Morgunblaðið - 26.10.2021, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 26.10.2021, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2021 alestur sj vi n f r l bla ið æ am ur b - ra e a M nbl ið viku, 22 la ið agleg um 100.000 manns 8 * G ll Svanur Guðmunds- son ritar grein um ráðgjöf og rann- sóknir á gullkarfa og grálúðu hinn 22. október. Ekki verður ákalli Svans um auknar rannsóknir og betri þekkingu á þessum tveimur mik- ilvægu stofnum mót- mælt. Hins vegar er rétt að leiðrétta misskilning hans um hlutverk alþjóðahafrannsókna- ráðsins (ICES) í ráðgjöf um nýt- ingu fiskistofna hér við land. ICES gefur út á hverju ári ráð- gjöf fyrir mikilvægustu stofna á Íslandsmiðum auk sameiginlegra stofna eins og kolmunna og mak- ríls. Fyrir margt löngu var talin þörf á því að niðurstöður og gögn íslenskra fiskifræðinga fengju al- þjóðlega vísindalega rýni enda mikið í húfi fyrir þjóðarbúið. Nær- tækast var að fylgja öðrum þjóð- um við austanvert Atlantshafið og fá þessa rýni í gegnum ICES. Í upphafi voru það tegundir eins og þorskur og ýsa sem fjallað var um innan ICES en með tímanum hafa fleiri stofnar bæst við. Fjallað er um stofnmat innan ICES í vinnunefndum sem taka saman gögn og rýna niðurstöður. Vinna þessara hópa er síðan lögð fyrir aðra hópa sem forma ráðgjöf sem að lokum er samþykkt af ráð- gjafarnefnd ICES (ACOM). Sér- fræðingar Hafrannsóknastofnunar taka þátt í þessu starfi á öllum stigum og í raun felur þetta í sér að kynna íslensk gögn og nið- urstöður fyrir kollegum og fá þannig rýni á vinnuna. Á sama hátt tökum við að okkur að rýna gögn og niðurstöður hjá öðrum þjóðum. Ráðgjöf ICES byggist því alfarið á íslenskum gögnum fyrir innlenda stofna eins og þorsk og er unnin af íslenskum sérfræð- ingum en rýnd af erlendum sér- fræðingum. Fyrir sameiginlega stofna eins og kolmunna og makríl er augljóst að sameina þarf gögn frá mörgum þjóðum og ekki er það líklegt til árangurs að hver þjóð komi með sína ráðgjöf fyrir slíka stofna. Þetta gildir einmitt líka fyrir gull- karfa og grálúðu en báðir þessir stofnar eru sameiginlegir með Grænlandi og Fær- eyjum. Það er því eðli málsins samkvæmt ekki verjandi fiski- fræðilega að vera með ráðgjöf byggða einungis á íslensk- um gögnum. Af þessum sökum byggist stofnmat á þessum teg- undum á gögnum frá Færeyjum og Grænlandi og stofnmatið er samvinnuverkefni okkar og fiski- fræðinga þessara þjóða og er unn- ið innan ICES. Fullyrðing Svans um framsal á ákvörðunarvaldi til ICES á því ekki við nein rök að styðjast. Það eru stjórnvöld sem marka stefn- una og ákveða aflamark, ekki ICES (né Hafrannsóknastofnun). ICES og Hafrannsóknastofnun veita íslenskum stjórnvöldum ráð- gjöf í samræmi við nýtingarstefnu stjórnvalda (aflareglur) og var- úðarnálgun. Af ýmsum ástæðum hefur það verið talið auka trúverð- ugleika stofnmats okkar helstu tegunda að fá ráðgjöf frá stofnun eins og ICES, sem nýtur viður- kenningar og trausts alþjóðlega. Fullyrða má að þátttaka Íslands í ICES hefur leitt til mikilla fram- fara í ráðgjöf um sjálfbæra nýt- ingu nytjastofna hér við land sem og í rannsóknum á hafinu og vist- kerfi þess og verður það væntan- lega áfram á komandi árum. Betri rýni – betri ráðgjöf Eftir Guðmund Þórðarson Guðmundur Þórðarson » Það eru stjórnvöld sem marka stefnuna og ákveða aflamark, ekki ICES (né Hafrann- sóknastofnun). Höfundur er sviðsstjóri botnsjáv- arsviðs Hafrannsóknastofnunar og fulltrúi Íslands í ráðgjafarnefnd ICES (ACOM). Starfsfólk á fjöl- skyldusviði Árborgar er þessa dagana að undirbúa innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu far- sældar barna en lögin taka gildi um næstu áramót. Undirbúning- urinn felur meðal annars í sér að endur- skoða alla verkferla og leggja áherslu á samhæfingu verklags þvert á deildir. Í þessari vinnu kemur sér vel að hafa farið í gegnum skipulagsbreytingar á undanförnum árum og ítarlega skoðun á allri þjónustu við íbúa sveitarfélagsins, ekki síst á þjón- ustuþáttum er snerta börn, frí- stundstarf, félagsþjónustu og skóla. Að margra mati var stofnun skólaþjónustu Árborgar árið 2014 stórt skref til framfara og einnig stofnun fjölskyldusviðs árið 2019, en þá voru skólar, skólaþjónusta, félagsþjónusta og frístundaþjón- usta sameinuð í eitt fagsvið. Fjölskyldusvið Árborgar hefur unnið markvisst að því á und- anförnum mánuðum að efla snemmtækan stuðning við börn og unglinga. Eitt af verkefnum okkar hefur verið að styrkja ráðgjaf- arteymi leikskólanna sem komið var á laggirnar fyrir nokkrum ár- um. Þar er um að ræða þverfag- legt teymi sem kemur saman einu sinni í viku með einum leikskóla