Morgunblaðið - 26.10.2021, Síða 26

Morgunblaðið - 26.10.2021, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2021 EM U17 karla Undanriðill í Ungverjalandi: Eistland – Ísland ...................................... 2:1 Karel Mustmaa 43., Emir Dikajev 47. – William Cole Campbell 10. Ungverjaland – Georgía .......................... 0:1 _ Georgía 4 stig, Ungverjaland 3, Eistland 3, Ísland 1. Ísland mætir Ungverjalandi í lokaumferð- inni á fimmtudag. Þrjú liðanna leika áfram í A-deild en neðsta liðið fellur. Bandaríkin Orlando City – New England ................ 2:2 - Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 64 mínúturnar með New England sem hefur þegar tryggt sér efsta sætið í Austurdeild MLS-deildarinnar. Rúmenía CFR Cluj – Sepsi ...................................... 2:0 - Rúnar Már Sigurjónsson var ónotaður varamaður hjá Cluj. _ Efstu lið: CFR Cluj 33, U.Craiova 25, FCSB 24, Botosani 24, Voluntari 24. Katar Al Ahli Doha – Al-Arabi.......................... 1:1 - Aron Einar Gunnarsson hjá Al-Arabi fór meiddur af velli á 35. mínútu. Spánn Getafe – Celta Vigo .................................. 0:3 Staða efstu liða: Real Sociedad 10 6 3 1 14:9 21 Real Madrid 9 6 2 1 24:11 20 Sevilla 9 6 2 1 16:6 20 Atlético Madrid 9 5 3 1 13:8 18 Real Betis 10 5 3 2 15:11 18 Osasuna 10 5 3 2 14:13 18 Rayo Vallecano 10 5 1 4 17:12 16 Athletic Bilbao 9 4 4 1 9:5 16 >;(//24)3;( Olísdeild karla HK – Afturelding ................................. 28:30 Staðan: Valur 5 5 0 0 146:112 10 Stjarnan 4 4 0 0 121:107 8 Fram 5 4 0 1 134:125 8 Haukar 5 3 1 1 146:130 7 ÍBV 4 3 0 1 112:110 6 Afturelding 5 2 2 1 147:144 6 FH 5 3 0 2 133:124 6 KA 5 2 0 3 132:143 4 Selfoss 5 1 0 4 116:134 2 Grótta 5 0 1 4 121:133 1 HK 5 0 0 5 128:146 0 Víkingur 5 0 0 5 113:141 0 Danmörk Kolding – Ribe-Esbjerg ...................... 35:28 - Ágúst Elí Björgvinsson kom lítið við sögu hjá Kolding. E(;R&:=/D Subway-deild karla Grindavík – Njarðvík ........................... 87:82 Staðan: Grindavík 4 3 1 323:304 6 Keflavík 3 3 0 270:237 6 Tindastóll 3 3 0 279:261 6 Njarðvík 4 3 1 394:330 6 Þór Þ. 3 2 1 279:276 4 KR 3 1 2 290:290 2 Stjarnan 3 1 2 270:279 2 Vestri 3 1 2 264:278 2 Valur 3 1 2 213:249 2 Breiðablik 3 1 2 341:340 2 Þór Ak. 3 0 3 229:266 0 ÍR 3 0 3 267:309 0 1. deild karla Sindri – Álftanes................................... 92:84 Staðan: Haukar 5 5 0 546:335 10 Höttur 4 4 0 410:302 8 Sindri 5 4 1 444:408 8 Álftanes 5 3 2 460:405 6 Selfoss 5 3 2 457:448 6 Hamar 5 2 3 396:420 4 Hrunamenn 5 2 3 426:499 4 Fjölnir 5 1 4 402:493 2 Skallagrímur 4 0 4 289:380 0 ÍA 5 0 5 377:517 0 NBA-deildin Brooklyn – Charlotte ......................... 95:111 New York – Orlando ........................ 104:110 Houston – Boston ............................... 97:107 Oklahoma City – Philadelphia......... 103:115 Sacramento – Golden State ............. 107:119 LA Lakers – Memphis ..................... 121:118 _ Austurdeild: Chicago 3/0, Charlotte 3/0, Washington 2/0. _ Vesturdeild: Golden State 3/0, Utah 2/0, Minnesota 2/0, Denver 2/0. >73G,&:=/D KNATTSPYRNA Undankeppni HM kvenna: Laugardalsvöllur: Ísland – Kýpur ...... 