Morgunblaðið - 27.10.2021, Page 7
fimmtíu ára og eldra, þurfi kannski ekki að drífa
sig heim og elda í lok vinnudags. Annar aðilinn
vill kannski fara að slá nokkra golfbolta í golf-
hermi sem þarna verður og makinn vill fara í píla-
tes eða jóga í næsta húsi. Svo er hist yfir góðum
kvöldverði á veitingastað í hverfinu eftir á.“
Þorgerður segir að veitingastaðir eigi að geta
blómstrað í svona umhverfi, sérstaklega ef fyrir-
tækin á svæðinu eru ekki öll með eigið mötuneyti.
Spurð um verðmæti lands eins og Arnar-
landsins segir Þorgerður það geta verið afstætt.
Til dæmis sé land sem sveitarfélag hefur ákveðið
að ekki eigi að byggjast verðlítið en land sem er
inni á aðalskipulagi þar sem gert er ráð fyrir upp-
byggingu sé verðmætt. „Þarna hefur alltaf legið
fyrir að eigi að byggja. Það hefur verið á aðal-
skipulagi lengi. En það hefur ekki legið fyrir
hvernig byggð það ætti að vera.“
Auk þeirra tvö hundruð starfsmanna Ósa sem
koma inn á svæðið þegar fyrirtækin í samstæð-
unni flytja í hverfið er fyrirséð, miðað við áhuga
fyrirtækja á uppbyggingunni, að sú tala verði
fljót að hækka. Lögð verður áhersla á að opna
dyrnar fyrir fyrirtækjum sem sérhæfa sig í ný-
sköpun, þróun og þjónustu innan heilsugeirans að
sögn Þorgerðar. „Heilsugeirinn er mjög eftir-
sóknarverður geiri að hafa innan síns sveitarfé-
lags, enda mjög snyrtileg og jákvæð starfsemi.“
Tilbúið í lok árs 2022
Viðbúið er að sögn Þorgerðar að margvísleg
tengd starfsemi verði á svæðinu eins og t.d.
heilsugæsla, sérfræðilæknar, jógastöð, tann-
læknar, nuddarar, heilsurækt, en einnig verslanir
með íþrótta- og útivistarvörur. „Þar verður hægt
að kaupa allt sem viðkemur hreyfingu frá jóga-
dýnu upp í fóðraðan spandexbúning til að nota á
hjólinu þínu.“
Spurð um tímasetningar segir Þorgerður að
lokum að stefnt sé að því að deiliskipulag verði
tilbúið í lok árs 2022.
dir og tækifæri fæðast
Morgunblaðið/Árni Sæberg
efninu. „Við sem komum til með að vinna saman
að þessu verðum að setja hjarta og sál í þetta og
vinna af ástríðu. Persónulega vil ég geta horft
stolt til baka eftir 40-50 ár. Þannig vil ég að öðrum
líði einnig. Þú getur búið til frábært teymi sér-
fræðinga, en ef hjartað er ekki með í för verður
verkefnið aldrei framúrskarandi.“
Að sögn Þorgerðar er þessa ástríðu einmitt að
finna hjá samstarfsaðilanum Garðabæ sem náið er
unnið með að framgangi verkefnisins.
Þorgerður undirstrikar sérstöðu verkefnisins.
„Mjög oft eru hannaðar einingar eða hverfisbútar
þar sem mjög óljós skilaboð eru gefin um hvaða
atvinnustarfsemi á að koma í hverfið. Þá getur
svæðið orðið mjög ósamstætt. Hér erum við í
nafla höfuðborgarsvæðisins. Þetta er einstakt
tækifæri fyrir alla sem að þessu koma og öll hugs-
un og allt skipulag mun taka mið af þessari heilsu-
tengingu. Það kemur þá engum á óvart hvaða at-
vinnustarfsemi velst inn á svæðið.“
Eins og Þorgerður útskýrir er hægt að eyði-
leggja gott landsvæði með engri eða illa ígrund-
aðri hugmyndafræði. Það sé algjör sóun á nátt-
úrugæðum. „Svo geturðu verið með slæmt
landsvæði, en með góðri og vel útfærðri hugmynd
geturðu bætt það til muna. Það er einstakt hjá
okkur að hafa bæði gott landsvæði og góða hug-
myndafræði allt frá byrjun.“
Þorgerður segir að það hjálpi svæðinu að vera
ekki of stórt eins og hún orðar það. „Það þýðir að
hugmyndin á að geta skinið í gegn á öllu svæðinu.
Hverfið heldur vel utan um heildarsýnina.“
Iðar af lífi frá morgni til kvölds
Hún bætir við að þjónustuaðilar sem koma til
með að reka veitinga- og kaffihús í hverfinu muni
njóta góðs af því að vera á svæði sem iðar af lífi frá
morgni og langt fram á kvöld. Það sé eðli bland-
aðrar atvinnu- og íbúðabyggðar eins og hér um
ræðir.
„Svo má ímynda sér að fólk á þessum aldri,
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021 7VIÐTAL
Að sögn Þorgerðar áttu Ósar hugmyndina að
heilsubyggðinni. „Við sem landeigendur vor-
um búin að máta alls konar hugmyndir inn á
þetta svæði, reyna að finna út hvað hentaði
best. Ósar eru algjörlega leiðandi með hug-
myndafræðina og þeir sýna bæði í orði og á
borði að þeim er full alvara með því að kaupa
49% í svæðinu. Ég er ótrúlega spennt fyrir
framhaldinu. Forsvarsmenn Ósa eru
skemmtilega framsæknir í sinni sýn fyrir
verkefnið og mikil vítamínsprauta,“ segir
Þorgerður en forsvarsmenn og stærstu eig-
endur Ósa eru feðgarnir Kristján Jóhanns-
son og Jóhann Ingi Kristjánsson. Hálfdán
Gunnarsson framkvæmdastjóri Parlogis
mun leiða uppbyggingu á atvinnuhluta
svæðisins fyrir hönd Ósa.
Ósar áttu
hugmyndina
Fólk um fimmtugt er enn í blóma lífsins eins
og Þorgerður útskýrir, en húsnæðið sem
boðið verður upp á er fjölbreytt og mun
henta ólíkum aðstæðum fólks. „Ef halla fer
undan fæti hvað heilsuna varðar geturðu bú-
ið í þessu hverfi lengur en annars staðar.
Þjónustan í klasanum sér til þess ásamt því
að íbúðirnar verða sérhannaðar til að mæta
þörfum framtíðar.“
Þar á Þorgerður við aðstöðu fyrir heilsu-
rækt, tómstundir og virkan lífsstíl. Fjöl-
breytta lækna- og heilbrigðisþjónustu í
næsta nágrenni, sólarhringsvöktun og
-þjónustu, bílakjallara og aðgengi að lyftum
og aðgengi að fjarheilbrigðisbúnaði meðal
annars.
Getur búið lengur
en annars staðar