í senn. Þar sitja skólastjórnendur, deildarstjórar í viðkomandi leik- skóla og sérfræðingar frá skóla- þjónustu og félagsþjónustu. Frá heilsugæslu kemur hjúkrunarfræð- ingur frá ung- og smábarnavernd. Markmið fundanna er að vera ráð- gefandi fyrir starfsfólk í leik- skólum og stuðla að snemmtækum stuðningi við leikskólabörn og for- ráðamenn þeirra. Í öllum grunnskólum sveitarfé- lagsins eru starfrækt lausnateymi og ef þörf er á aðkomu fleiri sér- fræðinga, sem ekki eru hluti af stoðþjónustu skólans, fara umsóknir um þverfaglega aðkomu sérfræðinga í gegnum nemendaverndarráð. Í kjölfarið er hvert mál kortlagt og þörf fyrir samþættingu þjónustu metin í samvinnu við foreldra. Þegar beiðni um samþættingu þjónustu liggur fyrir er málið sent til við- eigandi málstjóra sem vinnur í nánu sam- starfi við tengiliði í leik- og grunn- skólum. Málstjóri og tengiliður bera ábyrgð á því að koma á form- legu stuðningsteymi barns sem kortleggur þörf fyrir aðlögun og stuðning á grunni stuðningsáætl- unar. Vinna okkar með fagteymum frá skóla-, félags- og heilbrigð- isþjónustu gengur út á að móta verkferla innan kerfa og á milli kerfa sem styðja við það að sam- þætt þjónusta hefjist sem fyrst í ferlinu. Þátttaka fjölskyldusviðs Árborg- ar í landshlutateymi Suðurlands og Greiningar- og ráðgjafarstöðvar hefur stutt vel við þróunarferlið þar sem unnið var að því að auka samvinnu og samráð á milli GRR og þjónustuaðila í heimabyggð við greiningarferli, eftirfylgd, íhlut- unarleiðir, ráðgjöf og skipulag fræðslu. Ávinningur þessa sam- starfs er verulegur, því bæði verk- lag og hlutverk eru orðin skýrari hjá þeim sem vinna að þróun sam- þættrar þjónustu á fjölskyldusviði. Fjölskyldusvið hefur lagt mikla áherslu á vinnu í anda snemmtæks stuðnings við börn í Árborg og því var ráðinn ráðgjafi til félagsþjón- ustu sem sinnir sérstaklega barna- og fjölskyldumálum og nýlega var ráðið í nýtt starf unglingaráðgjafa. Þetta er liður í því að hafa þjón- ustu fjölskyldusviðs aðgengilega og koma henni að á fyrri stigum áður en vandinn verður stór og jafnvel að barnaverndarmáli. Í um- bótavinnunni hefur frístundaþjón- ustan tekið virkan þátt og allt samstarf félagsmiðstöðvar við grunnskóla og félagsþjónustu hef- ur stóraukist, m.a. hafa sérstök stuðningsúrræði verið þróuð hjá félagsmiðstöðinni. Einnig hefur verið unnið að eflingu faglegs starfs á frístundaheimilum sveitar- félagsins. Kynningar- og samráðsfundir eru fyrirhugaðir á næstu vikum með stjórnendum í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum, félagsmiðstöð og fleiri hagsmuna- ðilum vegna innleiðingar á far- sældarlögunum. Góð fjármögnun og fjölbreytt úrræði forsenda árangurs Svo innleiðing nýrra laga gangi vel fyrir sig þarf að koma meira til en samþætting þjónustunnar í heimabyggð. Ljóst er að stóraukið fjármagn þarf að koma til sveitar- félaganna en á nýlegri fjár- málaráðstefnu sveitarfélaga komu fram efasemdaraddir um að einn milljarður myndi duga eins og áætlanir ríkisins gera ráð fyrir. Auk þess ber ríkið ábyrgð á mörg- um mikilvægum þjónustuþáttum fyrir börn sem þurfa að vera í góðu lagi svo markmið farsæld- arlaganna náist fram. Því miður þarf starfsfólk skólanna og velferð- arþjónustu sveitarfélaga oftar en ekki að eyða tíma og orku í verk- efni sem ríkið á að sinna sem kem- ur niður á vinnu í anda snemm- tæks stuðnings. Í þessu sambandi er rétt að nefna langa biðlista á BUGL og Þroska- og hegð- unarstöð. Jafnframt eru úrræði Barnaverndarstofu af skornum skammti og langir biðlistar eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn á heilsugæslustöðvum. Þá eru langir biðlistar eftir talmeinaþjónustu við börn með alvarlegar málþrosk- araskanir sem Sjúkratryggingar Íslands eiga að fjármagna. Af þessu má sjá að yfirvöld fé- lags- og heilbrigðismála þurfa að huga betur að skyldum sínum er varða þjónustuþætti sem ríkið ber ábyrgð á og blása til sóknar. Ef það verður ekki gert mun þetta ófremdarástand bitna á börnunum og gera okkur öllum erfitt fyrir að vinna vel að innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu far- sældar barna. Við á fjölskyldusviði Árborgar tökum þetta mikilvæga verkefni alvarlega enda er velferð barna okkar í húfi. Samþætt þjónusta og snemmtækur stuðningur við börnin í Árborg Eftir Þorstein Hjartarson » Yfirvöld félags- og heilbrigðismála þurfa að huga betur að skyldum sínum er varða þjónustuþætti sem ríkið ber ábyrgð á og blása til sóknar. Þorsteinn Hjartarson Höfundur er sviðsstjóri fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins Árborgar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.