Morgunblaðið - 13.11.2021, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2021
✝
Magnhildur
Magnúsdóttir
fæddist á Brenni-
stöðum í Eiða-
þinghá 5. sept-
ember 1926. Hún
lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Dyngju 29. októ-
ber 2021. For-
eldrar hennar
voru Guðbjörg
Sigríður Sig-
björnsdóttir f. 12.4. 1890, d.
12.11. 1968, og Jón Magnús
Þórarinsson, f. 15.12. 1880, d.
9.12. 1954, bændur á Brenni-
stöðum. Systkini hennar Anna
María, f. 6. febr. 1912, d. 25.11.
1963, Ingibjörg, f. 8. okt. 1914,
d. 19.8. 1950, Margrét, f. 13.
maí 1918, d. 23.11. 1995, Sig-
björn, f. 21. maí 1919, d. 19.3.
1964 og Kristján flutti á Ak-
ureyri.
Magnhildur bjó í Hvoli til
2005 er hún veiktist og flutti í
sitt fæðingarhérað. Þau eign-
uðust tvö börn Guðbjörgu
Torfhildi , f. 10.11. 1950, d
.2.4. 2020, og Magnús, f, 22.1.
1953, maki hans er Guðrún
María Þórðardóttir, eiga þau
fjögur börn, Svein Elmar, f.
12.3. 1978, Kristján Orra, f.
18.6. 1982, Hafliða Bjarka, f.
28.4. 1985, og Magnhildi Ósk,
f. 1.12. 1991.
Magnhildur lauk Alþýðu-
skólaprófi frá Eiðum 1947 og
Húsmæðraskólaprófi frá
Laugalandi í Eyjafirði 1949.
Hún var verkamaður og
húsmóðir, starfaði hjá Land-
síma Íslands nokkur ár, en
lengstum hjá KHB í frystihúsi.
Útför Magnhildar fer fram
frá Egilsstaðakirkju í dg, 13.
nóvember 2021, klukkan 14.
Útförinni verður streymt.
https://egilsstadaprestakall.com/
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
1993, Soffía, f. 2.
okt. 1920, d. 25.5.
1988, Þórunn, f. 1.
apríl 1924, d. 3.4.
2016, Svanhvít, f.
15. apríl 1925, d.
8.9. 2003, Magn-
hildur, f. 5. sept.
1926, d. 29.10.
2021, Arnþór
Reynir, f. 28. des.
1931.
Magnhildur
giftist Kristjáni Ólasyni klæð-
skera 5. apríl 1950, þau byrj-
uðu sinn búskap á loftinu í
Kaupfélagshúsinu á Reyð-
arfirði við hliðina á sauma-
stofu KHB þar sem Kristján
starfaði. Síðan byggðu þau
hús á Búðareyrinni sem þau
nefndu Hvol, þar bjuggu þau
þar til þau slitu samvistum
Þá er nú komið að því sem ég
sem barn vildi að aldrei gerðist,
að þú kveddir þessa tilveru, en
svona er lífið. Margs er að minn-
ast, hvað þú varst góð og ósér-
hlífin, vannst myrkranna á milli
til að sjá fyrir okkur Bobbu með-
an við gerðum ekkert gagn í
þeim efnum, hvað lífið var
skemmtilegt við leik frá morgni
til kvölds, alltaf sól og blíða, við
Bjarni vinur minn alltaf niðri á
Kaupfélagsbryggju að veiða sem
okkur var þó stranglega bannað,
þú með stöðugar áhyggjur að við
færum okkur að voða eða fremd-
um einhver prakkarastrik, sem
við vorum ekki alveg saklausir
af, ekki fannst ykkur Stúllu
gaman að því þá, en ekkert þótti
ykkur skemmtilegra í seinni tíð
en að rifja þessi afglöp okkar
upp.
Skilnaður ykkar pabba var
þér mjög erfiður og er það í eina
skiptið sem ég sá þig bugaða og
vil ekki hugsa þá hugsun til enda
hvað hefði orðið ef góðmennin í
Dvergasteini hefðu ekki tekið
okkur upp á arma sína.
En svo fór smám saman að
sjást til sólar hjá okkur og við
fluttum aftur í Hvol. Þinn að-
alstarfsvettvangur var hjá KHB
í frystihúsi og sláturhúsi.
Ég man hvað þú varst glöð
þegar þú fékkst vinnu á Sím-
stöðinni sem talsímavörður og
grunar mig að Mæja vinkona þín
hafi þar átt hlut að máli.
