Morgunblaðið - 13.11.2021, Page 11

Morgunblaðið - 13.11.2021, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2021 Skipholti 29b • S. 551 4422 Skoðið laxdal.is TRAUST Í 80 ÁR 20% afsláttur Tilboðsdagar Skoðið // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Náttfötin vinsælu eru komin Öllum gjöfum er pakkað inn í fallegar gjafaöskjur Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Rannsóknir sýna að karlmenn hafa tilhneigingu til að harka af sér og leita ekki til læknis um leið og þeir finna fyrir einkennum – því verðum við að breyta!“ segir í ákalli frá Krabbameinsfélaginu sem leggur áherslu á að að ná eyrum karlmanna í baráttunni við krabbamein. Í tengslum við feðradaginn á morgun, sunnudaginn 14. nóvember, hvetur Krabbameinsfélagið feður til að fara inn á pabbamein.is og kynna sér helstu einkenni krabbameina og fara strax til læknis ef einkenna verður vart. Í tilkynningu frá Krabbameins- félaginu kemur fram að nýjar niður- stöður úr Áttavitanum, rannsókn Krabbameinsfélagsins meðal fólks sem greindist með krabbamein á árunum 2015-2019, sýni að aðeins 35% karla samanborið við 60% kvenna leituðu til læknis innan mán- aðar eftir að þeir fóru að finna fyrir einkennum eða óþægindum sem reyndust vera vegna krabbameins. Einn af hverjum sjö körlum (14%) beið lengur en í ár með að leita til læknis frá því þeir fóru að finna fyrir einkennum. „Því fyrr sem krabbamein upp- götvast, því meiri líkur eru á bata. Því er mjög mikilvægt að pabbar þekki einkennin og bregðist strax við þeim,“ eru skilaboð Krabba- meinsfélagsins. 320 karlar deyja árlega Árlega greinast 860 karlar með krabbamein og 320 látast af völdum krabbameina. Krabbameinum hjá körlum fjölgar verulega upp úr fimmtugu. Á næstu 15 árum er spáð 28% fjölgun krabbameinstilvika á Íslandi, fyrst og fremst vegna hækk- andi aldurs þjóðarinnar. Á pabbamein.is geta pabbar lesið sér til um einkenni krabbameina, tekið pabbameinsprófið og skráð sig í Karlaklúbb Krabbameinsfélagsins. Félagar í karlaklúbbnum fá sérstök skilaboð um leiðir til að draga úr hættu á krabbameinum, um helstu einkenni og annað gott og gagnlegt. Hvetja pabba landsins til aukinnar árvekni Pabbamein Hús verslunarinnar skartar nú bindi með 320 merkjum Krabbameinsfélagsins – eitt fyrir hvern karl sem deyr úr krabbameini á ári. - Karlar þurfa að bregðast við einkennum krabbameina Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Myndband náðist í gær af öku- manni rafskútu aka á um 75 km/ klst. á Hafnarfjarðarvegi í átt að Arnarneshæð, sem telst til stofn- brautar í þéttbýli en þar er leyfileg- ur hámarkshraði fólksbíla 80 km/ klst. Ökumaður bílsins sem ók fyrir aftan sendi myndskeið á mbl.is, sem birt var þar í gær. Rafskútum af því tagi sem sjá má í myndband- inu má aðeins aka á göngu- og hjólastígum og eigi hraðar en 25 km/klst. Ökumaðurinn ekur því 50 km/klst. yfir hámarkshraða. Þetta segir Þórhildur Elín Elín- ardóttir, upplýsingafulltrúi Sam- göngustofu, að sé stórhættulegt. Leyfilegur hraði 25 km/klst Þórhildur bendir á að samkvæmt umferðarlögum sé það skýrt að raf- hlaupahjólum skuli ekki ekið hraðar en 25 km/klst. og ekki úti á ak- braut, nema þegar verið er að þvera götur göngu- eða hjólastíga á milli. „Það er að sjálfsögðu ekki heimilt að nota þessi hjól úti á götu og þau mega ekki fara hraðar en 25 kíló- metra á klukkustund. Og þau