18.45 Í KVÖLD! EVRÓPUKEPPNI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is KA/Þór, ÍBV og Haukar fengu and- stæðinga frá Spáni, Grikklandi og Rúmeníu þegar dregið var til þriðju umferðar í Evrópubikar kvenna og karla í handknattleik í Vínarborg. Íslensku liðin þrjú, kvennalið ÍBV og KA/Þórs og karlalið Hauka, kom- ust í gegnum aðra umferðina sem lauk um síðustu helgi en karlalið Sel- foss, FH og Vals og kvennalið Vals eru öll fallin úr keppni á þessu líf- lega Evrópuhausti í íslenskum hand- bolta. KA/Þór á væntanlega erfiðasta verkefnið fyrir höndum gegn Elche frá Spáni, spænsk lið eru jafnan hátt skrifuð í Evrópu, en ÍBV og Haukar ættu að eiga mun meiri möguleika gegn andstæðingum sínum. Spila aftur í Þessaloniku Eyjakonur fóru áfram á drama- tískan hátt á sunnudaginn þegar þær unnu upp fimm marka forskot PAOK í Grikklandi og sigruðu með sjö marka mun í seinni leiknum eftir gríðarlega spennu. Nú eiga þær fyrir höndum annað ferðalag til Grikklands því þær drógust gegn AEP Panorama. Það sem meira er, Panorama er líka frá Þessaloniku í Norður-Grikklandi, rétt eins og PAOK, þannig að Eyja- konur fara á kunnuglegar slóðir. Panorama lék meira að segja líka báða leikina gegn Azeryol frá Aserbaídsjan á heimavelli um helgina, strax á eftir leikjum PAOK og ÍBV á bæði laugardegi og sunnu- degi. Panorama vann Azeryol auð- veldlega, 37:21, í fyrri leiknum en tapaði þeim seinni 23:27. Miðað við þá leiki sem búnir eru á tímabilinu í grísku deildinni er PA- OK með sterkara lið en Panorama þannig að möguleikar ÍBV á að kom- ast í 16 liða úrslit keppninnar ættu að vera talsverðir. Sjöunda sæti á Spáni KA/Þór, sem sló út Istogu frá Kó- sóvó með tveimur sigrum á útivelli í 2. umferð, mætir Elche frá Spáni sem sat hjá og kemur beint inn í þriðju umferðina. Elche er í sjöunda sæti af fjórtán liðum í 1. deildinni á Spáni en er með 7 stig úr fimm leikj- um og á leik til góða á flest liðin fyrir ofan sig. Elche er frá samnefndri borg skammt frá Valencia og Alicante þar sem Íslendingar kannast margir hverjir vel við sig. Fjórar konur frá Brasilíu og Arg- entínu eru í leikmannahópi Elche og þar á meðal landsliðskona Argent- ínu, Joana Bolling. Svipað og Potaissa Turda Karlalið Hauka mætir rúmenska liðinu Focsani og þótt það sé óþekkt stærð hér á landi þekkja Íslendingar talsvert til rúmenskra félagsliða eft- ir að ÍBV og Valur léku bæði hörku- leiki gegn Potaissa Turda fyrir fáum árum. Focsani er í fjórða sæti rúmensku deildarinnar eftir átta umferðir, ein- mitt næst á eftir Potaissa Turda, og þarna ætti því alls ekki að vera um óyfirstíganlega hindrun að ræða fyr- ir Hauka. Focsani vann Kaerjeng frá Lúx- emborg í tveimur leikjum á sínum heimavelli um síðustu helgi, 35:27 og 33:26, og fór því mjög örugglega áfram. Liðið er með nokkra leik- menn frá nágrannaþjóðum innan- borðs, Bosníu, Serbíu, Rússlandi og Norður-Makedóníu. Serbneska skyttan Filip Marjanovic skoraði 13 mörk í leikjunum tveimur við Kaerj- eng. Erfiðast hjá Akureyringum - Spánn, Grikkland og Rúmenía Ljósmynd/Þórir Tryggvason Evrópa Spánn og Grikkland eru áfangastaðir hjá KA/Þór og ÍBV. Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson meiddist í leik Al- Arabi gegn Al Ahli í Katar í gær en liðin áttust þá við í efstu deildinni þar í landi. Hann þurfti að fara af velli á 35. mínútu vegna meiðslanna en ekki hefur komið fram enn sem komið er hvort þau séu alvarleg. Aron hefur leikið alla leiki Al- Arabi á keppnistímabilinu til þessa en liðið er í þriðja sæti með 13 stig eftir sjö fyrstu leikina. Al-Arabi gerði 1:1 jafntefli gegn Al Ahli á útivelli. sport@mbl.is Aron Einar fór meiddur af velli Morgunblaðið/Eggert Katar Aron Einar hefur leikið alla leikina í deildinni til þessa. Golfklúbbur Reykjavíkur hafnaði í 9. sæti í karlaflokki á Evrópumóti golfklúbba sem fram fór í Portúgal. Lið frá golfklúbbum í 23 löndum tóku þátt í keppninni. Hákon Örn Magnússon, Jóhannes Guðmunds- son og Viktor Ingi Einarsson kepptu fyrir hönd GR. GR-ingar léku samtals á 16 högg- um yfir pari en Rosendaelsche frá Belgíu sigraði á 2 undir pari sam- tals. Jóhannes lék á 72, 78 og 75 höggum. Viktor var á 77, 72 og 76 höggum. Hákon lék á 77, 75 og 83 höggum. kris@mbl.is GR í 9. sæti á EM í Portúgal Ljósmynd/Þórir Tryggvason Portúgal Jóhannes Guðmundsson náði sér vel á strik á fyrsta hring. Bikarmeistararnir úr Njarðvík töp- uðu fyrsta leiknum í Subway-deild karla í körfuknattleik á þessu keppnistímabili í gær þegar þeir fóru til Grindavíkur. Keflavík og Tindastóll eru því einu taplausu lið- in og eru með 6 stig eftir þrjá leiki en Njarðvík og Grindavík 6 stig eft- ir fjóra. Grindavík vann 87:82 en Njarð- vík var stigi yfir 44:43 að loknum fyrri hálfleik. Ólafur Ólafsson skor- aði 25 stig fyrir Grindavík en Nicol- as Richotti 18 fyrir Njarðvík. „Það var í raun fyrst og seinast sá varnarleikur sem heimamenn beittu gegn hinu firna sterka sókn- arliði Njarðvíkinga sem skóp þenn- an sigur fyrir heimamenn. Þeir spiluðu megnið að leiknum mjög harðan og fastan varnarleik og gengu nákvæmlega eins langt og dómarar leiksins leyfðu. Sóknar- leikur Njarðvíkinga riðlast við þetta þó hann hafi vissulega haldið sjó allt til loka leiks að mestu,“ skrifaði Skúli B. Sigurðsson m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson Í Grindavík Argentínumaðurinn Nicolas Richotti með boltann í leiknum í gær. Hann skoraði 18 stig fyrir Njarðvík en það dugði ekki til sigurs. Vörnin skóp sigurinn HK var nálægt því að ná í sitt fyrsta stig í Olís-deild karla í handknatt- leik í gær þegar liðið tók á móti Aft- ureldingu í Kórnum í Kópavogi. Aftureldingu tókst að ná í bæði stigin eftir spennandi lokakafla en Afturelding vann 30:28. HK var um tíma fimm mörkum undir í síðari hálfleik, 19:24 og 20:25, en liðinu tókst þó að jafna um tíu mínútum síðar 28:28. Guð- mundur Bragi Ástþórsson kom Aft- ureldingu yfir á ný með fjórða marki sínum í leiknum 29:28 þegar rúm mínúta var eftir. HK-ingum tókst ekki að nýta sóknina í fram- haldinu og fjaraði hún út þegar rúmlega hálf mínúta var eftir. Þorsteinn Leó Gunnarsson skor- aði síðasta markið þegar um tíu sekúndur voru eftir en hann skor- aði sjö mörk fyrir Aftureldingu eins og Árni Bragi Eyjólfsson. Kristján Ottó Hjálmsson skoraði einnig sjö mörk fyrir HK í aðeins átta skottilraunum. HK er því enn án stiga eftir fimm leiki en Aftur- elding er með 6 stig. Spenna í Kórnum Morgunblaðið/Unnur Karen Í Kórnum Þorsteinn Leó Gunnarsson sækir að vörn HK í gær en hann skor- aði tvö af síðustu þremur mörkum Aftureldingar í leiknum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.