Morgunblaðið - 27.10.2021, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021 9SJÓNARHÓLL
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
M
eð lögum nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn mælti löggjafinn
fyrir um regluverk til áherslu á vernd ábyrgðarmanna
og formfestu og fagleg vinnubrögð við gerð lánasamn-
inga þar sem krafist væri ábyrgðarmanna. Nokkur styr stóð um
lögin á sínum tíma og álitaefni um túlkun þeirra og áhrif komið til
kasta dómstóla í fjölda mála frá setningu þeirra.
Lögunum er ekki einungis ætlað að taka til réttarsambands lán-
veitanda, skuldara og ábyrgðarmanns við upphaf lánveitingar og
þá hvort ábyrgðarmaður sé sannanlega upplýstur um áhættu þá
sem felst í lánveitingu heldur mæla lögin einnig fyrir um réttar-
samband lánveitanda og ábyrgðarmanns
eftir að lán hefur verið veitt og þá sér-
staklega formreglur sem fylgja ber við
vanskil skuldara.
Í 7. gr. laga nr. 32/200 er fjallað um til-
kynningarskyldu lánveitanda og afleið-
ingar þess að henni sé ekki sinnt. Kveðið
er á um að lánveitanda beri skylda til að
tilkynna ábyrgðarmanni svo fljótt sem
unnt er við nánar greindar aðstæður, s.s
vanskil lántaka, brottfall trygginga, and-
lát lántaka og gjaldþrotaskipti á búi
hans. Meginsjónarmiðið er að lánveit-
andi tilkynni ábyrgðarmanni um öll þau
atvik sem áhrif geta haft á forsendur
ábyrgðar ábyrgðarmanni í óhag. Jafn-
framt ber lánveitanda að tilkynna
ábyrgðarmanni um hver áramót um
stöðu láns sem hann er í ábyrgðum fyrir,
þ.m.t. um vanskil og hversu mikil þau séu. Í 2. mgr. 7. gr. kemur
þá fram að ábyrgðarmaður skuli vera skaðlaus af vanrækslu á
framangreindri tilkynningarskyldu og ef vanrækslan er veruleg
skuli ábyrgð falla niður.
Í Hrd. 229/2015 reyndi á hvað teldist veruleg vanræksla á til-
kynningarskyldu en samkvæmt niðurstöðu réttarins var talið að
tryggingaréttindi væru varin af 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar
og þau eignarréttindi gætu ekki á grundvelli 2. mgr. 7. gr. laga nr.
32/2009 fallið niður, nema sýnt væri fram á að lánastofnun hefði
valdið ábyrgðarmönnum öðrum og meiri skaða en bættur yrði með
úrræðum 3. og 4. mgr. 7. gr., er lúta að niðurfellingu dráttarvaxta
og banni við gjaldfellingu láns í heild sinni. Í Hrd. 438/2017 var tal-
ið að lánastofnun hefði vanrækt tilkynningarskyldu sína en ekki
talið sýnt fram á að skilyrði væru til niðurfellingar ábyrgðar skv.
2. mgr. 7. gr. Hæstiréttur komst að sambærilegri niðurstöðu í
Hrd. 23/2017.
Í nýlegum dómi Landsréttar frá 15. október 2021 í máli nr. 374/
2020 kom álitaefni um niðurfellingu ábyrgðarskuldbindingar skv.
2. mgr. 7. gr. í fyrsta sinn til umfjöllunar fyrir Landsrétti. Máls-
atvik voru þau að Þ ehf. hafði gefið út tryggingarbréf til LÍ hf. á
árinu 2007 fyrir öllum skuldum Þ ehf. og var fasteign A sett að
veði með samþykki A og maka hans. Bú Þ ehf. var tekið til gjald-
þrotaskipta árið 2010 og lauk skiptum án þess að greiðsla fengist
upp í lýstar kröfur. L hf. sem tekið hafði við réttindum LÍ hf.
krafðist þess með stefnu þann 9. febrúar 2019 að A yrði gert að
þola að fjárnám yrði gert vegna skuldar Þ ehf. inn í veðrétt sam-
kvæmt tryggingarbréfi útgefnu árið 2007,
tryggðu með veði í fasteign A.