Þegar ég lauk unglingaprófi
var í fyrsta sinn boðið upp á mið-
skóla á Reyðarfirði, en mig lang-
aði að fara í Eiða sem varð svo
raunin, ég fann að þú varst ekki
sátt en samt stappaðirðu í mig
stálinu, þá sennilega sem gömul
Eiðasál.
Þú varst iðulega með hugann
á þínum fæðingarstað, Brenni-
stöðum, en þar rákuð þið systur
sumarbúðir í ykkar sumarfríum í
Gamla bænum allmörg sumur,
eftir að hafa lesið minningar-
grein um afa þinn, Þórarin Jóns-
son, þá skildi ég hve römm sú
taug var.
Svo kom áfallið síðla sumars
2005, heilablóðfall, misstir málið,
lamaðist alveg hægra megin,
ekki datt mér í hug að þú mynd-
ir rísa upp aftur, en með seigl-
unni tókst þér að ná nokkurri
heilsu og byrjuð búskap á Egils-
stöðum í mars 2006 til 2016 er þú
færðir þig yfir á Hjúkrunar-
heimilið Dyngju, þar sem þú
undir hag þínum vel, og verður
starfsfólki þar seint fullþakkað
fyrir ást og umhyggju í þinn
garð.
Annað áfall varð þér þung-
bært en þú barst þann harm í
hljóði, er Bobba systir dó í apríl
2020. Voru aðstæður þá þannig
að þú áttir ekki kost á að vera
við útför hennar vegna farald-
ursins sem nú geisar, heldur
voruð þið nöfnur múnderaðar
upp í geimfarabúninga til að
sitja saman og horfa á streymi í
sjónvarpi þá stund er útförin
varði, stóðst svo uppáklædd í
herbergisglugganum þínum er
líkfylgdin staldraði við á bíla-
stæðinu og kvaddir dóttur þína í
síðasta sinn, en enginn heyrði
þig kvarta.
Ég vildi að ég gæti státað af
því að vera lítið brot af því sem
þú hafðir til brunns að bera.
Eitt var þér þó kærara en allt
annað í þessari veröld og voru
það ömmubörnin þín, þau voru
þér allt og þú þeim allt.
Vertu nú sæl mamma mín og
ég bið að heilsa öllum þarna hin-
um megin, það veit ég að það
hafa verið fagnaðarfundir þar,
hugsa til þín á hverjum degi, og
eins biður Nunna fyrir kveðjur
og þakkir fyrir allt.
Meira á www.mbl.is/andlat
Þinn sonur,
Magnús Kristjánsson.
Elsku heimsins besta Magn-
hildur amma. Nú er komið að
kveðjustundinni sem ég vonaði
að kæmi aldrei.
Þú, ein allra besta og mik-
ilvægasta manneskjan í mínu lífi,
búin að glotta út í annað í síðasta
skiptið.
Þetta er og verður erfitt að
sætta sig við en það sem er mitt
haldreipi á erfiðum tímum er
hafsjór frábærra minninga. Í
raun er ekki ein slæm minning
sem kemur upp í hugann enda er
ekki hægt að eiga slæma minn-
ingu um ömmu sem bókstaflega
gerði allt (nema taka bílpróf eða
læra að hjóla) fyrir mig.
Ömmu sem nuddaði á mér
bakið með mjúku höndunum sín-
um þar til ég sofnaði, kvöld eftir
kvöld. Ömmu sem eldaði handa
mér allt sem ég óskaði eftir, þó
svo það væru fiskibollur í dós 5
daga í röð eða kakósúpa í eft-
irrétt í hádeginu á þriðjudegi.
Ömmu sem lagði mjúkt teppi í
sjónvarpsstólinn á hverjum
morgni og breiddi svo sæng yfir
mig og kom færandi hendi með
kókópöffs til að ég gæti átt
ógleymanlegar stundir yfir
barnatímanum á morgnana (og
var með áskrift að Stöð 2).
Ömmu sem átti alltaf til ís í
frystikistunni og súkkulaðikex í
skápnum. Ömmu sem skar alltaf
niður ávexti á kvöldin og færði
mér í áðurnefndan sjónvarps-
stól. Ömmu sem bakaði uppá-
haldsjólasmákökurnar handa
mér í júlí í 23 stiga hita bara af
því að mig langaði í þær. Ömmu
sem fullyrti að sterkir molar
væru besta munnangursmeðalið.
