvísu
eða í Norðvesturkjördæmi, yrði
hvorki sanngjarnt gagnvart kjós-
endum né myndi það þjóna lýð-
ræðinu. Slíkt myndi að líkindum
leiða af sér langvarandi deilur,
enda mætti túlka slíka tilburði
sem tilraun stjórnmálamanna til
að ómerkja niðurstöðu lýðræð-
islegra kosninga. Á þá fyrri eða
seinni talning í Norðvestur-
kjördæmi að standa? Kjörstjórn
gaf til kynna að mannleg mistök
hefðu átt sér stað við fyrri taln-
ingu og að seinni talning eigi að
gilda. Annað sjónarmið er að
seinni talningin sé ekki marktæk
þar sem ekki hafi verið gengið
nægilega vel frá kjörgögnum eftir
að fyrri talningu lauk. Þegar þetta
er skrifað er ekki búið að birta
niðurstöður rannsóknar á meðferð
kjörgagna en miðað við þær upp-
lýsingar sem liggja fyrir, og reyn-
ist þær réttar, virðast talsmenn
beggja sjónarmiða hafa margt til
síns máls.
Nú hefur þingið kosið nefnd til
að fara yfir stöðuna. Vinna nefnd-
arinnar kann að standa yfir í
margar vikur, ef ekki lengur. Sum-
ir frambjóðendur sem duttu út við
seinni talningu hafa agnúast yfir
að þingmenn skuli sjálfir dæma í
máli sem þessu en ekki ótengdur
aðili. Alla vega verður að telja
harla ólíklegt, ef ekki útilokað mið-
að við hvernig málið er vaxið, að
þingið geti komist að niðurstöðu
þannig að allir verði sáttir. Alltaf
verður hægt að gagnrýna. En er
til einhver önnur leið? Praktísk
lausn á þeirri stöðu sem upp er
komin? Skoðum málið.
Eins og kunnugt er var kosið
um flokka í alþingiskosningunum,
ekki einstaka frambjóðendur. Vit-
að er með vissu að 58 þingmenn af
63 eru réttkjörnir og jafnframt er
vitað með vissu, eins og fram hef-
ur komið, hvernig þau fimm þing-
sæti sem upp á vantar skiptast
niður á stjórnmálaflokka.
Vissulega skiptir máli fyrir þá
tíu frambjóðendur sem eiga í hlut
hvort þeir komast á þing sem
jöfnunarþingmenn. En þegar örlög
þeirra geta ráðist af örfáum at-
kvæðum í einu kjördæmi, kjör-
dæmi sem er víðs fjarri þeirra eig-
in, eins og kom á daginn með
kosningakerfi okkar, verður ekki
séð að kosning annars eða hins
frambjóðandans endurspegli í raun
lýðræðislegan vilja þeirra kjósenda
sem kusu þá stjórnmálaflokka sem
frambjóðendurnir tilheyra. Ekki
með neinum marktækum hætti.
Það voru stjórnmálaflokkarnir
sjálfir sem völdu frambjóðendur
sína á lista, ekki almennir kjós-
endur. Að athuguðu máli lægi
þannig beinast við að stjórn-
málaflokkarnir fimm sem hlutu
jöfnunarþingsæti (Viðreisn, Pírat-
ar, VG, Miðflokkur og Samfylking)
ákvarði hver um sig hvor tveggja
frambjóðenda sem til greina koma
að setjist á þing fyrir þeirra flokk
verði fyrir valinu. Þetta mætti
gera með kosningu meðal félaga í
hverjum flokki en þeir einir tækju
þátt í slíkri kosningu sem skráðir
voru í flokkinn á kjördegi. Varla
geta frambjóðendurnir tíu verið
ósáttir við lýðræðislegt val eigin
flokksmanna. Einnig er hægt að
hugsa sér að skipta þingsæti, tvö
ár hvor frambjóðandi. Það yrði
önnur leið.
Samkvæmt kosningalöggjöfinni
er það þingið sem staðfestir kjör
þingmanna. Þingið á þó ekki hægt
um vik í ljósi þeirrar stöðu sem
upp er komin. Því er bent á þá leið
að þingið leiti ráða stjórnmála-
flokkanna sem í hlut eiga. Flokk-
arnir fái eina viku til þess að ljúka
kosningu innan sinna vébanda
milli þeirra tveggja frambjóðenda
sem til greina koma, eða útkljái
valið milli þeirra með öðrum
ásættanlegum hætti, og skili áliti
til þingsins. Að því loknu myndi
þingið staðfesta kosningu þess
frambjóðanda sem hlýtur braut-
argengi innan eigin flokks. Hvort
þessi lausn á vandanum stenst nú-
verandi kosningalöggjöf þyrfti að
skoða en hún virðist nærtæk og
affarasæl í stöðunni.
Eftir Björgólf
Thorsteinsson » Vitað er með vissu
að 58 þingmenn af
63 eru réttkjörnir og
jafnframt liggur fyrir
hvernig þau fimm þing-
sæti sem upp á vantar
skiptast niður á flokka.
Björgólfur
Thorsteinsson
Höfundur er rekstrarhagfræðingur.
bjorgolfur@gmail.com
Óvissu þingkosninganna eytt