Í málinu var upplýst að ábyrgðarmaðurinn
A hafði flutt til Nýja-Sjálands árið 2009 og
verið búsettur þar síðan. Kvaðst A engar til-
kynningar hafa fengið um gjaldþrot Þ ehf. og
áhrif þess á ábyrgðarveitingu hans. Í málinu
lá fyrir að L hf. hafði prentað út í kerfum sín-
um tilkynningar til A um gjaldþrot Þ ehf. í
september 2010 ásamt því að prenta út ár-
lega yfirlit yfir ábyrgðir A og skuld Þ ehf. við
L hf. þar sem getið var um ábyrgðarfjárhæð
og óskað eftir athugasemdum við yfirlitið.
Ágreiningslaust var hins vegar að L hf. gerði
enga tilraun til að koma þessum tilkynn-
ingum í hendur A í Nýja-Sjálandi þrátt fyrir
að L hf. hefði fengið upplýsingar um heimilis-
fang A í nóvember 2010. Í dómi Landsréttar
var komist að þeirri niðurstöðu L hf. hefði
ekki rækt skyldu sína samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009 um
að tilkynna ábyrgðarmanni um öll þau atvik sem gætu haft áhrif á
forsendur ábyrgðar. Með því hefði L hf. svipt A möguleikanum á
því að greiða gjaldfallna afborgun miðað við stöðu skuldarinnar á
gjalddaga hverju sinni eða gæta á annan hátt hagsmuna sinna.
Það stoðaði ekki L hf. að bera því við að heimilisfang A hafi ekki
verið skráð til fulls í þjóðskrá þar sem L hf. hafi búið yfir upplýs-
ingum um heimilisfang A í Nýja-Sjálandi. Í ljósi allra atvika máls-
ins og fortakslausrar tilkynningarskyldu L hf. sem hann vanrækti
með öllu, yrði ekki hjá því komist að líta svo á að um verulega van-
rækslu í skilningi 2. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009 væri að ræða og að
ábyrgð A sem veðsala yrði þar með niður fallin.
Með dómi Landsréttar í máli nr. 374/2021 hefur þannig verið
mörkuð lína um hvenær vanræksla lánveitanda á tilkynningu get-
ur talist vera svo veruleg að til niðurfellingar ábyrgðar komi, með
tilheyrandi áhrifum á tryggingaréttindi sem henni tengjast.
Niðurfelling ábyrgðar
LÖGFRÆÐI
Birgir Már Björnsson
hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu og kennari
í skuldaskila- og eignarrétti við Háskólann í Reykjavík
”
Með dómi Landsréttar í
máli nr. 374/2020 hefur
þannig verið mörkuð
lína um hvenær van-
ræksla lánveitanda á til-
kynningu getur talist
vera svo veruleg að til
niðurfellingar ábyrgðar
komi, með tilheyrandi
áhrifum á tryggingarétt-
indi sem henni tengjast.
keimur af sápustykki – skiptast á að
kitla bragðlaukana. Eikin sækir á
eftir því sem sopunum fjölgar og
hægt að greina vott af dökku súkku-
laði og sætri mandarínu. Líkt og
ilmurinn er bragðið kjötmikið og
fyllir munninn vel.
Eftirbragðið er heitt, enda áfeng-
ishlutfallið 47,4%. Milt í fyrstu en
notalegir kryddtónar og salt verða
meira áberandi í seinni sopum.
Finna má margar viskítegundir
sem komnar eru langt yfir bílprófs-
aldur og hafa ekki nærri því svona
mikinn persónuleika.
Ardbeg Wee Beastie er til sölu
hjá ÁTVR á 12.000 kr. en sérpanta
þarf flöskuna. ai@mbl.is
Þrátt fyrir að hafa aðeins fengið að þroskast í fimm ár er Ardbeg Wee
Beastie litríkt og margslungið viskí sem kemur á óvart í hverjum sopa.
Ljósmynd/Ásgeir Ingvarsson