eiga í sjálfu sér ekki að geta farið hraðar, en við höfum heyrt af því og það vita það nú bara margir, að stund- um er mögulegt að láta þau fara hraðar með því að fikta eitthvað í þeim,“ segir Þórhildur og vísar til þess þegar eigendur rafhlaupahjóla rjúfa innsigli þeirra, eins og það kallast. Skýrar reglur í gildi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu léði einmitt máls á þessu í vikunni, að hafi verið gert, þegar ökumaður rafhlaupahjóls lést eftir árekstur við ökumann á vespu, sem slasaðist alvarlega. Lögregla sagði að það væri til skoðunar hvort innsigli raf- hlaupahjólsins eða vespunnar hefðu verið rofin. Um var að ræða fyrsta banaslysið hér á landi þar sem raf- skúta kemur við sögu. Þórhildur bendir á að skýrt regluverk gildi um notkun raf- hlaupahjóla á Íslandi, sem ágætt er að glöggva sig á. Rafhlaupahjól séu sniðug tæki og til margs brúkanleg, en þeim skuli ekið varlega og reglum samkvæmt til þess að skapa sem minnsta hættu fyrir vegfar- endur. Í því skyni bendir hún á fræðslu- efni á vef Samgöngustofu þar sem finna má ýmsan fróðleik um notkun rafhlaupahjóla. Á 75 km hraða á rafskútu á stofnbraut - Talsmaður Samgöngustofu fordæmir athæfið Skjáskot/mbl.is Glannaskapur Hér er maðurinn á fleygiferð á rafhlaupahjóli eftir Hafn- arfjarðarvegi í gær, að nálgast Arnarneshæð, á allt að 75 km hraða. Þórhildur Elín ElínardóttirIcelandic Lava Show hlaut Nýsköp- unarverðlaun ferðaþjónustunnar ár- ið 2021. Eliza Reid forsetafrú afhenti fulltrúum Icelandic Lava Show verð- launin á Bessastöðum í vikunni. Icelandic Lava Show er í Vík í Mýrdal en þar er hraun frá Kötlu- gosinu árið 1918 brætt upp í 1.100 gráðu hita og því hellt inn í sýning- arsal fullan af fólki. Áhorfendur fá þannig tækifæri til að komast í ná- vígi við bráðið hraun með öruggum hætti. Fram kemur í tilkynningu að hug- myndin hafi kviknað þegar stofn- endurnir, hjónin Ragnhildur Ágústsdóttir og Júlíus Ingi Jónsson, fóru upp að eldgosinu á Fimmvörðu- hálsi vorið 2010. Icelandic Lava Show var opnað haustið 2018. Á dög- unum voru kynnt áform fyrir- tækisins um nýja sýningu á Granda í Reykjavík samhliða nýjum hlut- höfum í félaginu. Áform eru um að opna Lava Show á heitum reitum víðsvegar um heiminn, t.d. á Havaí, Kanaríeyjum, Ítalíu og í Japan. Dómnefnd nýsköpunarverð- launanna tilnefndi þrjú fyrirtæki sem áttu kost á að hljóta verðlaunin, en auk Icelandic Lava Show hlutu Markaðsstofa Norðurlands, vegna Arctic Coast Way, og VÖK Baths á Egilsstöðum nýsköpunarviðurkenn- ingu ferðaþjónustunnar árið 2021. Þetta er í átjánda skipti sem SAF veita Nýsköpunarverðlaun ferða- þjónustunnar. Dómnefnd verð- launanna skipuðu Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF, sem jafnframt var formaður dómnefnd- ar, Huld Magnúsdóttir, fram- kvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs at- vinnulífsins, og Eyþór Ívar Jónsson, stofnandi og forseti Akademias. Ljósmynd/SAF-BIG Verðlaun Eliza Reid forsetafrú og Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Sam- taka ferðaþjónustunnar, ásamt fulltrúum Lava Show, þeim Ragnhildi Ágústsdóttur, Hildi Árnadóttur og Ragnari Þóri Guðgeirssyni. Lava Show fékk ný- sköpunarverðlaun - Hraunsýning verður sett upp víðar Morgunblaðið/Björn Jóhann Hraunelfur Rauðglóandi hraun- elfur rennur í Vík í Mýrdal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.