Ömmu sem spilaði við mig langt
fram yfir hefðbundinn háttatíma
(fyrirgefðu hvað ég hló mikið að
þér fyrir að ná aldrei að bregð-
ast rétt við ásnum í hæ gosa,
held ég hafi aldrei hlegið eins
mikið fyrr eða síðar og ég skil
núna af hverju þú vildir aldrei
spila það spil við mig aftur).
Ömmu sem hlustaði innilega
áhugasöm á upplestur minn á
eigin einkunnum í lok hverrar
annar í um það bil 10 ár. Ömmu
sem var alltaf tilbúin við símann
þegar ég vildi heyra í henni og
tilbúin að masa í ótakmarkaðan
tíma. Ömmu sem laumaði að
mér seðli í lok hverrar heim-
sóknar, allt að 7 daga ofdekur á
launum, er til betri díll en það?
Ömmu sem sýndi mér sínar
allra þrjóskustu hliðar á tímum
sem flestir hefðu gefist upp.
Ömmu sem kvartaði aldrei yfir
neinu og hafði það alltaf „bara
gott“ sama hvað, en á sama tíma
vorkenndi hún mér alveg rosa-
lega ef ég svo mikið sem saug
upp í nefið. Ömmu sem ég þurfti
ekki endilega að eiga samskipti
við með orðum til að við skildum
hvor aðra. Svo að lokum lang-
ömmu sem sýndi syni mínum
óbilandi áhuga og væntumþykju
eins og henni einni var lagið.
Í raun varstu mér svo miklu
meira en „bara“ amma. Þú varst
ein mín besta vinkona og fyr-
irmynd í einu og öllu og verður
um ókomna tíð.
Eitt er víst að ég mun aldrei
gleyma þér og góðmennsku
þinni. Ef ég kemst með tærnar
þar sem þú hefur hælana varð-
andi allt nema akstur og hjól-
reiðar, get ég gengið nokkuð
sátt frá borði.
Hlakka til að sjá þig „bak við
ystu sjónarrönd“ þegar að því
kemur, þó eftir vonandi mörg
ár, því ef þú verður þar þá eru
það allavega mín „æskudrau-
malönd“.
Hafið bláa, hafið hugann dregur.
Hvað er bak við ystu sjónarrönd?
Þangað liggur beinn og breiður vegur
bíða mín þar æskudraumalönd.
Beggja skauta byr
bauðst mér aldrei fyr.
Bruna þú nú, bátur minn.
Svífðu seglum þöndum,
svífðu burt frá ströndum.
Fyrir stafni haf og himinninn.
(Örn Arnarson)
Ég elska þig amma, takk fyr-
ir allt og ég bið að heilsa Bobbu.
Þín nafna, gullið þitt og
grjónið þitt,
Magnhildur Ósk
Magnúsdóttir.
Amma á Reyðarfirði.
Ef þú ætlar að skrifa hand-
bók um hvernig þú eigir að fá
barnabörnin til að elska þig,
farðu þá bara eftir því sem hún
gerði. Í hennar tilfelli er ekki
hægt að taka bara það besta því
hún gerði bara það besta.
Að komast í viku til hennar og
Bobbu í Hvol var eins og að
komast í viku frí frá raunveru-
leikanum. Heil vika af bara góð-
um hlutum og „já-um“ sem var
bara norm, jafnvel heimskuleg-
ustu óskir urðu bara sjálfkrafa
að normi.
Hún vann við færiband,
fremst af þrem við að flaka
fiska. Ég fékk það hlutverk að
taka fiskana af færibandinu og
setja á brettið hennar, fyrst lét
ég hana hafa fisk og dáðist að
henni flaka hann, svo annan og
annan, hraðar og hraðar þar til
ég var farinn að taka alla
fiskana og setja á brettið hennar
svo hinar tvær gátu allt eins
verið í fríi, hún skammaði mig
ekki, bað mig ekki að hætta
þessu heldur hló bara og flakaði
hraðar.
Hún byrjaði hvern dag á að
færa mér Coco Puffs í hæginda-
stól þar sem hún hafði búið um
mig á hverjum morgni fyrir
framan teiknimyndir og spyr
svo um hádegismatinn. Alltaf
sagði ég grjónagraut og alltaf
fékk ég grjónagraut. Þá datt
mér í hug að það gæti verið gott
að fá ostbita með grautnum, upp
frá því voru oststykkin skorin í
bita og höfð á disk með grautn-
um.
Hún kenndi mér að spila, alls
konar spil, ólsen, rommí og kas-
ínu og lærði síðan seinna að
spila skítakall hjá mér. Hún
kynnti mig líka fyrir (fjárhættu-
spilum), happaþrennum og
spilakössum í sjoppunni Fis hjá
Sigrúnu. Ég ímynda mér að
þetta hafi verið ein erfiðustu
„já-in“ sem ég fékk frá henni en
samt fylgdi alltaf hlátur og bros
og virtist hún hafa alveg jafn
gaman af þessu og ég.
Hún fór með mig að veiða á
stöng á bryggjunni, síli með
sigti úr eldhúsinu upp á mel,
köngulær í krukkur og mýs í
gildrur meðfram húsinu á nótt-
unni.
Hún spilaði meira að segja
fótbolta við mig í garðinum með
plastbolta.
Þrátt fyrir að vera mjög
framsækinn og eiga auðvelt með
að kynnast krökkum þá eign-
aðist ég aldrei vini á Reyðar-
firði, ég þurfti þá ekki, ég hafði
ömmu og Bobbu, Sigrúnu og
Vigga, Mæju, Adda, Erlu og
Kára. Það var miklu meira en
nóg og ég minnist þess aldrei
þrátt fyrir frábæra fjölskyldu
eða alla þá vini og áhugamál
sem ég átti á Egilsstöðum að
sakna einhvers meðan ég var
hjá ömmu og Bobbu.
Eftir að hún flutti til Egils-
staða þá gerði ég einhliða samn-
ing við hana um að hún eldaði og
ég borðaði, svo færi ég og legði
mig í hægindastólnum meðan
hún tæki til eftir matinn og
vaskaði upp, svo myndi hún
vekja mig 12:55 og senda mig
aftur í vinnuna. Þarna er ég orð-
inn fullorðinn en kemst samt í
frí frá raunveruleikanum bara af
návistinni einni saman og leið
eins og hún nyti þess alveg jafnt
á við mig.
Það var eins og hún upplifði
sömu gleði og ég í öllum okkar
uppátækjum og uppskar í raun
fyrir utan hlátur, bros og
ánægju mína ekkert nema van-
þakklæti, því fyrir mér „átti“
þetta bara að vera svona og ég
held ég hafi í raun aldrei þakkað
henni fyrir fyrr en í allra síðasta
skipti sem við töluðum saman
bæði í þessum heimi, þá bað ég
hana fyrir kveðju til Bobbu og
þakkaði henni fyrir allt og ég
veit að hún meðtók það, því með
sínum síðasta andardrætti
horfði hún ekki bara í augun á
mér heldur einhvern veginn inn
í tárvot augun á mér.
Ég elska þig amma og það
mun ég alltaf gera.
Nú er komið nóg af voli,
næstum er til skammar.
Alveg víst hún amma í Hvoli,
nú annars staðar djammar.
Súkkulaði, molar sterkir
og þriggja bita kökur.
Étið þar til magaverkir
kall’á sykursýkissýnatökur.
Hvoll var mörgum mikill staður,
nefnt mannasiðaskóli.
Ég brottskráðist ósiðaður.
Takk! Þinn súkkulaðikossanjóli.
Hafliði Bjarki Magnússon.
Elsku amma.
Það kom að deginum sem ég
hélt að myndi aldrei koma.
Þú þessi sterka ósérhlífna
kona sem gerði allt fyrir okkur
barnabörnin kvaddir þennan
heim.
Það var svo fallegt þegar
pabbi hringdi í mig og tilkynnti
mér nú værir þú búin að kveðja,
þá braust sólin fram úr skýj-
unum og skein framan í mig þar
sem ég sat í sófanum. Það var
eins og þú værir að hugga mig
og mér leið eins og ég væri í
mjúka fanginu þínu.
Fram brutust minningar um
þig og þar sem ég sat þarna einn
hágrátandi minnti það óneitan-
lega á grátfossinn sem kom nið-
ur stigann í Hvoli um árið þegar
ég gat ekki sofnað. Ég hafði
nefnilega fyrr um daginn slasað
mig við að leika Spiderman og
fékk skurð á hökuna og var þess
vegna frekar lítill þegar ég fór
að sofa.
Ósjaldan fékk maður flísar úr
trégólfinu í Hvoli, þá var manni
haldið á meðan flísin var dregin
úr og sárið sprittað. Þú bættir
gjarnan óþægindin upp með
köku af Toffie Pops.
Þú varst frábær kokkur og
hjá þér var alltaf veisla. Hlaðið
borð með heimabökuðu í kaffi og
svo lambalæri eða kótelettur í
raspi í kvöldmatinn og heima-
tilbúinn ís í eftirmat. Þegar við
kvöddum eftir þessar veislur
fylgdir þú okkur alltaf út á hlað
og veifaðir okkur þar til við hurf-
um sjónum.
Þú kallaðir mig „Gullið mitt“
eða „Elli minn elskan“ til heið-
urs Bibbu á Brávallagötunni.
Ég mátti vaða í allar skúffur
og skápa í fjársjóðsleit en það
var þó einn læstur skápur sem
ég hafði séð þig sækja fimmþús-
undkalla í. Ég var viss um að þú
værir forrík og skápurinn væri
fullur af fimmþúsundköllum. Það
voru því vonbrigði þegar ég fann
lykilinn af skápnum og hann var
peningalaus.
Þér var hugleikið að vel færi
um mann. Þegar teiknimyndir
voru í sjónvarpinu pakkaðir þú
manni inn í teppi og last svo
textann fyrir mig.
Þú bakaðir svokallaðar
þriggja bita kökur fyrir jólin
sem eru smákökur með þremur
súkkulaðibrotum ofan á. Eitt
sinn ákvaðstu að það væri
kannski sniðugt að sleppa að
saxa allt þetta súkkulaði og sett-
ir bara einn súkkulaðidropa ofan
á. Það féll ekki í ljúfan jarðveg
hjá okkur systkinum enda
hvernig gætu þriggja bita kökur
haft bara einn bita? Næstu jól
voru kökurnar aftur orðnar
þriggja bita.
Skömmu eftir að þú hafðir
gert fastráðningarsamning í
frystihúsinu 75 ára veiktist þú
skyndilega sem olli þér svolitlu
málstoli og áttir þá oft til að
segja nei þegar þú meintir já.
Ég man þegar ég hringdi í þig
og bauð þér og Bobbu á rúntinn.
Þú svaraðir nei. Svo hringdir þú
daginn eftir og spurðir hvort ég
væri ekki á leiðinni. Þetta nei
þýddi sem sagt já.
Þú kenndir mér að spila og
margar góðar stundir áttum við
að spila þjóf eða kasínu.
Þú gafst mér mitt fyrsta úr og
kenndir mér á það.
Þú kenndir mér að elda kóte-
lettur og rjúpu og þriggja bita
kökurnar baka ég þér til heiðurs
fyrir hver jól.
Ég vildi að ég hefði getað ver-
ið hjá þér þegar þú kvaddir og
lesið fyrir þig Selinn Snorra sem
þú alltaf last fyrir mig fyrir hátt-
inn í Hvoli.
Nú veifa ég þér alla leiðina
heim í síðasta sinn eins og við
gerðum alltaf þegar við kvödd-
umst í Hvoli.
Þinn
Sveinn Elmar.
Til ömmu á Reyðarfirði,
Til hvílu ert nú komin,
elsku amma mín.
Hugurinn reikar að Hvoli,
kompuna stelst ég í.
Finn ég þar fótboltaspilið,
en kjarkur kiknar – ég þori ekki
lengra,
húsdraugur hrellir mig.
Nú kallarðu á mig að taka í spil,
kasínu – steliþjóf.
Á veggnum á sama stað alltaf,
dagatal skipafélagsins.
Hjá þér alltaf hlýja,
græna dýnan,
gryfjan úti,
gamla sjónvarpið.
Í stofunni Soffíukaka,
í frystinum súkkulaðiís.
Þó margt þú reyndir,
aldrei sýndir,
okkur systkinum annað en ást.
Léttari í lundu ég hef aldrei fundið,
manneskju aðra en þig.
Æðruleysi, ósérhlífni,
alger ákveðni.
Hjartahlýja, hugulsemi,
hafsjór jákvæðni.
Þó farin sértu skaltu vita:
Ég mun ekki gleyma þér.
Ef einhverja ósk ég á mér heita,
eftirbreytni þína,
tileinka vil mér.
Þinn
Kristján Orri.
Magnhildur
Magnúsdóttir
Sálm. 17.5-6
biblian.is
Skref mín eru örugg
á vegum þínum,
mér skrikar ekki
fótur. Ég hrópa til
þín því að þú svarar
mér, Guð,...
Við aðstoðum þig við gerð viljayfirlýsingar
um útför þína af nærgætni og virðingu
– hefjum samtalið.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
Hinsta óskin